Trump hótar N-Kóreu eldi og brennisteini / N-Kórea hótar á móti að ráðast hugsanlega á Guam ef bandarísk árás er talin yfirvofandi

Það má segja að hótanir Donalds Trumps og Kim Jong Un -- hafi náð nýju stigi.

Donald Trump: "North Korea best not make any more threats to the United States. They will be met with fire and fury like the world has never seen,"

Svar N-Kóreu, sama dag: North Korea said on Wednesday it is "carefully examining" a plan to strike the U.S. Pacific territory of Guam with missiles..." - "...North Korea also said it could carry out a pre-emptive operation if the United States showed signs of provocation."

--Ég velti fyrir mér, hvort þetta var kolbikasvartur húmor af hálfu Kim Jon Un!
--En hann hefur með þessu, kallað "bluff" Donalds Trumps!

http://cdn.images.express.co.uk/img/dynamic/78/590x/Kim-Jong-Un-attack-Trump-US-world-war-740550.jpg

Trump warns North Korea will be met with 'fire and fury' if threatens U.S.

North Korea says seriously considering plan to strike Guam: KCNA

 

Mann grunar að leiðtogi N-Kóreu, hafi enga trú á því að Donald Trump fyrirskipi hernaðarárásir af fyrra bragði á N-Kóreu!

Þannig að Kim Jong Un - geti sagt nokkurn veginn, hvað sem er -- án þess að eiga árás raunverulega á hættu.

Að N-Kórea tali um hugsanlegt "pre emptive strike" -- virkar á mig sem húmor af svartasta tagi.
Frekar en líklegur raunveruleiki -- að N-Kórea framkvæmi slíka árás af fyrra bragði.

Þannig sé Kim Jong Un - að rétta fram fingurinn!

En málið er að líklega þarf Kim Jong Un - að hafa afar litlar áhyggjur að hafa af því að Bandaríkin láti verða af því, að hefja hernaðarárásir á N-Kóreu vegna uppbyggingar N-Kóreu á kjarnorkuvopnaberandi eldflaugum.

  1. Málið sé einfalt, að slík árás mundi starta Kóreustríðinu að nýju.
  2. Ekki sé unnt að reikna með öðru en að NK beiti sér af öllu afli.
  3. Yfirgnæfandi líkur því á mjög miklu manntjóni í S-Kóreu. En NK ræður yfir miklu magni hefðbundinna stórskotavopna er ná til fjölmennra borga innan SK.
  4. Ef Kim Jong Un beitir kjarnavopnum, og nær að gereyða einhverjum borga SK. Þá mundi bætast við -- geislavyrk ský á faraldsfæti er gætu náð yfir til Kína eða Japans.
  5. Manntjón yrði að sjálfsögðu óskaplegt í NK.

Manntjón líklegt að hlaupa á milljónum - sérstaklega ef kjarnorkuvopnum væri beitt.

Fyrir utan að þessi átök gætu startað 3. Heims Styrrjöldinni - en síðast er bandarískur her fór inn í N-Kóreu, fór kínverskur her þar inn á móti - og barðist við herafla Bandaríkjanna, sbr. Kóreustríðið frá 1950-1953.

--Það sé því ekki sérdeilis furðulegt - að NK raunverulega segi við Trump "up yours."

 

Niðurstaða

Ég sé ekki hvernig virðing Donalds Trumps batnar með stórkarlalegum yfirlýsingum sem ósennilegt sé að hann fylgi á eftir. En það með hvaða hætti N-Kórea svaraði Trump innan sama dags. Túlka ég þannig að N-Kórea trúi því ekki að Donald Trump sé líklegur til að gera alvöru úr sinni hótun.
--Annars hefði N-Kórea vart komið með sína djörfustu hótun, sem beint svar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar. Þú ert með þetta öfugt en við öll sjáum Norður Kóreu hóta bandaríkjamönnum ásamt öllum heiminum. Er þetta rangt hjá mér. 

Þetta er svipað með Palestínu menn þegar þeir byrja með sprengju hrinu á Ísrael þá segir þessu meðvirki heimur að Ísraelar byrjuðu ef þeir svara í sömu mynt.  

Valdimar Samúelsson, 9.8.2017 kl. 07:48

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar, orð eru ódýr, engar sprengjur hafa fallið enn -- og það sé afar afar ólíklegt að þeir láti þær falla; nema Bandar. hefji atlögu að fyrra bragði.
En það síðasta er ég á von, er að Kom Jon Un sé - sjálfsmorðstýpa. Öll hans viðbrögð og hegðan fram að þessu. Bendir til manns, sem ætlar sér að tryggja völd sín yfir sínu landi til æfiloka.
--Að ráðast að Bandar. væri á hinn bóginn, sjálfsmorð.
Það sé þar af leiðandi afar ósennilegt að hann sé að þessari uppbyggingu fyrir aðra ástæðu en þá, að tryggja völd sín yfir NK - til frambúðar.
**M.ö.o. að mat hans sé að Bandaríkin, séu stærsta hættan fyrir hans völd yfir NK - uppbygging kjarnorkuvígbúnaðar, sé til fælingar á Bandaríkin svo þau vogi sér ekki til að gera tilraun til að steypa honum af stóli.
------------------
Ég hef þar af leiðandi ekki nokkrar hinar minnstu áhyggjur af því, að Kim Jon Un mundi vera fyrstur til!
--Samanburður við Hamas hreyfinguna -en ég reikna með að það sé hvað þú átt við- sé ekki samanburður á sambærilegu -- frekar væri réttmætur samanburður við leiðtoga Sovétríkjanna.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.8.2017 kl. 08:30

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Einar. Hver veit hver ræður í NK og hvort Kim Jon Un sé heilbrigður á geði frekar en nokkur annar sem sækist í völd. Hann finnur að hann getur leikið sér með stórar þjóðir að vild og BNA pirrar hann eins og allar aðrar þjóðir.Hversvegna skildi það vera. Öfund. 

Hinsvegar er það Suður Korea og Guam sem eru í gífurlegri hættu en ekki BNA og svo allir vegna Geislavirkni.Þú sérð að það væri sama hvaða forseti væri í BNA yrði að taka til sinna ráða sérstaklega þegar sameiniðuþjóðirnar virðast vera meðvirkar með heimsvaldasinnum sem svo styrkja NK.

Hvernig væri að allar vestrænar þjóðir gerðu bandalag með BNA og tækju sig á við vondu öflin sem vilja kristna menn dauða.   

Valdimar Samúelsson, 9.8.2017 kl. 10:08

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar, minnst áhættusama leiðin - er að gera ekki neitt. Það þíðir að sjálfsögðu að NK klárar uppsetningu síns vígbúnaðar. 
--En vandinn er sá, að engin leið er að eyða vígbúnaði NK --> Án þess að líklega farist a.m.k. á bilinu 1. - 2. millj. manns - hugsanlega jafnvel mun fleiri, í NK og SK fyrst og fremst, útkoma bæði lönd í rúst gersamlega - að auki líklega geislavirk að auki.
--Hinn bóginn er hætta á 3. Heims Styrrjöldinni, ef Bandaríkin ákveða af fyrra bragði að hefja árás er hefur slíkar afleiðingar -- að drepa hugsanlega 1-2 milljónir, eða jafnvel enn fleiri.
**En geislavirkni líklega dreifðist út fyrir Kóreuskaga til Kína - mundi þá drepa töluverðan fj. Kínverja auk þess að eitra landflæmi - og Kína á ekki of mikið gróðurlendi til að brauðfæða það land miðað við óskaplegan fólksfj. Þannig að Kína mundi mjög sennilega taka ákaflega dökka afstöðu til slíks stríðs - hafið af Bandaríkjunum af fyrra bragði.
**En síðast er Bandaríkin fóru inn í NK með her --> Kom kínverskur her á móti yfir hin landamæri NK, og stærsti hluti svokallaðs Kóreustríðs var í raun og veru, milli Kína og Bandaríkjanna. En Kína er miklu öflugra í dag en 1950-1953. 
------------------:Einfalt, stríð gegn NK væri óðs manns æði!
En þ.e. ekkert augljóst að Bandaríkin standi frammi fyrir -- yfirvofandi árás.
**M.ö.o. yrði ég að líta á það, sem glæp gegn mannkyni og það ákaflega alvarlegan, ef Donald Trump fyrirskipaði stríð gegn NK -- með þessum afleiðingum.
--Ég held að flestir á okkar hnetti, mundu taka sömu afstöðu.
**Ef og þegar nýtt ríki rís aftur upp á Kóreuskaga - væri ósennilegt í kjölfar slíkra óskapa að það væri vinsamlegt Bandar. - og það réði sennilega yfir tækni beggja, þ.e. Suður og Norður hluta.

Ef maður ímyndar sér að í einhverntíma í kjölfarið væri saminn friður milli Bandar. og Kína - eftir hernaðarátök í annað sinn á Kóreuskaga; þá yrði heimurinn líklega í kjölfarið klofinn - milli ríkja er enn fylgdu Bandar. og ríkja er gerðu það ekki.
**Ég er ekki viss að í þessu samhengi - mundi Evrópa fylgja Bandaríkjunum áfram --> M.ö.o. það gæti verið mun smærra bandalag sem Bandaríkin hefðu með sér.
-------------
Þetta væri m.ö.o. óskaplega slæm ákvörðun fyrir Bandaríkin einnig sjálf.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.8.2017 kl. 10:43

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er spurning hver í raun fjármagnar þessar æfingar NK manna. Það geta ekki verið Kína menn en ég tel að það sér alþjóðaöfl sem vilja tefla þeim NK út á móti vestrænum til að ná Evrópu og Norður Ameríku í heild sinni. 

Valdimar Samúelsson, 9.8.2017 kl. 10:50

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar, Kim Jon Un - líklega lítur á þessa uppbyggingu; sem sjálfa forsendu þess að hann haldi völdum í landinu til frambúðar -- þannig að hann sé tilbúinn í að verja í þá uppbyggingu sennilega mjög háu hlutfalli landsframleiðslu NK.
--Það getur vel verið nægur peningur, eitt og sér - ef maður hefur í huga mjög lág laun í NK sem gerir slíkt prógramm ódýrara þar en ef það færi fram í landi með hærri laun, auk þess að Kim ræður yfir - þrælavinnuafli, sem væntanlega sér um hættuleg störf er ekki krefjast mikillar nákvæmni.
--M.ö.o. sé als óvíst að NK - þurfi utanaðkomandi fjármögnun til að standa undir þessu.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.8.2017 kl. 23:44

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Forvitnilegt.

What Is The End Goal Of The Deep State? - Episode 1353b

https://www.youtube.com/watch?v=88UojoC-2bs

Tillerson and Trump are playing good cop, bad cop with NK. The deep state continues to push their agenda with NK, what is their end game?

Egilsstaðir, 12.08.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 12.8.2017 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 856037

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband