Það áhugaverða er að það getur stefnt í -skuldaþaks- sennu í september. En þegar Bandaríkjaþing snýr úr sumarfrýi, fyrstu helgi í september. Þarf það að hefja strax umræðu um fjárlög!
--Sérstaklega þarf að lyfta svokölluðu skuldaþaki fyrir mánaðamót sept/okt.
--En Mnuchin hefur sagt fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa peninga til 29/9.
Trump blames fellow Republican leaders for debt ceiling 'mess'
Trump faults top Republicans for debt ceiling mess
Af hverju gæti Trump komið til huga að - beita neitunarvaldi?
- Um daginn, hótaði Trump að beita neitunarvaldi - ef fjárlagafrumvarpið, þegar það kemur frá þinginu, inniheldur ekki fjármögnun fyrir veggnum fræga á landamærum við Mexíkó - sem hann enn segist vilja reisa.
- Síðan, eru líkur á því að Repúblikanar sem vilja ganga lengst í niðurskurði Alríkisins - geri tilraun til þess, að hengja á fjárlagafrumvarpið - harkalegan niðurskurð.
--Þannig að margvísleg önnur kosningaloforð Trumps verði ekki fjármögnuð hugsanlega heldur, sbr. aukning í framkvæmdum á vegum ríkisins - aukning fjárframlaga til hersins -- hugsanlega ekki bara veggurinn.
Þannig gæti það vel gerst, að ef Trump sér fram á að mikilvæg kosningaloforð - fái ekki fjármögnun.
Að hann beiti neitunarvaldi á eigin fjárlög!
Það gæti orðið áhugaverð senna!
--En Trump hefur verið að hníta í þingleiðtoga Repúblikana!
--Varla batna samskipti þeirra og Trumps - ef Trump fellir eigin fjárlagafrumvarp.
- Hingað til hefur það ekki gerst, svo ég viti til.
- Að þingið hafi ekki afgreitt skuldaþaks-hækkun, áður en skuldabréf renna út á gjalddaga.
--En það gæti valdið verulegum boðaföllum á skuldabréfamörkuðum, ef Bandaríkin yrðu -þó einungis tæknilega- "default."
Skuldakostnaður Bandaríkjanna þá líklega hækkaði um langa hríð á eftir.
--M.ö.o. að það hefði ekki, skammtíma-afleiðingar.
Niðurstaða
Trump virðist algerlega ófeiminn við að hníta í þingleiðtoga og þingmenn hans eigin flokks.
T.d. sagði hann:
"The only problem I have with Mitch McConnell is that, after hearing Repeal & Replace for 7 years, he failed! That should NEVER have happened!"
McDonnel er þingleiðtogi Repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings. McDonnel er örugglega ekki skemmt yfir því að vera kennt um þær ófarir.
En það einnig blasir við, að ef Trump mundi beita neitunarvaldi á eigin fjárlög - mundi hann einnig kenna um sínum eigin þingmönnum fyrir þær ófarir.
--M.ö.o. ekki samþykkja nokkra eigin sök.
Enn sem fyrr gildir, að Trump þarf að hafa stuðning þingmanna Repúblikana.
Annars nær hann engu í gegnum þingið.
Að auki, þarf hann einnig þeirra stuðning, til að hindra -- "impeachment."
--Trump getur því tekið nokkra áhættu, með því að standa í átökum við sína eigin þingmenn.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað varðar að bandaríkin geti orðið "default", eða tæknilega gjaldþrota ... þá er það nú langt frá því að vera rétt.
Bandaríkin egia 8000 tonn af gulli. Únsan, kostar 1200 dollara.
Þeir eiga, með öðrum orðum, eignir langt umfram skuldirnar ... og geta þar með, í raun, hækkað þakið eftir vild.
Þú talar ennþá um að "reisa" vegginn ... svo hérna færðu svolítið.
https://en.wikipedia.org/wiki/Mexico%E2%80%93United_States_barrier
"The barriers were built from 1994 as part of three larger "Operations" to taper transportation of illegal drugs manufactured in Latin America and immigration: Operation Gatekeeper in California, Operation Hold-the-Line[4] in Texas, and Operation Safeguard[5] in Arizona."
"U.S. Representative Duncan Hunter, a Republican from California and the then-chairman of the House Armed Services Committee, proposed a plan to the House on November 3, 2005 calling for the construction of a reinforced fence along the entire United States–Mexican border"
"Although that bill died in committee, eventually the Secure Fence Act of 2006 was passed by Congress and signed by President George W. Bush on October 26, 2006.[12]"
"H.R. 6061, the "Secure Fence Act of 2006", was introduced on September 13, 2006. It passed through the U.S. House of Representatives on September 14, 2006 with a vote of 283–138."
"Between 1994 and 2007, there were around 5,000 Migrant deaths along the Mexico–United States border, according to a document created by the Human Rights National Commission of Mexico, also signed by the American Civil Liberties Union.[53] Between 43 and 61 people died trying to cross the Sonoran Desert from October 2003 to May 2004; three times that of the same period the previous year.[9] In October 2004 the Border Patrol announced that 325 people had died crossing the entire border during the previous 12 months.[54] Between 1998 and 2004, 1,954 persons are officially reported to have died along the US-Mexico border. Since 2004, the bodies of 1,086 migrants have been recovered in the southern Arizona desert.[55]
U.S. Border Patrol Tucson Sector reported on October 15, 2008 that its agents were able to save 443 undocumented immigrants from certain death after being abandoned by their smugglers, during FY 2008, while reducing the number of deaths by 17% from 202 in FY 2007 to 167 in FY 2008. Without the efforts of these agents, hundreds more could have died in the deserts of Arizona.[56]"
"According to the same sector, border enhancements like the wall have allowed the Tucson Sector agents to reduce the number of apprehensions at the borders by 16% compared with fiscal year 2007.[57]"
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.8.2017 kl. 05:39
Bjarne, ég sagði "tæknilega" sem þíddi, að ég var einungis að tala um "tæknilegt" ekki raunverulegt þrot. Að sjálfsögðu eiga Kanar fyrir þessu og meir til -- þess vegna orðalagið "tæknilegt."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.8.2017 kl. 16:17
Það lítur ekki vel út með fjárlögin og spurning hvað hann leggur í að gera. Veggurinn verður að koma en allur heimurinn veit að þetta er veikasti puntur á landamærum bandaríkjanna.
Valdimar Samúelsson, 25.8.2017 kl. 19:31
Valdimar - Trump er að glíma við tvenns konar andstæðinga, þ.e. Demókrata er munu fella allar hans tillögur - ef þeir geta; en einnig hóp innan eigin þingflokks, sem vill fyrst og fremst skera niður útgjöld.
--Og lítur einfaldlega á vegginn, sem óþarfa útgjöld. Sama gildi er þeir íhuga aðrar útgjaldatillögur Trumps.
Þeir séu fyrst og fremst með þá stefnu, að alríkið eigi að gera sem allra allra minnst.
Þ.e. ákveðin týpa af hægri stefnu - gjarnan kennd við fjálshyggju.
Þá meina þeir, að einkahagkerfið eigi að sjá um nærri alla hluti, ríkið einungis að sjá um þætti eins og varnir ríkisins - viðhalda lögum og reglu; en fátt annað þar fyrir utan.
--Þeir skilgreina þá varnir einnig þröngt, eru ekki á móti innflutningi á ódýru vinnuafli.
--Styðja því ekki vegginn, einnig vegna þess að þeir gjarnan vilja fá alla ódýru S-Ameríkumennina inn!
Stefna Trump er um margt þvert gegn stefnu þessara hægri sinnuðu frjálshyggjumanna!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.8.2017 kl. 22:45
Þannig er það nú bara að ríflega 90% af skuldum Bandaríkjanna eru í Bandarískum dollurum, sem aftur þýðir það að þau verða hvorki tæknilega eða raunverulega gjaldþrota....
Jóhann Elíasson, 26.8.2017 kl. 08:23
Jóhann, þú veist vonandi þetta með svokallað "skuldaþak" að Bandaríkjaþing - veitir Alríkinu "lánsheimildir" þ.e. heimildir til að bæta við sínar skuldir.
Síðan þess fyrir utan, heimilar þingið alríkinu í hvert sinn þegar fjárlög eru gerð, aðgengi að skattfé landsmanna.
Engin fjárlög, þá renna út fyrri heimildir til alríkisins um aðgengi að skattfé - sem eru aldrei veittar nema eitt ár í senn.
Og lyfting skuldaþaks er einungis veitt fyrir hvert ár í senn.
Ef þingið veitir ekki auknar heimildir til Alríkisins -- áður en einhver skuldabréf alríkisins renna út á tíma, getur alríkið -tæknilega- lent í því, að greiða ekki á réttum tíma - vegna þess að eiga ekki pening.
Það kallast -- tæknilegt gjaldþrot.
--Það getur gerst ef pólit. óreiða á þinginu er slík, að þingið geti ekki komið sér saman um það, að veita auknar heimildir til alríkisins -- í tæka tíð.
Það mundi hafa líklega þær afleiðingar --> Að kostnaður við skuldir mundu hækka, ekki mikið - en eitthvað. Köllum það, pólitískt óvissu álag, er markaðurinn mundi þá líklega leggja á skuldir Bandar. - a.m.k. um eitthvert árabil.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.8.2017 kl. 09:52
Einar, minn punktur er að benda á þá einföldu staðreynd að STÆRSTUR hluti skula Bandaríkjanna er í þeirra eigin gjaldmiðli og TÆKNILEGA GETA ÞEIR RÁÐIÐ UPPHÆÐINNI án þess að fjárlögum og þingi sé blandað í málið.....
Jóhann Elíasson, 27.8.2017 kl. 16:21
Jóhann, Þú ert að hamra á punktinum, að Bandar. aldrei raunverulega verða gjaldþrota -- sem ég að sjálfsögðu hef fulla vitneskju um.
En málið er - að bandaríska þingið, veitir alríkinu rétt, sem rennur út ár hvert.
Þess vegna þarf alltaf að endurnýja þann rétt, sérhvert ár.
--Að gefa út ný skuldabréf.
Bandaríska þingið, einnig ræður yfir buddunni, þ.e. alríkið hefur ekki aðgengi að skattfé landsmanna, nema skv. heimildum sem þingið veitir ár hvert.
Þær heimildir síðan renna út ár hvert -- þannig að ef ekki eru veittar nýjar heimildir í tæka tíð.
--Þá kemur puntur sá að alríkið hefur ekki peninga til að greiða laun, og jafnvel ekki til að greiða af skuldabréfum.
--Það eru allt heimildir, sem þingið veitir - í einungis takmarkaðan tíma í einu.
--M.ö.o. eitt ár í senn.
Það þíðir - að án fjárlaga, hefur alríkið einfaldlega ekki peninga fyrir nokkrum sköpuðum hlut.
Það þíðir, að -tæknilega séð- er sá möguleiki virkilega til staðar.
--Ef pólitíkin yrði það lömuð á þinginu, að heimildir væru ekki veittar til alríkisins, svo það hafi fé til umráða til að greiða af skuldum í tæka tíð; þá er það virkilega mögulegt -- að alríkið nái ekki að greiða skuld á tilsettum gjalddaga.
Það kallast "default" jafnvel þó að enginn vafi sé á að alríkið greiði bréfið upp til fulls, síðar.
Þess vegna orðalagið - tæknilegt gjaldþrot.
Þó að aldrei geti það leitt til nokkurs annars - en að alríkið greiði seint, væntanlega með álagi á þá skuld sem samið yrði um við viðkomandi.
Það hefur lengi verið til staðar umræða um þennan möguleika innan Bandaríkjanna, hvað akkúrat hann þíddi, ef af yrði.
--Afleiðingar yrðu örugglega litlar.
--Þó það sé a.m.k. hugsanlegt, að vaxtakrafa bandar. ríkisbréfa hækki eitthvað örlítið, ef fjárfestar meta raunhæfa hættu á því að innanlands póltík í Bandar. - geti framkallað slíkt klandur í annað sinn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.8.2017 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning