15.9.2017 | 00:10
Norður Kóreönsk eldflaug flýgur yfir Japan! Verður stríð milli Norður Kóreu og Bandaríkjanna?
Sá þessa frétt á Reuters þá nýkomna í loftið: North Korea fires missile over Japan.
Skv. fréttinni flaug eldflaugin yfir Hokkaido eyju - lenti 2.000km. austan Japans í Kyrrahafi.
--Þetta virðist hafa verið langdræg eldflaug!
Þessi mynd er frá sl. sumri en gefur vísbendingu um fjarlægðir!
- "The unidentified missile reached an altitude of about 770 km (480 miles) and flew 3,700 km (2,300 miles), according to South Koreas military..."
- "The missile flew over Japan, landing in the Pacific about 2,000 km (1,240 miles) east of Hokkaido, Japan Chief Cabinet Secretary Yoshihide Suga told reporters in a hastily organized media conference."
Strangt til tekið veldur þetta tilraunaskot engum tjóni!
Flaugin féll eftir allt saman í hafið þ.s. mesta lagi hún hefur drepið einhverja fiska.
En í þessu felast auðvitað skýr skilaboð frá -- Kim Jon Un, einræðisherra Norður Kóreu.
Að hann sé algerlega staðráðinn í því að halda áfram kjarnorkuvopnauppbyggingu ríkisstjórnar hans.
Þrátt fyrir nýjar og verulega hertar refsiaðgerðir sem Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti um daginn, sjá mína umfjöllun: Hertar refsiaðgerðir á Norður Kóreu samþykktar í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.
Eldflaugaskotið ætti ekki endilega koma á óvart, hafandi í huga hvernig ríkisstjórn NK - tjáði sig í fjölmiðla í kjölfar þess að Öryggisráðið samþykkti hinar hertu refsiaðgerðir, sbr:
The world will witness how the DPRK tames the U.S. gangsters by taking a series of actions.. >causing< ...the greatest pain and suffering it has ever gone through in its entire history...
Þetta er þá kannski þáttur í þeirri áætlun -- að koma taumhaldi á stjórnina í Washington.
Greinilega ætlar Kim Jong Un að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu.
Spurning hvernig Washington bregst við?
Trump virtist kominn inn á þá línu að svara með hertum refsiaðgerðum - hann kallaði aðgerðir þær sem Bandaríkin fengu Öryggisráðið til að samþykkja, góða byrjun.
--M.ö.o. er Trump þá að íhuga frekari aðgerðir af því tagi.
Hinn bóginn getur Trump alltaf skipt um skoðun.
--Ekki liggja viðbrögð Washington enn fyrir er ég rita þessar línu!
Niðurstaða
Rétt að muna að þrátt fyrir allt eru aðgerðir Kim Jong Un - ekki endilega algert brjálæði. Eftir allt saman ef hann væri brjálaður - hefði hann getað þess í stað ákveðið að hefja stríð. Eldflaugin í mesta falli drap einhverja fiska. Ekkert eiginlegt tjón m.ö.o.
En hann náttúrulega er með þessu skömmu eftir nýjar refsiaðgerðir Öryggisráðsins og umtal Trumps um enn harðari sjálfstæðar aðgerðir Bandaríkjanna í býgerð -- að reka upp fingurinn til Trumps.
--Það verður áhugavert að frétta hver viðbrögð Washington verða.
Enn gildir að mér virðist stríð alltof áhættusöm aðgerð.
Manntjón klárlega óskaplegt - bæði löndin NK og SK gætu endað í rústum, milljónir látnar.
--Svo þrátt fyrir þetta, á ég ekki von á ákvörðun frá Washington um að hefja stríð.
En einhver viðbrögð klárlega verða!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 385
- Frá upphafi: 871074
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 352
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli þeir hafi efni á fleirum? En verst er að hertar aðgerðir bitna á almenningi sem líða skort.
Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2017 kl. 02:36
Þannig er alltaf með refsiaðgerðir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.9.2017 kl. 11:11
Var þetta ekki "tilraunaskot"? Hvað ef það hefði lent á einhverri borginni á Hokkaido? Ef nokkuð, myndi ég halda að Japan yrði USA fyrri til að grípa til mótaðgerða.
Kolbrún Hilmars, 15.9.2017 kl. 12:10
Það liðu bara 10 mínútur frá skoti og þangað til að hún datt í sjóinn.Eru nokkrar varnir til við þessu? Það eru 25 mlljónir óupplýstra saklausra manna sem búa í N-Kóreu sem eru fangar þessa brjálæðings KimJon Un 50 milljónir örskammt frá í S-Kóreu. Hvernig á að fást við Kim?
Kínverjar segja sig frá þessu.Hvað verður þá næst? Hafnbann? No-Fly? Kjarnorkusprengingar í bakgarði Kína?
þetta er svakaleg útlit.
Halldór Jónsson, 15.9.2017 kl. 21:48
Halldór, THAAD varnarkerfi Bandaríkjanna er til staðar í Japan -- það hefur öfluga radara og má reikna með að þeir radarar geti mjög fljótt lesið í stefnu flaugar -- þetta eru langdrægar gagneldflaugar hannaðar til að skjóta niður aðrar eldflaugar, þá stórar eldflaugar er geta borið t.d. kjarnavopn.
--Þær geta þó einnig skotið niður flugvélar.
Ég efa ekki að THAAD hefði strax verið beitt ef stefna flaugar hefði verið á byggðalag á Hokkaido.
"Hvað verður þá næst? Hafnbann? No-Fly? Kjarnorkusprengingar í bakgarði Kína? "
Það eru þegar kjarnasprengjur í þeirra bakgarði, enda NK sprengt nokkrar slíkar sl. ár - a.m.k. tvær á þessu ári.
--Efa stórlega að "no fly zone" sé praktískt þarna.
Of mikil hætta á að starta Kóreustríðinu aftur.
Það eiginlega blasir ekki margt við sem unnt er að gera.
--Meðan að Kína og Rússland skrúfa ekki alveg fyrir NK.
--Getur NK haldið áfram.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.9.2017 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning