17.9.2017 | 13:57
Ég hugsa að Björt Framtíð hefði líklega ekki slitið ríkisstjórninni ef ekki hefði komið til slæm staða BF í skoðanakönnunum
Ég er tilfinningalaus gagnvart þessu, þ.e. ég er ekki stuðningsmaður BF langt í frá en ég hata ekki eða fyrirlít BF heldur -- mér er persónulega sama hvort flokkurinn hefur það af í næstu kosningum eða ekki.
En mig grunar að BF hafi verið að líta eftir ástæðu til að slíta stjórninni, eftir að nýlegar kannanir sýndu mjög slæma stöðu flokksins.
- Ég bendi á að flokkar hljóta að íhuga eigin stöðu alltaf við og við innan stjórnarsamstarfs.
- Það ber engum flokki þannig séð skilda til þess að standa lengur að stjórnarsamstarfi en meðlimir þess flokks -- meta að sé í samræmi við hagsmuni þess flokks, eða þess hóps er stendur að baki þeim flokki.
--Fyrir utan að væntanlega hafa flokkar einhver baráttumál.
--Ef flokkurinn metur að hann sé ekki að ná þeim fram, þá auðvitað þynnast út smám saman ástæður þess flokks að halda áfram stjórnarsamstarfi.
- Ef flokkur í slæmri stöðu telur sig þurfa að slíta stjórnarsamstarfi.
- Þarf sá flokkur að finna mál eða ástæðu til stjórnarslita sem sá flokkur telur sig geta nýtt í kosningabaráttu framundan.
Spurningin sé þá hvort að Björt Framtíð geti nýtt sér það mál sér til framdráttar -- sem Björt Framtíð segir að hafi knúið fram stjórnarslit af sinni hálfu?
Greinilega gerði Benedikt Sveinsson faðir Bjarna Ben forsætisráðherra -- Sjálfstæðisflokknum bjarnargreiða, að hafa skrifað undir meðmæli fyrir því að gamall persónulegur vinur hans sjálfs Hjalti Sigurjón Hauksson -- fengi uppreist æru.
Mig grunar að það að forsætisráðherra Bjarni Ben umliðna 4. mánuði ræddi málið einungis við dómsmálaráðherra -- en ekki ríkisstjórnina í heild; þagði síðan þunnu hljóði yfir nöfnum þeirra er undirrituðu meðmælabréfið í þá 4. mánuði samfellt.
--Sé að reynast afskaplega pólitískt séð ósnjallt.
- Mér finnst eðlilegt að þetta skapi tortryggni -- kannski er líklegast að BB hafi viljað forðast fjölskylduskandalinn ef það vitnaðist að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir uppreist æru fyrir mann sem á sínum tíma var dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart eigin dóttur frá 4. ára aldri til 14. ára aldurs.
- Hinn bóginn -- get ég alveg skilið það, að einhver fjöldi Íslendinga túlki þetta neikvæðar; að BB hafi hugsanlega haft fulla vitneskju um málið - þó hann segi í dag að hann hafi ekki vitað af því fyrr en í júlí.
- Sennilegasst eru bestu rökin fyrir því að BB tjái satt og rétt að hafa ekki vitað af málinu fyrr en í júlí -- sá augljósi pólitíski skaði sem slíkur gerningur mundi valda ríkisstjórninni, BB persónulega og flokknum hans.
--BB hefði þurft að vera afskaplega blindur á þau atriði, til að sjá ekki að slík undirritun væri slæm hugmynd.
En punkturinn er sá að Björt Framtíð getur hugsanlega grætt á þeirri tortryggni sem er innan samfélagsins gagnvart BB persónulega.
Að sú tortryggni er fyrir var, líklega valdi því að afar margir túlki málið BB í óhag - frekar en hitt.
Eins og BF segir söguna - þá er þeir áttuðu sig á málinu, þá varð þeim ljóst að þeim væri ekki lengur stætt í ríkisstjórninni.
Þetta sé það stórfelldur trúnaðarbrestur af hálfu forsætisráðherra - að þeim sé nauðugur einn kostur að hætta!
- Þó þeir ekki beint fullyrði að BB sé að ljúga að þjóðinni - þá líklega elur þessi framsetning um BF sem fórnarlamb, á neikvæðum túlkunum frekar en hitt.
--BF reynir þá væntanlega að skjóta þeirri hugmynd fram að flokkurinn hafi algerlega hreinan skjöld.
--Ef eitthvað vantar upp á kosningaloforð -- væntanlega þá leitast þeir við að setja Sjálfstæðisflokk fram sem blóraböggul.
Það verður síðan að koma í ljós hvernig það virkar fyrir Bjarta Framtíð.
En greinilega er sá flokkur í lífróðri.
Niðurstaða
Eftir að hafa hugsað um málið í nokkra daga, held ég að sennilegar sé að BB segi satt að hann hafi ekki vitað af undirritun föður síns fyrr en í júlí. Hinn bóginn sé það að reynast pólitískt ósnjallt að hafa ekki sagt strax frá því að faðir hans hafi verið einn af fjórmenningunum er rituðu undir meðmæli með uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar.
--Sennilega væri BF enn að leita sér að stjórnarslitamáli og því stjórnin enn starfandi.
En eftir að íhuga málið frá því að það gaus upp seint í sl. viku, þá hugsa ég að Björt Framtíð sé að nota málið til stjórnarslita -- frekar en það sé raunverulega svo að BF geti ekki setið í stjórninni lengur vegna trúnaðarbrests vegna tengsla BB við málið umrædda.
Ég skal ekki endilega hafna því að þetta geti verið skársta tækifæri BF til slita á stjórnarsamstarfinu.
En eins og ég sagði þá þarf BF að hafa mál sem BF telur sig geta nýtt sér til framdráttar að einhverju leiti í komandi kosningabaráttu.
Ég held að málið greinilega skaði allt í senn - Bjarna Ben sem stjórnamálamann og formann, og Sjálfstæðisflokkinn sem slíkan.
--Það hlýtur að setja fram spurningamerki um áframhaldandi setu BB sem formanns Sjálfstæðisflokks.
- Þó vegna þess hve stutt er til kosninga þá mundi spurningin um stöðu BB sem formanns bíða fram yfir kosningar.
- Það getur meira en verið ástæða þess að BB vill fyrir alla muni að kosningarnar fari fram eins fljótt og auðið er, í von um að kosningaútkoma hugsanlega styrki stöðu hans aftur.
--Slæm kosningaútkoma ofan í fyrri áföll, gæti gert út af við feril BB sem stjórnmálamanns.
- Minn gamli skólafélagi úr MR væri þá hugsanlega hættur sem stjórnmálamaður.
--BB er þá kannski einnig að róa lífróður!
Ps. Bendi á mjög áhugaverða grein Sigríðar Andersen: Ráðherrum heimilt að kynna sér gögnin.
Skv. hennar útskýringu hafi framkv. uppreist æru verið með endemum fáránleg, árum saman.
Málið hafi verið afgreitt af Ólöfu Nordal - að sögn Sigríðar hafi BB ekki setið sem staðgengill hennar þann dag. Málið hafi komið inn á ríkisstjórnarfund þeirrar ríkisstjórnar er þá sat og verið afgreitt þar, fundur sem BB sat -- hún hafi sjálf komist á snoðir um málið innan ráðuneytis síns þá rætt það við BB. Segir hann hafa virst koma af fjöllum er hún nefndi það við hann.
--Hún segir alla ráðherra geta kynnt sér gögn er koma inn til ríkisstjórnar.
- Það getur þó vel verið að - það hafi ekki allir þeir sem sitja slíkan fund fyrir því að kynna sér - ætíð sérhvert atriði sem kemur frá ráðuneytum samráðherra inn á fund til afgreiðslu þar.
--Það getur þar með vel verið að mál geti siglt í gegn án athygli sumra ráðherra.
M.ö.o. það þarf ekki vera endilega lýgi þó menn hafi getað kynnt sér mál að þeir hafi ekki vitað af því - fyrr en síðar er það vakti athygli -- ef það sigldi í gegn án þeirrar athygli.
--Eigum við ekki að segja að það gildi sama og sagt er um "samninga" að alltaf kynna sér smáa letrið.
M.ö.o. menn eigi að lesa plögginn sem hinir ráðherrarnir mæta með á fund, jafnvel þó þau virðist við fyrstu sýn um eitthvert smá mál.
PS. 2: Dálítið sérstök umræða má vefnum Hringbraut sem virðist fyrst og fremst snúast um það að Sigríður Andersen hafi rofið trúnað við föður BB er hún tjáði BB málavöxtu: Rauf trúnað - Sigríður Andersen er þúfan sem velti hlassinu - Útrétt sáttahönd - Yfirlýsing frá stéttarfélagi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2017 kl. 22:07 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning