A-Úkraína svokallaðra uppreisnarmanna - ekkert himnaríki fyrir íbúa

Rakst á þessa umfjöllun í Der Spiegel: Pro-Russian Separatists Harden Split from Ukraine.
Á þessu ári hafa 53 fyrirtæki verið þjóðnýtt af Alþýðulýðveldunum tveim í A-Úkraínu, undir stjórn svokallaðra - uppreisnaramanna.
--Þ.e. áhugavert hvað virðist hafa gerst með þessi fyrirtæki, eftir þjóðnýtinguna.
--Þ.e. yfirtöku stjórnenda alþýðulýðveldanna á þessum verkmiðjum og námum.

A pro-Russian rebel guards as workers work at the Uzov Metallurgical Works in Donetsk.

Miðað út frá frétt Spiegel, er Rússland ekki að standa sig vel í því að halda hagkerfi Alþýðulýðveldanna í Donbass í gangi!

"Using WhatsApp, we finally manage to contact one of the best-known men in the Donetsk Republic, Alexander Khodakovsky, the former military head of the republic and commander of the Vostak ("East") militia battalion, and later the head of state security and a member of the separatist parliament."

Alexander Khodakovsky: "All the plants, he says, were placed under the control of a company called Wneschtorgserwis. It is registered in South Ossetia, the small Caucasus republic that was de facto taken over by Russia after the 2008 war against Georgia. This approach was used to cover up what was happening in the nationalized plants and Moscow's role in the matter, he explains, adding that it was necessary to avoid the imposition of international sanctions on the companies involved." - "Khodakovsky says entire factories are being dismantled and sold to Russia, including the equipment from the October mine."

  1. "In early June, the Donetsk Republic decided to stop pumping water out of several mines and to dismiss the miners."
  2. "Even in mines still in operation, like the Sassyadko mine in Donetsk, workers are pressured to quit, while others are advised to join the people's militias."
  3. "The working week in government-owned coal companies was reduced to two days on July 1, and wages were reduced by more than half."
  4. "The confiscated Donetsk smelting works has suspended operations because diesel fuel is no longer available."
  5. "And the situation in the vicinity of the wagon manufacturing plant in Stakhanov is now so dramatic that the management requested 1,500 food packets from the leadership of the people's republic."
  • "Dennis Denissov admits that Russia needs neither the steel nor the coal from the Donbass mines, which is what makes the situation so dramatic."

 

Viðskiptabanns aðgerð Úkraínu virðist miðað við frétt Spiegel hafa gengið vel!

En í 3 ár höfðu þessi fyrirtæki verið starfandi án mjög mikilla truflana. En snemma á þessu ári - lokaði Úkraína á öll viðskipti við - Alþýðulýðveldin eða svæði svokallaðra uppreisnarmanna í A-Úkraínu.
Þá strax í kjölfarið voru fyrirtækin þjóðnýtt eða yfirtekin af yfirvöldum hinna svokölluðu uppreisnarmanna.
--Og síðan eins og fram kemur í frétt Spegilsins þýska.
--Þá gengur ekki vel hjá hinum svokölluðu uppreisnarmönnum og stjórnvöldum Rússlands, að halda hagkerfi alþýðulýðveldanna svokölluðu eða svæða hinna svokölluðu uppreisnarmanna - gangandi.

  • Atvinnuleysi hlýtur að vera óskapleg.
  • Höggið fyrir kjör verkafólks fullkomlega svakalegt.

--En aðgerð stjórnvalda Úkraínu er rökrétt, að loka á öll efnahags samskipti.
--Eiginlega er ég einna helst hissa, að viðskipti sem héldu starfseminni í A-Úkraínu gangandi, var leyft að halda áfram svo lengi sem 3-ár eftir að átök hófust.

 

Niðurstaða

Miðað við upplýsingar sem koma fram í grein þýska spegilsins - þá virðist viðskiptabanns aðgerð úkraínskra stjórnvalda á uppreisnarhéröðin innan Lugansk og Donetsk héraða - Úkraínu; vera að skila miklum árangri. Ef haft er mið af því að greinilega gengur hinum svokölluðu uppreisnarmönnum ákaflega erfiðlega að halda starfseminni gangandi í kolanámunum og stáliðjuverunum.
--Atvinnuleysi og högg fyrir kjör fólks á þeim svæðum hlýtur að vera mjög verulegt.

Það sé að sjálfsögðu markmið að auki í sjálfu sér.
Að hámarka kostnað stjórnvalda í Moskvu við það að halda þessum svæðum gangandi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ástæðan fyrir þessu er einföld.

Það var aldrei meining íbúa Donbass að kljúfa svæðið frá Úkrainu heldur að öðlast aukna sjálftjórn.

Þess vegna varð Minsk samkomulagið til sem kveður einmitt á um það. Donbass hefur viljað framfylgja þessu samkomulqgi ,enda er það meira og minna í anda þeirra krafna sem þeir settu fram í upphafi.

En vegna þess hvað nýnasistar eru áhrifamiklir í Úkrainu hafa Úkrainsk stjórnvöld ekki staðið við samkomulagið.

Ástæðan fyrir að Úkrainsk stjórvöld settu ekki viðskiftabann á Donbass var, að þó undarlegt sé þá borgaði Donbass skatta til Úkrinska ríkissins. 

Viðskiftabannið var upphaflega sett af nýnasitum sem lokuðu á flutninga frá svæðinu ,sem var síðan svarað með þjóðnýtingu nokkurra fyrirtækja.

Í framhaldinu hætti Donbass að senda skattgreiðslur.

Þá kom viðskiftabannið að hálfu Úkrainskra stjórnvalda.

Áhrifin af öllu þessu eru svo þau að nú hefur Donbass boðað stofnun ríkis. Þetta ríki fær að sjálfsögðu ekki staðist og mun síðar sameinast Rússneska ríkinu.

Ekki er ósennilegt að Luhansk fylgi í kjölfarið og jafnvel fleiri svæði í Úkrainu þegar um hægist.

Til dæmis eru nýnasistar afar óvinsælie á Odessa svæðinu eftir að þeir brenndu inni fólkið í Odessa og fjöldamorðin í Mariopol.

Borgþór Jónsson, 29.7.2017 kl. 12:48

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hvað segir þú við þessu, Einar Björn? Hefurðu einhver rök eða svör við þessum upplýsingum eða málflutningi Borgþórs?

Hvar er sannleikurinn í málinu? Og er þetta alvöru-nýnazismi, sem þarna um ræðir í Úkraínu, eða bara sterk þjóðernisstefna, eða eru þetta menn sem beita nazistískum (glæpsamlegum) meðulum, Borgþór og Einar Björn? Og hafa þeir innhlaup í ráðandi valdastétt Úkraínu?

Og hversu margir voru brenndir inni í Odessa, og var það hryðju- eða hefndarverk eða slysaaðgerð í róstum? Og hve margir voru drepnir í fjöldamorðum í Mariupol (austar á Svartahafsströnd Úkraínu)?

Jón Valur Jensson, 29.7.2017 kl. 15:15

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón, frásögn Bogga er þvættingur að langsamlega stærstum hluta - 1) lagi er ekki um raunverulega uppreisn að ræða, svokallaðri uppreisn er algerlega stjórnað frá Moskvu og hefur það megin marmkið að veikja úkraínska ríkið. 2)Málaliðar Moskvu en þ.e. hvað þessi svokkallaða uppreisn raunverulega er, halda í reynd hlutum Úkraínu í herkví - þetta er rússn. innrás raunverulega, ekki uppreisn. 3)Stjórnendur í Kíev eru ekki fasistar frekar en þú og ég Jón Valur. 4)Hin raunverulegu fórnarlömb átakanna eru íbúar Úkraínu beggja vegna víglínunnar er þjást vegna stríðsins sem Pútín lét dynja yfir Úkraínu eftir að Pútín taldi sig hafa orðið undir er fyrri stjórn Úkraínu féll í kjölfar mánaða langra fjöldamótmæla - þá meina ég, þá meina ég að þeir Úkraínubúar sem séu í herkví þ.e. undir stjórn hermáls liðs Pútíns í A-Úkraínu, séu fórnarlömb Pútíns ekki síður en þeir Úkraínubúar sem séu hinum megin þeirrar víglínu.
--Þ.s. geríst í Odessa, voru óeirðir milli 2-ja hópa öfgamanna, sem fóru illa fyrir öðrum hópi óeirðarseggja -- ekkert bendi til fyrirfram skipulags.
--Hvað ertu að rugla um Mariupol - sú borg hefur orðið fyrir margítrekuðum árásum málaliða Pútíns.

Hinn eiginlegi glæpamaður paddan að baki þessum átökum er Pútín, þ.e. hann bjó þau til - hann heldur þeim í gangi, hann sendir skipanir til sinna málaliða - þeir gera ekkert gegnt hans vilja, hann borgar þeim laun, hann kaupir fyrir þá vopn.
--M.ö.o. þetta er rússneskur her í raun og veru, og þarna eru stjv. Rússl. raunverulega með hersetu á hluta lands Úkraínu.
--Þetta er m.ö.o. "de facto" stríð Rússlands gagnvart Úkraínu.

Allt annað sem sagt er - er ryk þyrlað upp af áróðursmeisturum Pútíns.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.7.2017 kl. 16:56

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Minsk samkomulagið var íbúum Donbass afar hagfellt. Samkomulagi hljóðaði meira og minna upp á það sama og íbúar Donbass höfðu farið fram á í upphafi.

Ástæðan fyrir því að samkomulagið var þeim svona hagfellt er að á þeim tímapunkti sem samnigarnir voru gerðir var elítan úr Ukrainska hernum og nasistaherdeildirnar í herkví og fengu sig hvergi hreift.

Donbass er því óðir og uppvægir í að framfylgja Minsk samkomulaginu.

.

Úkrainustjórn er hins vegar ekki eins ánægð,enda gengur samkomulagið gegn þeirri stefnu sem þeir höfðu fylgt ,en það var að brjóta uppreisnina á bak aftur með hervaldi.

Nú er herinn laus úr herkvínni og Úkrainustjórn neitar að framfylgja samkomulaginu sem þeir höfðu undirritað.

Fyrir því eru tvær ástæður. Úkrainustjórn vill ekki breyta um stefnu í málinu,bæði vegna ótta við að hið nýja sjálfstjórnarsvæði halli sér of mikið að Rússum og líka af ótta við að önnur héröð fylgi í kjölfarið, bæði í austurhlutanum og ekki síður vestast í landinu.

.

Önnur ástæða eru nasistarnir sem eru gráir fyrir járnum og hafa ítrekað hótað að snúast gegn stjórninni.

Þetta er raunveruleg ógn af því ,þökk sé Bandaríkjunum og Bretum , þá er þetta best þjálfuðu og búnu hermenn í Úkrainu. Þeir eru líka mjög motiveraðir vegna hugmyndafræði sinnar.

Ég hugsa að flestir haldi að markmið þessara manna sé að endurheimta Donbass,Luhansk og Krimskaga.

En hugmyndafræði þeirra er allt önur.

Þeir gera landakröfur allt að Dóná og ítrustu kröfur ná lengra austur í land Kósakkanna. Með einhverjum undarlegum hætti eru þeri að reyna að innlima Kósakka í hugmyndafræði sína, en Kósakkar vilja ekkert með þá hafa. Kósakkar eru samkvæmt aldagamalli venju hallir undir keisarann í Moskvu og vilja þjóna honum. Kósakkar vilja samt að venju halda ákveðinni fjarlægð við Moskvuvaldið.

En þeir vilja ekki sjá nasistanna og taka í engu undir málflutning þeirra.

Þess má til gamans geta að það voru einmitt Kósakkar sem tóku sér stöðu á eiðinu milli Krímskaga og Úkrainu þegar nasistalýðurinn ætlaði að flykkjast til Krímskaga til að hleypa upp samfélaginu þar.

.

Það voru þessir hermenn sem upphaflega settu viðskiftabannið á Donbass og sprengdu upp raflínurnar til Krímskaga.

Þetta er söfnuður sem stjórnin hefur enga stjórn á.

Sambærilegt væri ef Samfylkingin mundi loka af Vestfirði vegna ágreinings um kvótamál og ríkisstjórnin aðhefðist ekkert í málinu ,en tæki síðan upp málið og gengi erinda Samfylkingarinnar.

Nasistarnir eru ríki í ríkinu og fara sínu fram að vild. Stjórnvöld eru svo berskjölduð fyrir kröfum þeirra.

.

Ábyrgð Frakka og Þjóðverja er einnig mikil af því að í stað þess að ýta eftir að samkomulagið komi til framkvæmda eins og samið var um ,eru þeir með allskonar leiksýningar og sjónhvefingar sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.  

Þeir geta með þessu blekkt stórann hluta almennings í Evrópu ,vegna þess að afar fáir lesa í raun samkomulagið. Hlusta bara á síbyljuna í fjölmiðlum.

Það er athyglisvert að þó að þú Einar skrifir mikið um þessi mál,vitnar þú aldrei í samkomulagið. það er eðlilegt vegna þess að þú veist vel að ef fólk les samkomulagið veit það undireins að það hefur verið blekkt.

Samkomulagið er afar einfalt,aðeins ein blaðsíða ef ég man rétt. Það er í tölusettum liðum og skýrt tekið fram í hvaða röð á að framkvæma hlutina.

Hver einasti meðalgreindur maður sem les samkomulagið sér strax að næsta atriði sem á að framkvæma í samkomulaginuu eru stjórnarskrárbreytingar og samráð við íbúa Donbass.

Þarna er enginn vafi á ferð. Úkrainustjórn neitar að framkvæma þetta. 

Þetta og ekkert annað er ásæðan fyrir að það ríkir enn ófriður í Úkrainu.

.

Það er enginn vafi að það eru nýnasistar í Úkrainu og þeir eru mjög áhrifamiklir í landinu,bæði hernaðararmur þeirra og pólitíski armurinn.

Það eru nokkrir nasistahópar í landinu með mismunandi áherslur.

Áhrifamestir og stæstir eru Svoboda og Right Sector.

Svoboda er sterkasta pólitíska aflið og er með nokkra þingmenn. Flokkurinn hefur farið í gegnum nokkrar andlitsliftingar á ferlinum ,það stærstu 2009 þegar þeir ákváðu að auka hlut sinn í þinginu. Þá var meðal annars hætt að nota hakakrossinn á vegum flokksins þó að einstakir flokksmeenn hafi eftir sem áður haldið tryggð við hið fornfræga merki.

Upp var tekin stílfærð mynd af hakakrossinum sem var áður notuð af SS Galacia herdeildinni.

Stephan Bandera ,fornfrægur nasistii er helsta gæludýr þeirra og fyrir nokkrum árum endurjarðsettu þeir þetta idol sitt undir blaktandi hakakrossum ,íklæddir SS búningum og með Mauser um öxl.

Af einhverjum ástæðum eiga margir erfitt með að tengja þetta við nasisma ,þó að öðrum finnist þessi ásýnd minna nokkuð á gamla daga.

Flokkurinn verður líka að teljast mjög hægrisinnaður og þjóðernissinnaður.

Árið 2009 var gyðingahatur einnig útmáð úr opinberri stefnu flokksins.

.

Right Sector er svo annar angi af þessu og er eini flokkurinn í Úkrainu sem hefur eiginn her.

Óformlega byrjaði þetta með heeræfingumm á vegum flokksins ,en hermennirnir voru meðal annars þjálfaðir í Póllandi og Litháen á vegum NATO.

Right sector hefur í dag tvo þingmenn.

Flokkurinn er töluvert öfgafyllri en Svoboda og hefur í gegnum tíðina haft um 10.000 flokksmenn ,en kjörþokki þeirra hefur verið nokkru meiri.

Hjá Right sector er gyðingahatur enn í fullu gildi ásamt utrýmingu Rússa úr Úkrainu.

.

 Ofan á þetta eru fleiri nasistaflokkar sem ekki skifta máli vegna smæðar sinnar en hafa mismunandi áherslur.

.

Árið 2014 guldu nasistaflokkarnir mikið sfhroð í kosningunum.

Svoboda missti helming kjörfylgis og Right Sector þurrkaðist nánast út.

Margir hafa túlkað það þannig að skyndilega hafi kjósendur séð að sér og hætt að vera nasistar og er þessu haldið mjög á lofti af mörgum fréttaskýrendum, meðal annars af þér Einar..

Þetta er hinsvegar alls ekki það sem gerðist.

Það sem gerðist er að það kom fram nýr ,mjög hægrisinnaður populistaflokkur sem klofnaði frá flokki Yuliu Timoshenko.

Þessi flokkur hlaut nafnið Peoples Front og liggur á yfirborðinu nokkuð til hægri miðað við hinn franska National Front sem margir kannast við,til dæmis.

Fyrir þessum flokki fór  Arseniy Yatsenyuk.

Það sem Yatsenyuk gerði til að tryggja velgengni flokksins ,var að höfða til nasistanna og fékk af því tilefni til liðs við sig einstaklinga sem höfðu verið fylgjendur Svoboda.

Þetta tókst með ágætum og fleytti honum í embætti forsætisráðherra. Hann hrökklaðist síðar frá völdum og dvelur nú hjá stuðningsmönnum sínum í Ameríku með nýfenginn ríkisborgararétt sinn í því landi. Hann hefur þjónað dyggilega og hlotið sína umbun.

.

Vondu fréttirnar eru að strax í kjölfar valdaránsins komst til valda maður sem að hluta til átti nasistum að þakka fyrir stöðu sína.

Þetta gerði út um allar vonir um friðsamlega lausn á Donbass deilunni. Það var aldrei inn í myndinni að maður með þennan bakgrunn mundi leita sátta við andófsmenn.

Undir forystu hans færðust drápin og ofbeldið í aukana.

Borgþór Jónsson, 29.7.2017 kl. 23:26

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, deilan við Pútín -en svokallaðir uppreisnarmenn eru einungis tæki hans- snýst um það - hvort Pútín á að fá að taka yfir svæði í A-Úkraínu með varanlegum hætti.
En þ.e. hvað krafa hans til Úkraínu þíðir - er hann segist styðja þ.s. kallað er sjálfstæðiskrafa svokallaðra uppreisnarmanna; en þ.s. þetta eru málaliðar Pútín - undir fullkominni stjórn hans, m.ö.o. hann borgar laun þeirra - sér þeim fyrir hergögnum - þeir varla skeina á sér rassinn nema fá fyrst leyfi frá Kreml.
--Þá þíddi þetta svokallaða sjálfstæði hinna svokölluðu uppreisnarmanna - það sama að Pútín fengi að ráða þeim svæðum með varanlegum hætti -- með samþykki Vesturlanda jafnvel Kíev; sem þíddi að sjálfsögðu - að formleg yfirtaka Rússlands á svæðinu væri þaðan í frá einungis spurning um tíma.
--Þá væri Pútín búinn að takast að - hernema svæði innan Úkraínu með samþykki á endanum stjv. í Kíev og Vesturlands.
-------------------
Að sjálfsögðu er Kíev - stjv. í V-Evr. ekki svo miklir kjánar að skilja ekki hvað hangir á spýtunni.
--Þó að þú að sjálfsögðu kaupir fullkomlega áróðurslýgar Pútín liða.

Í þessu samhengi þarf að skilja málið allt saman - að þetta hefur alltaf snúist um það hjá Pútín, að veikja sem mest Úkraínu -- eftir að hann tapaði á fyrra stigi málsins, eftir að stjórnin er hann hafði gert samkomulag við í Kíev féll í kjölfar mánaðalangra fjöldamótmæla.
--Plan A var m.ö.o. samkomulagið sem hann gerði við fyrri forseta og ríkisstjórn hans - er hefði falið í sér, endalok að mestu sjálfstæðis Úkraínu. Þegar úkraínskir sjálfstæðissinnar risu upp í heilagri vandlætingu gegn því samkomulagi - sem Pútín hafði þvingað fram eftir tímabil vaxandi viðskiptaþvingana og hótana um harðari slíkar þar til forseti Úkraínu sá sem þá var við völd og ríkisstjórn hans beygði sig.
--Þá tók Pútín upp Plan B, þ.e. fyrst þjófnaður hreinn  með hernaðaryfirtöku á Krím-skaga, kosningum þar með fölsuðum úrslitum - úrslitum er voru fyrirfram ákveðin í Kreml, og síðan formlegri innlimun skagans. Svo með því að senda herlið inn í A-Úkraínu sem enn heldur landsvæðum í A-Úkraínu í herkví - eða hernmámi.

Að sjálfsögðu væri það óskaplega óskynsamlegt og kemur ekki til greina -- að verðlauna Pútín fyrir að gera innrás í Úkraínu - með því að samþykkja innlimun þess landsvæðis í A-Úkraínu, sem Rússland Pútíns hefur hersetið í A-Úkraínu nú í 3. ár.
--En þetta er sannleikurinn á málinu að Rússland hersetur þarna þetta landsvæði - svokallaðir uppreisnarmenn eru hersetulið Pútíns þar, með örfáa úkraínska kvislinga sem frontmenn svipað og Hitler gat beitt Qisling í Noregi á sínum tíma.

Kvislingar Pútíns í A-Úkraínu, eru í engu trúverðugri en Kvislingarniar hans Quislings í Noregi í Seinni Styrrjöld.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.7.2017 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband