14.8.2017 | 02:47
Trump gagnrýndur fyrir það sem mörgum finnst tregða hans að gagnrýna hegðan hægri öfgamanna innan Bandaríkjanna
Þeir sem hafa verið að fylgjast með atburðum innan Bandaríkjanna, vita ef til vill af óeirðum er urðu sl. helgi í Charlotteville.
En undirrót þeirra er ákvörðun borgaryfirvalda það að fjarlægja styttu af - Generel Lee, sem var yfirhershöfðingi hers sambandsríkis svokallaðra Suðurríkja sbr. "Condederation" í svokölluðu Þrælastríði á 7. áratug 19. aldar.
--Sú stytta hefur lengi verið þyrnir í augum þeirra Bandaríkjamanna, er líta á það sem skammarlegt að hygla hverjum þeim með nokkrum hætti - er var í leiðtogastöðu meðal þeirra, er börðust fyrir því að viðhalda þrælahaldi svartra bandaríkjamanna.
--Í dag er þrælahald hjá langsamlega flestum íbúum Jarðar álitið alvarlegur glæpur gegn mannkyni.
- Ég er persónulega því sammála þeirri skoðun, að það sé rangt að hafa á torgum innan Bandaríkjanna, uppi styttur af leiðtogum Suðurríkjanna sálugu.
- Það væri nærri því það sama - og að innan Þýskalands væru styttur af mikilvægum foringjum svokallaðs 3ja-ríkis, uppi á torgum.
--Slíkt væri algerlega óhugsandi að sjálfsögðu þar í landi.
Hópur hvítra sem kalla sig - þjóðernissinna - en margir aðrir nefna, fasista. Um helgina stóðu fyrir mótmælum gegn ákvörðun borgaryfirvalda í Charlotteville - að fyrirhuga að fjarlæga styttuna frægu.
Á sama tíma, mættu skoðana-andstæðingar hinna sjálfskildreindu - þjóðernissinna, til að andmæla mótmælum þeirra.
Og það voru átök þeirra hópa, sem skópu óeirðir helgarinnar í Charlotteville.
After criticism, White House says Trump condemns KKK, neo-Nazis
Charlottesville violence tests Trump's presidential mettle
Victim in Virginia melee wept for social justice, her boss says
Styttan umdeilda! Eins og sést þá bregður styttan hetjuljóma á Lee og hermenn hans, er voru að verja þrælahald á svörtum í Suðurríkjunum!
Ímyndið ykkur að ef stytta sem brygði hetjuljóma á einhvern af helstu hershöfðingjum 3-ríkisins, og hermenn hans -- væri í þýskri borg, og rifist væri um að taka hana niður!
- Þessa styttu hefði auðvitað átt að taka niður fyrir lifandi löngu síðan! Það sést auðvitað á því, að þeir sem mótmæltu um helgina því að hún væri fjarlægð -- veifuðu fána Suðurríkjanna!
- Magnað, að það fólk hélt því fram -- að það væri sama og hatur á hvítu fólki, að vilja fjarlægja styttuna.
--Eins og það gerði sér ekki grein fyrir því - að það væri rangt að álíta hetju.
--Þann sem barðist fyrir því, að viðhalda þeirri verstu tegund af kúgun sem til er, þrælahaldi.
Umdeild orð Donalds Trumps
Donald Trump: We condemn in the strongest possible terms this egregious display of hatred, bigotry and violence on many sides - on many sides,
Vandamálið er -- að hann leggur að jöfnu, þá sem berjast gegn því að stytta sé tekin niður, sem varpar hetjuljóma á baráttu hvítra suðurríkjamanna - fyrir þrælahaldi.
Og þeirra, sem mættu einnig til að mótmæla - en til að mótmæla skoðunum af slíku tagi.
--Eins og það, að fyrirlíta skoðanir fólks, sem lítur upp til þeirra er fyrir meira en 100 árum - börðust fyrir því, að viðhalda þrælahaldi á svörtum.
--Sé jafngilt fyrirlitningu þeirra, sem líta upp til þrælahaldaranna í suðurríkjunum á sínum tíma, á hverjum þeim sem -- ekki deila þeirra skoðunum.
- Klárlega getur það ekki talist eðlilegt að líta það jafngilt - að fyrirlíta þá sem verður að líta svo á - að styðja þrælahald.
- Vs. fyrirlitningu þeirra er það virðast gera, á skoðunum meginsþorra Bandaríkjamanna, sem séu sammála því að fordæma skoðanir af slíku tagi.
Það sé ákaflega sérstakt svo vægt sé til orða tekið. Að Donald Trump virðist hafa virkilega fundist -- þessir tveir hópar, jafn-slæmir.
Enda var afstaða forseta Bandaríkjanna - gagnrýnd á Bandaríkjaþingi, og þá einnig af fjölmörgum Repúblikönum á þingi, ekki bara þingmönnum Demókrata.
"Republican Orrin Hatch, who has served as a senator for 40 years, referenced his brother, who was killed in World War II. - "We should call evil by its name. My brother didn't give his life fighting Hitler for Nazi ideas to go unchallenged here at home,"
Niðurstaða
Því verði ekki neitað að viðbrögð Trumps um helgina við atburðarás er var í gangi í borginni Charlotteville - vekja grunsemdir þess eðlis að Trump hafi samúð með skoðunum hægri öfgamannanna er mótmæltu fyrirhuguðu brottnámi styttu af General Lee á aðaltorgi þeirrar borgar.
Það verði að álíta skoðanir þeirra sem líta upp til General Lee, sem hæsta máta fyrirlitlegar, í ljósi þess hvað Lee og samstarfsmenn hans voru að verja.
Þannig, að ummæli Trumps þar sem hann greinilega leggur það jöfnu að mótmæla slíkum skoðunum, við það að þeir sem hafi slíkar skoðanir mótmæli brottnámi styttunnar -- verða að skoðast sem fullkomlega fyrirlitleg. Það álít ég alls ekki of harkalega túlkað.
- Takið einnig eftir því, að bifreið var ekið um helgina inn í mótmælagöngu þeirra, er andmæltu skoðunum hægri öfgamannanna, og lést þar kona að nafni Heather Heyer.
--Sá sem ók bifreiðinni, þekktur fyrir nýnaskískar skoðanir.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki ætla ég að bera blak af öfgasinnum, hvorki þar vestra né annarsstaðar. En hvenær verða menn öfgasinnaðir? Hver sem ekki getur unnt öðrum að hafa sína skoðun hlýtur að teljast öfgasinni.
Út frá þessum pistli þínum má hins vegar skilja að máli skipti hvert tilefni til öfganna sé, að hægt sé að beita öfgum ef málefnið er "rétt".
Um Trump má margt segja og sennilega fátt hægt að finna sem hægt er að hæla honum fyrir. Varla eru þó til meiri öfgar en það að hallmæla honum fyrir að fordæma ALLA öfga, frá hverjum sem að þeim standa. Að ætla honum að fordæma öfgahegðun eftir skoðunum fólks, lýsir öfgahugsun!
kveðja
Gunnar Heiðarsson, 14.8.2017 kl. 07:33
Gunnar, sumar skoðanir eru fullkomlega óásættanlegar - sbr. að verja þá sem börðust fyrir viðhaldi þrælahalds.
Þegar slíkar skoðanir eru undir gagnrýni - er fullkomlega óásættanlegt eins og þú virðist gera, að leggja að jöfnu að gagnrýna þær skoðanir vs. gagnrýni þeirra er aðhyllast þess konar skoðanir að verja skipulagt þrælahald.
--------------
Ég get ekki sætt mig við þannig viðhorf - að allar skoðanir séu jafnréttháar.
Burtséð frá því um hvað þær snúast - en þá væru einnig skoðanir þeirra sem starfa með "Islamic State" jafnréttháar skoðunum megin þorra fólks, sem er þeim andvígur.
--Þetta legg ég algerlega að jöfnu, við það að -- verja rétt þeirra sem, bera blak af þrælahaldi í Suður-ríkjunum á sínum tíma, og álíta hetjur þá sem börðust fyrir viðhaldi þess.
Ég sætti mig því ekki við þín viðhorf. Álít þau fullkomlega forkastanleg.
--Það eru ekki öfgar, að berjast gegn viðhorfum sem eru á ysta jaðri öfga, sbr. viðhorf eins og að verja skipulagt þrælahald eða, gegn skoðunum öfga íslamista -- skoðanir þeirra er verja skipulagt þrælahald eru í engu betri en skoðanir allra verstu tegundar öfga íslamista.
Það sé því fullkomlega forkastanlegt - að leggja að jöfnu viðhorf þeirra er berjast gegn þess konar viðhorfum - kalla þau andstöðu-viðhorf jafn miklar öfgar; við viðhorf þeirra er hafa þess konar últra jaðar viðhorf.
Sum viðhorf, eiga einfaldlega ekki rétt á sér - á aldrei að líða/umbera!
Það sé ekki, skoðanakúgun að segja þetta - þ.s. slík viðhorf séu óréttmæt með öllu!
--Ber alltaf að hasta niður!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.8.2017 kl. 11:54
Einar ég tek undir orð Gunnars hér á undan. Ég vil spyrja hversvegna er mönnum allstaðar illa við þjóðernissinna. Hvað hafa þeir gert til að þeir séu kallaðir nasistar. Þetta eru menn sem elska sitt föðurland og hafa barist fyrir það og munu berjast meir en nokkur annar.
Tekur þú að black matters og white is trash, er þetta mottóið þitt. Hver sigaði nationalismum á Þjóðernis sinnuðu fólku sem einungis var að tjá skoðanir sínar. Já hverjir voru það.
Vilt þú að að aðrir kynstofnar taki yfir land og þjóð. ér á þessu landi. Sérðu ekkert athugavert við þessa framkoma gagnvart þjóðernis sinnum.
Það er ekki talað um hótanir N kóeru gagnvart bandaríkjunum heldur er talað um erjur kim Jong og Trump.
Valdimar Samúelsson, 14.8.2017 kl. 12:01
Valdimar, þetta eru ekki "þjóðernissinnar" heldur nýnasistar. Þeir eru að blekkja með því að nefna sig - "þjóðernissinna."
--Mér finnst það persónulega móðgandi, að það lið sé titlað "þjóðernissinnar."
En fólk sem ver þrælahald -- það er ekki, þjóðernissinnar.
Að vera þjóðernissinni, snýst ekki um að verja, þrælahald.
Þetta eru ekki, þjóðernissinnar svo það sé á hreinu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.8.2017 kl. 12:11
Einar
Alltaf þegar "antifa" eru mætt er ofbeldi. Antifa = ofbeldi.
Hitler var til langt eftir American civil war - og ekki rétt að kallar þeim nasistar. Þessi styttan af General Lee var mikilvægur hluti af sögu Bandaríkjanna og ætti ekki að taka hann niður og að reyna að gera það myndi neita fyrri mistökum Ameríku hefur gert.
Merry, 14.8.2017 kl. 14:55
Tek undir það sjónarmið að allar skoðanir eru ekki jafnréttháar. Nasistar skoðanir, sem gera ráð fyrir hatri á ákveðnum kynþáttum eins og gyðingum og svertingum , geta ekki átt rétt á sér. Sama gildir um skoðanir sem byggja á hatri á ákveðnum trúarbrögðum t.d. gyðingatrú, múslimatrú og Kristni. Skoðanir sem gera ráð fyrir að meirihlutinn geti kúgað minnihlutann hljóta líka að vera óæskilegar. Þjóðernissinni þarf ekkert að vera slæmur ef öfgunum er sleppt.
Jósef Smári Ásmundsson, 14.8.2017 kl. 15:04
Merry, það skipti ekki megin máli að atburðir í þrælastríðinu gerðust 80 árum á undan Seinna-stríði.
Punkturinn var sá, að það að verja - berjast fyrir - áframhaldi þrælahalds í Suður-ríkjunum; gerðu menn eins og General Lee - eins slæma og Nasista 3. Ríkisins.
--Eða heldur þú virkilega að þrælahald hafi ekki valdið dauða milljóna svartra á sínum tíma?
**Ég stend því við þessa samlíkingu við nasisma!
Varðandi það að þessi stytta sé hluti af sögu Bandar. -- er einmitt málið, af hverju ber að taka hana niður. Þar sem þetta, sé saga sem sé með öllum hætti skammarleg, saga sem Bandaríkin eiga að fyrirverða sig fyrir, að um svo lengi sem var hafi þrælahald viðgengist og líklega orðið að aldurtila milljónum svartra - meðan það viðgekkst.
--Þrælahald sé dekksti hluti sögu Bandaríkjanna --> Því fullkomlega óviðeigandi, að halda upp á það með nokkrum hinum minnsta hætti eða varpa með nokkrum hætti upp hetjuljóma af þeim, er vörðu það - börðust fyrir því að viðhalda þeim skepnuskap - þeim glæp gegn mannkyni.
Þess vegna á að taka þessa styttu niður, að sjálfsögðu.
Það sé glæpur hvern dag - sem hún stendur uppi, gegn blökku fólki að sjálfsögðu - ekki bara innan Bandar. heldur hvarvetna, einnig gegn mannkyni þar af leiðandi.
--Bandaríkin beri m.ö.o. hreinlega skilda til að fjarlægja þessa styttu og hverja þá aðra styttu af foringjum Suður-ríkjanna í þrælastríðinu, sem enn er uppi á opinberum vettvangi í Bandaríkjunum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.8.2017 kl. 15:15
Merry, ef þú hafnar því að nefna bandaríska hægri öfgamenn - nýnasista. Þá að algeru lámarki teljast viðhorf þeirra - fasísk.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.8.2017 kl. 15:20
Rétt Mary, styttan er partur að sögu BNA. Einar þú ert dálítið einstrengslegur. Segðu mér hverjir eru að berjast fyrir þrælahaldi í BNA. Þetta kalla ég fake skoðanir til hins eina að koma af stað úlfúð. Það fórust engar milljónir svo kallaðra þeldökka þræla en það voru drepnir þeldökkir hermenn ásamt hvítum. Þrælarnir sluppu best úr öllum þessum hörmungum. Þeir höfðu fæði og húsaskjól.
Valdimar Samúelsson, 14.8.2017 kl. 17:25
Einar spurðu sjálfan þig hvað hefði orðið af þessu Afríkufólki í Ameríku hefði það ekki fengið vinnu á búgörðum. Margur hvítur maður vann a búgörðum fyrir ekkert en þeim var hægt að sparka ef þeir stóðu sig ekki.Þrælar höfu það ekki sem verst nema þeir sem áttu slæman húsbónda. Saga um slæma menn flýgur en um þann góða er ekkert sagt. Í þrælastríðinu hjálpuðu þrælar mörgum hvítum hermönnum á flótta með mat og húsaskjól.
Valdimar Samúelsson, 14.8.2017 kl. 17:32
Valdimar, svar -- sérhver sá sem vill að styttan verði á sínum stað. En General Lee, barðist fyrir viðhaldi þrælahalds. Styttan vegsamar hann og hans hermenn, við það verk - að verja þrælahald.
--Þess vegna álít ég þá afstöðu, að berjast fyrir því að styttan sé áfram þarna á opinberum vettvangi - sem stuðning við þrælahald.
Ég ætla ekki að gefa neitt eftir með það atriði.
Að, að mínu vitu, sé það fyrirlitleg afstaða - að berjast gegn því, að stytta sem vegsamar þann og þá sem börðust fyrir þrælahaldi - verði tekinn niður.
Það tel ég, eðlilega afstöðu.
Alls ekki - harkalega eða of harkalega.
--Þetta er ákveðin afstaða, sannarlega.
En þetta sé atriði, sem menn verði að taka afstöðu til -- menn eiga að sjálfsögðu að taka afstöðu, með því sem sé - siðferðislega rétt, gegnt því sem sé siðferðislega rangt.
Í mínum augum, sé það m.ö.o. spurning - um persónulegt siðferði viðkomandi, hvað afstöðu um þetta atriði viðkomandi tekur.
--Og ég veit að sjálfsögðu hvor afstaðan er siðleg, og hvor alls ekki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.8.2017 kl. 17:56
Valdimar, það að kalla þetta "vinnu" er glæpsamlega siðblint skv. mínu mati.
Þrælahald er ekki vinna - ekki í þeim skilningi sem talað er um vinnu.
--Fólkið var flutt þangað frá Afríku, við hræðilegar aðstæður í lestum - þ.s. hluti ávallt dó um borð.
--Áður, var það veitt uppi í Afríku - þ.s. hluti var ávalt drepinn, en Tyrkjaránið á Ísl. ætti að sýna dæmi um þær aðfarir.
--Síðan voru þeir þrælkaðir, meðan nokkur hin minnsta líkamleg geta var enn til staðar -- síðan eins og gert er við hest sem ekki lengur getur sinnt sínu; slegið af Þ.e. drepið.
**Ég er auðvitað að tala um -plantekruþræla- ekki, heimilisþræla.
Ég fer ekki ofan af því, að þrælahald var -- fjöldamorð í gríðarlegum mæli, sennilega heilt yfir í stærri slíkum, en morðin á gyðingum í Seinni-styrrjöld.
--Þess vegna samlíkingin við nasismann.
Þetta var einn versti glæpur gegn mannkyni er nokkru sinni hefur verið framinn --> Þess vegna, má ekki siðferðislega séð hygla þeim er studdu þrælahald með nokkrum hætti.
--Það sé hreinlega glæpur að hafa styttur af þeim persónum, á torgum.
Fullkomlega siðferðislega óverjanlegt að styttur af þeim er vörðu þrælahald börðust fyrir viðhaldi þess - séu hafðar á torgum bægja og borga í Suður-ríkjum Bandar.
Ég lít algerlega á þetta til jafns - við það, að mæla bót helför gyðinga í Seinni-styrrjöld, og þá menn eins og General Lee, eins slæman og hvern þann nasista sem var framarlega í brúnni á 3-ríkinu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.8.2017 kl. 18:04
Trump var að gefa yfirlýsingu þar sem hann fordæmir nasisma, kynþáttahyggju og KKK og hægri öfgamenn í Bandaríkjunum. Valdimar ætti kannski að fara að dæmi hans.
Jósef Smári Ásmundsson, 14.8.2017 kl. 18:55
Einar ekki miskilja og ekki blanda saman mannsali og vinnu á plantekrum. Ræktun á öllu er árstíðarbundin og á veturna var minna álag en í öllu falli þurfa allir að vinna vinna fyrir mat og húsnæði og þessir menn áttu fjölskyldur, ömmur og afar, eiginkonur og börn já og heimili. Þegar þrælunum var gefið frelsi þá tvístruðust fjölskyldurnar og ungir menn reyndu að fá vinnu eða í heri. Þegar þetta skeði þá fór að renna tvær grímur á fólkið sem jafnvel sjálft var ekki að biðja um að missa heimili sín.
Evrópumenn sérstaklega Bretar og Írar urðu að selja sálu sína til að komast yfir atlandshafið með því að skrifa undir skuldbindingu að vinna svo og svo mörg ár. Þetta var bara svona. General Lee var trúr suður ríkjunum en voru norðanmenn trúir sínum hermönnum sem dóu úr hungri í fangelsum á meðan Noranmenn þráuðust við að hafa fangaskipti. Það dóu ógrynni út af föngum hreinlega út af því að það var bara engin matur fyrir alla þessa fanga.
Ég efast ekki um að þú hefir stúterað suguna vel og betur en ég en ég komst yfir nokkrar dagbækur frá föngum í suður ríkjum en það var virkilega fróðleg lesning.
Valdimar Samúelsson, 14.8.2017 kl. 21:04
Ja hérna hér!
Á ýmsu á maður vona hér á moggabloggi! Hér er Valdimars Samúelsson beinlínis að VERJA ÞRÆLAHALD Suðuríkjanna á 19. öld! Og gefur í skyn að blökkumenn hafi séð á eftir þrælahaldinu!!
Nú ert nú meiri ótrúlega mannfýlan Valdimar.
Skeggi Skaftason, 14.8.2017 kl. 21:52
Einar Björn Bjarnason
Fyrirgefðu en ég get ekki séð rökfræði í rökum þínum.
Merry, 14.8.2017 kl. 22:43
Barnaskapur að halda að borgarstríðið hafi snúist um þrælahald..
Guðmundur Böðvarsson, 14.8.2017 kl. 22:46
Fréttir af þessum atburði eru fremur óljósar enda flytja Bandarískir fjölmiðlar ekki fréttir lengur heldur eru áróðursmaskónur elítunnar. Hinna huldu stjórnvalda sem hefur með harðfylgi tekist að snúa þessu rótgróna lýðræðisríki upp í fasískt stjórnarfar.
.
Eftir því sem ég kemst næst var þetta fólk ekki að krefjast þess að tekið væri upp þrælahald eins og má skilja á framsetningu þinni Einar.
Það vildi bara ekki að styttan yrði tekin niður. Á þessu er nokkur munur.
Að mínu mati er það ekki nægileg ástæða til að ráðast á fólkið.
Vandamálið í þessu tilfelli er ANTIFA ,en eins og Valdimar bendir réttilega á fylgir þeim alltaf ofbeldi.
Það er ofbeldið sem er vandamál en ekki skoðanirnar. Lang algengasti upphafsaðili að ofbeldi er ANTIFA og svo var einnig í þessu tilfelli.
.
Ég lít því svo á að ANTIFA sé lang hættulegasta afl í Bandaríkjunumm í dag enda virðast þeir hafa undanþágu til að reyna að koma stefnumálum sínum í framkvæmd með ofbeldi.
Það er augljóst að borgarstjórinn vildi að það kæmi til átaka.
Hver meðalgreindur maður hefði mátt vita hvað mundi gerast þarna ,miðað við aðstæður. En hann kaus að aðhafast ekkert til að koma í veg fyrir þessa atburði og þegar lögreglan á endanum skarst í leikinn var hún of fámenn og illa búin. Það er enginn vafi að borgarstjórinn vildi átök.
Svona voru brúnstakkarnir á síðustu öld. Þeir voru ekki beintengdir stjórnvöldum en nutu algers afskiftaleysis þegar þeir fóru um,fyrst með skemmdarverkum og barsmíðum eins og við sjáum í dag en síðan með morðum.
Ofbeldisfullir aðilar sem njóta friðhelgi er það hættulegasta sem getur komið fyrir í einu samfélagi.
.
Í þessum efnum eins og svo mörgum getum við leitað í smiðju Rússa,enda er þeirra samfélag miklu opnara og skemmtilegra en vesturlönd eru í dag.
Þar gildir sú einfalda regla ,sem gildir fyrir alla. Þú getur haft skoðanir ,en þú mátt ekki neyða þeim upp á fólk með ofbeldi. Þú mátt ekki fara um og kveikja í bílum og húsum og þú mátt ekki berja fólk sem er á annari skoðun. Og þú mátt ekki míga á altari í kirkjum.
Þetta finnst mér miklu heibrigðara en ástandið á vesturlöndum og Rússneskur almenningur kann svo sannarlega að meta þetta.
.
Ég er orðinn sextugur svo ég þarf ekki að horfa upp á þetta miklu lengur ,en mikið finnst mér hörmulegt að afleiða barnabörninn af þessum skelfilega óskapnaði.
Það tók Rússa 70 ár að losna undan svipaðri áþján á síðustu öld.
Áratugum saman hafa Neokonar stjórnað því alfarið hver er Bandaríkjaforseti. Kjósendur hafa val á milli tveggja frambjóðenda sem eru þeim þóknanlegir svona til að þetta lúkki sæmilega á yfirborðinu.
Nú gerist það fyrir eitthvað ólán að til valda kemst forseti sem er ekki á þeirra vegum.
Áróðurinn ,ofbeldið og nornaveiðarnar sem fylgja í kjölfarið er svipað að magni og gæðum og ef Sovétmenn hefðu í ógáti kosið Churchill sem forseta.
Þetta er gríðarlegt sjónarspil og væri í sjálfu sér fyndið ef þetta væri ekki svona hættulegt á heimsvísu.
Þegar það er órói í Bandarískum stjórnmálum er einhver þjóð lögð í rúst. Það er ófrávíkjanleg regla.
Borgþór Jónsson, 14.8.2017 kl. 22:50
Ég held með Valdimar. Skeggi, Valdimar var ekki að verja þræluhald, og það er ÞÚ sem ert meiri mannfýlan að segja það.
Þrælar þurftu að vinna fyrir mat þeirra og húsnæði, rétt eins og hvítu mennin. Eini munurinn var að þeir voru fluttir þar án samþykkis þeirra. Á meðan þeir voru þar voru þeir oftast vel gætt af.
Merry, 14.8.2017 kl. 22:56
Valdimar, þú ert að verja hreina illsku/mannvonnsku. Þrælahald á nákvæmlega ekki neitt skilt við - að vinna fyrir sér. Að þú talar með þessum hætti, sýni að þú hafi ekki kinnt þér hvað þrælahald snýst um.
--Endurtek, þrælum var rænt frá Afríku - skipulagðir herflokkar stunduðu þau rán.
--Þrælar voru fluttir yfir til Bandar. við hræðilegar aðstæður um borð í skipum, ávalt dó hluti svokallaðs "farms."
--Þrælar voru voru síðan - haldnir eins og hver önnur húsdýr, og farið með þá með algerlega sambærilegum hætti!
Þrælahald er einn versti glæpur mannkynssögunnar. Það að verja það, bera af því blak -- er einnig glæpur skv. mínum skoðunum.
Þeir sem vörðu þrælahald eins og Lee hershöfðingi, teljast þar af leiðandi til -- glæpamanna mannkynssögunnar.
--Að halda nafni slíkra á lofti með hetjuljóma, sé glæpur í sjálfur sér.
--Algerlega jafn slæmur glæpur, og að tala um Adolf Hitler með hetjuljóma.
Þ.s. Suðurríkin stóðu fyrir, var einn alvarlegasti glæpur sem framinn hefur verið í mannkynsögunni.
Á því er ekki hinn minnsti vafi, að mun fleiri svartir létu lífið af völdum þrælahalds -- en þeir gyðingar er voru skipulega myrtir af nasistum.
Þetta sé langsamlega versti bletturinn á sögu Bandaríkjanna, þrælahald.
--Það sé alvarlegur glæpur gegn hverju því sem réttlátt getur talist, að verja með nokkrum minnsta hætti - þrælahald Suðurríkjanna, eða líta með nokkrum minnsta hætti upp til þeirra einstaklinga - er voru í leiðtogahlutverki í Suðurríkjunum meðan á svokölluðu Þrælastríði stóð.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.8.2017 kl. 02:28
Þar sem þrælar suðurríkjanna eru til umræðu hér þá er ef til vill ástæða til þess að geta þess að í upphafi voru þrælarnir hvítir; sakamenn frá Bretlandi, sem höfðu stolið brauði, selt blíðu sína eða verið óþægir við húsbændur sína. (Við stærri brotum var dauðarefsing). Innfluttir Afríkuþrælar leystu þá af hólmi vestra og eftir það voru hinir hvítu sakamenn sendir til Ástralíu. Þrælahaldið er fyrst og fremst blettur á sögu nýlendutímans; það leið ekki nema uþb hálf öld eftir stofnun Bandaríkjanna að republikar í norðri með Lincoln i fararbroddi létu hart mæta hörðu með þrælahald hins demokratíska suðurs.
Kolbrún Hilmars, 15.8.2017 kl. 14:10
Já einar, ég er útlendingur - hvað er afsökun þín, faglegur vinstri bloggara þinn.
Spurningin var um styttuna af General Lee - tilraunir til að endurskrifa sögu eins og þú vilt að það er, er bara bull.
Merry, 15.8.2017 kl. 15:03
Einar , það er alltaf að saka donald Trump fyrir allt sem er sagt er vitlaus í BNA. Til dæmis- hann sagði ekki að KKK og hægri menn voru fífl , eins og vinstri menn vildi. Hann á aðra hönd sagði að ALLIR voru heimskuleg sem notuðu ofbeldi. Það var ekki nóg fyrir vinstri menn - en vinstri mannin sem heitir Canada President Justin Trudeau sagði nákvæmlega það sama og Donald Trump sagði - og ekkert var sagt um það.
Skilur þú mér ?
Merry, 15.8.2017 kl. 19:29
Fyrirgefið mér , það er ekki President Trudeau - það er Prime Minister Trudeau.
Merry, 15.8.2017 kl. 19:33
Einar
eftir ég las þetta góður póst frá Borgþór Jónsson áður, um að borgarstjórinn sennilega vildi átök, sá ég að hann er Demokratisk aktívisti.
sjá hér - Michael Signer is the mayor of Charlottesville, Virginia and an author, advocate, political theorist, and attorney. He is a Virginia Democratic activist and former candidate for lieutenant governor. He is a lecturer at the University of Virginia. Wikipedia
Ekki så skrítið að ANTIFA fékk gera það sem þau vildi. Já , það litur út sem þú var rétt Borgþór.
Demókratar vilja gera allt til að gefa Donald Trump höfuðverk.
Merry, 16.8.2017 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning