18.9.2017 | 23:39
Spurning hvort á að leggja niður möguleikann á - uppreist æru
Eins og Sigríður Andersen hefur bent á - Ráðherrum heimilt að kynna sér gögnin - virðist framkvæmd 85. gr. hegningarlaga orðið algert rugl.
Mér virðist rétt að lesa þessar greinar saman!
84. gr.
1)
Nú hefur maður hlotið í fyrsta sinn refsidóm fyrir brot, sem hefur skerðing borgararéttinda í för með sér, og refsing fer ekki fram úr 1 árs [fangelsi], 2) þá nýtur hann að liðnum 5 árum frá því að refsing er að fullu úttekin, fyrnd eða uppgefin, allra réttinda, sem fást með uppreist á æru, enda hafi hann ekki sætt ákæru á þeim tíma fyrir brot, sem þyngri hegning liggur við en sektir.
85. gr. Þegar liðin eru 2 ár af fresti þeim, sem í síðari málsgrein 84. gr. getur, og að fullnægðum öðrum skilyrðum, sem þar eru sett, getur [forseti], 1) ef dómfelldi hefur hegðað sér vel á þessu tímabili, veitt honum uppreist æru.
[Forseti] 1) getur og veitt manni uppreist æru, þegar að minnsta kosti 5 ár eru liðin frá því að refsing hans er að fullu úttekin, fyrnd eða gefin upp, enda færi umsækjandi sönnur, sem gildar séu metnar, á það, að hegðun hans hafi verið góð umræddan tíma.
[Þegar sérstaklega stendur á, má veita uppreist æru, þó að refsitími sé svo langur sem í 2. mgr. segir, enda þótt ekki sé liðinn lengri tími en til er skilinn í 1. mgr.] 2)
En greinilegt er að ákvæðin í 85. gr. eru einungis heimildarákvæði. En samt virðist framkvæmdin orðin sú að þeir sem óska eftir uppreist æru og uppfylla skilyrði lagagreinarinnar -- fái sjálfkrafa ósk sína uppfyllta: Hefur ekki viljað afgreiða umsókn barnaníðings.
- Þetta er sennilega grófasta dæmið um uppreist æru: Engu máli skipti hvert eðli brotsins sé.
Vottorð sem þarf að leggja fram, virðast ekki þurfa að beinlínis að vera fengin í þeim tilgangi að fá uppreist æru -- en undanfarin ár virðast mörg dæmi þess að menn mæti með almenn meðmæli vinnuveitanda jafnvel algerlega að vinnuveitanda óafvitandi: Ekkert um að vottorð séu vegna uppreist æru - "Forkastanleg vinnubrögð ráðuneytis".
Starfsmenn ráðuneytisins virðast ekkert samband hafa við veitendur meðmæla - til að t.d. að staðfesta að þeir hafi raunverulega skrifað þau bréf eða séu sáttir við þá tilteknu notkun á þeim meðmælabréfum.
Dæmi um að menn mæti með margra ára gömul meðmælabréf: Vottuðu ekki fyrir uppreist æru barnaníðings.
Það sem ég mundi álíta mest gagnrýnisvert sé að ráðuneytið sé að breyta dómum eftir á!
En sumir glæpir eru það alvarlegir að það hafa verið sett inn refsiákvæði að aðilum sem fremja tiltekna tegund glæpa - fái ekki þaðan í frá að gegna tilteknum störfum.
--Síðan hljómar þetta í mín eyru sem að ráðuneytið - sjálfkrafa ógildi hluta dóms viðkomandi - ef sá sem dæmdur hefur verið að umliðnum þeim fresti sem gefinn upp er í lögunum -- æskir.
Mér virðist með þessu að dómsmálaráðuneytið sé farið að taka sér - dómsvald.
Með því að einstaklingar sem löggjafinn ætlaðist til að væri haldið frá tilteknum tegundum starfa - fá samt eftir allt saman að gegna þeim störfum, þrátt fyrir að hafa verið til þess æfilangt verið settir í bann skv. dómi.
- Maður hefði haldið að -- uppreist æra ætti að vera stór undantekning.
Sem dæmi um uppreist æru er virðist réttlætanleg: Guðjóni veitt uppreist æru fyrir 22 árum.
En um var að ræða einn sakborninga í Guðmundar og Geirfinnsmáli.
- Greinilega ef á að hafa áfram - uppreist æru - í lögum.
- Þarf fullkomlega að endursemja þau lög.
En greinilega gengur það ekki að menn geti fengið -- uppreist æru, sjálfkrafa.
Ekki gengur heldur að -- uppreist æru, sé óháð algerlega tegund glæps.
--Uppreist æru getur að einhverju leiti gegnt því hlutverki, að leiðrétta rangan dóm.
--Eins og í dæmi Guðjóns Skarphéðinssonar.
En þ.e. einnig unnt að hafa aðra aðferð en -- uppreist æru.
T.d. einfaldlega að refsibann við því að gegna tilteknum störfum -- hafi fyrningu.
--Ef menn hafa ekki brotið af sér með svipuðum hætti innan þess tíma.
- Það má undanskilja t.d. kynferðis-brot gegn börnum.
- Og morð!
Niðurstaða
Ég held það sé ljóst að gagnrýni Sigríðar Andersen á það hvernig framkvæmd laganna um -- uppreist æru, hefur þróast. Sé fullkomlega á rökum reist.
--En ég held að ég hafi aldrei heyrt um aðra eins steypu um framkvæmd laga fyrr né síðar.
Það virðist algerlega vera búið að snúa út úr upphaflegum anda 85. gr. laga. Sem felur greinilega ef maður les þá lagagrein - einungis í sér heimildarákvæði.
--En seinni ár virðist meðferð ráðuneytisins hafa þróast yfir í nokkurs konar -- stimpil.
Þar sem dæmdir menn virðast geta pantað uppreist æru nánast að vild algerlega óháð tegund eða alvarlegleika brots, eftir að fresturinn sem lagagreining kveður á um er liðinn.
- Annaðhvort á að leggja þessa framkvæmd algerlega af með afnámi ákvæðis um - uppreist æru.
- Eða fullkomlega endursemja það ákvæði þannig að það sé gert að stórri undantekningu, og feli í sér miklu mun vandaðri málsmeðferð en nú tíðkast.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tel að dómar þurfi að vera vandaðari. :
Hinn seki er dæmdur til refsingar t.d. fangelsisvistar,og eftir efninu : Missi ökuskýtein tiltekin tíma.
fái ekki að halda skepnur tiltekin tíma eða ævilangt. Hafi ekki leifi til að umgangast börn. Lögmanns þjónusta viðkomandi leggist af. o.s.frv.
Þetta sé hinn endanlegi dómur. Engin embættismaður né annar megi föndra við þennan dóm.
Ef menn telja eitthvað rangt við dóminn leiti þeir til viðkomandi dómara og ef þeir telja hann,hana.
út í hött, þá kæra þeir til næsta stigs.
Það sem ég tel mest áræðanda er að dómarnir séu vandaðari og ítarlegri og eftir þeim farið nákvæmlega.
Ráðuneyti og fangelsisstofnum sjái um framkvæmd dóma en föndri ekki við að breyta þeim
Dómurinn verði varðveittur í sakaskrá.
Snorri Hansson, 19.9.2017 kl. 03:25
Þetta dæmi sýnir "villimensku" Íslendinga almennt.
Einhver maður sem hefur orðið vís að "barnaníð" fái ekki að gegna starfi sem "barnfóstra", eða "skólakennari" er afskaplega skyljanlegt. En að manninum skuli meinað að gegna starfi sem "lögfræðingur" er allt annar handleggur.
Hér er verið að breita lögum, eftir tillfinningamáli fólks ... horfið aftur til miðalda. Einhver "heldur", eða "finnst" og þar með eru lögin endurskrifuð öllum til bölvunar.
Hér sverja Íslendingar sig í "norræna" ræningjahópinn ... illa gefnir "apar" í búri. Tala um mannréttindi, en brjóta daglega mannréttindi fólks ... skilja ekki einu sinni, að þeir séu að brjóta mannréttindi annarra. Að einhver hafi brotið á sér, þýðir ekki að viðkomandi muni alltaf brjóta af sér á sama hátt ... ef mönnum finnst svo vera, af hverju ekki bara að drepa manninn ... gera eins og ISIS höggva af honum hausinn, sleppa við allt þetta angurgap ... gera eins og í Kína, skjóta hann og láta móður hans borga fyrir kúluna. Eða eins og villimannalýðurinn í Afghanistan ... láta barn skjóta fólk, sem ákvæði dómsins.
Þessi villimenska er óhugguleg. Og ekki fyrsta skiptið á Islandi eða Norðurlöndum heldur. Frægt er í Danmörku, þegar maður var sýknaður af dómi en eltur allt sitt líf af fólki í samfélaginu, af því gat ekki trúað því að maðurinn væri saklaus. Eða lögreglan í Svíþjóð, sem hundelti aumingja fyrir morðið á Olöf Palme, og svaraði því til að ef manninum, sem var sýknaður á þeim forsendum að findust engar sannanir í málinu ... ef honum líkaði þetta ekki, gæti hann bara flutt af landi brott.
Að svona hrikalega illa gefnu fólki, skuli vera veitt "aðstaða" til að níða fólk æfilangt er óhuggulegt.
Sem dæmi hér, má nefna þá staðreynd að það er hlegið að Svíþjóð um allan heim ... eitt helsta "bráðfyndni" nútímans, af því þeir geta aldrei hugsað hluti "til punkt". Svipað og Íslendingar.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.9.2017 kl. 06:16
Þú segir að það gangi ekki að veita uppteist æru ef það er ekki í öllum tilfellum. Þá skil ég það svo að þú sért að tala um eðli brota og jafnframt um það við hvað menn vinna.Ég tel að í sjálfu sér sé óþarfi að menn sæki um uppreist æru. En ef liðinn er ákveðinn tími frá refsingu eigi að veita sakamanni full réttindi og hreint sakavottorð ef þeir hafa verið"hreinir"í þjóðfélaginu en með þeim skilyrðum sem önnur lög kveða á um.þ.e um að þeir sem hafa ekki haft hreint sakavottorð geti ekki starfað sem lögmenn, hæstaréttardómarar eða boðið sér fram ti þings.
Jósef Smári Ásmundsson, 19.9.2017 kl. 12:18
Jósef, mér finnst fyrning alveg koma til greina -- í mismunandi langan tíma eftir alvarleik brots.
--En vandinn við núverandi fyrirkomulag er þetta að ráðuneytið er farið að taka sér löggjafarvald - með því að hafa gert þetta að stimpilpúða.
Ég meina, dómari dæmir með tilteknum hætti, síðan 5-árum síðan breytir ráðuneytið dómnum.
-----------
Hvaða fyrirkomulag sem skal vera, þarf þá að vera skv. lögum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.9.2017 kl. 12:51
Það er svolítið sitthvort hvort að um sé að ræða smávægilega hraða-sekt sem að gæti fyrnst eftir einhvern tíma eða hvort að viðkomandi hafi lagt af stað til að vinna öðrum mein að fyrra bragði.
Jón Þórhallsson, 19.9.2017 kl. 13:03
Ættum við ekki að gera þá kröfu að þeir sem að hyggjast sinna löggæslustörfum séu með 100% hreint sakavottorð?
Jón Þórhallsson, 19.9.2017 kl. 13:15
100% hreint sakarvottorð?
Menn sem almennt hafa 100% hreint sakarvottorð, eru annaðhvort vangefnir asnar sem aldrei hafa lent í neinu og þar með vita ekkert hvað gerist. Eða þá einhverjir, sem hafa komist undan á "frændseminni".
Eða eins og Jesús sagði, sá syndlausi kasti fyrsta steininum ... sá maður finnst ekki (punktur).
Menn á "death row" hafa getið lesið til lögfræðings ... og hefur ekkert með "löggæslu" að gera.
Að meina manni, að sjá sér farborða ... er glæpur gegn mannréttindum þessa manns. Að auglýsa hann, eins og gert er á Íslandi ... er glæpur.
ÞIÐ ERUÐ ALLIR MEÐ TÖLU GLÆPAMENN ... littlir Mússólíni, eða littlir "Adolf". Og kerlingar tetrið, sem sat sem Dómsmálaráðherra er lítið annað enn "Fröken Hitler", sem hefur tekið sér alræðisvald og ákveðið á eigin spýtur ... hvað sé rétt, og hvað sé rangt.
Munurinn á ykkur, og barnaníðingnum ... er að hann er líklega með samviskubit, þó ekki sé af neinni annarri ástæðu en hafa þurft að sitja dóminn ... þið ... þið, og kerlingatetrið ... hafið ekki einu sinni vit á að hafa samviskubit. Þess þa heldur skilning á því hvar séu rangindi. Í raun er þetta gott dæmi um það, að Ísland sé ekki fært um að stýra sér sjálft .. hér þyrfti að taka fram fyrir hendurnar á Íslendingum.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.9.2017 kl. 18:55
Það er sitthvort að syndga gangvart GUÐI eins og að girnast konu náunga síns eða hvort brýtur landslög með því að meiða aðra með skipulögðum hætti.
Jón Þórhallsson, 19.9.2017 kl. 21:46
Bjarne, það að mönnum er bannað að sinna tilteknum störfum -- þíðir ekki að þeir geti ekki séð fyrir sér, að þeir hafi hvergi vinnu.
--Þú ert svo heitur gagnvart málinu, svo upptekinn af rétti sakamanns sem hafi lent á sakaskrá, að ég velti fyrir mér hvort þú þekkir einhvern vel sem hafi lent á sakaskrá - fyrir alvarlegt brot og verið bannað að gegna fyrri störfum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.9.2017 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning