8.9.2017 | 02:47
Ríkisstjórn Trumps tapar dómsmáli - dómsniðurstaða leiðir til þess að múslimum er mega koma til Bandaríkjanna fjölgar
Um er að ræða deiluna um þegna 6-tiltekinna múslimalanda sem Donald Trump setti ferðabann á til Bandaríkjanna. Ef einhver man, þá fyrir rest var úrskurðað um það ferðabann af millidómsstigi á þá leið; að tilskipun Trumps var skilgreind lögleg - en í verulega þrengdri mynd.
- Sú lausn þíddi það, að þeir sem teljast hafa tengls við Bandaríkin af þegnum þeirra tilteknu 6-landa, vaoru af dómnum undanskildir bann tilskipun Trumps.
--Slík tengls skv. þeim dómi - gátu verið að hafa starfað fyrir bandarískt fyrirtæki í þeirra eigin heimalandi eða í öðru landi en þó ekki í Bandaríkjunum t.d., eða t.d. hafa fengið inngöngu í skóla í Bandaríkjunum, og auðvitað að hafa fengið varanlega landvist "permanent VISA." - Deilur virðast hafa síðan sprottið upp um það, með hvaða hætti ríkisstjórn Trumps framfylgdi ofangreindum dómi, og þ.e. um það atriði sem hinn nýji dómsúrskurður fjallar.
- Þ.e. nýi úrskurðurinn - skilgreinir nánar hvað séu tengls við Bandaríkin af því tagi, sem heimila þegnum ríkjanna 6-sem bann tilskipun Trumps gildir fyrir, samt að koma til Bandaríkjanna.
--Þ.e. þeim tileknu þegnum þeirra landa, er geta sýnt fram á slík tengls.
U.S. appeals court rejects Trump's bid to bar most refugees
Deilan virðist hafa snúist um það atriði að ríkisstjórn Trumps kaus að skilgreina hvað töldust vera tengls með þröngum hætti!
"It is hard to see how a grandparent, grandchild, aunt, uncle, niece, nephew, sibling-in-law, or cousin can be considered to have no bona fide relationship with their relative in the United States,"
- Ríkisstjórn Trumps virðist t.d. hafa viljað bannið gilti um einstaklinga sem eru nánir ættingjar einstaklinga sem eru þegnar hinna tilteknu 6 múslimalanda sem bann Trumps gildir um -- sem hafa fengið varanlegan búseturétt innan Bandaríkjanna.
- Skv. því vildi ríkisstjórn Trumps - banna nánum ættingjum einstaklinga frá löndunum 6-sem enn eru ríkisborgarar þeirra landa, en með varanlegan búseturétt innan Bandaríkjanna -- að koma til Bandaríkjanna!
- Vildi sem sagt ekki viðurkenna það, að það að vera náinn ættingi einstaklings með varanlegan búseturétt -- teldust vera form tengsla við Bandaríkin.
- Eins og sést í tilvitnun í dómsorð -- hafnar dómurinn þeirri túlkun algerlega, og formlega heimilar ættingjum þegna þeirra tilteknu 6-landa sem hafa varanlegan búseturétt í Bandaríkjunum, að ferðast til Bandaríkjanna.
"The court also rejected the administrations argument that the written assurances provided by resettlement agencies obligating them to provide services for specific refugees is not a bona fide relationship."
- Þetta vísar til einstaklinga - frá löndunum 6. Sem höfðu verið búnir fyrir gildistöku ferðabanns tilskipunar Trumps. Að óska eftir ferðaheimild til Bandaríkjanna sem flóttamenn. En voru ekki enn búnir að fá formlegt svar -- en þó búnir að fá að vita að mál þeirra væri til formlegrar meðferðar -- en formlegt svar þó enn í pípunum.
- Dómurinn úrskurðar á þann veg, að í slíkum tilvikum að rannsókn á högum þeirra er í gangi, skv. formlegri beiðni þeirra er hafði borist fyrir gildistöku ferðabanns tilskipunar Trumps - stofnunin hefur látið viðkomandi með formlegum hætti að vita að mál þeirra væri til athugunar.
- Þá teljist viðkomandi hafa tengsl við Bandaríkin - þannig að bær stofnun getur þá haldið áfram með mál þeirra tilteknu einstaklinga þeirra mál voru í formlegri meðferð; þannig að þeir geta hugsanlega fengið að ferðast til Bandaríkjanna eftir allt saman.
--Eins og ég skil málið, hafði ríkisstjórn Trumps greinilega ákveðið að fyrst að málum var ekki formlega lokið, þá hefðu þeir einstaklingar engin tengsl við Bandaríkin.
Viðbrögð ríkisstjórnar Trumps við dómnum eru neikvæð!
The Supreme Court has stepped in to correct these lower courts before, and we will now return to the Supreme Court to vindicate the Executive Branchs duty to protect the Nation.
Sem verður sjálfsagt að skoðast með þeim hætti - að ríkisstjórnin ætli sér að halda þessum tilteknu atriðum til streitu.
--M.ö.o. þeim atriðum vísað til næsta dómstigs!
Skv. viðbrögðum talsmannsins lítur ríkisstjórnin svo á að með því að heimila ættingjum þeirra sem hafa sannarlega fengið varanlega landvist innan Bandaríkjanna frá þessum tilteknu löndum.
--Sé dómurinn að setja landsmenn innan Bandaríkjanna í hættu.
Sama afstaða gildi um það að dómurinn opnar á þann möguleika að þeir sem höfðu óskað eftir því fyrir gildistöku banns tilskipunar Trumps að koma til Bandaríkjanna sem flóttamenn.
--Að umfjöllun um mál þeirra, fái að halda áfram, sem opnar á þann möguleika að þeir komi til Bandaríkjanna eftir allt saman.
- Þetta verður að teljast harkaleg afstaða.
Niðurstaða
Ég get ekki skilið afstöðu ríkisstjórnar Trumps en með þeim hætti - að það sé sjálfkrafa álitið valda hættu fyrir þegna Bandaríkjanna; að fjöldi þeirra sem heimilt er að koma til Bandaríkjanna frá - Líbýu, Sómalíu, Jemen, Sýrlandi, Súdan og Íran -- vaxi.
Ég veit ekki til þess að ríkisstjórn Trumps hafi gert nokkra tilraun til þess að sanna slíka staðhæfingu. Nema með afar óbeinni tilvísun til ástands í þeim löndum eða til afstöðu ríkisstjórnar þess lands.
Hinn bóginn, hafa þessi lönd árum saman verið metin - áhættusöm. Þannig að fólk þaðan hefur árum saman þurft að ganga í gegnum - nálarauga skoðun áður en ferðaheimild er veitt.
Ég hef þar af leiðandi ekki betur getað séð en þessi ákveðna afstaða ríkisstjórnar Trumps - lýsi þá samtímis stórfelldri totryggni á hæfni starfsfólks sendiskrifstofa Bandaríkjanna og innflytjendayfirvalda í Bandaríkjunum sjálfum.
--Ríkisstjórnin sé hreinlega að segja að starfsfólk þeirra stofnana sé ófært að gæta öryggis þegna Bandaríkjanna.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef það þarf "sönnun" fyrir því, að það sé aukin hætta á að "hryðjuverkamenn" og/eða glæpamenn komi inn meðal flóttamanna frá löndum, þar sem Al Qaida, ISIS eru aðal "leikmenn" á svidinu. Þá ertu með verulegan greindarvísisskort ... Evrópa ætti að vera næg sönnun fyrir þig, nema þig skorti greind.
En hvað Trump varðar ... og nú segi ég við þig, einu sinni enn ... þú ert afskaplegur einfeldningur. Heldur alltaf að þessi maður, sem hefur auðgað sjálfan sig á ódýrun vinnukrafti ... sé á móti innflutningi á ódýrum vinnukrafti.
Ég segi það enn, að Donald Trump ... segir "rétt" en er ekki maðurinn til að framkvæma það. Enda ekki honum í hag.
Og þú virðist ekki hafa neinn skilning á dómsmálum, enn síður Amerískum ...
Aðeins asnar, fara beint að marki sínu ... "shewd" fólk, fer í þveröfuga átt ... með það áform að tapa, svo að hið gagnstæða verði. Man ekki hvað þessi taktík heitir, í augnablikinu ... á sér latneskt nafn, skal leita það uppi.
Það er ástæða fyrir því, að maðurinn er kallaður "svikari" í embættinu ... og það er ekki vegna þess að hann ætlar að byggja múr, sem Bill Clinton kom á framfæri, George Bush byrjaði bygguna á og Barrack Obama sá til að yrði byggt.
Ef þú heldur það, ertu einnþá einfaldari en ég held þú sért.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.9.2017 kl. 05:50
"Ef það þarf "sönnun" fyrir því, að það sé aukin hætta á að "hryðjuverkamenn" og/eða glæpamenn komi inn meðal flóttamanna frá löndum, þar sem Al Qaida, ISIS eru aðal "leikmenn" á svidinu. Þá ertu með verulegan greindarvísisskort ... Evrópa ætti að vera næg sönnun fyrir þig, nema þig skorti greind."
Vandamálið við þessa fullyrðingu er að það hefur verið mjög sjaldgæf undantekning.
En menn nota hana sem afsökun til að vera vondir við 99,99% þeirra flóttamanna sem ekkert hafa illt í hyggju.
Þ.s. þú talar um -einfeldni- þá er mitt svar að menn þurfa að vera mjög einfaldir að trúa því að það sé raunveruleg ástæða þess að Trump og hans félagar vilja ekki -- flóttamenn.
--Það að vernda Bandaríkin fyrir glæpamönnum.
Það sé augljóslega ekki ástæðan. Þó hann fullyrði að slíkt sé málið.
--Það hve það sé afskaplega fáir slíkir meðal almennra flóttamanna sýni án nokkurs minnsta vafa að önnur ástæða líklegar til muna ráði.
Fordómar gegn Múslimum.
--Eins og þú segir sjálfur, fara menn ekki beint að málefninu, hann segist vera að verjast glæpamönnum -- þegar raunverulega hann einfaldlega vill ekki Múslima - af þeirri ástæðu einni að þeir eru Múslimar.
Það sé aftur að fordómar gegn Múslimum ráða för í Hvítahúsinu undir þessari ríkisstj.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.9.2017 kl. 10:26
hvað þú sért muslim sleikari Einar.
Merry, 8.9.2017 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning