Í ræðu í borginni Phoenix - ræddi Trump m.a. um þann landamæravegg sem hann hefur lofað að reisa. Það má greinilega sjá í ummælum hans, að hann óttast að bandaríska þingið fjármagni ekki smíði hans!
Trump: "Build that wall. Now the obstructionist Democrats would like us not to do it. But believe me, if we have to close down our government, we're building that wall.
Let me be very clear to Democrats in Congress who oppose a border wall and stand in the way of border security: You are putting all of America's safety at risk. You're doing that. You're doing that."
Ummælin að Trump væri frekar til í að loka alríkinu - sköpuðu óróa á mörkuðum: Trump government shutdown threat draws criticism, unnerves markets.
- Það er þó óneitanlega sérstakt að Trump sjálfur komi fram með slíka hótun.
- En eru nokkrar líkur á því - að þingið mundi óttast slíka hótun?
--Ég man vel enn eftir vandræðum Obama forseta með þingið, sem eins og nú var með Repúblikanameirihluta.
--En þá notuðu þingmenn Repúblikana -- trekk í trekk, hótunina um að loka alríkinu, sem svipu á Obama!
Einhver annar en ég ætti að muna eftir dramanu - um skuldaþakið.
- Hótun þingmanna Repúblikana á Obama -- virkaði þannig, að þeir hótuðu því að samþykkja ekki nýjar útgjaldaheimildir fyrir Alríkið.
--Tilgangur að þvinga Obama til að samþykkja meiri útgjaldaniðurskurð hjá alríkinu, en Obama hafði óþvingaðan vilja til að framkvæma. - En Trump, getur einungis hótað -- að neita að skrifa undir fjárlagafrumvarp, er ekki inniheldur fjármögnun fyrir vegginn hans.
--Hann hefur ekki nokkra aðra hótun!
- Spurningin er þá -- hvort þingmennirnir hafa nokkra ástæðu til að hræðast þá hótun?
En það eru ekki bara, Demókratar - sem vilja hugsanlega ekki fjármagna vegginn.
Það eru einnig til Repúblikanaþingmenn - með svipaða afstöðu.
- Trump auðvitað sem forseti, ber æðstu ábyrgð á alríkinu.
- Það sé því óneitanlega sérstakt, að forsetinn hóti að loka hugsanlega -- ríkinu sem heyrir undir hann.
--Alríkið heyrir með engum beinum hætti á sama tíma undir þingið.
--Þingið ber enga beina ábyrð á því!
Ummæli Trumps um innflytjendur -- stuða mig!
Ath. ummælin vísa til ólöglegra innflytjenda frá Latnesku Ameríku, yfir landamæri Mexíkó.
- Trump: "All around the nation, I have spent time with the wonderful Americans whose children were killed for the simple reason that our government failed to enforce our immigration laws, already existing laws."
- Trump: "One by one we are finding the gang members, the drug dealers and the criminals who prey on our people. We are throwing them out of the country or we're putting the hell, fast in jail."
- Trump: "We are cracking down on these sanctuary cities that shield criminal aliens, finally."
Það sem stuðar mig í þessu, er að hann talar eingöngu um ólöglega innflytjendur í þessu samhengi.
Sem glæpamenn - eyturlyfjasala - morðingja -- meðlimi skipulagðra glæpahringja.
Þess konar framsetning - er klassísk aðferð til að leiða fram ofsareiði hjá þeim sem hlusta.
--En ég neita að trúa því, að milljónir ólöglegra innflytjenda séu upp til hópa verra fólk en annað fólk er býr innan Bandaríkjanna.
Að sjálfsögðu eru glæpamenn meðal þeirra!
--En glæpahneigð er hreint ekki óþekkt fyrirbæri meðal -- annarra íbúa Bandaríkjanna.
Þetta sé þar með, afskaplega subbuleg nálgun - að ræða erlenda ólöglega innflytjendur út frá þeim forsendum; að verið sé að úthýsa - glæpamönnum - eyturlyfjasölum og öðru því sambærilegu.
- Mér virðist slíkt hreinlega ætlað - að ýta undir fordóma gagnvart fólki frá latnesku Ameríku.
Að sjálfsögðu þegar Donald Trump talar um fjölmennan hóps fólks, milljónir einstaklinga - með þessum hætti.
--Þá ýtir það undir umræðu um, fordóma Donalds Trumps.
Í mínum augum var þetta mjög fordómafull framsetning - afskaplega mikið svo!
Niðurstaða
Sannast sagna er ég ekki sjokkeraður yfir tali Trumps - um að loka frekar bandaríska alríkinu.
En ég er fullkomlega sjokkeraður yfir því hvernig hann talar um - ólöglega innflytjendur frá latnesku Ameríku.
--Hversu sjokkeraðir? Þetta minnir mig á ræður Adolf Hitlers er hann á seinni hl. 3. áratugarins og fyrri hluta 4. áratugarins -- hélt ræðu eftir ræðu, þ.s. hann kenndi gyðingum um margt sem hann sá sem galla á þýsku samfélagi.
En framsetning af því tagi sem Trump var með!
Ýtir undir hatur, gæti stuðlað að alvarlegu ofbeldi gagnvart fólki af latnesku bergi brotið.
--Þannig minnir mig þetta á það er Hitler var að æsa upp Þjóðverja gegn gyðingum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 24.8.2017 kl. 10:51 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert nú meira viðrinið ... um hvaða vegg ertu að tala, pjakkur.
Þennan hérna?
https://electronicintifada.net/sites/default/files/styles/original_800w/public/2014-04/140415-wall-climber_0.jpg?itok=MYFe5TYu×tamp=1448949295
Eða ertu að tala um þennan vegg?
http://cdn.theatlantic.com/assets/media/img/photo/2013/05/on-the-border/b20_97788455/main_900.jpg?1420508206
Eða ertu kanski að tala um þennan vegg?
http://staging.snopes.com/app/uploads/2015/08/border.jpg
Þetta er lítið annað en "rasismi" hjá þér ... þú talar ekki um neitt annað en Trump. Kallar nöfnum, af því hann er ljóshærður og bláeygður. Í þínum huga, er í lagi að "hata" ljóshærða og bláeygða ... af því þeir eru í minnihluta, meira að segja á Íslandi.
En hvergi nokkurs staðar, kemur fram hjá þér "raunsæ" lýsing á vandamálinu með "landamæra vegg". En Ísrael er með vegg, til að halda íbúum landsins burtu af sínu eigin landi ... en það er allt í lagi, er það ekki ... þeir eru jú "gyðingar", "guðs fólk" ... eða eigum við að vera hreinskilnir ... "the master race", ekki satt. Mexikó má byggja "fangelsisvegg", til að halda burtu "Guatemala", en ... guð almáttugur, Trump má bara ekki einu sinni minnast á að "betrumbæta" vegginn sem Clinton og Obama byggðu.
Hann er ekki að "byggja" neinn vegg, hann er að tala um að "betrumbæta" hann ...
En hvergi nokkurs staðar, minnist þú á það .. hvað Clinto var Ógeðslegur að byrja á að byggja hann, né heldur hvað Obama var viðbjóðslegur að láta ljúka við að byggja hann. Trump er bara ógeðslegur, af því hann er ljóshærður og bláeygður og ætlar að voga sér að BETRUMBÆTA hann.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 05:14
Bjarne, ég verð að reikna með því að þú sjáir ekkert athugavert við það -- að ræða um latnerska Ameríkumenn, eins og þeir séu upp til hópa glæpamenn og morðingjar. Auðvitað - Hitler átti sína fylgismenn á sínum tíma, sem sáu ekkert athugavert við ummæli hans gegn gyðingum á sínum tíma.
--Merkilegt hvernig hatur gegn tilteknum hópum fólks verpir huga fólks.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.8.2017 kl. 07:01
Jú, EInar ég sé mikið athugavert við það ... en maður verður að tala um hlutina út frá málefninu en ekki út frá "Trump" eða "Pútin".
Þú þarft að sjá hlutina frá fleiru einu sjónarmiði ... til dæmis, það er staðreynd að fólk frá suður Ameríku stendur fyrir stórum hluta eiturlyfja og glæpa innanbandaríkjanna. Það er ekkert óeðlilegt að maður vill halda þessari þróun úti. Annað, Mexíkó sjálft gerir það sama gagnvart Guatemala ... Lokar þá úti af því þeir eru fátækari, o.s.frv. Það sem er í lagi fyrir Mexíkó, er allt í einu í lagi fyrir U.S. Þetta er eitt atriði, annað er að Trump er ekkert að reisa múrinn ...
Hérna vil ég benda þér á svolítið spaugilegt i dæminu. Bill CLinton er sá sem stóð fyrir því að múrinn yrði reisutr. Barrack Obama er sá sem sá til að múrinn var fullgerður. Trump, vill "betrumbæta" hann, því hann er svo illa gerður að fólk hefur dáið við að reina að troða sér í gegnum hann. Eini forseti Bandaríkjanna, sem hefur "veigrað sér" við bygginguna er George W. Bush, af öllum mönnum.
Og svo ég fari svolítið í annað, þetta er svipað eins og "málið" með Islam... við hér í Evrópu erum "ekki trúuð" lengur. Höfum lagt niður trú, Gyðingar eru agnostic ... þ.e.a.s. hafa tekið þá skoðun að spurningunni verður ekki svarað. En maður tekur upp málstað öfgafullra manna, sem standa fyrir glæpum, morðum, nauðgunum ... og prestar þeirra, hafa hótað allri Evrópu, eins og hún leggur sig. Einar, það er full ástæða til þess að stemma stigu við glæpum. Þetta hefur ekkert að gera með "latínu" búa, þeir eru Indíanar suður ameríku en ekki Ítalir eða spánverjar (sem eru hinir raunverulegu latínu búar). Þetta fólk stendur fyrir glæpum, morðum ... í stórum stíl. Og það er hreinlega "landráð" að ganga um og bera það upp að hampra þessu.
Síðan á maður að fara út í aðra sálma, og það eina sem mér persónulega fannst gott af því sem Trump sagði (eins og þú veist, þá hefði ég aldrei kosið manninn). Það er, það á að stöðva innflutninginn og komast til botns í málunum ... hvað er á seiði. Það er of seint að taka fyrir rassinn, þegar allt er komið í buxurnar ... hefur ekkert með kynþáttahatur að gera. Við erum í stríði við mið-austurlönd. Suður Ameríka, er "rússavænleg" ... andvíg vesturlöndum. Það er full ástæða að fara varlega. Við verðum líka að viðurkenna, EInar ... að við höfum framið ótrúlega glæpi, í mið-austurlöndum. Að fólkið hati okkur, er mjög skiljanlegt ... og full ástæða til að fara varlega. Hefur ekkert með kynþáttamisrétti að gera. Þetta á bæði við um Mexíko, Ísrael og Bandaríkin.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 18:52
Bjarne, við erum ekki í stríði við Miðausturlönd. En ef við færum að einangra þau skipulega - eins og sumir vilja. Þá líklega fáum við það stríð -- sbr. "self fulfilling prophesy." En okkar aðgerðir hafa alltaf áhrif á hina!
--Slíkt er einmitt hvað íslamistarnir vilja -- því það sem þeir óttast mest, eru einmitt áhrif Vesturlanda á þeirra samfélög.
--Þeir eru einmitt að beita ógnunum og hryðjuverkum, í þeirri von - að við lokum á samskipti við Miðausturlönd.
Vegna þess að þeir vilja þess konar einangrun Miðausturlanda, svo þeir geti síðan -- mótað Miðausturlönd eftir sínu höfði.
Meðan að áhrif Vesturlanda eru svo mikil sem þau eru, keppa þau áhrif við tilraunir Íslamista, til að móta þeirra samfélög eftir sínu höfðu -- það er einmitt hvað öfgaíslamistar eru að reyna að stoppa.
------------------
En þú virðist einungis sjá áhrif þeirra á okkar samfélög -- óttast það. Meðan að þú sérð virðist ekki, að áhrifin verka í báðar áttir, þ.e. að sama skapi hafa okkar samfélög einnig áhrif á samfélög Miðausturlanda.
--M.ö.o. nokkurs konar samfélagslegt reipitog.
Sama er að sjálfsögðu í gangi milli Bandar. og Latnesku Ameríku - að áhrifin spila fram og til baka.
--Þ.s. Trump vill í raun, er að minnka áhrif Latneskra samfélaga innan Bandaríkjanna.
--Hinn bóginn, gleymir hann því atriði -- að áhrifin verka í báðar áttir, þ.e. Bandaríkin hafa áhrif á móti.
Og þau áhrif eru langt í frá óveruleg!
---------------------
Jafnvel þó það væri rétt, að skv. höfðatölu séu meira en meðaltal Latneskra Ameríkumanna -- á glæpabraut. Þá þíddi það samt, að samanburður Trumps -- er rangur.
Þ.s. klárlega er alltaf mikill minnihluti samfélaga í glæpum.
--Það sé afar ósennilegt að múrinn - stoppi eyturlyfjahringi sem starfa beggja vegna landamæra.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.8.2017 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning