Nicolas Maduro forseti Venezúela sakar Donald Trump um tilraun til að þvinga fram gjaldrot Venezúela

Ef einhver hefur verið að fylgjast með fréttum af samskiptum Bandaríkjanna og Venezúela, þá má vera að þeir einhverjir séu búnir að frétta af nýjum -- refsiaðgerðum ríkisstjórnar Donalds Trumps gagnvart ríkisstjórn Venezúela.
--Þessar refsiaðgerðir virðast banna ríkisstjórn Venezúela, og ríkisolíufélagi Venezúela - að gefa út ný skuldabréf til sölu í Bandaríkjunum.
--Engar takmarkanir virðast lagðar á sölu áður útgefinna ríkisbréfa Venezúela eða eldri skuldabréf ríkisolíufélags Venezúela á bandarískum skuldabréfamörkuðum.

  1. Augljóslega takmarka aðgerðir af þessu tagi getu stjórnvalda Venezúela og ríkisolíufélags Venezúela - til að velta áfram skuldum með aðferðinni, að gefa út ný bréf í stað eldri.
  2. Þannig, að það er líklega rétt að þessar aðgerðir, auka líkur á ríkisþroti Venezúela.
    --En markaðir hafa nú allra síðustu ár, metið þrot Venezúela líklegt.
    --M.ö.o. einungis spurning um tíma!

Maduro Calls Venezuelan Bondholders to Meeting About U.S. Sanctions

Trump slaps sanctions on Venezuela; Maduro sees effort to force default

US imposes sweeping financial sanctions on Venezuela

Trump administration imposes sweeping sanctions on Venezuela

Trump ramps up sanctions pressure on Venezuela

 

Það er reyndar stórmerkilegt að Venezúela sé í gjaldþrotshættu!

En fljótt á litið skuldar Venezúela í reynd lítið: Venezuela Government Debt to GDP.

  1. Skýringanna hlýtur að vera að leita í alvarlegri óstjórn, þeirri staðreynd að gjaldeyristekjur Venezúela eru ca. 96% olía.
  2. Á sama tíma, eru skuldirnar stærstum hluta í dollar, þó landið skuldi Kína og Rússlandi einnig að einhverju lágu hlutfalli.
  3. Fljótt á litið er það ekki óskynsamt þ.s. olía er seld í dollurum.

Verðfallið á olíu 2015 um ca. helming, var að sjálfsögðu gríðarlegt högg.
--En það eitt dugar ekki til þess að skýra vandann!

Önnur olíulönd lentu í því sama - án þess að lenda í þetta erfiðum málum.
--En staða Venezúela er verri en Nígeríu, sem er þó ekki þekkt fyrir frábæra landstjórnendur í gegnum árin.

  1. Stór hluti vandans, er auðvitað - að Venezúela flytur nánast allt inn.
  2. Innflutningur keppir við greiðslur skulda!
  3. Innlend matvælaframleiðsla - hefur dregist mikið saman í landinu allra síðustu ár, þannig að þess í stað þarf að flytja inn mat.
  • Sumt væri fljótlegt að laga, með stefnubreytingu.

T.d. hefur stjórn Maduro viðhaft - verðstöðvun fyrirskipaða af stjórnvöldum a.m.k. síðan verðfallið varð 2015 - í tilraun til að vinna á óðaverðbólgu, á tilteknum krítískum fyrir heimili landsins þáttum, sérstaklega - matvælum.

Málið er, að líklega er sú verðstöðvun megin ástæða þess hungurs sem er í landinu, þó það geti fyrst í stað virst þversagnakennt.
--Það að skv. könnun 2016 léttust 2/3 landsmanna á bilinu 8-9kg. Sami fj. sagðist þurfa að sleppa að meðaltali úr einni máltíð per dag - vegna þess að eiga ekki fyrir því.

  1. Verðstöðvunin hefur leitt til þess, að bændur tapa á því að framleiða matvæli til almennrar sölu.
  2. Þar af leiðandi, hefur matvælaframleiðsla hrunið saman - er bændur upp til hópa svissa yfir í sjálfsþurftarbúskap.

--Með því að afnema verðstöðvunina, en matarverð er hvort sem er ofsalega hátt á svörtum markaði og skorturinn á mat þíðir að opinberu verslanirnar skammta hann í örsmáum skömmtum og eiga of lítið hvort sem er fyrir hvern og einn; mundi á skömmum tíma - endurreisa matarframleiðslu í landinu.
--Við það, mundi hið raunverulega verð á mat lækka, þ.s. framboð yrði aftur eðlilegt.
--Og innflutningur á mat mundi ekki keppa við - greiðslur opinberra skulda.

  • Fleira má nefna, sbr. að landið framleiðir ekki lengur - eigið sement. Svo það þarf allt að flytja inn -- sementsverksmiðja var yfirtekin af ríkinu, síðar lögð niður.
  • Sambærileg sorgarsaga hefur endurtekið margsinnis - þ.e. stjórnarflokkurinn í gegnum árin hefur ríkisvætt hátt hlutfall atvinnulífs.
    --A.m.k. einhverju leiti til að lama hægri sinnaða stjórnarandstöðu.
  • Í hvert sinn, settir stjórnarsinnar til að ráða þeim fyrirtækjum - þeir líklega frekar valdir vegna pólit. tengsla, en hæfni.
    --Þau fyrirtæki síðan keyrð niður í jörðina.

--Sambærilegt ferli sást í Zimbabve undir Rober Mugabe fyrir 20 árum!

  1. Ofan í allt þetta bætist, að olíuvinnslu hefur farið hægt hnignandi.
  2. Sl. 10 ár hefur olíuframleiðsla minnkað á bilinu 10-15%.

--Það auðvitað skaðar útflutningstekjur.

 

Gríðarlegur skortur er á nánast öllu í landinu, ekki einungis mat

Opinberar skuldir hafa verið í lækkunarferli - eins og sést á hlekknum að ofan.

En samt virðist markaðurinn - veðja á ríkisþrot sé yfirvofandi.

  1. "At this point our view is that the country can scrape by without defaulting this year, largely with the help of Chinese and Russian backing and by further squeezing imports. Next year is a tossup," - "said Raul Gallegos, an analyst with the consultancy Control Risks."
  2. "However, China has grown reticent to extend further loans because of payment delays and corruption."
  3. "Russia has been negotiating financing in exchange for oil assets in Venezuela, sources have told Reuters..."
  • "Venezuela's government has around $2 billion in available cash to make $1.3 billion in bond payments by the end of the year and to cover the import of food and medicine, according to documents reviewed by Reuters."

Skv. þessu, virðist Rússland bjóða peninga - gegn yfirtöku rússn. ríkisfyrirtækja á "oil assets" sem væntanlega þíðir - á einhverjum olíulyndum.
--Get vel skilið að Maduro hugsanlega hugnist ekki slíkt.

Kína skilst mér, að hafi lánað allra síðustu ár Venezúela -- gegn greiðslu í formi olíu.
--Skv. frétt hefur Venezúela greitt seint upp á síðkastið.

  1. Ríkið í Venezúela virðist ráða yfir mjög litlum gjaldeyris-sjóð, miðað við þær fjárhagslegu skuldbindingar sem séu framundan!
  2. Þannig sé Venezúela í svipaðri stöðu - að skorta lausafé, eins og Ísland var í er Ísland leitaði til AGS 2008/9.

--Venezúela sé líklega í vandræðum með að afla sér lausafjár.
--Vegna þess, hversu landið sé í dag rosalega háð innflutningi með allt.

Það geti ekki safnað upp lausafjár-sjóði, vegna þess að allt fé sem ekki fer til að borga skuldir; þarf að fjármagna innflutning.

Ekkert af þessu er óleysanlegur hnútur!

  1. En landið þarf klárlega á aðstoð að halda, t.d. lán frá AGS - mundi snarlega lækka vaxtakröfu landsins; þ.s. AGS lánar á ca. 5,5% vöxtum.
    --En Venzúela verður í dag að borga til muna hærri vexti en það, hvort sem er.
  2. AGS mundi að sjálfsögðu leggja fram skilyrði -- þ.e. að hverfa frá afar óskynsamri stefnu, sbr. verðstöðvun sem t.d. í dag er örugglega megin hindrun fyrir innlenda matvælaframleiðslu.
    --Auk þess, að ekkert borgar sig að framleiða innan lands margt annað, meðan ríkið stýrir verðum.
  • Þá mundi einkahagkerfið taka við sér að nýju - matvælaframleiðsla komast í samt horf.
  • Landið gæti óskað eftir neyðaraðstoð til að fást við alvarlega sjúkdóms faraldra er hafa brotist út -- vegna skort á lyfjum.
  • Landið gæti fengið, neyðar-matarsendingar að auki, til að brúa bilið þar til innlend matvælaframleiðsla tekur við sér.

--Krísuna að stærstum hluta er unnt að leysa á skömmum tíma.
--Eitt kjörtímabil, segi ég!

Krísan sé megin hluta - sjálfskaparvíti.

 

Niðurstaða

Eina sambærilega dæmi þess að stjórnarstefna leiði fram ákaflega alvarlega stöðu í landi eitthvað í líkingu við stöðu Venezuela - er óstjórn Roberts Mugabe í Zimbabve, fyrir nú rúmum 20 árum.
Þar leiddi stjórnarstefna einnig til hruns innlenda hagkerfisins, og óðaverðbólgu.

Zimbabve hafði ekk olíu - en olían hélt Venezúela uppi til 2015, er verðfallið stóra varð.

Með skynsamri efnahagsstefnu hefði verðfallið aldrei leitt yfir Venezúela krísu neitt í líkingu við þá krísu sem nú er. Það hefði alltaf verið þungt efnahagslegt högg.
--En það er engin ástæða fyrir matvælaskorti í landi með ofgnótt af frábæru ræktarlandi, þ.s. loftslag er að auki hagstætt.
--Landið er að auki það fjölmennt, að það á að styðja við innlenda framleiðslu til innanlandsnota af margvíslegu tagi - það á ekki að þurfa að flytja nánast allt inn.

En stjórnarstefnan virðist nánast vísvitandi hafa verið í þá átt, að rústa einkahagkerfinu.
--Með ríkisvæðingu mjög mikils fjölda fyrirtækja í gegnum árin.

Síðan bætist við, verðstöðvun á margvíslegum nauðsynjum - eftir olíuverðhrunið 2015, sem leiðir til þess - að framleiðendur nauðsynja; geta ekki framleitt því opinbera verðið er undir framleiðslukostnaði - svo framleiðslan leggst af og bændur skipta í sjálfsþurftarbúskap.

M.ö.o. að samtímis því að gjaldeyristekjur skreppa saman - vex þörf landsins fyrir innflutning.
Útkoma "cash shortage" þ.e. ríkið lendir í vandræðum með erlendar skuldir vegna þess að það á ekki nægt lausafé, í skuldastöðu sem raunverulega er lág í alþjóðlegu samhengi.

--Það þarf einstaka óstjórn til þess að lenda í greiðsluvanda í þetta lágu skuldahlutfalli.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vinstraliðið þarf alltaf að finna einhvern Boogieman til að kenna um þegar þeir missa allt niður um sig, því ekki að kenna Trompinu um.

Það gengur svo langt hjá vinstraliðinu að það heldur því fram að ástæðan fyrir flóðunum í Texas er af því að Texas Fylki kaus Trompið en ekki Hildiríði.

Svona eru ofstækishugsanirar á vinstrivængnum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.8.2017 kl. 20:25

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, engin stefna hefur einkaleyfi á ofstæki.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.8.2017 kl. 23:11

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

 

 

 

(Þar sem orðið Trump er notað í heimsfréttunum um þetta málefni,

ætti að vera, stjórnsýslan, stórfyrirtækin,  New World Order, Federal Reserve sem er í eigu erlendra aðila, ekki Bandaríkjanna. Jg)

000

 

„En fljótt á litið skuldar Venezúela í reynd lítið:

Þannig er Venezúela í svipaðri stöðu - að skorta lausafé, eins og Ísland var í er Ísland leitaði til AGS 2008/9.“

Er þetta ekki lík efnahagsárás á Venezuela, eins og efnahagsárásin á Ísland var 1908?

000

Venezuelan Economic Crisis: The Real Cause is Not Socialism

http://freedom-articles.toolsforfreedom.com/venezuelan-economic-crisis-cause-not-socialism/

... As self-confessed economic hitman John Perkins described decades ago in books, presentations and interviews, when a “recalcitrant” nation fails to play ball with the US, it activates its various branches to rein them in – the intelligence agencies, the NGOs, the “jackals” (assassins) and, if all else fails, then the US military itself. ...

...  The fact that the opposition is planning to boycott the election shows clearly, they are not interested in democracy. They have one goal only, to oust President Maduro and take power, privatize state assets, especially hydrocarbons (petroleum and gas) to hand them to international mainly US corporations to be exploited at no benefits for the Venezuelan people. This was precisely the case before President Chavez took the reins of the country. Foreign corporations, almost all North Americans, left not a dollar in tax revenues in Venezuela.”  ...

...  Venezuelan Economic Crisis and Regime Change: Foretold by Brookings (NWO Think Tank) and Orchestrated by NED (Soros NGO)

000

Skipulagðar efnahags-árásir á þjóðina

000

Egilsstaðir, 9.08.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 29.8.2017 kl. 09:22

4 Smámynd: Merry

Það er mjög létt að segja að allt er vegna Donald Trump, er það ekki ?

Merry, 29.8.2017 kl. 09:52

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er ekki alveg að átta mig á því, af hverju þið eruð að blanda Trump inn í þetta mál.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.8.2017 kl. 10:24

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jónas Gunnlaugsson, nei - þ.e. engin efnahagsleg árás í gangi á Venezúela. Maduro er að vísvitandi að rugla umræðuna - með því klassíska trixi að búa til blóraböggul.
--En landstjórnendur Venezúela geta sannleika sagt ekki kennt nokkrum öðrum en sjálfum sér.
--Þeir sjálfir bera nær alla ábyrð á ástandinu í landinu, að það sé þetta hræðilegt.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.8.2017 kl. 10:29

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakka þér fyrir kennsluna Einar Björn Bjarnason.

Mér sýnist að þetta sé skipulagt af gömlu stjórnsýslunni.

Þessi gamla stjórnsýsla er að hrynja.

Það er meira upplýsinga flæði í dag,svo að við heyrum sagt frá vandamálunum.

Þá er hægt að lagfæra hlutina.

Nú reyna þjónar gamla kerfisins, að þagga niður sannleikann.

Allt sem er sannleikur er kallað rangt, og allt sem er lygi er sagt rétt.

000

The Bible tells us that in end times, bad will be heralded as good, and good heralded as bad.

http://www.prophecy.news/2015-09-22-its-official-the-worlds-gone-crazy-saudi-arabia-chosen-to-head-united-nations-panel-on-human-rights.html

000

Egilsstaðir, 9.08.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 29.8.2017 kl. 12:07

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er furðuleg spurning í athugasemd #5, er maðurinn búinn að gleyma um hvað pistillinn er og þá sérstaklega fyrirsögn pistilsins?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.8.2017 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband