Mattis segir Bandaríkin stefna að dyplómatískri lausn á deilum um Norður-Kóreu, sama dag of Trump hótar ríkisstjórn landsins gereyðingu

Þetta hljómaði dálítið eins og "good cop - bad cop" þó að Trump virtist ekki meina hótun sína á þann veg að ráðist yrði á NK nema NK réðist að fyrra bragði á einhvern sinna granna.

Donald Trump - "The United States has great strength and patience, but if it is forced to defend itself or its allies, we will have no choice but to totally destroy North Korea. Rocket Man is on a suicide mission for himself."

Sennilega var Trump ekki að skjóta niður ummæli varnarmálaráðherra síns.

James Mattis - "We are dealing with the North Korea situation through the international process and we will continue to do so. Secretary Tillerson is leading the effort and we will hopefully get this resolved through diplomatic means,"

En afstaða hvors um sig útilokar ekkert endilega afstöðu hins.

  1. Það sé sjálfsagt ekkert endilega að því að nefna það opinberlega að ef NK réðist á einhvern sinna granna af fyrra bragði - hefði það mjög alvarlegar afleiðingar fyrir NK.
  2. Á sama tíma og sama dag sé einnig sagt að - Bandaríkin séu tilbúin að ræða málin og leita lausna með friðsamlegri aðstoð annarra landa.

Why Trump’s threat to ‘totally destroy’ North Korea is extraordinary — even for him

Mattis says U.S. effort on North Korea aims for diplomatic solution

If threatened, U.S. will 'totally destroy' North Korea, Trump vows

Donald Trump forseti og Marine General James Norman Mattis

http://www.trbimg.com/img-5840e55b/turbine/la-na-trump-mattis-20161121

Mér virðist að ef einhverntíma Trump alvarlega íhugaði stríð við Norður Kóreu sé hann orðinn afhuga því í seinni tíð

Stefnan hefur greinilega verið tekin á -- stigmagnandi refsiaðgerðir í samvinnu við önnur lönd sem mál Norður Kóreu varðar.

Þar sem að Rússland og Kína eru megin viðskiptalönd NK - sé ekki unnt að einangra NK nema í samvinnu við þau lönd.

Það að Bandaríkin hafa bersýnilega valið slíka samvinnu - um aukinn þrýsting á NK.

Feli í sér ákvörðun um að láta vera að gera tilraun til - stjórnarbreytingar í NK eða til þvingaðrar sameiningar Kóreuskagans.

Þar sem að Rússland og Kína virðast fram að þessu hafa staðið vörð um sjálfstæða tilveru NK frá SK.

  • Það sem ég velti þó fyrir mér, að hvaða leiti stefna Trumps er önnur en stefna Obama?
  1. En Obama hafði engar áætlanir um átök við NK - Trump gjarnan gangrýndi Obama fyrir veikleika gagnvart NK.
  2. Að auki, lofaði Trump því að NK - mundi aldrei eignast langdrægar kjarnaflaugar er gætu borið kjarnaodd alla leið til Bandaríkjanna.

Punkturinn virðist sá að Trump virðist hafa loksins áttað sig á því að svigrúm Bandaríkjanna í málum NK er afskaplega í raun og veru takmarkað.

Og fyrir utan það, háð vilja annarra landa en Bandaríkjanna sjálfra.

 

Niðurstaða

Mig grunar að útkoman verði sú að ríkisstjórn Trumps gangi í litlu betur en ríkisstjórn Obama við það verk að koma taumhaldi á stjórnvöld í Norður Kóreu. En þegar öll kurl eru komin til grafar - eru það Rússland og Kína sem raunverulega ráða hversu hart er sorfið að stjórnvöldum í Pyongiang.

Mig grunar að Trump takist ekki að standa við loforð sitt að stoppa NK við það verk að eignast langdrægar flaugar er geta borið vopn til Bandaríkjanna.
--Sannarlega sé unnt fyrir Bandaríkin að herða refsiaðgerðir á NK.
--Hinn bóginn eru sennilega engin viðskipti hvort sem er milli Bandar. og NK - þannig að aðgerðir þurfa þá að beinast að erlendum fyrirtækum sem sinna viðsk. v. NK - þau fyrirtæki eru líkleg til að vera einkum kínversk eða rússnesk.

Viðskipti Bandar. og Rússlands eru einnig lítil. En mjög mikil viðsk. á hinn bóginn milli Bandar. og Kína. Þess vegna hafa Bandar. líklega litla möguleika til að beita Rússland þrýstingi til að minnka viðskipti sín við NK -- en það gætu verið möguleikar til þess að beita þrýstingi á kínversk fyritæki.
--Hins vegar óvíst að þau fyrirtæki sem versla v. NK séu í viðsk. v. Bandaríkin.

Endanlega niðurstaðan sé sennilega sú að áhrif Bandaríkjanna á NK - séu afar takmörkuð.
Þess vegna hafi NK svo lengi getað sent uppréttann fingurinn til Washington!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband