Spurning hvort Guðni Th hafi einnig sett niður í tengslum við mál Hjalta Sigurjóni Haukssonar - málið sem var að fella ríkisstjórnina

Ég held að það sé alveg ljóst að Guðni Th framdi verulega stórt axarskaft er hann samþykkti að veita Hjalta Sigurjóni Haukssini uppreist æru.
--Ég veit það, umræðan snýst núna um þá feðgana Bjarna Ben og Benedikt Sveinsson - sem var einn þeirra þriggja er skrifaði undir meðmælabréf til dómsmálaráðuneytis um veitingu uppreist æru til handa gömlum vini Benedikts Sveinssonar: Benedikt Sveinsson segist hafa þekkt Hjalta í gegnum kunningjafólk sitt.

  1. En mér finnst alveg í lagi að ræða þátt Guðna Th - einnig.
  2. En sjálfsögðu þurfti hann ekki að haga sér eins og stimpilpúði Dómsmálaráðuneytisins - er það sendi honum tillögur um náðanir skv. framlögðum nafnalista.

--En þ.e. eins og að Guðni Th hafi álitið það ekki sína ákvörðun, hverjir fá uppreist æru frá forseta -- heldur sem nokkurs konar stjórnvalds ákvörðun, undir ranni ráðherra.
--Þetta er eiginlega umræðan um vald forseta, þ.e. hver fer með það, forseti eða ráðherra.
--Eins og að Guðni Th hallist í hina áttina, samanborið við fyrri forseta - Ólaf Ragnar.

  • En með því að samþykkja öll nöfnin, þar á meðal nafn Hjalta Sigurjóns Haukssonar -- þá tók hann augljóslega þátt í þeirri ákvörðun -- að hleypa dæmdum barnanýðingi aftur til sinna gömlu starfa sem lögmaður.
    --En skv. lögum þá var honum ekki heimilt að starfa við lögmannsstörf eftir að hafa verið dæmdur fyrir það alvarlegan glæp.

Mér finnst eiginlega kostuleg -- ummæli Benedikts Sveinssonar, að hann hafi álitið þetta lítinn greiða við gamlan vin, að veita honum aftur - tiltekin mannréttindi.

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/is/6/6f/Gudni_th_kynning.jpg

Sagði Bjarni Ben satt?

Ég verð að segja að ég upplyfi óvissu: „Rök Bjartrar standast ekki skoðun“.

Ég viðurkenni að mér finnst ekki öruggt að BB segi rétt frá að hann hafi ekki haft nokkra vitneskju um undirskrift föður síns -- fyrr en í sl. júlí.
Að hann hafi engan hlut átt að máli -- að mál Hjalta Sigurjóns eða Roberts Downey hafi fengið eðlilega máls-meðferð skv. lögum, m.ö.o. ekki flotið í gegn einungis vegna tengsla við þá feðga.

Þar fyrir utan þekki ég ekki hvort að hann segir satt - að honum hafi verið óheimilt að nefna nafn föðurs síns; hann hafi verið bundinn leyndarákvæði.

  1. Rétt að nefna að brot Hjalta Sigurjóns var gríðarlega alvarlegt, þ.e. hann beitti dóttur sína kynferðisofbeldi frá 4. ára aldri til 14. ára aldurs eða 10 ár.
  2. Mér finnst ekki rétt að slíkur einstaklingur, jafnvel þó að hann hafi setið af sér brotið - fái aftur að gegna lögmanns störfum.

Fólki er eðlilega brugðið - finnst málið andstyggilegt.
Fólk upplyfir örugglega eins og ég, óvissu um það hvort satt og rétt sé greint frá.

  • Bjarni Ben er greinilega búinn að fá á sig aukið óorð.

Bjarni vissi a.m.k. svo staðfest er um málið í 4. mánuði, áður en það kemst í hámæli að faðir hans hafði skrifað undir -- dómsmálaráðherra var þá að sjálfsögðu kunn málavöxtu. Hún hafði rætt málið við BB - en ekki virðist að hann hafi tjáð ríkisstjórn sinni frá því.

  1. Mörgum finnst þarna hafa verið yfirhylming - en ekki er greint frá af hálfu BB fyrr en ljóst er að málið er á leið í fjölmiðla hvort sem er.
  2. Sannfæring um yfirhylmingu eðlilega fyllir fólk -- aukinni tortryggni.

M.ö.o. segir Bjarni Ben raunverulega satt frá?

  • Staða BB hlýtur að teljast veikluð.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að kosningar gefi tækifæri á að koma ákveðnum málum í réttan farveg.

Sigmundur Davíð ætlar í framboð!

Það er áhugaverð þróun efling flokks er nefnir sig -- Flokk Fólksins. En ég tel öruggt að fylgisaukning þess flokks, hafi mjög verulega þrengt möguleika SDG, að mynda nýjan flokk.

Það ætti því ekki að koma á óvart, að hann bjóði sig enn á ný fram fyrir Framsóknarflokkinn: Sjálfur ætlar hann í framboð fyrir Framsóknarflokkinn.

  1. En mér sýnist að FF - muni sækja að Framsóknarflokknum, sérstaklega þegar kemur að atkvæðum fólks með mjög eindregna þjóðernissinnaða afstöðu.
  2. Að auki taka atkvæði þeirra sem eru fremur en hitt andvígir fjölgun útlendinga sem er setjast að á Íslandi - sérstaklega ef þeir eru frá fátækum löndum, eða löndum í upplausn.

--Það þrengi þá möguleika að taka Framsóknarflokkinn í slíkar áttir.

En mér virtist stundum eins og að SDG - gæti hugsað sér slíka stefnu.
Hinn bóginn, fannst mér yfirleitt afar óljóst hvaða stefnu akkúrat SDG boðaði.
--Virtist oft hann vera sammála hverjum þeim - sem hældi honum, burtséð frá því hvaða stefnu sá boðaði.
--Ég meina, mér virtist hann tala oft út og suður, því óljóst hvort hann styddi þess konar skoðanir eða ekki.

  1. Það sem sé jákvætt fyrir framsóknarflokkinn sé þá það, að líklega sé lokað á það að stefna með flokkinn í átt til -- harðrar þjóðernisstefnu.
  2. Og hitt, að líkur á klofningi flokksins hafi líklega stórfellt minnkað - er ljóst virðir að sennilegast sé úti um möguleika SDG á að stofna sinn eigin flokk er ætti raunhæfa möguleika á að ná inn á þing.

Kannski þíðir það að auðveldar verði að ná sátt innan flokksins eftir átök um forystu.

 

Niðurstaða

Ég er að segja að ég er ákaflega ósáttur við Guðna Th fyrir að hafa ekki hafnað því að veita Hjalta Sigurjóni - uppreist æru. En ég er þess fullviss að Guðni hafði alveg þann rétt að segja - NEI. Jafnvel þó það hefði hugsanlega verið fordæmalaust -- sýndi Ólafur Ragnar Grímsson fram á það að fordæmaleysi þíddi ekki að forsetinn hefði ekki valdið til að segja - NEI.
--Það hafi verið rangt hjá Guðna Th að fela sig bakvið ákvörðun ráðuneytisins, er það afhenti honum lista yfir þá sem það lagði til að fengju uppreist æru.

  • Ég er ekki að leggja til afsagnar Guðna Th -- en mundi gjarnan vilja að hann bæðist afsökunar á sínum þætti málsins.

Varðandi Bjarna Ben sjálfan, virðist mér fullljóst að orðstír hans meðal þjóðarinnar hafi beðið verulegan hnekki - ofan í fyrra óorð er fór af honum. En það þykir alveg örugglega án nokkurs vafa hálfu verra óorð að tengjast ákvörðun um að endurreisa mannorð dæmds barnanýðings.

  • Þetta mál á örugglega ekki eftir að vera lyftistöng fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningabaráttunni framundan.

Það verður áhugavert að fylgjast með Sigmundi Davíð - greinilega ætlar hann að halda spilum þétt að sér, en mér virðist þó a.m.k. ljóst að hann fer ekki í það að kljúfa flokkinn.
--Kannski fer hann aftur í formannsslag, en það þarf ekki endilega fara svo.
--Á hinn bóginn, er það viss greiði fyrir hann ef BB fær fram kosningar í nóvember því þá fer landsfundur Framsóknarflokksins væntanlega fram í góðu tómi eftir þær kosningar -- hinn bóginn með formanns-slag framundan, eru möguleikar flokksins á stjórnarþátttöku líklega veikir.

  • Flokkurinn gæti misst aftur af tækifæri til ríkisstjórnarþátttöku, nema að samkomulag náist milli fylkinga innan flokksins er skili sátt -- mundi slíkt samkomulag líklega þurfa að liggja helst fyrir mjög fljótlega eftir nk. kosningar eða fyrir þær.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Núgildandi stjórnarskrá gerir ráð fyrir því að hann skrifi undir allt sem að að honum er rétt.= Að hann sé bara stimpilvél kerfisins.

Geri hann það ekki skal vísa málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu eins og stendur í stjórnarskránni.

Jón Þórhallsson, 16.9.2017 kl. 10:03

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekki alveg rétt, það stendur hvergi í stjórnarskránni t.d. þegar forseti skipar embættismenn -- að hann megi ekki segja "NEI." Og hvað þá gerist.
--Sama um þetta atriði, er forseti veitir uppreist æru -- hvergi stendur hvað gerist, ef forseti segir NEI. 

Eina tilvikið sem stjórnarskráin skilgreinir hvað gerist ef forseti segir Nei er í 26.gr. -- þegar hann hafnar undirskrift laga.
--En ég sé ekki betur en að forseti geti einnig hafnað -- einstaka embættisveitingum.
--Eða, að hann geti hafnað að veita uppreist æru ef honum líst ekki á eitthvert nafnið á framlögðum lista ráðherra.
----------------
Það að hvergi standi að hann "megi ekki segja Nei" þíðir að hann klárlega hefur neitunarvald einnig um þau atriði.
Þ.e. eiginlega niðurstaðan af embættisferli Ólafs Ragnars Grímssonar.

En Óli neitaði ekki -bara lögum- heldur einnig í eitt skipti að samþykkja beiðni ráðherra um, þingslit.
--Fyrst að Óli gat það, getur forseti einnig neitað að veita einstaklingi uppreist æru skv. tillögu ráðherra, eða hafna tiltekinni embættisveitingu.

**Lestu stjórnarskrána.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.9.2017 kl. 11:04

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hefðir þú eitthað á móti því að taka upp franska KOSNINGA-KERFIÐ hér á landi þannig að allar ábyrgðarlínur yrðu skýrari frá A-Ö?

Jón Þórhallsson, 16.9.2017 kl. 11:16

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allir í kerfinu, ekki bara forsetinn, virðast hafa hegðas sér eins og viljalaus tannhjól.

Gerir þetta svolítið bjánalegt, allt saman, finnst mér, og merkingarlaust.  Ef það er engin hugsun í kerfinu, af hverju þá að hafa það svona flókið?

Ásgrímur Hartmannsson, 16.9.2017 kl. 12:37

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að forseti geti neitað að samþykkja framkvæmd gildandi laga eða skrifa undir eitthvað ef kveðið er á um það ferli í lögunum.  Hins vegar er ótvírætt að forseti geti neitað að skrifa undir lagafrumvarp og vísað því þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu.  En ekki áfellist ég forsetann í þessu máli.

Kolbrún Hilmars, 16.9.2017 kl. 15:57

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þá verðum við að vera ósammála um túlkun stjórnarskrarinnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.9.2017 kl. 18:15

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Einhver ástæða er fyrir því að stjórnarskrá segir að forseti skuli skrifa undir lög og stjórnvaldsathafnir. Væntanlega er tilgangurinn að hann sé einhverskonar öryggisventill gegn stjórnvaldi á hverjum tíma. Því hlýtur forseti getað beitt neitunarvaldi við stjórnvalsaðgerðum, jafnt og lögum, jafnvel þó ekkert segi til um hvert framhaldið eigi að vera. Væntanleg mun þá viðkomandi stjórnvaldsaðgerð einfaldlega falla niður. Ef forseti hefur ekki þetta vald, væri væntanlega ekki ákvæði í stjórnarskránni um að honum beri að skrifa undir. Þetta er í sjálfu sér einfalt og ætti ekki að vefjast fyrir nokkrum manni.

Þar af leiðir að foretinn hefur sett niður, mikið niður. Víst er að ef fyrrverandi forseti hefði verið við völd og undirritað þessar tilskipanir, hefðu fjölmiðlar farið hamförum!

Þú veltir fyrir þér Einar, hvort Bjarni Ben segi satt. Ekkert hefur komið fram um að hann sé að ljúga. Svona vangaveltur eru til þess eins að vekja upp efa, að hamra á andúð. Meðan ekkert kemur fram um að hann hafi vitað af þessari undirskrift föður síns, fyrr en í júlí í sumar, verður að álykta að hann sé að segja satt. Og svona til að leiðrétta eina skekkju hjá þér, þá er miður september núna, ekki nóvember.

Fjölmiðlar hafa gaman af því að velt fyrir sér hvað Sigmundur Davíð ætli að gera og undir það tekur þú, Einar. SDG er þingmaður Framsóknar. Hann hefur margítrekað að hann hyggi á að bjóða sig fram og ekkert í spilunum um annað. Aldrei hefur SDG ýjað að því að hann hyggist hætta sem þingmaður. Enga aðkomu á hann að þessu máli sem nú felldi ríkisstjórnina.

Hvers vegna eru þá fjölmiðlar að velta þessu fyrir sér? Það er eðlilegt að spyrja þá þingmenn sem ýjað hafa að, eða sagst ætla að hætta, hvort sú ákvörðun standi enn, samanber Birgittu Jónsdóttir. En hvers vegna SDG? Ætla fjölmiðlar kannski að spyrja hvern og einn einasta þingmann á Alþingi þessarar sömu spurningar og fjalla um svörin?

Auðvitað fer SDG í framboð, hafur aldrei annað staðið til. Það er svo kjósenda að ákveða hvort þeir treysti honum. Víst er að hann mun fá fleiri atkvæði í sínu kjördæmi en SJS fékk fyrir síðustu kosningar, þegar hann rétt slapp í framboð á 90 atkvæðum!!

Ég tek undir með þér að Framsókn verður að taka til hjá sér, ef flokkurinn ætlar að ná einhverju fylgi. Flokkurinn er ekki enn tilbúinn að taka við SDG sem formanni og það veit hann. Sigurður Ingi hefur ekki traust grasrótarinnar.

Lilja Alfreðsdóttir?

Gunnar Heiðarsson, 16.9.2017 kl. 21:05

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er alveg skýrt í núverandi stjórnarskrá að forseti getur eingöngu neitað að skrifa undir lagafrumvörp.  Því að í 26. grein segir að neiti hann að skrifa undir taki lögin samt gildi en þeim skuli vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu til samþykkis eða synjunar. 

Það er hvergi minnst á það í stjórnarskránni að forseti geti vísað öðrum stjórnarfarslegum athöfnum eða gerningum en lagafrumvörpum i þjóðaaratkvæði, heldur er hann ábyrgðarlaus að stjórnarathöfnun. 

Ómar Ragnarsson, 16.9.2017 kl. 22:54

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar, Vestræn grunnlagaregla er sú að þ.s. er ekki bannað er leyft.
--Það stendur hvergi í stjórnarskránni að forseti geti ekki sagt -Nei- við ráðherra í öðrum skiptum þ.s. ráðherra fer með vald forseta -- þegar ráðherra æskir þess að forseti beiti valdi sínu með tilteknum hætti.
--Það er vissulega skilgreint í 26. gr. hvað gerist ef forseti hafnar því að skrifa undir lög.

En það að ekki sé skilgreint í stjórnarskránni tiltekið ferli sem tekur við ef forseti segir -Nei- nema í tilviki því er forseti hafnar undirritun laga.
Þíðir ekki að forseti hafi ekki einnig rétt til að segja -Nei- þegar kemur að öðrum þeim skiptum er ráðherra æskir þess að forseti beiti sér með tilteknum hætti.

Ef meining stjórnarskrárinnar hefði verið sú að forseti hafi einungis neitunarvald skv. 26. gr. -- hefði það verið tekið sérstaklega fram, að forseti mætti einungis beita neitunarvaldi í slíki tilviki; ekki öðrum.
--Slíkt sé ekki tekið skilmerkilega fram.

Þannig að í ljósi þess fordæmis að Ólafur Ragnar hafnaði að rjúfa þing er SDG bað um það og greinilega komst upp með -- virðist algerlega ljóst, að forseti hefur einnig neitunarvald í öllum hinum tilvikunum -- algerlega án nokkurrar undantekningar.

    • Vald forseta sé samt einungis, neitunarvald.
      --Hann geti ekki gefið ríkisstjórninni fyrirmæli.
      --Eða tekið landstjórnina yfir.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 16.9.2017 kl. 23:38

    10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Gunnar - "Ekkert hefur komið fram um að hann sé að ljúga."

    Það er jafngild í báðar áttir. Ég er að segja að það sé óvissa um sannleiksgildi hans orða. Sem þíðir að ég get trúað honum til að ljúga þó ég sé ekki viss þar um. Hann getur verið að segja satt - en ég get ekki heldur verið viss þar um.

    Þ.e. þ.s.. mínar vangaveltur þíða.

    "Meðan ekkert kemur fram um að hann hafi vitað af þessari undirskrift föður síns, fyrr en í júlí í sumar, verður að álykta að hann sé að segja satt."

    Ég sé ekki að maður hafi grundvöll til að álykta í hvora átt. Ef hann vissi um þær vangaveltu - hefði hann ástæðu til að halda gangstæðu fram.
    --Það sé engin leið að komast að nokkurri niðurstöðu þar um, vil ég meina.

    "Auðvitað fer SDG í framboð, hafur aldrei annað staðið til."

    Nei - en það var óvissa um það hvort hann mundi hafa áhuga á því að stofna eigin flokk. Hann hefði alltaf boðið sig fram í báðum tilvikum. A.m.k. voru miklar vangaveltu þar um uppi -- ekki bara í fjölmiðlum. Heldur heyrði ég slíkar vangaveltur einnig meðal stuðningsmanna hans -- sumir meira að segja töluðu þannig að slíkur klofningur jafnvel mundi vera þeim að skapi.

    SDG á meðan þagði yfir fyrirætlunum sínum.
    Þannig ól hann á óvissunni.

    "Ég tek undir með þér að Framsókn verður að taka til hjá sér, ef flokkurinn ætlar að ná einhverju fylgi. Flokkurinn er ekki enn tilbúinn að taka við SDG sem formanni og það veit hann. Sigurður Ingi hefur ekki traust grasrótarinnar. - Lilja Alfreðsdóttir?"

      • Vandamálið er að Lilja var varaformannsefni SDG.

      • Þegar SDG varð undir gaf varaformaðurinn fyrrverandi eftir keppni um sæti varaformanns -- svo Lilja fengi það.

      • Þ.e. klassísk eftirgjöf innan Framsóknarflokksins -- að sú fylking er vinnur formanninn gefi eftir varaformanninn.

      --Þetta þíðir að mjög erfitt sé að ná sátt um Lilju sem formann.
      --Því þá væri fylkingin sem í dag hefur formanninn, að gefa völdin í flokknum aftur til fylkingar SDG.

      Sem þíddi að uppgjöf þess hóps fyrir hópnum í kringum SDG án frekari baráttu.
      Ég á einhvern veginn erfitt með að trúa því að sá hópur gefi flokkinn eftir með þeim hætti.

        • Flestir virðast ekki átta sig á því af hverju Lilja getur ekki verið -- sáttaleiðtogi.

        Það þarf þá að finna einhvern utan við báðar fylkingar! Eða a.m.k. einhvern sem ekki hefur fram að þessu verið áberandi í forystu fyrir öðrum hvorum hópnum.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 16.9.2017 kl. 23:50

        11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

        Ekki ætla ég að elti við þig ólar um traust á BB. Sjálfur vil ég láta fólk njóta vafans, uns sekt er sönnuð. Sumir hugsa öðruvísi.

        SDG hefur aldrei tekið undir stofnun nýs flokks, reyndar nokkrum sinnum aftekið slíkt. Að einhver leyndarhyggja sé yfir því skil ég ekki. Hins vegar hafa fjölmiðlar verið duglegir að halda slíku fram og þykjast hafa einhverjar sannanir fyrir slíku úr grasrótinni. Og kannski eru einhverjir þar sem hafa viljað sjá nýjan flokk undir stjórn SDG. Það hefur þó aldrei komið frá honum sjálfum.

        Spurning mín um Lilju Alfreðsdóttir byggir á því einu að flokkurinn þarf nýjan formann ef hann ætlar að fá fylgi. Lilja býr að því að hún hefur fylgi meðal grasrótar og ítök í svokallað "flokkseigendafélag". Enginn annar er sjáanlegur sem formaður þessa flokks, a.m.k. eins og stendur. Allir eru flokkaðir í aðra hvora fylkinguna, meðan Lilja býr að tengslum við þær báðar. Hitt á eftir að koma í ljós, hvort hún hefur nægjanlegan þroska og staðfestu til að stjórna flokknum. Störf hennar á þingi lofa þó góðu, sennilega enginn þingmaður sem hefur verið duglegri til að halda sig við málefni í stað þess að ráðast gegn "manninum".

        Hitt er ljóst, að andstæðingar Framsóknar óttast sennilega fátt meira en að flokkurinn finni sér formann sem sameinað gæti flokkinn, hvort sem það verður Lilja Alfreðsdóttir eða einhver annar!

        Gunnar Heiðarsson, 17.9.2017 kl. 17:34

        Bæta við athugasemd

        Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

        Um bloggið

        Einar Björn Bjarnason

        Höfundur

        Einar Björn Bjarnason
        Einar Björn Bjarnason
        Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
        Jan. 2025
        S M Þ M F F L
              1 2 3 4
        5 6 7 8 9 10 11
        12 13 14 15 16 17 18
        19 20 21 22 23 24 25
        26 27 28 29 30 31  

        Eldri færslur

        2025

        2024

        2023

        2022

        2021

        2020

        2019

        2018

        2017

        2016

        2015

        2014

        2013

        2012

        2011

        2010

        2009

        2008

        Nýjustu myndir

        • Mynd Trump Fylgi
        • Kína mynd 2
        • Kína mynd 1

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (21.1.): 0
        • Sl. sólarhring: 5
        • Sl. viku: 35
        • Frá upphafi: 0

        Annað

        • Innlit í dag: 0
        • Innlit sl. viku: 34
        • Gestir í dag: 0
        • IP-tölur í dag: 0

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband