22.8.2017 | 00:22
Bandaríkin virðast föst í Afganistan - en skv. fréttum ætlar Trump að fjölga þar bandarískum hermönnum að nýju
Afganistan er eiginlega búið að vera land í samfelldu stríði síðan ca. 1978. En nokkru fyrir innrás Sovétríkjanna þar, hafði hafist innlend uppreisn gegn Sovétstuddri ríkisstjórn landsins, og leit út fyrir að ósigur ríkisstjórnarinnar væri yfirvofandi. Í stað þess að sætta sig við þá útkomu, virðist að leiðtogar Sovétríkanna - hafi tekið þá ákvörðun að senda sovéskar hersveitir inn í landið.
--Þær hersveitir tóku með hraði helstu borgir landsins, handtóku ríkisstjórn landsins og létu taka af lífi þann einstakling er hafði verið þjóðhöfðingi Afganistan um nokkurt skeið.
--Þess í stað skipuðu Sovétríkin nýja ríkisstjórn!
Eins og þekkt er, þá ákváðu Vesturlönd -- að styðja við uppreisn þá er hafði áður verið nærri því að taka völdin í landinu. Tók við mjög umfangsmikið skærustríð, milli hersveita Sovétríkjanna og uppreisnarmanna - er nutu stuðnings vopnasendinga frá Vesturlöndum.
Fyrir rest gáfust Sovétríkin upp á málinu - skömmu áður en Sovétríkin hrundu drógu þær hersveitir sínar út úr Afganistan; ríkisstjórn sú sem Sovétríkin höfðu stutt - entist um nokkra hríð.
--En fyrir rest var leiðtoga hennar veitt fyrirsát af uppreisnarmönnum, og hann veginn.
- Síðan tók við tímabil - sem verður að kalla, upplausn. Sem lyktaði með því - að nokkrum árum liðnum, að ný hreyfing reis upp; svokallaðir --> Talibanar, er náði völdum í stærstum hluta landsins á mjög merkilega skömmum tíma.
- Ákveðinn stöðugleiki var til staðar undir stjórn Talibana, á þeim svæðum landsins er Talibanar náðu undir sig, en Talibönum tókst aldrei alveg að ná öllu landinu -- en stjórn Talibana, eins og þekkt er, var óskaplega félagslega íhaldssöm -- sbr. að banna fólki að hlusta á Vestræna dæguarlagatónlyst, refsa konum fyrir að klæða ekki búrkum, konur voru grýttar fyrir hór, karlmönnum refsað fyrir að raka sig eða klippa sitt skegg, kvikyndasýningar bannaðar - leiksýningar, o.s.frv.
- Fyrir utan þetta, var Osama Bin Laden veitt skjól í landinu, og al-Qaeda.
--Það var það atriði, er leiddi til innrásar Bush forseta í Afganistan síðla árs 2002, í kjölfar svokallaðs 9/11 atburðar.
--Er Talibanar neituðu að úthýsa al-Qaeda úr Afganistan, og afhenda Osama Bin Laden. - Á skömmum tíma, tókst Bandaríkjamönnum -- að steypa ríkisstjórn Talibana. Og koma nýrri ríkisstjórn til valda.
--Alveg samfellt síðan eða 15 ár hafa Bandaríkin verið föst í Afganistan.
--Í um áratug, voru NATO lönd með Bandar. - með fjölmennt herlið þar, til að berjast við Talibana.
**En allt sem hefur verið reynt hefur ekki dugað til að vinna endanlegan sigur á Talibönum. - Er nú svo komið, að í kjölfar þess að Obama ákvað á seinna kjörtímabili sínu -- að draga til baka megnið af bandarískum hermönnum, og NATO þjóðir drógu sitt herlið til baka einnig.
--Að Talibanar aftur ráða mjög stórum landsvæðum innan Afganistan. - Virðist algerlega ljóst, að ef Bandaríkin færu alfarið frá landinu - mundu Talibanar aftur ná þar völdum og það líklega á fremur skömmum tíma.
--Í því skyni að forða þeirri útkomu, virðist ákvörðun um fjölgun herliðs vera tekin.
Trump takes ownership of stubborn Afghan conflict
Trump likely to approve modest troop increase for Afghanistan
Talibanar ráða um helming Afganistan!
Niðurstaðan virðist sú að Bandaríkin vita ekki sitt rjúkandi ráð!
En vandamálið með Talibana er eiginlega - flóttamannabúðir sem enn eru reknar í Pakistan. Þar sem enn búa milljónir Afgana er ekki enn hafa snúið heim - eftir að þeir flúðu í kjölfar innrásar Sovétríkjanna rétt fyrir lok 8. áratugar 20. aldar.
--En Talibanar hafa getað notað þær flóttamannabúðir - sem þjálfunarbúðir fyrir nýja Talibana.
Fyrir utan það, hafa Talibanar notið stuðnings ættflokka í fjöllum í Pakistan nærri landamærum Afganistan.
--Þannig að þau svæði í Pakistan ásamt flóttamannabúðum þar.
Hafa veitt Talibönum öruggt skjól - ef þeir hafa þurft að hörfa, þ.s. þeir geta sent sjúka og særða Talibana, og þjálfað nýja kynslóð Talibana.
- Þessi stuðningur innan Pakistan -- óbein eða bein vernd Pakistans á Talibönum.
- Er það sem hefur gert Talibna - ósigrandi.
- Bandaríkin hafa ekki treyst sér til þess, að framkvæma loftárásir innan Pakistan á þeim svæðum - að neinu ráði.
--Þannig að þessi svæði, hafa verið - nærri algerlega örugg fyrir Talibana.
Fyrir bragðið hafa Talibanar alltaf getað risið upp aftur.
Ef þeim hefur verið veittir harðir ósigrar.
Þannig að þetta hefur verið stríðið endalausa.
Og fátt virðist benda til þess að það breytist í bráð.
- Ég sé enga lausn á þessu - þ.e. annaðhvort ógnarstjórn Talibana að nýju, og Afganistan aftur verður alþjóða skjól fyrir hryðjuverkasamtök af margvíslegu tagi.
- Eða, að Bandaríkin viðhalda hersveitum að nægilegum fjölda - til að halda þeirri ríkisstjórn Afganistans sem Bandaríkin styðja - við völd.
--Það virðist leiða fram það ástand.
--Að Bandaríkin sleppa ekkert frá landinu.
Þeirri pyllu virðist Donald Trump vera að kyngja.
Því að það eru engir góðir valkostir í boði.
Niðurstaða
Hvað Pakistan akkúrat gengur til með því að heimila Talibönum að hafa öruggt skjól í fjöllum Pakistans - veit ég ekki. En margar kenningar hafa flogið þar um, m.a. á þá leið að Pakistan haldi sig geta tryggt áhrif Pakistans innan Afganistan í gegnum tengsl við Talibana.
--Nokkurs konar Bandalag m.ö.o.
En það verður að skoðast á reikning Pakistans - að allar tilraunir til þess að ganga milli bols og höfuðs á Talibönum hafa mistekist.
Og að Talibanar séu í seinni tíð aftur orðnir það sterkir - að eina leiðin til að halda þeim frá völdum í Afganistan, er að Bandaríkin haldi áfram að hafa þar umtalverðan fjölda hermanna.
- Hver aftur á móti lagði Afganistan í rúst?
- Augljóslega hefur Afganistan meira eða minna verið í samfelldu styrrjaldar ástandi síðan 1978.
--M.ö.o. nærri 40 ár.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta hið undarlegasta mál hjá Trump. Auðvita verður að halda aftur af Talibönum en því ekki Sameinsuðuþjóðirnar sem reyndar hafa engan baráttuher eða láta nágrannaþjóðirnar sjá um þetta eða bara að láta þjóðir um sín innanríkismál.
Valdimar Samúelsson, 22.8.2017 kl. 10:37
SÞ ræður ekki formlega yfir nokkrum hersveitum, heldur einungis þeim hersveitum sem aðildarþjóðir -- kjósa hver um sig að leggja fram.
--Stórfellt efa að nokkur vilji sé meðal Sþ-meðlima, að leggja fram hermenn í endalaust stríð þarna.
Að láta nágrannaþjóðirnar um málið - líklega þíðir valdatöku Talibana að nýju, að landið aftur verður miðstöð dreifingar alþjóðlegrja hryðjuverka.
--Ef Indverjar og Pakistanar væru með sína heri þarna, væri ákveðin hætta líka á að -- deilur milli þeirra um Afganistan, leiddu til nýs stríð Pakistans og Indlands.
--Muna að þau lönd eru í dag búin kjarnorkuvopnum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.8.2017 kl. 12:55
Já satt. Ég hefði vilja fá fjölþjóðaher sem yrði stjórna innan frá s.s. Musterisriddaranna sem höfðu eigin lög.
Valdimar Samúelsson, 22.8.2017 kl. 13:15
Miðað við opinskáann tilgang Trumps "Make USA great again" sem óvinurinn berst gegn,er honum nauðugur sá kostur að vera ekki alltaf fyrirséður,þótt ekkert sé í likingu við heimskupör Bush.
Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2017 kl. 17:05
Vandamál Bandaríkjanna í Afghanistan, var að þeir voru ekki með neitt "plan" um það hvernig þeir ættu að sigra stríðið. Þetta er að breitast, en Rússar hafa þegar bent á hvernig sigra megi stríðið. Síðan var hann, eins og Helga benti á, nauðbeigður þar sem talibanar skrifuðu honum bréf og hótuðu með áframhaldandi stríði. Nú verður "blackwater" sigað á þá, þannig að talibanar eiga ýmislegt í aðsigi.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.8.2017 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning