Pútín að eftirláta Erdogan heilt hérað innan Sýrlands?

Rakst á þessa frétt við lestur erlendra frétta, en um er að ræða að Erdogan forseti Tyrklands var til svara er fréttamenn beindu að honum spurningum.
--Hann var á leið til fundar við Pútín að ræða frekar málefni Sýrlands.
--En 2 svör sem hann gaf eru virkilega áhugaverð!

Turkey to deploy troops inside Syria's Idlib - Erdogan

http://www.nationsonline.org/maps/syria-map.jpg

Hljómar sem að Pútín hafi samþykkt skiptingu á Sýrlandi

  1. "Under the agreement, Russians are maintaining security outside Idlib and Turkey will maintain the security inside Idlib region,"
  2. "The task is not easy ... With Putin we will discuss additional steps needed to be taken in order to eradicate terrorists once and for all to restore peace."

Erfitt að skilja svar Erdogans með öðrum hætti en að Pútín hafi lofað Tyrklandi - Idlib héraði.

Erfitt að skilja svar Erdogans með öðrum hætti en þeim að hann ætli í framtíðinni að senda tyrkneskar hersveitir inn í það hérað.

Síðan sl. sumar virðast fréttir benda til þess að hreyfing tengd al-Qaeda hafi Idlib hérað á valdi sínu, eftir að hafa stökkt á flótta eða ráðið niðurlögum annarra hópa innan svæðisins.
--En áður var þarna kraðak af mismunandi hópum.
--En við fall Aleppo borgar á sl. ári virðast hópar er áður voru sterkir hafa orðið fyrir miklu tjóni.

Það má velta því fyrir sér hvort Erdogan hafi samþykkt að taka við héraðinu, til þess að stöðva framrás kúrdneskra hersveita er hafa sl. 2 ár sífellt verið að stækka sitt yfirráðasvæði.

En mér sýnist hugsanlegt að ef Tyrklandsher stjórnar Idlib héraði -- sé settur tappi í hugsanlega drauma Kúrda til að ná til sjávar, alla leið.

  1. Hver veit - en a.m.k. losar Pútín sig við óþægilega pyllu.
  2. Það á auðvitað eftir að koma í ljós - hversu vel Tyrklandsher mundi ganga við það verk að ráðst inn í héraðið, en skæruliðar þeir sem þar ráða eru væntanlega eftir margra ára stríð orðnir afskaplega mjög - bardagareyndir.
  • Ég held það sé langt síðan að Tyrklandsher hefur tekið þátt í alvarlegum bardögum.

--En með því að selja frá sér héraðið, þá þarf Pútín væntanlega ekki að hugsa um það frekar.

 

Niðurstaða

Spurning hvort það sé einfaldlega ekki snjallt af Pútín - að koma Idlib héraði yfir á Erdogan, fyrst að Erdogan virðist hafa haft vilja til að taka við því. En það mun örugglega kosta töluvert erfiði fyrir Tyrklandsher að ráðast þar inn og taka öll völd.

Það á auðvitað eftir að koma fram að hvaða leiti Erdogan er í raun og veru tilbúinn í slík stórræði.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ... Tyrkir eru ekki lengur á bandi með Evrópu og US.  Þetta mál, var tekið upp milli Rússa og Tyrkja fyrir löngu, þess vegna varð aldrei neitt úr "orrustu" á milli þeirra.  Þrátt fyrir margar spár í þá átt ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.9.2017 kl. 07:23

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Oftulkun hjá þér örugglega. Markmið Vesturlanda voru avalt takmörkuð einnig sveigjanleg eftir aðstæðum. Krafan um afsögn Assad var eðlileg í ljósi óskaplegra grimmdarverka stjórnar hans á miklu stærri skala en nokkurs annars er átti hlut af átökum þar á meðal Isis. Siðan átti hann alla sök á borgarastriðinu. Her hans liklega skóp broðurpart tjóns manntjóns sem tjóns á borgum og bægjum. Ég á von að ákærur um glæpi gegn mannkyni byrtist fyrir einhverja rest. En innkoma Russlands 2015 gerði þá kröfu smám  saman opraktiska. Mannig áhersla Vesturvelda síðan virðist á eyðingu Isis er gengur vel og það virðist stefna á að Vesturveldi séu að eignast sínar sneiðar af Sýrlandi. I formi þess að sennilega verði svæði Kurda protectorate. Áhugavert fyrirhuguð atkvæðagreiðsla nk. mánudag í Kurdistan um sjalfstæði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.9.2017 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband