Ný ummæli Donalds Trumps um lætin í Charlotteville - leiða til afsagnar fjölda leiðtoga viðskiptalífsins úr stöðum ráðgjafa við ríkisstjórn Trumps

Atburðarásin í Charlotteville ætlar að draga töluverðan dilk á eftir sér fyrir Donald Trump, en á miðvikudag lokaði Trump tveim -- ráðgjafahópum sem í sátu fulltrúar viðskiptalífs Bandaríkjanna.
--Í kjölfar þess að ljóst var orðið að meirihluti þátttakenda var búinn að ákveða að hætta!
--Miðað við ummæli, er ljóst að viðbrögð Donalds Trumps við atburðarásinni í Charlotteville - er ástæða þeirra afsagna!

Útkoman er þar með sú, að fjöldi forsvarsmanna mikilvægra stórfyrirtækja í Bandaríkjunum -- nú hafna því að sitja í ráðgjafahópum til aðstoðar núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna!
--Ég get einungis skilið það þannig, að Trump sé nú metinn - of heit kartafla!

Trump's Virginia comments last straw for disenchanted CEOs

Trump jettisons business councils after CEOs quit in protest

 

Hvað gerðist eiginlega í Charlotteville?

  1. Á þessu videói frá "Ruptly" - sjást hægri öfgamennirnir sem voru að mótmæla því að til stæði að fjarlægja styttu af - General Lee - er var yfirhershöfðingi svokallaðra Suður-ríkja í þrælastríðinu á 7. áratug 19. aldar.
  2. Það sést mæta vel - að fjöldi þeirra heldur á fána Ku-Klux-Klan, auk þess að merki þeirra samtaka sést einnig á hjálmum og skjöldum fjölda þátttakenda.
    --Klárlega voru þarna fjöldi meðlima Ku-Klux-Klan viðstaddir.
    Þar fyrir utan, má sjá nokkurn fjölda bera fána Suður-ríkjanna sálugu, auk þess að bregður við stöku - hakakrossfána!
    --M.ö.o. þetta eru - öfgahægrimenn. En engir aðrir fara um með merki Ku-Klux-Klan, eða hakakrssfána í mótmælum á opinberum vettvangi.

  1. Seinnna videóið er lengra - og gefur betri hugmynd um heildarmyndina á því sem gerðist - að auki sést mun betur til lögreglunnar á því; sést vel að lögreglan leitaðist við að halda mótmæla hópunum aðskildum.
  2. Stympingar - virðast ekki vera fjölmennar er þær eiga sér stað, þ.e. tiltölulega fáir úr hvorum hóp - virðast eiga þar þátt.
  3. Bersýnilega mikið um hróp og köll - hvors hópsins á hinn.

--Það sé þó líklega of sterkt, að tala um -- óeirðir.
--Lögreglan virðist mestu halda stjórn á þessu!

  1. Ég get ekki komið auga á það - hvorir eiga upptök af stimpingum.
  2. Á hinn bóginn, kem ég ekki heldur auga á það -- að það blasi við einhver árás "counter protesters" að -- öfgahægrimönnunum.

--Stimpingar virðast framkvæmdar af fáum - þær koma mér ekki sjónir sem, skipulagðar.
--Eitthvað sem gerist, þegar einhverjir fáir -- missa stjórn á sér!

M.ö.o. sé ég ekki einhverja - svaka árás hins mótmælahópsins, á öfgahægrimennina.
Ef marka má Donald Trump - voru þeir hræðilegir, réðust beint að saklausum öfgahægrimönnum!

Styttan umdeilda af General Lee og hermönnum hans

http://gettysburg.stonesentinels.com/wordpress/wp-content/uploads/2015/03/Virginia-4c_2183.jpg

Ný ummæli Donalds Trumps!

Ég sé ekki beint vísbendingu um þessa - árás - á öfgahægrimennina, sem hann talar um!
Mér finnst áhugavert, að hann sjálfur kallar -öfgahægrimennina- "alternative right."

Svo velt ég fyrir mér - hvað hann á við varðandi "without permit"? En það gilda sömu reglur í Bandar. og á Íslandi - að mótmæli séu heimil. Fyrir utan að ég tel afskaplega ósennilegt, að Demókratar sem ráða Charlotteville -- banni vinstri sinnum að mótmæla, meðan þeir amast ekki við mótmælum meðlima Ku-Klux-Klan.
--Þannig að ég held það sé augljóst rugl hjá karlinum þetta að þeir hafi þurft - leyfi.

Þegar hann talaði um - gott fólk í báðum hópum -- það virðist hafa stuðað marga, sérstaklega ef ummæli forstjóranna sem hættu í kjölfarið - eru skoðuð.
--Við skulum segja, að mjög margir efist um það, að meðlimir Ku-Klux-Klan, séu gott fólk.

Transcript: Trump Shifts Tone Again On White Nationalist Rally In Charlottesville

  1. TRUMP: "Ok what about the alt left that came charging — excuse me. What about the alt left that came charging at the, as you say, the alt right? Do they have any semblance of guilt? Let me ask you this, what about the fact they came charging, that they came charging with clubs in their hands, swinging clubs? Do they have any problem? I think they do. As far as I'm concerned, that was a horrible, horrible day. Wait a minute, I'm not finished. I'm not finished, fake news."
  2. TRUMP: "I will tell you something. I watched those very closely. Much more closely than you people watched it. And you have, you had a group on one side that was bad. And you had a group on the other side that was also very violent. And nobody wants to say that. But I'll say it right now. - You had a group, you had a group on the other side that came charging in without a permit and they were very, very violent."
  3. TRUMP: "I'm not putting anybody on a moral plane. What I'm saying is this. You had a group on one side and you had a group on the other and they came at each other with clubs and it was vicious and it was horrible and it was a horrible thing to watch. But there is another side. There was a group on this side, you can call them the left, you've just called them the left, that came, violently attacking the other group. So you can say what you want, but that's the way it is."
  4. TRUMP: "Well, I do think there's blame, yes, I think there's blame on both sides. You look at both sides. I think there's blame on both sides. And I have no doubt about it. And you don't have any doubt about it either. And, and if you reported it accurately, you would say it."
  5. TRUMP: "Excuse me. You had some very bad people in that group. But you also had people that were very fine people on both sides. You had people in that group, excuse me, excuse me, I saw the same pictures as you did. You had people in that group that were there to protest the taking down of, to them, a very, very important statue and the renaming of a park, from Robert E. Lee to another name."

 

Niðurstaða

Í kjölfarið á frammistöðu Trumps í umræðum um rás atburða í Charlotteville. Virðist klárt að Trump er orðinn enn umdeildari en áður -- var hann þó það ærið fyrir.
Ég held það sé alveg ljóst - að Repúblikana flokkurinn er ákaflega klofinn í afstöðu til Trumps í kjölfarið. En fjöldi þingmanna hans hefur hafnað ummælum Trumps - þar sem hann segir nú ítrekað, báða hópana sambærilega slæma. Auk þess virðist stuðningur við Trump - mjög áberandi meðal eldra fólks innan Repúblikanaflokksins, meðan að yngra fólk í honum styður hann að því er virðist síður.
En hafandi í huga, að General Lee fór fyrir her Suður-ríkjanna, að uppreisn þeirra snerist um það, að viðhalda þrælahaldi -- að vörn General Lee, snerist þá um að verja tilverurétt þrælahalds; á sama tíma og ljóst var að Norður-ríkin stefndu að algeru afnámi þess, sem síðar varð er þrælastríðinu lauk.
Þá þykir mjög mörgum það fullkomlega rangt, að skilgreina hópana jafnslæma - þ.e. hóp skipaðan meðlimum Ku-Klux-Klan, og nýnasista sbr. hakakrossa er einnig sjást -- og hins vegar hóp yfirlýstra andstæðinga fasisma og nýnasista.

En ég ítreka það, að almennt er viðurkennt að þrælahald var einn versti glæpur mannkynssögunnar.
Auk þess að vera versti bletturinn á sögu Bandaríkjanna!
--Enda er nú útlit fyrir, að fjöldi stytta af svokölluðum hetjum Suður-ríkjanna verði teknar niður á næstunni -- en 4-styttur hafa verið fjarlægðar síðan á Sunnudag: Confederate Monuments Are Coming Down.

Viðbrögð samfélagsins virðast á þá leið -- tökum þessi tákn Suðurríkjanna sálugu niður sem fyrst!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar aðeins tveir sögðu af sér en Trump leisti upp nefndina. Afsaka næ ekki að stjórna leturstærðinni.

Þú... Útkoman er þar með sú, að fjöldi forsvarsmanna mikilvægra stórfyrirtækja í Bandaríkjunum -- nú hafna því að sitja í ráðgjafahópum til aðstoðar núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna! 

Gurdian... 

Trump disbands business councils as CEOs flee after Charlottesville remarks

Valdimar Samúelsson, 17.8.2017 kl. 08:25

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

leysti ef þú vilt. Þú skrifar mjög góðar greinar en þú ert mjög hlutdrægur í garð Trumps eins og nær öll medína á Íslandi. Þú sérð að það er ekki rátt að öll viðskipta ráðgjafanefndin hafi sagt af sér.

Valdimar Samúelsson, 17.8.2017 kl. 08:32

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar, Trump leysti viðskiptanefndiarnar upp - þegar ljóst var að mikill meirihluta meðlima beggja voru búnir að ákveða afsögn. Eða lestu sjálfur gagnrýni Trumps á afsagnir forstjóranna -- en hann svaraði spurningu blaðamanna um það - hvað honum sjálfum sýndist um þær afsagnir; þau svör eru á hlekknum þ.s. fullur texti ummæla Trumps má finna -- sjá hlekk að ofan!
--Ég tel mig ekki fjalla um Trump af ósanngyrni - heldur, réttsýni.
--Þrælahald hafi verið einn versti glæpur mannkynsögunnar - fólk úr Ku-Klux-Klan, sé varasamt öfgafólk.
---------------------------------

Þ.e. óhætt að segja að hann túlki með sínu eigin nefi þeirra afsagnir -- en það liggja eftir ummæli frá þessum forstjórum þ.s. þeir útskýra ástæður sinna afsagna -- þ.e. einnig hlekkjað á þau ummæli að ofan!
--Greinilegt að Trump er þeim reiður fyrir þær afsagnir!

REPORTER: Why do you think these CEOs are leaving your manufacturing council?

TRUMP: "Because they're not taking their job seriously as it pertains to this country. We want jobs, manufacturing in this country. If you look at some of those people that you're talking about, they're outside of the country, they're having a lot of their product made outside. If you look at Merck as an example, take a look where, excuse me. Excuse me. Take a look at where their product is made. It's made outside of our country. We want products made in the country."

"Now I have to tell you, some of the folks that will leave, they're leaving out of embarrassment because they make their products outside. And I've been lecturing them, including the gentleman that you're referring to, about you have to bring it back to this country. You can't do it necessarily in Ireland and all of these other places, you have to bring this work back to this country. That's what I want. I want manufacturing to be back into the United States so that American workers can benefit."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.8.2017 kl. 09:57

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það kemur greinilega í ljós að hann hefir verið óánægður með þessa nefnd og hefir verið að benda þeim á að þeir hafi ekki staðið sig með að færa vinnuna heim. Það er skrítið að þeir hafi notað Charlotville lætin til að segja sig úr henni. og svo segir hann.: "Now I have to tell you, some of the folks that will leave, they're leaving out of embarrassment because they make their products outside. And I've been lecturing them, including the gentleman that you're referring to, about you have to bring it back to this country.

Það sem ég er að ýja að er að hér á landi erum menn sem hakka allt niður sem Trump stendur fyrir og enn er medína að hjakka á þessu Charloteville máli löngu eftir að flestar ef ekki allar megin fréttamiðlar eru búnir að viðurkenna að Trump tók sterklega á málunum gegn öfga hópunum. 

Hann varð að gera þetta svona þótt allir viti hver og hverjir komu þessumlátum af stað og þeir munu halda áfram þar til þeir eru búnir að brjóta allar styttur niður eins og ISIS menn gera hvar sem er.  

Valdimar Samúelsson, 17.8.2017 kl. 10:22

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar, ef hann var þetta óánægður raunverulega með nefdirnar og starf þeirra --> Af hverju beið hann þá með það að afleggja þær, eftir að meðlimir þeirra upp til hópa hafa ákveðið afsögn?
M.ö.o. ég einfaldlega trúi því ekki -- skýringum hans.
En greinilega leggur hann nefndirnar niður -- eftir að ljóst er að meðlimir hafa ákveðið að hætta; ekki áður en það var orðið ljóst..
--M.ö.o. hann greinilega, burtséð frá hvað hann segir, afnemur þær þegar þær hafa misst tilgang sinn, ekki fyrr.
--Þær missa tilgang sinn, vegna þess að meðlimirnir eru að hætta!

Þú verður að taka eftir röð atburða!
--Trump er þarna einfaldlega að búa til afsakanir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.8.2017 kl. 11:43

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar þessi seinni vidio mynd sínir greinilega hverjir byrja enda búið að króa af og loka Nationallistanna inni. Þessar aðgerir glóbalistana og Black life matters var orsök að einn maður brjálaðist og drap unga konu. Hefðu Nationallistarnir fengið að ganga sýna göngu á enda þá hefði aldrei komið til neinna átaka. 

Við verðum að vera réttlát í dómum en vegna ofgasinna sem eru á móti öllu þá erum við mát. Engin þorir að gera eitt né neitt. Ekki heldur Trump. Ég gef honum einn mínus fyrir það.

Valdimar Samúelsson, 17.8.2017 kl. 11:46

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar, ég sé ekki hvernig þú telur þig sjá slíkt - ég sé einungis einstaklinga frá báðum takast á. Þ.e. fáa einstaklinga frá úr báðurm hópum -- kem ekki auga á nokkra, innikróun. Flestir úr báðum hópum, virðast ekki taka þátt í slíku.
--Skil ekki af hverju þú notar uppnefnið "globalista" - hinn mótmælahópurinn, var að mótmæla skoðunum -- öfga hægri sinnanna, meðlima Ku-Klux-Klan í bland við nýnasista, eins og sést á þeim merkjum sem sá hópur heldur á lofti.

Ný-nasistar og Ku-Klux-Klan meðlimir, eru ekki venjulegt fólk. Heldur öfgasinnar.

Sá sem ók inn í þvöguna, er yfirlýstur aðdáandi Hitlers og 3-ríkisins - m.ö.o. nýnasisti. Það kom í ljós þegar e-mailar hans voru rannsakaðir og athugasemdir á samfélagsmiðlum, og auðvitað íbúð.
--Slíkur einstaklingur er greinilega hættulegur öfgasinni.

    • Ég get ekki samþykkt viðhorf öfgahægrisinnanna séu réttmæt!

    • Að horfa upp til General Lee - sé rangt.

      • Styttur af forsvarsmönnum Suður-ríkjanna frá þrælastríðinu, mega fara mín vegna.
        --Þ.s. þeir börðust fyrir var rangt, einn versti glæpur í sögu mannkyns þ.e. að viðhalda þrælahaldi.
        --Það sé rangt algerlega á skala við 3-Ríkið, skv. mínu viti.

      Að mínu leiti er afstaða öfgahægri hópsins algerlega óverjanleg þar af leiðandi siðferðislega séð.
      Hef alls enga samúð með þeim þar af leiðandi. --> Þeir höfðu þó rétt til að mótmæla --> Það hafði hinn hópurinn einnig.
      --Hlutverk lögreglu var að halda hópunum aðskildum.
      --Videóin benda til þess, að það hafi lögreglunni mestu tekist.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 17.8.2017 kl. 12:51

      8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

      Þakka Einar.Gott mál. Segi samt sama og Trump, þessir hópar voru báðir sekir. General Lee er historía og ég mæli ekki með öfgum á þá vísu eins og þí ýjar að þ.e. að brjóta hana niður frekar en Lincoln sem var þó myrtur.

      Spurning. Er að tala við sjálfan mig. Hvað hefði skeð hefðu menn ekki farið í þetta þrælastríð.. Ekkert cotton picking var ekki arðbær öllu lengur. 

      Valdimar Samúelsson, 17.8.2017 kl. 20:43

      9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Ef ríkidæmið byggist á því að þvinga mikinn fj. fólks til að vinna án launa, án þeirra mannréttinda sem talin eru sjálfsögð - mundi ég segja að ríkidæmi þannig náð fram, sé ranglátt.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 18.8.2017 kl. 01:05

      10 Smámynd: Merry

      Já Einar - en það var 150 ár síðan.

      Merry, 18.8.2017 kl. 17:12

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Des. 2024
      S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6 7
      8 9 10 11 12 13 14
      15 16 17 18 19 20 21
      22 23 24 25 26 27 28
      29 30 31        

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (21.12.): 0
      • Sl. sólarhring: 5
      • Sl. viku: 31
      • Frá upphafi: 0

      Annað

      • Innlit í dag: 0
      • Innlit sl. viku: 28
      • Gestir í dag: 0
      • IP-tölur í dag: 0

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband