Trump tekur mjög umdeilda ákvörðun að leggja af innflytjenda prógramm fyrir innflytjendur er komu til Bandaríkjanna ólöglega á barns aldri

Þessir svokallaðir "dreamers" kvá nærri 800þ. talsins, meirihlutinn í dag ungt fullorðið fólk. Þar sem að viðkomandi komu sem börn, séu þeir einstaklingar ekki í tengslum við upphaflegt heimaland. Þekki ekki það land - eru uppaldir Bandaríkjamenn, að öllu öðru leiti en að vera ekki ríkisborgarar!
--Það er út af þessu atriði, sem mörgum finnst það ógeðslegt að afleggja þetta prógramm!

Trump Ends DACA Program, No New Applications Accepted

  1. Þeir sem telja þetta rangt - benda á að þessir einstaklingar hafi ekki sjálfir tekið ákvörðun um að koma til Bandaríkjanna.
  2. Þeir hafi ekki borið ábyrgð á því að þeir komu ólöglega til Bandaríkjanna.
  3. Það standist líklega ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna - vilja sumir meina - að refsa einstaklingum fyrir ákvörðun; sem þeir voru of ungir til að bera ábyrgð á, og var fyrir utan tekin af þeirra foreldrum - ekki þeim sjálfum.
  • Fyrir utan að þessi ákvörðun er líkleg að skapa úlfúð meðal spænskumælandi hluta Bandaríkjanna -- draga úr möguleikum Repúblikana til að sækja þangað fylgi í framtíðinni.
  • Hinn bóginn, fagna innflytjendahaukar þessu -- líta á þetta sem það, að framfylgja lögum.
  • M.ö.o. kjósa þeir, að líta á þessa einstaklinga sömu augum -- og einstaklinga sem á lögræðisaldri tóku meðvitaða ákvörðun um að smygla sér til Bandaríkjanna!
  • Vilja líklega, reka þessa einstaklingar úr landi!

Repúblikanaflokkurinn virðist þverklofinn í afstöðu til málsins!
--Það er, hluti þingmanna flokksins gagnrýnir ákvörðunina harkalega.
--Sumir aðrir þingmenn, styðja hana!

Trump Moves to End DACA

Donald Trump: “Before we ask what is fair to illegal immigrants, we must also ask what is fair to American families, students, taxpayers, and job seekers,”

Trump ends ‘Dreamers’ immigration programme

Trump’s ‘Dreamers’ move marks victory for immigration hardliners

John McCain - “I strongly believe that children who were illegally brought into this country through no fault of their own should not be forced to return to a country they do not know.”

Orrin Hatch - Like the president, I've long advocated for tougher enforcement of our existing immigration laws. But we also need a workable, permanent solution for individuals who entered our country unlawfully as children through no fault of their own and who have built their lives here,”

Paul Ryan - "he hoped Congress could find consensus on a permanent legislative solution that includes ensuring that those who have done nothing wrong an still contribute as a valued part of this great country”.

Peter King - “Ending Daca now gives chance [to] restore Rule of Law. Rule of Law. Delaying so [Republican] Leadership can push Amnesty is Republican suicide,”

Nokkur fjöldi aðila úr viðskiptalýfinu lýsti yfir andstöðu!

Business voices outrage at Trump immigration move

Mark Zuckerberg, Facebook - This is a sad day for our country,” - “The decision to end [the programme] is not just wrong. It is particularly cruel to offer young people the American Dream, encourage them to come out of the shadows and trust our government, and then punish them for it.”

Tim Cook, Apple - “I am deeply dismayed that 800,000 Americans — including more than 250 of our Apple co-workers — may soon find themselves cast out of the only country they’ve ever called home.”

Lloyd Blankfein, Goldman Sachs - “Immigration is a complex issue but I wouldn’t deport a kid who was brought here and only knows America.”

Brad Smith, Microsoft - “We need to put the humanitarian needs of these 800,000 people on the legislative calendar before a tax bill,” - “As an employer, we appreciate that Dreamers add to the competitiveness and economic success of our company and the entire nation’s business community.” 

Jamie Dimon, Jp Morgan: “when people come here to learn, work hard and give back to their communities, we should allow them to stay in the United States”.

Dara Khosrowshahi, Uber - “against our values to turn our backs on #DREAMers.”

 

Lagatæknilega kom þetta fólk ólöglega til Bandaríkjanna!

Hinn bóginn virðist lauslega áætlað 80% þessa fólks hafa atvinnu - þ.s. það hefur búið í Bandar. frá barns aldri; þá er það Bandaríkjamenn að uppeldi og siðum.

Barn getur eðli sínu skv. og í samræmi við Vestræna lagahefð -- ekki verið glæpamaður.
--Börn eru alltaf saklaus, m.ö.o.

Áhugaverð spurning hvort þessi börn eru - ríkisborgarar þeirra landa sem foreldrar þeirra voru frá; lagatæknileg atriði sem ég þekki ekki.
--A.m.k. þekkir þetta fólk ekki þau uppruna lönd, kann sennilega ekki málið heldur.

  1. Fullyrðing Sessions að þetta fólk hafi tekið störf frá Bandaríkjamönnum - efa ég að haldi vatni.
  2. Enda er atvinnuleysi í Bandaríkjunum - í minna lagi og minnkandi vegna hagvaxtar, mun minna en í flestum löndum Evr.

--Hæft fólk með þekkingu og einhverja reynslu, á alltaf að geta fengið vinnu.
--Það sé ekki, slíkur skortur á störfum að það sé sennilegt að þetta fólk hindri Bandaríkjamenn frá því að fá starf.

Ég er ekki að kaupa það að til staðar séu verulegur fj. bandarískra fórnarlamba er séu án starfs vegna þessa einstaklinga.

  • Ef veggurinn hans Trumps virkar --> Þá sé ekki hætta á því að heimila þessu fólki að vera; valdi auknu aðstreymi yfir landamærin.
  1. Ég held það sé rökrétt að heimila fólki varanlega búsetu, er hefur atvinnu - ekki setið inni fyrir lögbrot.
  2. Og hefur búið í Bandaríkjunum frá barns aldri!

Það ætti ekki að vera flókið fyrir Bandaríkjaþing að mæla fyrir slíkri útkomu.
Það virðist vera þingmeirihluti fyrir slíkri útkomu - ef lagðir eru saman Repúblikanar er hafa talað í slíka átt, og þingmenn Demókrata

 

Niðurstaða

Mér finnst reyndar að það hafi verið óþarfi af Trump að hafa lagt niður fyrirkomulagið sem Obama kom á fyrir hönd þeirra einstaklinga er hafa búið í Bandaríkjunum frá barns aldri - en komu þó ólöglega til þeirra í upphafi.

En ekkert hindraði þingið í því að setja eigin lög um málið - án þess að tilskipunin væri fyrst aflögð.
--En miðað við viðbrögð þingheims í Bandar. virðist geta verið til staðar meirihluti fyrir því að heimila þessum einstaklingum að vera áfram innan Bandaríkjanna.
--Svo fremi að Donald Trump beiti ekki neitunarvaldi.

Ég mundi segja að rétt væri siðferðislega séð að leyfa þessu fólki að vera áfram, a.m.k. þeim hluta sem sannarlega hafa reynst vera góðir borgarar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessu er ég alveg sammála þér í.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.9.2017 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband