18.7.2017 | 13:57
Donald Trump virðist vera að fremja hægt en öruggt pólitískt sjálfsmorð - heilsugæsla í sveitahéröðum innan Bandaríkjanna að hrynja
Rétt að taka strax fram að hrun það sem ég nefni er ekki Donald Trump að kenna -- fram að þessu!
Heldur er að ræða afleiðingu þess, að það hefur verið að smám saman að fækka í sveitahéröðum.
Á sama tíma streymir fólk til borga - afleiðing að umsvif spítala og heilsugæslustöðva í sveitahéröðum minnka, án þess að fastur kostnaður þeirra minnki að sama skapi.
Í örvæntingu eru þessar sjálfseignarstofnanir, sem reka sig þar með fyrir eigið rekstrarfé, að skera saman seglin eins og þær geta, með því að minnka þjónustu.
En samt hafa 119 sveitaspítalar eða heilsugæslur lokað síðan 2005.
Mynd sýnir þróun í Alabama - einu því fylkja sem verst hafa orðið úti:
More hospital closings in rural America add risk for pregnant women
Málið er að ef þingfrumvarp það sem Repúblikanar eru með á þingi, og Donald Trump styður, nær fram að ganga --> Mun þessi slæma þróun ágerast hratt!
En ástæðan er sú, að mörg sveitahéröð eru mjög háð greiðslum frá MedicCare. Og í þingfrumvarpi Repúblikana, "Repuplican-Care" eru framlög til MedicCare skorin niður um milljarða dollara.
Þó svo að MedicCare greiði einungis hluta af kostnaði sjúklinga, dugar það oft til að brúa bil - svo fólk með takmarkaðar tekjur geti notast við þjónustu sveitaspítalanna eða sveitaheilsugæslanna.
Þannig að ef sá niðurskurður á MedicCare nær fram að ganga, fækkar þeim sem hafa fjármagnslegt bolmagn til þess að leita til þeirra sjálfseignarstofnana -- enn frekar en orðið er.
--Í staðinn ætla Repúblikanar að fjármagna skattalækkun til þeirra sem betur mega sín!
Afleiðingin verður þá sú, að þessum stofnunum fækkar enn hraðar -- þ.s. enn fleiri lenda þá í hallarekstri, loka þá óhjákvæmilega fyrir rest.
Skv. því stefni í að hátt hlutfall sveitahéraða innan Bandaríkjanna verði eftir nokkur ár, nærri algerlega án heilsuþjónustu þar á meðal talið - án bráðaþjónustu.
- Obama-Care náði ekki að stöðva þessa þróun, þ.s. fjármögnun kerfisins var ekki nægilega rausnarleg af hinu opinbera.
- En með því, að skera enn frekar á opinbera fjármögnun -- þá getur það ekki haft aðra afleiðingu en þá, að þróunin ágerist af enn meiri hraða en fyrr.
Kort yfir kosningasigur Trumps
Til samanburðar, kort yfir svæði þ.s. heilsuvernd er í hraðri hnignun! Eins og sést á samanburði milli korta er hnignun heilsugæslu hröðust á svæðum er kusu meirihluta Donald Trump
Endurtek: Hnignunin fram að þessu er ekki Trump að kenna! En á hinn bóginn, hljóta kjósendur á þessum svæðum að kenna Trump um, ef Trump framkvæmir aðgerðir er skerða enn frekar verulega þeirra aðgengi að heilsugæslu!
Af hverju pólitískt sjálfsmorð fyrir Donald Trump? Svar - Donald Trump fékk mjög öflugan stuðning frá verkafólki í einmitt sveitahéröðum Bandaríkjanna. Einmitt því fólki, sem stefni í að missi bráðnauðsynlega þjónustu á nk. árum - og að auki verði svipt þeim möguleika að geta haft efni á heilsu-tryggingum.
--Ef "Republican-Care" sem Donald Trump styður - nær fram að ganga!
----:Donald Trump, með því að styðja aðgerðir þing Repúblikana - er að míga í eigin skó!
Niðurstaða
Aðgerðir Donalds Trump að afleggja Obama-Care, með þeim hætti að stuðningur við heilsugæslu í dreifbýli yrði fyrir stórskerðingu - ásamt því að milljónir kjósenda hans einmitt í sömu sveitahéröðum mundu verða sviptir þeim möguleika að geta haft efni á heilsu-tryggingum.
--Sú stefna Donalds Trump hlýtur að teljast hægt en öruggt pólitískt sjálfsmorð.
--En allar kannanir sýna að þessi stefna sé óskaplega óvinsæl.
Sjá umfjöllun mína um skoðanakönnun innan Bandaríkjanna, þar sem m.a. þessi tiltekna andstaða kemur ákaflega skýrt fram: 48% Bandaríkjamanna andvígir Trump forseta - Trump forseti nýtur stuðnings 36% Bandaríkjamanna á sama tíma.
Ef Donald Trump heldur áfram að eyðileggja sinn eigin fylgisgrunn, getur það vart haft aðra afleiðingu en þá að stuðningur við hann haldi áfram að koðna niður.
--Skv. þeirri könnun styður einungis 24% kjósenda - "Republican-Care."
Það þíðir, þ.s. Trump enn hefur 36% fylgi - að verulegt hlutfall hans kjósenda, séu andvígir "Republican-Care."
--Skv. því getur 12% af núverandi stuðningi Donalds Trumps verið í hættu, ef tilraunir hans og Repúblikana um að skipta "Obama-Care" út fyrir miklu minna rausnarlegt við almenning prógramm - halda áfram.
Stuðningur Donalds Trumps við "Republican-Care" er klárlega ákaflega ósnjallt fyrir Donald Trump sjálfan!
--Hinn bóginn, má Trump alveg mín vegna - fremja pólitískt sjálfsmorð!
Það þíði einfaldlega að það verður annar forseti kjörinn í kosningunum 2020!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 19.7.2017 kl. 04:15 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru TRUMBARNIR ekki lika hér á Íslandi ! HVERNIG er heilsugæslan stödd- allstaðar á landinu ???
Erla Magna Alexandersdóttir, 18.7.2017 kl. 21:04
Þetta er vonandi orðum aukið,enda stíma Kratar á fullu blússi með allt í botni að gera úlfalda úr mýflugu.
Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2017 kl. 00:31
Erla, kerfið hér er hátíð í samanburði. Miklu mun rausnarlegra þegar kemur að stuðningi við þá sem minna mega sín. Það sést einnig vel ef gerður er samanburður milli landa og skoðuð er staða lýðheilsu - hvort tveggja meðalaldur og barnadauði er t.d. lægri hér, ef tveir þættir séu nefndir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.7.2017 kl. 04:05
Helga, þetta er mjög einfalt, að ef þú skerð verulega mikið niður fjármögnun til heilsugæslumála, sbr. ma.dollara niðurskurður á MedicAid - samtímis og svæðisbundin hnignun af ofangreindu tagi er í gangi -- þá að sjálfsögðu vex hraðinn á þeirri hnignun.
Síðan að ef stuðningur við þá sem eru í lægri tekjuþrepun við kaup þeirra á sjúkratryggingum er einnig skorinn niður aftur um ma.dollara -- þá að sjálfsögðu fjölgar verulega í lægri tekjuþrepum sem ekki hafa lengur aðgengi að almennri heilsugæslu.
--Meðan að Trump virðist styðja við frumvarp Repúblikana á þingi sem mæli fyrir slíkum niðurskurði í hvorum tveggja þessara málaflokka!
--Nú, ef hann er of heimskur til að fatta þetta, þá sýpur hann biturt seyði af því í því síðar meir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.7.2017 kl. 04:11
Eini maðurinn sem er að fremja pólitískt sjálfsmorð, ertu sjálfur Einar ... þetta hatur þitt á Trump og Putin kemur þér sjálfum í koll.
Hvað Trump varðar, hef ég alltaf sagt að hann fái ekki að vera forseti ... en, littli vinur ... bíddu við og sjáðu afleiðingarnar af því sem er að gerast.
Þú ert eins og bóndinn, sem marbendill hló að ... sama á við um kratana, enda hafa þeir sett öll lönd og heimsálfur á hausinn, sem þeir hafa stjórnað.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.7.2017 kl. 07:07
Bjarne, ég fyrirlít þá báða af fullkominni einlægni - vonast til að þeirra ferli ljúki sem fyrst; til bóta fyrir bæði löndin frá mínum bæjardyrum séð. Pútín sé eins og blóðsugupadda á Rússlandi.
--Þú mátt þó útskýra hvernig ég frem pólit. sjálfsmorð - þ.s. ég er ekki pólitíkus, m.ö.o. hvergi í opinberu embætti né nokkru pólitísku embætti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.7.2017 kl. 13:28
Ég hefði gaman að lesa samantekt hjá þér Einar af hverju þú fyrirlítur þessa tvo forseta.
Mofi, 20.7.2017 kl. 12:08
Hvað þarf að bíða lengi á Íslandi til að komast í mjaðma og hnéliða aðgerðir? Eru það klukkutímar, dagar, vikur mánuðir eða nokkur ár? Svarið er; nokkur ár.
Af hverju koma 400 þúsund Kanadamenn til USA til lækninga á hverju ári í þetta óþverra heilbriðiskerfi í USA, af hverju fara Kanadamenn ekki í hið glæsilega íslenska heilbriðiskerfi? Svarið er íslenska kerfið sucks og kerfið í USA er ekki með margra mánaða eða ára bið, þess vegna koma Kanadamenn til USA en ekki til Íslands.
Ég hef verið íheilbrigðiskerfinu í USA og hef ekki neitt yfir því að kvarta, enda hef ég farið undir hnífa á skuðvorði, samdægurs eða sömu viku ef ég vildi einhvern sérstakan skurðlæknir.
Það sem menn geta dásamað heilbrigðiskerfið á Ísland er stór furðulegt, með sjúkrarúmin á göngum sjúkrahúsanna, er fyrir utan minn skilning.
Hvað var fylgi Trompsins viku fyrir kosningar og hvað var fylgi Hildiríðar Klinton viku fyrir kosningar? Hvort þeirra er forseti í dag?
Spurningin á auðvitað að vera hver borgaði fyrir þessa síðustu skoðunarkönnun?
Kveðja frá Seltjarnarnesi
Jóhann Kristinsson, 20.7.2017 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning