Spurning hvort Evrópuvirkið gegn flóttamönnum - gangi upp?

Í sumar hefur verið mikið flæði af Afríkufólki yfir Sahara auðnina til Líbýu - en ný stefna gagnvart flóttafólki er kemur til Líbýu yfi Sahara auðnina virðist hafa verið beitt síðan sl. sumar.
--Þ.e. að borga stjórnendum Líbýu fyrir að hindra flóttafólk frá því að leggja út á Miðjarðarhaf.
--Það safnast þá væntanlega þess í stað saman innan Líbýu!

Number of migrants arriving in Italy from Libya falls by half in July

Why Europe's Migrant Strategy Is an Illusion

Líbýa er í raun og veru skipt í -- 2 ríki, þ.e. Austur Líbýu eða Tripolitaniu og Vestur Líbýu eða Cyrenaicu

https://cdn.static-economist.com/sites/default/files/images/print-edition/20150110_FBM959.png

  1. Ég er hreinlega búinn að spá því um nokkurt skeið að þetta geti orðið varanlegur klofningur landsins í 2 - ríki.
  2. Enda verulegur munur milli landshelminganna, m.a. munur á samsetningu íbúa - sbr. megnið af Berbum er búa í Líbýu búa í vestur hlutanum samtímis því að austur hlutinn sé stærstum hluta arabískur.
    --Fyrir utan er Cyrenaica svæðið í raun og veru fornt menningarsvæði sem hefur verið þekkt undir því nafni alla tíð aftur a.m.k. á 4. öld fyrir kristburð.

Hvað um það -- punkturinn er sá að það flækir málið af hafa tvær ríkisstjórnir, tvö þing og í raun og veru tvær höfuðborgir.

  1. Vestur höfuðborgin er auðvitað Tripoli.
  2. Austur höfuðborgin er Tobruk.

Í hvorri höfuðborg fyrir sig er þing - ríkisstjórn, og hvor ríkisstjórn ræður yfir her.
M.ö.o. er landið skipulagslega séð greinilega að þróast í 2 - ríki.

  • Aðalátökin þeirra á milli hafa verið um olíulyndirnar -- virðist í seinni tíð Tobruk stjórnin ráða stærstu lyndunum.
  • Virðst ekki síst tilkoma ISIS er um hríð réð landsvæði í kringum bæinn Sirte -- hafa veikt stöðu Tripoli stjórnarinnar, þannig að hún missti stjórn á megin hluta olíulyndanna.

 

ESB virðist síðan sl. sumar vera - að borga ríkisstjórninni í Tripoli fyrir að halda flóttamönnum á sínu landsvæði, auk þess að uppbygging flota hefur verið greidd af ESB

Fyrir utan þetta, virðist ríkisstjórn Ítalíu greiða tveim þekktum smygl hringjum á Líbýu strönd - peninga fyrir að smygla ekki fólki yfir; má líkja því við greiðslu "Danagjalda" í sögu Englands.

Það virðist ekki mikil langtíma hugsun í þessu - en fréttir hafa borist af því, að flóttamönnum sé haldið í líbýskum fangelsum við mjög ömurleg skilyrði. Jafnvel að flóttamenn gangi kaupum og sölum milli aðila -- gæti verið að skapast verslun þ.s. menn græða peninga per flóttamann sem haldið er.

Der Spiegel segir að skv. skýrlu frá utanríkisráðuneyti Þýskalands sé aðstæðum líkt við búðir nasista í Seinni Styrrjöld.
Meðferðin sé slík að ekkert Evrópuríki gæti löglega sjálft beitt því.
En augunum sé lokað í von um að vandamálið fari í burtu.

  1. Það má vera að verið sé að prófa vinsæla kenningu, sem er nokkurn veginn á þá leið, að ef flóttamönnum býður hræðileg vist - ef lokað er á ferðir þeirra til Evrópu.
  2. Ætti að vera unnt að sannfæra fólk um að hætta að koma.

--Nýi flotinn sem Tripoli stjórnin hefur byggt upp virðist síðan sl. sumar -- hafa stoppað sjálfstæð hjálparsamtök við það verk, að aðstoða flóttamenn á bátum.
--Meðan að hinn nýi floti Tripoli stjórnarinnar hafi sent bátana aftur að strönd Líbýu.

  • Líklegast virðist að Tripoli stjórnin sé einfaldlega að taka við flóttamönnunum, meðan að peningarnir streyma frá Brussel.
  • Hvernig síðan sé farið með þá, sýni að Tripoli stjórninni sé sama um þá að öðru leiti - en aðbúnaður bendi til þess að allur kostnaður sé skorinn við nögl.

Hvaða áhrif peningarnir sem streyma frá ESB - til Tripoli stjórnarinnar hafa síðan á átök hennar við Tobruk stjórnina til lengri framtíðar -- á eftir að koma í ljós.
En það ætti ekki að koma manni á óvart að þeir fari í kaup á vopnum.

--Það á síðan að sjálfsögðu eftir að koma einnig í ljós, hvort að flóttamannastraumurinn yfir til Líbýu yfir Sahara auðnina stöðvast.
--Ef það fréttist skv. kenningunni að farið sé hræðilega með flóttamenn.

 

Niðurstaða

Ítalía virðist hafa átt upptök af samvinnunni við Tripoli stjórnina - væntanlega vegna þess hvaða leið flestir flóttamennirnir sem streymdu til Líbýu og síðan yfir Miðjarðarhaf fóru. Skv. Der Spiegel virðist Angela Merkel hafa síðar ákveðið að veita stuðning við þessa tilraun.
--Engin leið sé að vita hvað gerist, en ef t.d. kenningin vinsæla stenst ekki.
--Flóttamenn hætta ekki að streyma að til Líbýu, gæti landið misst tökin á málum.
Eftir allt saman eru enn stríðsátök í gangi milli ríkisstjórnanna tveggja í landinu.

Mér virðist persónulega ekki blasa við nokkur önnur lausn en að viðurkenna skiptingu landsins er virðist -- "De Facto" þó hún sé ekki enn "De Juro."

Flóttamönnum er greinilega haldið við hræðilegar aðstæður -- sennilega mun verri skilyrði en t.d. flóttamönnum sé haldið í Tyrklandi.

--------------

Ps: Frétt Reuters segir Donald Trump vera að íhuga uppsögn kjarnorkusamningsins við Íran: U.S. weighs whether to stay in Iran nuclear deal.

 

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Við getum byrjað á að segja að þjóðflutningar af þessu tagi sem eru að gerast í Evrópu núna leiða alltaf til hörmunga.

Alltaf,það er sama hvar þú leitar í tíma og rúmi.

Í versta tilfelli drepur hinn aðvífandi alla,eða flesta frumbyggjana,eða hinir aðkomnu eru hraktir aftur til baka og eða drepnir.

Dæmi um þetta eru til dæmis flutningar Evrópubúa til Ameríku og Ástralíu og flutningur Ungvereja frá Úralfjöllum til núverandi Ungverjalands. 

Annað dæmi erum við að sjá í dag í Myanmar. Dæmin eru óteljandi, dreifð um tíma og rúm.

Enn ein útgáfan er borgarastyrjöld. Eitt af þessu þrennu gerist alltaf. 

Líklegasta niðurstaðan fyrir Evrópu er borgarastyrjöld.

.

Mýtan um fjölmenningarsamfélag er dauð, allstaðar nema í Svíþjóð.

Mira segja Mamma Merkel reynir ekki lengur að halda þessu bulli fram. Nú er lausnarorðið Aðlögun.

.

Nú er það mýtan um aðlögun sem gildir. Gallinn við þessa mýtu er einmitt að hún er bara mýta en styðst ekki við neinn raunveruleika.

Staðreyndin er sú að ólíkir menningarhópar aðlagast næstum aldrei. Það eru afar fá dæmi um að það hafi gerst. Kannski manstu eftir einhverju.

Meira að segja hópar sem eru mjög líkir menningarlega aðlagast ekki.

Enn sjadgæfara er að kynþættir eða jafnvel hópar af sama kynþætti blandi blóði.

Skemmtilegt dæmi um þetta er hópur Litháa sem Alexandeer annar Rússakeisari sendi til Altai í austur Síberíu. 160 árum seinna og að þremur kynslóðum gengnim eru þeir ennþá Litháar,þrátt fyrir að vera aðeins nokkur hundruð þúsund..

Þeir giftast innbyrðis og halda uppi Litháenskri menningarhefð ,þrátt fyrir meira en hundrað ára einangrun frá "heimalandinu"

Bandarískir svertingjar kalla sig "African Americans" þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Afríku og hafa engin tengsl þar.

Annað ágætt dæmi úr Evrópu er Belgía. Þar hafa tveir hópar ,mjóg líkir, dvalið á sama svæði frá alda öðli. Þar af í 190 ár í sama ríki. En þeir aðlagast ekki. Þeir halda uppi sinni eigin menningu,en berjast ekki með vopnum Hinsvegar er stöðug togstreyta á milli þessara hópa og ef réttar aðstæður skapast mun líklega sjóða uppúr.

Ásakanir ganga á vixl ,og oft er nánast ógerningur að mynda stjórnvöld í landinu.

.

Víða eru átakalínurnar tilbúnar og munu leiða til mikilla vandræða þegar harðnar verulega á dalnum í Evrópu.

Þessar línur eru milli Pólands og Þýskalands, Póllands og Úkrainu, Rúmeníu og Ungverjalands svo eitthvað sé nefnt.

Eina slíka átakalínu sjáum við í Úkrainu í dag. Það eiga eftir að verða fleiri "Úkrainur" í Evrópu þegar fram líður.

Allt frá síðari heimstyrjöld hafa Evrópubúar ekki þekkt neitt annað en vaxandi velmegun ,með einstaka stuttum samdráttarskeiðum.

Við þessar aðstæður verða sjaldnast mikil vandræði. Það er þegar harðnar á dalnum sem átökin byrja.

Upphaf átakanna verða væntanlega óljós og mun mönnum sýnast sitt hvað.

Innflytjendumm mun þykja hlutur þeirra fyrir borð borinn, með réttu eða röngu og frumbyggjum mun finnast þeir séu að halda uppi aðskoadýrum í landinu, með réttu eða röngu.

Þetta verður upphaf átakanna.

.

Nú ættir þú að vera kominn með grunnþekkingu á þessum málum.

Þav´miður þarf ég að skeppa frá núna,en egar ég kem til baka get ég rætt þessa einkennilegu Virkishugmynd þína.

Það þarf ekkert virki til að loka Evrópu. Póllannd,Slóvenia og Ungverjaland hafa gert það ,og þeir hafa ekkert virki. Þeir hafa hinsvegar landamæravörslu eins og það heitir.

Önnur Evrópuríki ættu að fara að dæmi þeirra sé þeim annt um friðinn.

Fyrsta skrefið er samt að hætta að gefa út boðskort til alls þriðja heimsins að þeim sé heimilt að koma og lifa á kostnað samfélaganna í Evrópu það sem eftir er.

Ef því væri hætt ,mundi efnahagsflóttamönnum fækka niður í mjög fáa. 

Borgþór Jónsson, 21.9.2017 kl. 13:47

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór, geisp - þ.e. nákvæmlega ekki neitt sambærilegt við því sem nú er í gangi og atburðum fyrir 3500 árum í Miðjarðarhafslöndum eða fyrir 1500 árum í Evrópu.

Algerlega fullomlega út í hött að halda því fram að yfir 600millj. íbúafj. "ef Rússl. er með" Evr. sé í hættu á að vera skipt út -- eins og gerðist t.d. við hrun vestrómverska ríkisins.
Vinsælt tal um þjóðflutninga tuga milljóna eða hundruða milljóna -- er einungis fíflalegt blaður.

"Það þarf ekkert virki til að loka Evrópu. Póllannd,Slóvenia og Ungverjaland hafa gert það ,og þeir hafa ekkert virki. Þeir hafa hinsvegar landamæravörslu eins og það heitir."

Vertu ekki svona heimskur - Bandaríkin hafa haft girðingu á landamærum sínum við Mexíkó ásamt vopnuðum vörðum í áratugi.
--Slíkt varðgæsla virkar einungis þangað til að þeir sem eru á flótta, hafa lært hvar hliðin eru - hvar veikleikar á varðgæslu eru til staðar, hvar veikleikar á girðingum eru o.s.frv.

    • Sambærileg gæsla á landamærum Bandar. hefur aldrei raunverulega virkað.
      --Sé því ekki af hverju Evr. ætti að upplifa aðra útkomu.

    • Það virkar til skamms tíma, eða þangað til að þeir sem skipuleggja flótta -- vita hvernig er unnt að spila á kerfið sem sér um landamæravarnirnar.
      --Eftir að sá lærdómur er kominn, verða landamærin aftur hriplek.

    "Fyrsta skrefið er samt að hætta að gefa út boðskort til alls þriðja heimsins að þeim sé heimilt að koma og lifa á kostnað samfélaganna í Evrópu það sem eftir er."

    Ég spurði þig um daginn hvernig ætti að fara að þessu og þú varðs móðgaður er ég nefndi tiltekin dæmi -- um hvað tæknilega væri unnt að gera.

      • En við erum einmitt að sjá dæmi um þ.s. ég nefndi þá í tilviki samskipta ESB við Vestur-ríkisstjórnina í Líbýu.

      En þ.e. alveg sama hvaða varðkerfi verður sett upp, sbr. reynslu Bandar. -- aðkomufólkið lætur sér ekkert segjast.
      Þetta blaður um - um boðskort - er heimsk blaður. Það skipti alls ekki eins miklu máli og þú heldur,. hvort ríkið segir -komið- eða -við viljum ykkur ekki.-

        • Það að þeir koma, snýst einfaldlega um það -- að lífið er mun betra í Evrópu.

        • Meðan að það er svo, hættir það ekki að streyma að -- algerlega sama hvað er gert í formi varna eða girðinga.

        Vegna þess að þú virðist ekki enn skilja málið -- vera "naive" þá endurtek ég fyrri spurningu.
        --Um það hversu langt þú værir til í að ganga í tilraun til að stöðva aðstreymið?

        Værir þú til í að beita þeim aðferðum sem ég spurði þig um í fyrra skiptið - ef eins og ég tel víst, að engar tilraunir til að stöðva aðstreymið -- hafa umtalsverð áhrif til lengri tíma í því að stöðva það aðstreymi?

        --Varðandi Myanmar af einhverjum ástæðum virðast samantekin ráð að ráðast á einn þjóðfélagshóp.
        --Við höfum séð slíkt áður t.d. í Evr. reglulegar hatursárásir á Sígauna eða Gyðinga í gegnum aldirnar.
        **Yfirleitt eru ástæður slíkra árása algerlega óviðkomandi þeim hóp er verður fyrir árásum -- m.ö.o. sá hópur er gerður að blóraböggli - líklegast virðist að stjv. Myanmar séu að beita klassísku gömlu herbragði að beina reiði fólks annað.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 21.9.2017 kl. 18:55

        3 Smámynd: Borgþór Jónsson

        Ég var ekki móðgaður af því þú varst ósammála mér,en ég var frekar pirraður af því þú greipst til þess úrræðis í vanmætti þínumm að kalla mig útlendingahatara eða kynþáttahatara. ég man ekki hvort var.

        .

        Þú hugsar ekki rökrétt Einar,eða horfir á staðreyndir.

        Þegar Merkel opnaði Evrópu upp á sitt einsdæmi jókst flóttamannastraumurinn um 520%

        Þegar Trump sagði að hann mundi vísa ölöglegum innflytjendum úr landi minnkaði ásókn um tugi prósenta,jafnvel þó það sé enginn veggur.

        Svona hafa skilaboð stjórnmálamanna mikið að segja.

        Merkel opnaði Þýskaland í andstöðu við meira en 80% þjóðverja,enda þótt megi skilja á fjölmiðlum að Þjóðverjar séu frá sér numdir af fögnuði.

        Núna eru kosningar og Merkel hefur í tilefni af því lagst tímabundið gegn frekari innflutningi flóttamanna.

        Tölurnar fóru strax úr 1300 þúsund ,niður í 400 þúsund. Samt eru ekki miklar ráðstafanir gerðar.

        Slóvenar minnkuðu sinn flóttamannavanda um ca 90% með landamæravörslu.

        Ég hef ekki heyrt að þeir hafi skotið neinn,hvað þá heldur Pólverjar eða Ungverjar.

        Svona virkar þetta geskur.

        .

        En hvaðan er þetta fólk að koma?

        Þau ríki sem leggja til flesta flóttamenn eru í eftirfarandi röð

        Sýrland,Afganistan, Libya og Irak.

        Svo eru Pakistan,ríki sunnan Sahara og ýmsir aðrir minni spámenn.

         Ef við horfum á fjögur stæðstu ríkin í þessu sambandi ,sjáum við strax að þau hafa öll orðið fyrir árásumm Bandaríkjamanna,Frakka og Breta auk minni spámanna,með einum eða öðrum hætti.

        Öll þessi ríki hafa verið lögð í rúst af þessu teymi.

        Afganistan,Sýrland og Libya með því að fjármagna og vopna hryðjuverkamenn ásamt gegndarlausum loftárásum á þessi ríki.

        Irak varð svo fyrir ólöglegri og ástæðulausri innrás.

        Svarið við flóttamannavandanumm í Irak og Sýrlandi er að þessir aðilar hætti hernaði sínumm í þessum löndum og greiði stríðsskaðabætur svo fólkið þar geti endurheimt heimili sín,atvinnu og innviði.

        Í Libyu og og Afganistan er ekkert svar. Þessi lönd eru ennþá í algerri upplausn og ekkert hægt að gera.

        Sérstaklega er áhugavert að skoða hvernig Frakkar eyðilögðu skipulega alla lífsafkomu fólksins í Libyu,og allar opinberar byggingar.

        Sama var farið í gang í Sýrlandi af hendi Bandaríkjamanna. Þeir voru að sprengja þar í sextán mánuði áður en Rússar komu.

        Hryðjuverkamenn urðu fyrir lágmarkstjóni,en innviðir Sýrlands á svæðunum undir þeirra stjórn voru sprengdir í loft upp.

        Þetta er alveg ótrúleg mannvonska. 

        .

        Svo eru flóttamennirnir sem aldrei eru nefndir og má ekki nefna á nafn.

        Það eru rúmlega tvær milljónir flóttamanna frá Úkrainu.

        Ein milljón efnahagsflóttamanna í Evrópu ,mest í Póllandi

         Rúmlega milljón í Rússlandi undan slátrunum nasista í Úkrainu.

        Þessir flóttmenn hafa þó þá sérstöðu að þeir eru alveg tilbúið vinnuafl,enda flestir í vinnu.

        Það  er mikið um að Úkrainumenn stofni fyrirtæki í Póllandi og ráði síðan landa sína á lágum launumm til að vinna.

        Og núna hefur efri millistéttin í Póllandi loksins efni á að hafa þjónustufólk.

        Fyrir Rússa er þetta hvalreki af því þeir hafa fengið mikið af hámenntuðu og góðu vinnuafli sem talar rússnesku ,frá mestu iðnhéruðum Úkrainu.

        Í dag er mikill hátíðisdagur af því að heræfingunum í Hvíta Rússlandi er nú lokið og Pólland,Eystrasaltsríkin og Úkraina eru enn á sínum stað.

        NATO foringinn og fjölmiðlar voru alveg að míga á sig af skelfingu yfir að Rússar væru með 100 þúsund hermenn í Hvíta Rússlandi og til alls líklegir.

        Ég rakst svo á kort frá NATO höfðingjunum sem sýnir hvernig þeir fundu þetta út.

        Þeir höfðu talið með Rússnesku herina sem eru við landamæri Eystrasaltsríkjanna og Úkrainu.

        Þessir herir voru tíundaðir á kortinu eftir staðsetningu og fjölda hermanna.

        Eins og kunnugt er tóku þessir herir ekki ekki þátt í æfingunum.

        Reyndar var talan 8000 við Hvíta Rússland,sem er sennilega nálægt því sem rétt er 

        Svona lýgur bandaríska heernaðarmaskínan stanslaust í okkur með dyggri aðstoð gjörspilltra fjölmiðla.

        Og sumir trúa alltaf.

        Það hefur sennilega verið fyrir gleymsku sakir að okkur var ekki sagt frá að þetta eru æfingar sem eru haldnar reglulega á fjögurra ára fresti.

        Enn kannski var það út af því að þá mundu jafnvel þeir auðtrúuðustu gera sér grein fyrir að þetta væri bara stormur í vatnsglasi ,ætlaður til að glæða sölu á vopnabúnaði.

        .

        Borgþór Jónsson, 21.9.2017 kl. 23:47

        4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Borgþór, bull og vitleysa, Merkel opnaði ekki Evr. - tal um slíkt á margvíslegum vefjum er bull og vitleysa.
        Merkel stóð frammi fyrir því vandamáli, að stöðug aukning á aðstreymi var í gangi úr tveim áttum - þ.e. yfir Miðjarðarhaf til Ítalíu. Og yfir Eyjahaf til Grikklands.

        Á Ítalíu annars vegar og Grikklandi hins vegar hafði safnast upp mikill fj. aðkomumanna -- margir þeirra sýrlenskir flóttamenn, en einnig fj. annarra aðkomumanna.
        M.ö.o. var þetta fólk komið til Evrópu þegar -- spurning einungis hvað ætti síðan að gera við það.

        Ef þú manst, gerði ESB tilraun til að búa til aðgerðaáætlun þ.s. ríkin skipu flóttamönnunum á milli sín - en Ungverjaland sagði sig strax frá því samkomulagi.

          • Eftir að það var ljóst, hótaði Grikkland og Ítalía - Merkel, að hleypa öllum flóttamönnunum lausum, þ.e. heimila þeim sjálfum að fara til hinna landanna fyrir norðan.

          • Þá hafði Merkel einungis þá 2-kosti að láta kerfið um frjálsar ferðir á fólki innan ESB -- falla um sjálft sig, eða samþykkja að Þýskaland tæki við þessu fólki frá Ítalíu og Grikklandi -- sem hún gerði.

          Mánuðina á eftir hóf Merkel samninga við Erdogan af Tyrklandi um það að Tyrkland mundi loka leiðinni fyrir flóttamenn í gegnum Tyrkland yfir til Grikklands - er var orðin megin flutningaleið flóttamanna.
          Löndin fyrir norðan Grikkland voru búin flest hver einnig að bregðast við með því að loka eigin landamærum við Grikkland.
          --Hættan var að Grikkland mundi hrynja með alvarlegum afleiðingum fyrir ESB ef stjórnlaust flæði leiddi til þess að milljónir flóttamanna streymdu til Grikklands -- land sem er orðið mjög veikburða efnahagslega og hefði geta hruniða lgerlega.

          Eins og þú ættir að vita, ef þú ert ekki að flíka einhverju rugli eins og svo oft, að samkomulag náðist við Tyrkland.
          Það samkomulag hefur síðan þá virkað nægilega vel -- var t.d. mjög óverulegt flæði á flóttamönnum yfir Eyjahaf sl. sumar og einnig sumarið áður.

          "Tölurnar fóru strax úr 1300 þúsund ,niður í 400 þúsund. Samt eru ekki miklar ráðstafanir gerðar. Slóvenar minnkuðu sinn flóttamannavanda um ca 90% með landamæravörslu."

          Þær lokanir höfðu ekkert að segja -- aðgerðin sem máli skipti var samkomulagið við Tyrkland. Að Tyrkland samþykkti að stoppa frekara flæði til Evrópu.

          Hinn bóginn er ekki vitað hvað gerist til lengri tíma.
          Þessar lokanir hafa nú einungis verið í gangi í 2-ár.
          Bandaríkin hafa margoft reynt að herða landamæraeftirlit - setja betri girðingar, o.s.frv.
          --Það hefur aldrei virkað til lengdar.

          2 ár er alltof skammur tími liðin til að dæma hvort að aðgerð hafi heppnast.

            • En nýjar aðgerðir ESB skv. samkomulagi við ráðamenn í Líbýu benda til þess að flóttamanna-aðstreymið sé langt í frá hætt, að flóttamenn séu að leita allra leiða til Evrópu -- ef ein leið verði erfiðari sé önnur reynd.

            • Það var greinileg aukning á ferðum yfir Miðjarðarhaf frá Líbýu - einnig hefur gætt aukins streymis í gegnum Alsír yfir til Spánar.

            • Vandinn er sá að Miðjarðarhaf er nánast allst staðar -- fært litlum fleytum.

            M.ö.o. er nánast alls staðar unnt að komast yfir Miðjarðarhaf ef nú nærð að strönd þess.
            Miðjarðarhaf er þar með algerlega sambærilegt fyrir Evr. á við landamæri Bandar. v. Mexíkó.

            "En hvaðan er þetta fólk að koma? Ef við horfum á fjögur stæðstu ríkin í þessu sambandi ,sjáum við strax að þau hafa öll orðið fyrir árásumm Bandaríkjamanna,Frakka og Breta auk minni spámanna,með einum eða öðrum hætti. Öll þessi ríki hafa verið lögð í rúst af þessu teymi.""

            Ég nenni ekki að hlusta á þetta rugl - Bandar. hafa ekki lagt Afganistan í rúst það gerðu Sovétríkin 1979. Það skall á uppreisn og borgarastyrrjöld í Sýrlandi og Líbýu -- þeir sem bera alla ábyrð á því ástandi eru þeir landstjórnendur er stjórnuðu þeim löndum þar til allt sprakk í loft upp.
            --En landstjórnendur bera nærri alltaf alla ábyrgð á því ef land leysist upp í innanlands átök.

            Eina sem e-h er hæft í, er heimskuleg ákvörðun Bush 2003. Hinn bóginn, er það ekki lengur mikilvægt í því sem er seinni ár að gerast. Írak var frá og með ca. 2007 komið í sæmilegt ástand, þ.s. friður var aftur kominn -- eftir borgaraátök Shíta og Súnníta.
            --Átök er hefjast 2013, voru afleiðing borgarstyrrjaldarinnar í Sýrlandi 2011 er þá hófst, m.ö.o. Assad ber sjálfur megin ábyrgðina á þessu -- þ.e. upplausninni í eigin landi, þá einnig að ISIS gat náð útbreiðslu í hans landi það hefði aldrei gerst ef hann hefði ekki klúðrað innanlads krísu yfir í vopnað stríð - þar með ber hann einnig alla ábyrgð á stríðs átökum innan Íraks frá og með 2013.

            M.ö.o. bera tveir menn megin ábyrgð á upplausninni seinni árin í Miðausturlöndum - Assad og Gaddhafi hinn sálugi.
            --Þú ert á hinn bóginn of upptekinn af and Vesturlanda áróðursvefjum við að hafa áhuga á sannleikanum.

            "Rúmlega milljón í Rússlandi undan slátrunum nasista í Úkrainu."

            Þú heldur enn með þessa rugl steypu þína -- sannleikurinn í málum um Úkraínu er sá að landið hefur verið undir árás Rússlads samfellt í nokkur ár nú.
            --Rússland þ.e. Pútín ber alla ábyrgð á því hvað gerðist í Úkraínu.
            Þar á meðal - stjórnar hann stríðinu þar, svokallaðir uppreisnarmenn eru málaliðar undir hans stjórn, þ.e. hann borgar launin þeirra, vopnin þeirra o.s.frv.
            Þetta stríð er ekki meira ekta heldur en -- þegar Reagan borgaði Contra skæruliðum til að stríða í Nicaragua gegn Sandinistum.

            En þú ert alltaf jafn blindaður af áróðrinum - því miður.

            Megnið af flóttamönnum frá Úkraínu hafa leitað til Evrópu, enda þar mun auðugari garð að ræða um störf, betri laun einnig.

              • Ég á ekki von á því að þú hættir að horfa á heiminn í gegnum gleruagu áróðurs rugls, því miður.

              Kv.

              Einar Björn Bjarnason, 22.9.2017 kl. 08:11

              Bæta við athugasemd

              Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

              Um bloggið

              Einar Björn Bjarnason

              Höfundur

              Einar Björn Bjarnason
              Einar Björn Bjarnason
              Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
              Jan. 2025
              S M Þ M F F L
                    1 2 3 4
              5 6 7 8 9 10 11
              12 13 14 15 16 17 18
              19 20 21 22 23 24 25
              26 27 28 29 30 31  

              Eldri færslur

              2025

              2024

              2023

              2022

              2021

              2020

              2019

              2018

              2017

              2016

              2015

              2014

              2013

              2012

              2011

              2010

              2009

              2008

              Nýjustu myndir

              • Mynd Trump Fylgi
              • Kína mynd 2
              • Kína mynd 1

              Heimsóknir

              Flettingar

              • Í dag (20.1.): 10
              • Sl. sólarhring: 10
              • Sl. viku: 65
              • Frá upphafi: 859307

              Annað

              • Innlit í dag: 10
              • Innlit sl. viku: 57
              • Gestir í dag: 10
              • IP-tölur í dag: 10

              Uppfært á 3 mín. fresti.
              Skýringar

              Innskráning

              Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

              Hafðu samband