Paul G. Allen, meðstofnandi Microsoft - finnur herskip sem Bandaríkin misstu á lokadögum Seinni-styrrjaldar á 5.500m. dýpi á botni Kyrrahafs

Um er að ræða leyfarnar af beitiskipinu USS Indianapolis 9.800 tonna smíðað 1932 sem sökkt var af japanska kafbátnum i-58 þann 30/8/1945 -- Seinna-stríði lauk formlega 2/10/1945.

Japanski kafbáturinn i-58 sökkti Indianapolis með tveim tundurskeytum, og að sögn þeirra 316 er lyfðu af sökk skipið á einungis 12 mínútum. Um 400 eru taldir hafa farist í sprengingunum er urðu er tundurskeytin hæfðu.

800 alls eru sagðir fyrst í stað hafa lifað slysið af, flestir svamlandi á braki í sjónum -- en vegna mistaka í landi, er virðast hafa leitt til þess að upplýsingar um líklega staðsetningu skipsins glötuðust, réð einungis tilviljun því að þeir sem eftir lyfðu að þeim tíma liðnum var á endanum bjargað eftir nokkura daga volk í sjónum!

Ekkert neyðarkall barst frá skipinu, þ.s. skipið missti strax allt rafmagn við sprengingarnar - líklega að vélarrúm hafi fyllst nær samstundis.

Kallkerfi skipsins varð að auki óvirkt - þannig að ekki var unnt að gefa fyrirskipun um "abandon ship" nema með hrópum og köllum.

Sennilega hafa flestir strax áttað sig á því hvað var að gerast, og án þess að endilega heyra skipanir.

USSIndianapolis.org

USS Indianapolis: Media Contacts and Discovery Materials

Researchers Announce Wreckage from USS Indianapolis Located

 

Ljósmyndir af brakinu af Indianapolis á botni Kyrrahafs
--Brak með nafni skipsins tók af allan vafa!

Indy Spares Box

Að sögn Allen, er sjaldgæft að nafn skipsins sjáist á hlutum braks!

Two Anchor Windlass Mechanisms

Það geti því verið töluverð fyrirhöfn að komast að því stundum, hvaða skipsleyfar hafi fundist

A bell from USS Indianapolis

Líklegt að USS Indianapolis verði lýst - grafreitur á hafsbotni.

USS Indianapolis Anchor

 

Niðurstaða

Ekki heimsögulegur atburður endilega - en a.m.k. vita nú ættingjar þeirra sem fórust hvar gröf ættingja þeirra er ca. að finna á heimskortinu. Bandaríski sjóherinn ætlar að halda nákvæmri staðsetningu USS Indianapolis leyndri - svo að áhugasamir einkaaðilar fari ekki að róta hugsanlega síðar meir í flakinu. Líklegast að skipið verði lýst grafreitur og bannað að hreyfa við því.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband