19.8.2017 | 00:28
Hægfara stjórnarbylting í Hvíta-húsinu? Bannon látinn hætta!
Tek fram að ég fagna því að Bannon sé farinn - á hinn bóginn er brotthvarf hans samt sem áður ákaflega áhugavert; en það virðist greinilegt að Bannon varð undir í einvígi milli hans sjálfs og General John Kelly -- sem síðan rétt fyrir júlílok sl. hefur verið starfsmannastjóri Hvíta-hússins.
--Strax og kelly tók við af Spicer í hlutverki starfsmannastjóra, lét hann reka Scaramucci.
--Undanfarnar 2-vikur hefur greinilega verið í gangi, valdatafl innan Hvíta-hússins milli Kelly og Bannons, og nú hefur því lokið með, brotthvarfi Bannons.
Sarah Sanders: "White House Chief of Staff John Kelly and Steve Bannon have mutually agreed today would be Steve's last day,"
Trump dumps controversial chief strategist Bannon in latest upheaval
Bannon goes on offensive after White House ousting
Góð spurning hvaða breytingar verða innan Hvíta-hússins í kjölfarið!
Steve Bannon: The Trump presidency that we fought for, and won, is over, - We still have a huge movement, and we will make something of this Trump presidency. But that presidency is over. Itll be something else. And therell be all kinds of fights, and therell be good days and bad days, but that presidency is over.
Skv. því lítur Bannon sjálfur á þetta sem - vatnaskil.
Hann greinilega telur að brotthvarf hans - leiði fram miklar breytingar.
Það eru sjálfsagt breytingar til hins verra, skv. hans mati.
Ef maður íhugar hvaða - er líklegt að áhugi á því að hefja viðskiptastríð við Kína, minnki verulega; en Bannon lét einnig fara frá sér eftirfarandi:
- The economic war with China is everything and we have to be maniacally focused on that,
- If we continue to lose it, were five years away, I think, 10 years at the most, of hitting an inflection point from which well never be able to recover.
Bannon virðist sjá heiminn í ákaflega - svart/hvítum litum.
Heimsmynd hans virðist mótast af hugmyndum - um átök siðmenninga.
Hann virðist álíta - vestræna siðmenningu í stórhættu, gagnvart því sem hann lítur á sem - sókn múslima heimsins annars vegar og hins vegar siðmenninga Asíu að Vestrænni menningu.
Í hans augum, sé þetta hvorki meira né minna - en barátta fyrir sjálfri tilvist vestrænnar siðmenningar.
- Hann virðist sjá allt út frá -- átökum.
- Virðist líta á - verslun og viðskipti, sem einhvers konar - stríð.
Hann vildi m.ö.o. að Bandaríkin hegðuðu sér skv. því - að þau ættu í stríði í viðskiptum við stór lönd í Asíu og víðar. Skv. Bannon, hafi þau lönd sjálf hegðað sér með þeim hætti, Bandaríkin verið nokkurs konar fórnarlamb!
--Donald Trump talaði gjarnan í kosningabaráttu sinni á sambærilegum nótum.
--Og hótaði harkalegum einhliða viðskipta-aðgerðum gagnvart mikilvægum þjóðum.
--Ef þær létu ekki undan kröfum, um þ.s. hann þá nefndi - sanngjörn viðskipti.
- Þess vegna auðvitað óttaðist ég -- hnattrænt viðskiptastríð mundi hefjast, með valdatöku Donalds Trump í jan. á þessu ári.
- En það hefur ekki orðið af því.
- Og ef til vill, þíðir brotthvarf Bannons -- að ekki þurfi frekar að óttast það að Donald Trump forseti, láti verða af þeim hótunum er hann var með uppi á sínum tíma í forsetaslagnum fyrir forsetakosningarnar sl. haus.
--Það er auðvitað vel skv. mínu viti.
--Því hnattrænt viðskiptastríð - hefði valdið heimskreppu án nokkurs minnsta vafa!
- Það hefði aldrei stuðlað að uppbyggingu Bandaríkjanna - heldur leitt fram djúpa kreppu þar einnig eins og víða annars staðar, ef slík stefna hefði leitt til verulegs niðurbrots heimsverslunar og viðskipta.
Niðurstaða
Útkoman sl. vikur virðist á þá leið að General John Kelly er nú einn valdamesti maðurinn í Bandaríkunum. Innan Hvíta-hússins er hann líklega sá valdamesti, fyrir utan forsetann sjálfan. Og forsetinn virðist haldinn verulegum athyglisbresti - þ.e. sjaldan halda athyglinni lengi við eitt tiltekið málefni lengi í einu.
Þar sem að Kelly ræður nú hverjir fá að hitta forsetann, þá getur mjög vel verið að hann hafi mjög mikil áhrif á persónu forsetans þessa dagana.
Breytingar innan Hvíta-hússins, virðast styrkja þá sem vilja áfram framhalda hefðbundinni stefnu Bandaríkjanna. Meðan að byltingarmennirnir er vildu umpóla stefnunni í margvíslegum atriðum, virðast nú á útleið -- áhrif slíkra hugmynda fjarandi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning