21.7.2017 | 02:22
Pólland tekur stór skref í átt að einræði -- lýðræðistilraun Póllands er þá lokið!
Pólland virðist eins og Þýskaland gerði á 4. áratugnum - hafa kosið lýðræðið í burtu. En síðan flokkurinn er kallar sig - Lög og Réttlæti - var kjörinn til valda innan Póllands. Hefur flokkurinn skref fyrir skref veikt þær stofnanir sem eru þau tæki sem viðhalda nútíma lýðræðisríkjum.
Fyrst var það stjórnlagadómstóllinn og fjölmiðlar - og nú eru það dómsstólar landsins.
--En miðvikudag í sl. viku og sl. fimmtudag tókst valdaflokki Póllands, skammstafaður "PIS" að knýja í gegnum þingið, lög sem að fullu virðast afnema sjálfstæði dómstóla landsins - og leggja dómsvaldið algerlega undir þingið.
- Það þíðir að sjálfsögðu, að "PIS" þar með fer þá með öll raunveruleg völd í landinu.
- 3-skipting valds hefur þar með, með öllu verið afnumin í Póllandi!
Subjugation of the courts to political control seen as a denial of European values
- "PiS deputies last week pushed through two bills that give the justice minister the power to fire the heads of lower courts and give parliament greater control over the body that appoints judges."
-Með þessu er almenna dómskerfið sett undir beina pólitíska stjórnun. - "On Thursday they passed another that will force all Supreme Court judges to step down except for those kept on by the president."
--Sem tryggir þá að einungis verði í æðsta dómstól Póllands, einstaklingar skipaðir af PIS.
- Þegar þessu er bætt við það, að flokknum hefur tekist að setja stærstu fjölmiðla landsins undir beina pólitíska stjórnun flokksmeðlima.
--Þá er umbreyting Póllands fullkomnuð, yfir í kerfi afar svipað því er Pútín forseti Rússlands kom þar á, eftir 2003.
--Það verða áfram kosningar, en PIS muni tryggja að lítil hætta stafi af tilraunum stjórnarandstöðu, með beitingu dómstóla - fjölmiðla og lögreglu!
--Þessu má einnig líkja við umbreytingu Tyrklands nýverið í einræðisríki!
Takið eftir hvernig varadómsmálaráðherra Póllands túlkar þetta:
"Marcin Warchol, the deputy justice minister..." - If we do not ensure a minimum of democratic control over the judiciary, there will be no counterbalance for the growing corporatism of judges. And that would mean the creation of a new order: a judiciocracy instead of democracy,
- En málið er, að grunn prinsipp nútíma lýðræðislanda - er 3. skipting ríkisvalds, þ.s. dómsvald er sjálfstætt frá hinu pólitíska valdi, þ.e. ekki undir hinu kjörna þingi, né ráðherrum einstakra ráðuneyta - síðan fer þingið eitt með valdið til lagasetningar - og í 3. lagi fer ráðherra með framkvæmdavald.
--Þ.e. misjafnt eftir löndum, hve rækilega er klippt á milli þessara 3ja sviða.
--En hvergi tíðkast það, að ráðherrar eða þingmenn eða forseti geti rekið dómara!
- Öfugt við það sem margir halda -- er dómsvaldið æðsta valdið í reglukerfi, þ.s. stjórnmálamenn verða að fara eftir lögum, og dómstólar mega dæma ráðherra sem og þingmenn seka, ef á þá sannast ávirðingar fyrir dómi.
--En kerfið byggist á "rule of law" þ.e. er reglukerfi. - Pópúlískir einræðisherrar - hinn bóginn, gjarnan halda því fram að -- æðsta valdið eigi alltaf að vera fólkið. En það sé vegna þess, að þeir vilja sannfæra fólkið um að brjóta niður það reglukerfi -- sem tryggir að fólkið verði ekki svipt þeim grunnréttindum, sem vernduð eru af kerfi með 3-skiptingu valds.
--Einmitt af slíku erum við vitni - en "PIS" hefur fullyrt að stofnanir Póllands séu setnar af "óvinum fólksins" og það sé því mikilvægt, að hreinsa til innan þeirra!
--En um leið og "PIS" fær það vald, sem felst í algerri pólit. yfirtöku á öllum þrem sviðum valds, þ.e. dómsvaldi - löggjafarvaldi og ríkisvaldi!
--Þá að sjálfsögðu snúast þær hreinsanir um það akkúrat það sama - og hreinsanir Erdogans í Tyrklandi, þ.e. að hreinsa út alla aðra innan þeirra stofnana, en trygga flokks-sauði!
--En einmitt sú aðgerð felur í sér grunn kerfisbreytingu, þ.e. umbreytingu yfir í einræðiskerfi.
--Þó svo að áfram verði kosið í Tyrklandi og Póllandi, eins og í Rússlandi í dag - og var einnig viðhaft í Sovétríkjunum í gamla daga; þá verði kosningarnar meiningarlitlar.
- Þ.e. kjósendur verði sviptir þeim möguleika, að þeirra atkvæði geti haft áhrif á stjórnun landsins.
--En þetta er þ.s. pópúlískir einræðisherrar gera, þ.e. í nafni lýðræðis, afnema þeir lýðræðið.
- Fylgismenn þeirra gjarnan fullyrða að það sé nóg til að uppfylla skilyrði um lýðræðislegt val!
- Að kosið sé á 4-ára fresti, að meirihluti kjósenda mæti, og að þeir kjósi valdaflokk landsins meirihluta talsins.
En þá leiða menn hjá sér, að þannig var það einmitt í valdatíð kommúnistanna í A-Evrópu.
En skv. lögum urðu allir að mæta til að kjósa, sem þeir gerðu.
Og kosningar voru í reynd ekki leynilegar, þannig að allir kusu - rétt!
--En þegar valdaflokkurinn stjórnar dómstólunum, er unnt að dæma hvern sem er í fangelsi fyrir hvað sem er sem hentar þeim valdaflokki á hverjum tíma!
Niðurstaða
Það er stórfelld kaldhæðni að Jaroslaw Kaczynski sem barðist gegn stjórn Kommúnista á sínum tíma. Tók þátt í baráttu "Samstöðu" gegn Jaruselski síðasta leiðtoga kommúnista í Póllandi. Var þar með einn af helstu baráttumönnum þess, að tekið væri upp lýðræði í Póllandi.
Skuli nú sjálfur standa fremstur í brúnni við það verk að jarða það lýðræði nú nærri 28 árum síðar!
Það er útlit fyrir að pólska lýðveldið 1989-2017 verði nokkurs konar Weimar lýðveldi Póllands.
- Pólland.
- Ungverjaland.
- Tyrkland.
--Virðast nú öll á sambærilegri siglingu, í þá átt að færa kerfið yfir í eins flokks kerfi, þar sem kosið verður áfram, en án þess að kjósendur hafi nokkur raunveruleg áhrif lengur.
--Með því að ganga svo langt sem "PIS" í Póllandi virðist hafa gert, standi flokkurinn sennilega mjög nærri þeim stað -- að geta staðið fyrir sýndarréttarhöldum, eftir að hafa komið dómstólum undir beina pólitíska stjórnun.
M.ö.o. að flokkurinn geti hótað pólitískum andstæðingum því, að þeir verði hnepptir í fangelsi.
Eins og við höfum orðið vitni sl. ár í Tyrklandi!
--M.ö.o. héðan í frá standi pólit. andstæðingar "PIS" frammi fyrir því sem raunverulegri hættu, að þeir verði handteknir og dæmdir fyrir sakir - af pólit. rótum.
--Þessu verði líklega beitt nú eins miskunnarlaust af PIS, og við höfum orðið vitni sl. 12 mánuði í Tyrklandi!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:57 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar ég er farin að hallast að einræði í stjórnum landa. Gefum samt fólkinu þann möguleika að velja sér einræðisherra á 4-6 ára fresti og gefum fólkinu líka möguleika að fella einræðisherra ef hann vinnur ekki eftir stjórnarskrá því það verður alltaf að vinna eftir henni og hafa því lög að fari hann ekki eftir henni í einu og öllu þá má setja hann af.
Hvernig er lýðræðið? Þá eru allir upp á kant og á mörgum stöðum borgarastyrjaldir.
Lýðræði hefir hvergi virkar.
Valdimar Samúelsson, 21.7.2017 kl. 09:49
Valdimar, fólk velur sér ekki einræðisherra - um leið og einræði er orðinn hlutur. Hættir raunverulegt val kjósenda. Kosningar verða að sýndarmennsku - eins og í Rússlandi í dag, Tyrklandi héðan í frá, og var í öllum kommúnistaríkjunum á árum áður!
--Þetta sem þú segir "lýðræði hvergi virkar" er svipuð tugga og fylgismenn fasista básúnuðu á 4. áratugnum.
--Einræðisherra, þegar hann hefur öll völd - hefur afnumið öll tékk á hans völd -- hefur enga ástæðu lengur til að fylgja einhverri stjórnarskrá.
--Almenningur, þegar öll völd eru hjá einum flokki - engin tékk á þau völd lengur til staðar - hefur þá afar litla möguleika til að losa sig við einræðisherrann - ef fólkið síðar skiptir um skoðun.
Þetta er það grundvallar atriði menn verða að skilja - að um leið og þ.e. einræði, þá er fólkið nær áhrifalaust.
Eða horfðu á atburðarásina í -- Venezúela. 80% landsmanna á móti einræðisherranum, en einræðisherrann neitar að fara frá og það stefnir í borgarastríð. Skiptir ekki máli hvort einræði er vinstri- eða hægrisinnað.
--Hægri sinnaðir- eða vinstri sinnaðir einræðisherrar, eru jafn miklir einræðisherrar.
--Slíkar sennur höfum við orðið vitni að í fjölda skipta sögulega.
--Að einræði endar í blóðugri uppreisn er leggur stóran hluta lands gersamlega í rjúkandi rúst -- en sl. 25 ár höfum við einmitt orðið vitni nokkurra slíkra tilvika að þjóð í örvæntingu rísi upp gegn einræðinu, einræðisherra sigi her og lögreglu á lýðinn - síðann hefjist blóðbað stríðsátaka innan landsins, gjarnan í fleiri ár.
Orð Winston Churchill geri ég að mínum -- lýðræði er óskaplega gallað stjórnarform, en samt það skársta sem við þekkjum.
Og ég segi, að gallar einræðisforms eru miklu mun verri en gallar lýðræðisstjórnarforms eru líklegir nokkru sinni að vera.
--T.d. er spilling alltaf miklu mun verri í einræðisríki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.7.2017 kl. 11:47
Takk Einar.
Þá skulum við kalla einræðisherrann Forstjóra sem kosinn er á 4ja ára fresti og auðvita hefir hann aðstoðarmenn og stjórnar skrá og eins of fyrirtæki hafa leiðarbók eða operation manual.
Valdimar Samúelsson, 21.7.2017 kl. 12:47
Valdimar, það er alls ekki sambærilegt - en eftir að einræðisherra nær öllum raunverulegum völdum; þá tekur hann alla aðra valkosti í burtu en þann - að hann sé við völd burtséð frá því hvað almenningur vill, eða hver annar.
--Í kringum hann raðar hann, fámennri klíku sem hann deilir völdum með, að einhverju leiti - og þeir fá síðan oftast nær að auðgast persónulega óskaplega; ef einræðisherrann gætir þess að sú aðstaða þeirra sé undir hans persónulega valdi komin sbr. hvernig Pútín stjórnar þá keppast þessir aðilar um hylli einræðisherrans og einræðisherrann í krafti fullrar stjórnunar yfir dómstólum - her - lögreglu, hvenær sem er getur handtekið hvern þeirra sem er, auðvitað sama gildir um almenna borgara!
--Þannig tryggir einræðisherra sem tekist hefur að gera sjálfan sig að miðpunkti valda - að ekki sé hægt að skipta honum út.
--Reglan er, að einræðisherrann geti svipt hvern sem er, hverju því sem sá telur sig eiga - þar með talið, lífinu sjálfu - hans fjölskyldu, m.ö.o. sérhverju.
--Í algeru einræði --> Eru engar reglur til staðar sem vernda það sem hver og einn á, allt sem hver á getur einræðisherrann hvenær sem er tekið; eiginlega á enginn neitt í algeru einræði nema einræðisherrann - þó að einræðisherrar séu ekki endilega að ástunda það að svipta fólki öllu því sem það hefur - en vanalega beita þeir því valdi að svipta fólk öllu sínu - með valkenndum hætti - til að viðhalda ótta innan samfélagsins og til að brjóta niður andstöðu innan þess.
--Vitneskjan að einræðisherrann getur hvenær sem er hirt allt - þar með lífið sjálft, viðhaldi ótta ástandi meðal borgaranna -- sem sé eitt af þeim þáttum er tryggi völd einræðisherrans. Til þess að viðhalda þeim ótta, þarf hann einungis að beita því valdi - við og við.
Ef þú vilt þannig 1984 samfélag, þá máttu mín vegna flytjast búferlum í slíkt land.
--Einræðisherrar ganga mis langt í því að - taka allt til sinnar persónu.
--En punkturinn er sá, að þ.e. algerlega háð ákvörðun einræðisherrans - hve langt sá gengur.
En um leið og öll völd eru upphafin nema völd einræðisherrans.
Er ekkert sem hindrar einræðisherrann í því hve langt hann getur kosið að ganga gegn rétti annarra í hans landi, nema hans persónulegu ákvarðanir - þ.e. hans val í því að ákveða sjálfur hvað honum þóknast að aðrir en hann, fái að halda.
--En þá er það alltaf upp á náð og miskunn einræðisherrans komið!
--Á sama tíma, afsala þeir sem styðja einræði - öllum framtíðar rétti sínum, og framtíðar rétti hugsanlega sinna barna að auki, til þess að hafa áhrif á það - hver stjórnar landinu sem þau búa í.
--Þau velja að búa við stöðugan ótta um sitt, þann möguleika að geta verið hvenær sem er handtekinn - allt tekið af viðkomandi, þar á meðal - lífið sjálft; en STASI í A-Þýskalandi ætti að gefa ágæta mynd af því hverslags samfélag algert einræði leiðir til.
M.ö.o. virðist þú vilja stuðla að algerri martröð fyrir Íslendinga og börn Íslendinga, ef þú gætir því við komið á Íslandi.
En einræði er martröð fyrir alla aðra - en nána þjóna einræðisherrans, þá sem fá aðgang að kjötinu.
--En öll restin af samfélaginu á meðan er fótum troðin haldið í ástandi ótta og angistar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.7.2017 kl. 15:54
Einar ,ég sé að lýðræðisást þín hefur ekkert skánað.
.
Ef sá sem er kosinn er ekki þér að skapi er hann einræðisherra sem er eftir Amerísku línunni.
Framhaldið er svo venjulega að koma á borgarastyrjöld í landinu , sundra því og helst drepa þann sem viðkomandi þjóð kaus.
.
Þetta er alveg óviðunandi skilningur á lýðræðishugtakinu þó hann njóti sumstaðar töluverðrar hylli nú um stundir.
Borgþór Jónsson, 23.7.2017 kl. 10:58
Boggi, það mátti treysta á þig til að mæla bót aðila í þessu tilviki stjórnarflokk Póllands - sem greinilega er með þá vísvitandi stefnu að afnema lýðræðið í Póllandi. Algerlega sprenghlægilegt að þú talir um - lýðræðisást. Síðan sorglegt hversu langt þú gengur í vörn þinni fyrir blóðuga einræðisherra - - að þú kennir utanaðkomandi aðilum um, þegar fólkið í landi einræðisherrans -- rís upp í vopnaðri uppreisn til að losa sig við þann einræðisherra. Ekki síst, er einbeittur vilji þinn til að styðja einræðisherra í því að leggja eigið land í rúst, til þess að berja niður uppreisn almennings gegn þeim í þeirra landi; dapurleg.
--Þú skilur ekki hugtakið, lýðræðisást.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.7.2017 kl. 12:43
Ég er ekkert sérstaklega hlynntur Pólsku stjórninni og finnst hún að mörgu leyti afskaplega sérkennileg. Mér finnst henni að mörgu leiti svipa til vitleysinganna sem eru við stjórnvölinn í Úkrainu ,þó þeir séu kannski ekki eins morðóðir. Alla vega ekki ennþá.
En að halda því fram að það sé einræðisstjórn í Póllandi er alger firra.
Ef þig langar til að ræða um einræðistilburði ættirðu að spekulera í þegar Merkael opnaði landamæri Evrópu upp á eigið eindæmi og án samráðs við nokkurn mann. Í andstöðu við megin þorra íbúa álfunnar. Þetta kalla ég einræði.
.
Þú virðist halda að þeir sem geta gert mesta gauraganginn í samráði við gjörspillta fjölmiðla ,séu þeir sem eigi að stjórna samfélagi.
.
Helsti ásteytingasteinninn í samskiftum Pólverja og ESB er ekki þessi lög ,heldur neitun Pólverja við að taka við flóttamönnunum hennar Merkel. Þeir sitja nú á sakamanna bekk fyrir það athæfi.
Þrátt fyrir að það sé augljós vilji almennings og stjórnvalda í Póllandi að hleypa þeim ekki inn. Hvað varð eiginlega um lýðræðið í þessu tilfelli.
.
Eða þegar Hollendingar kusu út Úkrainusamninginn. Þá gufaði lýðræðið allt í einu upp í skítalykt.
svona mætti halda áfram að telja.
.
Lýðræðisást þín nær ekkert lengra en að ef einhver stjórnvöld óhlýðnast elítunni sem hefur grafið um sig í vestrænu samfélagi er viðkomandi réttdræpur. Það er þitt lýðræði.
.
Ég veit ekkii havaða einræðisherra þú ert að tala um sem ég styð.
Kannski Assad. Það má kannski túlka það sem svo að hann sé einræðisherra,en samt sem áður var Sýrland lýðræðislegasta ríkið á svæðinu. Það sem olli stríðinu var ekki að hann væri einræðisherra,heldur af því að hann hlýddi ekki. Hann var farinn að stjórna landinu með hagsmuni Sýrlendinga að leiðarljósi. Þeir fóru ekki saman við hagsmuni Bandaríkjanna og þess vegna ákváðu þeir að lóga honum. Það er ekkert flóknara. O hvað er þá einfaldara en að ausa vopnum og peningum í öfga Islamista og splundra ríkinu sem endar með dauða 500 þúsund manna og kvenna.
Þetta er þitt lýðræði í hnotskurn.
Borgþór Jónsson, 23.7.2017 kl. 13:54
Borgþór, um leið og ríkisstjórn -- afnemur 3-skiptingu valds, þ.e. tekur til sín allt á sama tíma.
Þá er fyrirkomulagið orðið að -- klassísku einræðisfyrirkomulagi.
En um leið og ríkisstjórn hefur stjórn á dómsvaldinu -- verða dómstólar að svokölluðum, kangarú dómstólum.
"Helsti ásteytingasteinninn í samskiftum Pólverja og ESB er ekki þessi lög ,heldur neitun Pólverja við að taka við flóttamönnunum hennar Merkel. Þeir sitja nú á sakamanna bekk fyrir það athæfi."
Þú munt trúa því sem þú vilt trúa eins og vanalega.
En hvert einasta land í A-Evr. sem gekk í ESB. Gekkst inn á það skilyrði, að einungis lýðræðislönd mættu ganga í ESB, og vera meðlimir að ESB.
--Þ.e. brot á grunn reglum sambandsins, að aðildarríki afnemi 3-skiptingu ríkisvalds, taki upp einræði.
Þú greinilega skilur ekki hvernig valdkerfi virka - fyrst að þú skilur ekki að afnám 3-skiptingar leiðir fram einræði, algerlega samstundis.
--Þar með er komið sama kerfi og í Rússlandi.
--Einnig mætti nefna Tyrkland sem samanburðarland.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.7.2017 kl. 14:22
Þú ert alltof áhyggjufullur. Þetta er svipað system og er í Bandaríkjunum og það hefur gengið ágætlega fram að þessu ,eða hvað.
Það er reyndar svolítið önnur áferð á því.
Borgþór Jónsson, 23.7.2017 kl. 17:39
Mér sýnist þetta bara vera enn eitt dæmið um að það er ekki hægt að treysta stóru fréttastofunum til þess að segja sannleikann. Staðreyndin er að Póverjar vilja uppræta glæpi og spillingu kommúnistanna, sem enn plagar landið og láta þess vegna þingið velja dómara. Vandamálið er að dómararnir voru flestir skipaðiar af kommúnistastjórninni og verja spillinguna, því þeir eru hluti af henni.
Auðvitað eru hin nýju Sovétríki, ESB, óánægð með að eitthvað meðlimaland vilji rannsaka glæpi og spillingu embættismanna sem enginn kaus, því ESB-kommisararnir vita að þeir geta verið næstir undir hnífinn, enda kaus þá enginn heldur og ESB er allt vaðandi í spillingu, rétt eins og gömlu kommarnir.
http://www.friatider.se/l-t-polen-g-ra-upp-med-kommunismen
Theódór Norðkvist, 23.7.2017 kl. 19:56
Það er ekki heiglum hent að komast að því hvað er í gangi í stóra pólska hæstaréttarmálinu.
Ef maður les fjölmiðlaufjöllun um málið er hún nánast öll heimskulegar upphrópanir eins og greinin sem Einar skrifaði um málið.
Hvergi hef ég séð greint frá sjónarmiðum þeirra sem eru hlynntir frumvarpinu og nánast aldrei er einu sinni greint frá efnsatriðum frumvarpsins.
Þegar umfjöllun er með þessum hætti hringir það öllum viðvörunarbjöllum.
Í fyrsta lagi hringir það bjöllu sem vekur til umhugsunar hvernig er komið fyrir fjölmiðlum sem hafa það hlutverk að halda okkur upplýstum svo við getum myndað okkur skoðanir byggðar á upplýsingum um allar hliðar máls og hver eru rök þeirra sem um málið deila.
.
Þessi þáttur fjölmiðlunar virðist því miður hafa verið lagður af og allir stóru fjölmiðlarnir eru orðnir málpípa yfirstéttar sem nýtur algerrar friðhelgi af þeirra hálfu.
Skrif Einars eru algerlega í takti við þessa línu. Flaumur af gífuryrðum og einhliða áróðri.
Hvergi gefur hann lesendum sínum færi á að kynnast málavöxtum eða upplýsa þé á nokkurn hátt um málið.
.
Það virðist ver að pólska dómskerfið sé gerspillt kunngja og ættarsamfélag. Vissulega má segja að þetta fyrirkomulag tryggi sjálfstæði dómstóla ,en gallinn er sá að það er ekkert víst að það sé pólverjum fyrir bestu að ættir eða þröng kunningjaklíka sjái um dómskerfi landsins og geti í skjóli algerrar friðhelgi farið sínu fram hvað sem á dynur.
Ég fæ ekki séð að það sé hinn skínandi stígur lýðræðis eins og Einar vill halda fram.
Eftir að hafa skoðað málið aðeins ,virðist mér sem Tusk fjölskyldan hafi eimitt notið góðs af þessari spillingu innan pólska dómskefisins ,enda er hann harðasti andstæðingur þessara breytinga.
.
Hver eru efnisatriði málsis.
Í grófum dráttum er það þannig að forsætisráðherra getur skipað í sæti 15 af 25 hæstaréttardómurum landsins. 10 verða áfram valdir með sama hætti og verið hefur.
Forsætisráðherra getur ekki skipað dómara nema viðkomandi hafi stuðning 3/5 af þinginu.
Eins og staðan er í dag getur stjórnarflokkurinn ekki skipað dómara upp á sitt einsdæmi af því að hann hefur ekki þingstyrk til þess.
Allt tal um einræði er þess vegna innantómt blaður og þjóonar eingöngu þeim tilgangi að afvegaleiða fólk svo það kynni sér ekki efnisatriði málsins.
I Bandaríkjunum getur ráðandi flokkur á þingi skipað hæstaréttardómara að vild með einföldum meirihluta eftir tilnefningu forseta.
Við höfum nylega séð hvernig það virkar á þeim bæ, þegar Republikanar höfnuðu öllum tilnefningum Obama í meira en ár í skjóli meirihluta síns og biðu eftir að fá forsetaembættið. Tilgangurinn var að sjálfsögðu að fá hægrisinnaðan dómara. Þetta er af því að þingið getur ekki haft forgöngu í málinu.
Þetta er ekki hægt í Póllandi nema einhver flokkur fái yfir 60% atkvæða og hafi forsetann að auki.
Spurning er hvort það er í sjálfu sér ekki lýðræðislegt að flokkur sem nýtur svo mikils fylgis og hefur að auki forsetann ráði dómara.
.
Í Svíþjóð virðist það vera þannig að ríkisstjórnin ráði dómara,sennilega eftir umsögn hæfnisnefndar.
Hér á Íslandi er það einfaldlega ráðherra dómsmála sem ræður í embættið eftir að nefnd hefur úrskurðað um hæfni viðkomandi.
Það er alveg spurning hvort við ættum ekki að gera okkar kerfi lýðræðisleegra og taka upp pólsku löggjöfina.
Það getur varla verið viðunandi að einn ráðherra geti upp á sitt einsdæmi ráðið hver er hæstaréttardómari.
.
Ég verð að játa að +eg fann ekki lagabálkinn sem um ræðir ,en ef Einar hefur hann undir höndum ,sem ég efast um, þætti mér vænt um að hann mundi vísa mér á greinina sem segir að forsætisráðherra eða forseti geti að vild látið handtaka pólitíska andstæðinga sína.
Það er með öllu óviðunandi að fréttaskýrandi skrifi svona romsu af gífuryrðum og kjaftæði ,en forðist alveg að reyfa efnisatriði málsins.
Það er óviðunandi fréttaskýrandi og Evrópufræðingur mati lesendur sína á hálfsanleik og skrumskælingum.
Það er alveg ljóst að bæði innan og utan ESB eru ríki sem ráða fram úr þessum málum með mun minni lýðræðislegri aðkomu en þetta frumvarp gerir ráð fyrir. Þar á meðal er Ísland.
.
Hversvegna er ESB þá svona andsnúið frumvarpinu.
Ástæðurnar eru sennilega margvíslegar ,en tvær gætu samt staðið upp úr.
1. Tusk sem er mjög áhrifamikill innan ESB hefur persónulega notið góðs af núverandi gjörspilltu dómskefis Póllands.
2 ESB vill refsa Pólsku ríkisstjórninni vegna þess hversu ósamvinnuþýð hún er í öðrumm málum. ESB getur ekki ráðist gegn stjórninni beint vegna þeirra mála af því ESB er löngu farið að teygja sig út fyrir valdsvið sitt og hefur engann lagagrunn til að standa á.
Við eru því að horfa á enn eitt dæmi um "regime change" á fölskum forsemdum.
.
Nú er ég enginn stuðningsmaður þessar Pólsku ríkisstjórnar og finnst afstaða þeirra í mörgum málum afar undarleg svo það sé vægilega orðað.
Trúlega er þetta frumvarp eitt af því skásta sem þeir hafa gert.
En eftir því sem ég veit best var hún lýðræðislega kjörin og mér finnst alveg óásættanlegt að ESB taki fram fyrir hendurnar á pólku þjóðinni og steipi ríkisstjórninni.
Mér finnst það bara ekki lýðræðislegt.
Borgþór Jónsson, 24.7.2017 kl. 09:27
Góð og fróðleg úttekt hjá þér, Borgþór.
Samkvæmt greininni sem ég vitnaði í, þá geta kommadómararnir sem voru skipaðir af alræðisstjórn Jaruzelski, sjálfir skipað eftirmenn sína og skipa oftast syni, frænkur og frænda. Myndu eflaust skipa hundana sína, eins og þjálfari fótboltaliðsins í þáttunum Heilsubælinu Gervahverfi, ef þeir teldu sig komast upp með það.
Það segir allt sem segja þarf um hvernig batterí þetta ESB er, að það skuli rísa upp á afturlappirnar til að verja þessa spillingararfleifð kommúnismans.
Theódór Norðkvist, 24.7.2017 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning