Donald Trump og þing Repúblikanar virðast íhuga enn stærra pólitískt sjálfsmorð

Þeir sem hafa fylgst með því sem er að gerast í Bandaríkjunum, vita að þing Repúblikanar og Donald Trump forseti Bandaríkjanna - hafa verið með í gangi tilraunir til að skipta svokölluðu "Affordable Care Act" þekktar undir viðurnefninu "ObamaCare" út fyrir frumvarp sem óhjákvæmilega hefur fengið viðurnefnið "RepublicanCare."
--Því hefur fyrst og fremst verið ætlað að draga út útgjöldum alríkisins.
--Svo Repúblikanar geti fjármagnað skattalækkun er drjúgum hluta fer til vel stæðra og auðugra Bandaríkjamanna!

Því felst í því frumvarpi - djúgur niðurskurður á stuðningi við kaup þeirra sem minna mega sín - á heilbrigðistryggingum.
Ásamt drjúgum niðurskurði á niðurgreiðslum alríkisins á kostnaði við kaup á heilbrigðisþjónustu - til þeirra er minna mega sín.
--Í báðum aðgerðum felast að sjálfsögðu - mjög umtalsverðar raunverulega kjaraskerðingar til verkafjölskylda innan Bandaríkjanna, í lægri launaþrepum.

Skv. fréttum er Donald Trump nú reiður þingrepúblikönum!

http://i.telegraph.co.uk/multimedia/archive/03372/Donald-Trump_3372655b.jpg
En nú virðist til umræðu hugmynd, sem mundi skerða enn meir aðgengi launafólks að heilbrigðiskerfinu innan Bandaríkjanna!

Trump scolds Republicans on healthcare; CBO sees 32 million uninsured

En höfð eru eftir Donald Trump eftirfarandi orð fyrr í vikunni: 'We'll just let Obamacare fail'

Donald Trump: "Let Obamacare fail; it'll be a lot easier," -. "And I think we're probably in that position where we'll just let Obamacare fail." - "We're not going to own it. I'm not going to own it. I can tell you the Republicans are not going to own it. We'll let Obamacare fail, and then the Democrats are going to come to us and they're going to say, 'How do we fix it? How do we fix it?' Or, 'How do we come up with a new plan?'"

  1. Congressional Budget Office -- tók sig til og framkvæmdi reikning á afleiðingum þess fyrir bandarískan almenning, ef Donald Trump forseti ásamt þing Repúblikönum.
  2. Mundu vísvitandi með aðgerðum á þingi, stuðla að því að AffordableCareAct mundi hrynja - án þess að samstundis mundi taka við nýtt lagaumhverfi um sambærilega þætti.

Niðurstaðan er að sjálfsögðu sú, að afleiðingar fyrir almenning yrðu ákaflega alvarlegar!

  1. "...The number of uninsured would be 17m higher next year..."
  2. "...then climb to 32m by 2026, CBO said."
  3. "The legislation would also cause premiums on individual plans to roughly double..."
  4. "The repeal-only legislation would also result in about half of the nation’s population  living in an area with no insurer offering plans in the non-group market in 2020, thanks to pressures from lower enrolment and rising premiums, CBO said."
  5. "The legislation is projected to shave about $473bn from federal deficits in the coming decade, the estimate found."

Eins og kemur þarna fram!

  1. 32 milljón Bandaríkjamanna, mundu tapa aðgengi að heilbrigðis-tryggingum, þannig verða fyrir stórfenglegum skerðingum um aðgengi sitt að heilbrigðisþjónustu.
  2. Meðal tryggingakostnaður þeirra er kaupa heilbrigðis-tryggingar mundi - 2 faldast.
  3. Um helmingur íbúa Bandaríkjanna mundi búa á svæðum þ.s. fólk sem hefur fjölskyldusögu er setur það í - háan áhættuflokk með að fá sjúkdóma; mundi ekki geta tryggt sig yfirhöfuð.
  4. Á móti sparast 473 milljarðar Dollara af útgjöldum alríkisstjórnarinnar á nk. áratug.

--Erfitt er að sjá hvernig afleiðingar þess að Donald Trump og þingrepúblikanar hrintu ofangreindu í framkvæmd, mundu geta orðið aðrar - en einhvers konar sprenging innan samfélagsins.

Ekki liggur þó fyrir að þessi stefna sé örugg um að verða ofan á!
En að taka þátt í slíkri aðgerð, væri alveg örugglega pólitískt sjálfsmorð fyrir Trump forseta!

Það má vera að einhver verulegur hluti þing Repúblikana telji sig í það öruggum sætum, að þeir telji það ekki ógn við sína stöðu að styðja slíka útkomu.
--Hinn bóginn, er ástæðulaust að ætla það endilega, að þing Repúblikanar séu endilega vinir forsetans, þ.e. að þeir vilji honum það sem forsetanum sé fyrir bestu!

 

Niðurstaða

Í minni síðustu færslu, benti ég á hvernig Donald Trump virtist mér vera að fremja hægt en öruggt pólitískt sjálfsmorð: Donald Trump virðist vera að fremja hægt en öruggt pólitískt sjálfsmorð - heilsugæsla í sveitahéröðum innan Bandaríkjanna að hrynja.
En þá tók ég ekki tillit til þeirrar hugmyndar - að láta það kerfi sem starfar undir "AffordableCareAct" vísvitandi hrynja - með lagabreytingum á þingi, t.d. niðurskurði á fjárframlögum til kerfisins ætlað að stuðla að hruni þess til grunna, án þess að annað kerfi tæki strax við.
Það þíddi auðvitað, að þá væri ekkert starfandi kerfi til staðar - til að tryggja aðgengi almennings að heilbrigðistryggingum, þannig aðgengi almennings að bandaríska heilbrigðiskerfinu á viðráðanlegum kjörum.

En slíkt er þvílíkt brjálæðis feygðarflan, að mér hreinlega kom ekki til huga að taka tillit til þeirrar hugmyndar er ég ritaði þá færslu.
En í kjölfar hruns "ReplublicanCare" á þingi, sem er sannarlega stór pólitískur ósigur Donalds Trumps, þá lét hann frá sér ummæli sem ég vitna í að ofan.

Þau ummæli eru ástæða þessa tiltekna greinarstúfs!
--Eftir að fyrir liggur mat "CBO" á afleiðingum slíks feygðaflans!

  • Ef Donald Trump og þingrepúblikanar fremja slíkt skemmdarverk á kjörum almennings innan Bandaríkjanna, og samtímis á lýðheilsu innan Bandaríkjanna!
    --Ætti Donald Trump og þing Repúblikanar allt það skilið, sem á þeim mundi dynja í kjölfarið án vafa!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst, þá er maðurinn ljótur kall fyrir að vilja "fella" Obamacare ... núna er hann ljótur kall, fyrir að leyfa Obamacare að halda áfram og fall um sjálft sig.

Maðurinn getur ekkert framið "pólitískt sjálfsmorð".  Þetta er maður "man on a mission", sem telur sig geta "Bjargað Bandaríkjunum".

Þú heldur náttúrulega, að allt þetta er bara af ástæðulausu og bullar og ruglar fram og tilbaka, út af hatri út í manninn.  Hvort á hann að breita eða ekki breita Obamacare ... ertu búinn að ákveða þig.

Maðurinn getur ekkert bjargað Bandaríkjunum ... of seint ... Kína er orðið of stórt, og Rússar of máttugir ... vegna fólks eins og Hillary og annarra í Evrópu.  Sjáðu Danmörk ... þetta er dæmigert "socialist land".  Sérðu einhverja framtíð fyrir danmörk? Landið er bara "skítabæli" eiturlyfjaneytenda og hóruunga. Framtíð? enginn. Jú, verður að Araba Lýðveldi innan 50 ára ... þar sem þeir ganga um í kuflum, syngja "alla balla" og bíða eftir að Guð komi og drepi alla hina í heiminum. Þokkalegt fólk, eða hitt þó heldur.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.7.2017 kl. 06:44

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, þú greinilega fylgist nákvæmlega ekki neitt með - til þess að það gerist, þarf að stuðla að því með vísvitandi aðgerðum - sem er greinilega að ég er að segja ef þú hefðir lesið greinina mína hér að ofan; t.d. með því að skera niður fjármagn sem Obama-Care þarf til að það kerfi starfi áfram.
--Varðandi hvort maðurinn er á "mission" til að bjarga Bandar. skiptir ekki máli --> Ef þær leiðir sem hann fer, eru það hundvitlausar sem þær virðast ætla að vera.
--Síðan bullar þú einhverja dómadags endaleysu um Danmörku, sem kemur málinu ekki neitt við - Nei, þ.e. nákvæmlega engin hætta á því að Danmörk verði Múslimaland eftir 50 ár --> Þú greinilega hefur verið að lesa bull á Breitbart eða einhverju sambærilegu rugl bæli. En þessi hrun kenning V-Evr. er versta rugl seinni tíma, sem Bannon les yfir heimsbyggðina.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.7.2017 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband