16.7.2017 | 23:44
48% Bandaríkjamanna andvígir Trump forseta - Trump forseti nýtur stuðnings 36% Bandaríkjamanna á sama tíma
Mig grunar að Donald Trump geti verið óvinsælasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna - eftir einungis 6 mánuði við störf. Þá meina ég, að það geti verið að enginn annar hafi verið álíka óvinsæll eða jafnvel óvinsælli eftir einungis 6 mánuði við störf!
--Þetta eru a.m.k. afar sérstakar óvinsældir!
Þetta kemur fram í könnun ABC News: Washington Post-ABC News poll.
Poll finds Trumps standing weakened since springtime
Trump ókátur!
- Ertu sáttur/ósáttur við frammistöðu Donalds Trumps sem forseta?
Sáttir: 36%. Ósáttir: 48%. - Ertu sáttur/ósáttur við störf Donalds Trumps forseta hvað varðar stöðu efnahagsmála?
Sáttir: 43%. Ósáttir: 41%. - Gengur Donald Trump vel/ílla að koma stefnu sinni fram?
Vel: 38%. Ílla: 55%. - Hefur Donald Trump staðið betur/verr en síðustu forsetar?
Betur: 23%. Verr: 50%. - Hefur leiðtogahlutverk Bandaríkjanna í heiminum styrkst/veikst í tíð Donalds Trumps?
Styrkst: 27%. Veikst: 48%. - Treystir þú/vantreystir þú hæfileikum Donalds Trumps til þess að semja við leiðtoga heims fyrir hönd Bandaríkjanna?
Treystir: 34%. Vantreystir: 66%. - Treystir þú/vanstreystir þú Donald Trump til að semja fyrir hönd Bandaríkjanna við Pútín forseta Rússlands?
Treystir: 32%. Vantreystir: 66%. - Á grundvelli þess sem þú hefur heyrt, telur þú/telur þú ekki, að Rússland hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu forsetakosninganna 2016?
Telja Rússland hafa reynt að hafa áhrif: 60%. Telja Rússland ekki hafa reynt: 31%. - Telur þú að Demókrataflokkurinn standi fyrir eitthvað, eða sé bara á móti Trump?
37% Segja hann standa fyrir eitthvað. 52% Segja hann einungis á móti Trump. - Telur þú Donald Trump samvinnuþíðan/ósamvinnuþíðan gagnvart rannsókninni á hugsanlegum afskiptum rússneskra stjórnvalda á kosningunum 2016?
Samvinnuþíður: 37%. Ósamvinnuþíður: 52%. - Var fundur Donalds Trumps yngra, Jareds Kushner, Paul Manaford kosningastjórna Donalds Trumps núverandi forseta - með rússneskum lögfræðingi er falbauð upplýsingar sem hún sagði skaðlegar Hillary Clinton; réttmætur eða óréttmætur?
Réttmætur: 26%. Óréttmætur: 63%. - Viltu halda í ObamaCare eða styður þú áætlun Repúblikana?
ObamaCare áfram: 50%. Áætlun Repúblikana: 24%. - Hvort er mikilvægara að veita lágtekjufólki aðgengi að heilsugæslu á viðráðanlegum kjörum - eða skera niður skatta?
63% Vilja veita lágtekjufólki heilsugæslu. 27% Vilja frekar lækka skatta.
Ef maður íhugar fyrri forseta Bandaríkjanna!
Er Trump eftir 6-mánuði í embætti svipað óvinsæll og George Bush var varð á sínu seinna kjörtímabili. En hvorki Obama eða Bill Clinton fóru nokkru sinni niður fyrir 40% stuðning kjósenda.
Eins og myndin að ofan sýnir - heldur Trump ennþá stuðningi Repúblikana.
Meðan að Trump tapar töluvert stuðningi meðal fólks - sem ekki er skráð í annan hvorn megin flokkinn.
Áhugavert að einungis -- Repúblikanar virðast hafa trú á getu Trumps sem samningamanns fyrir hönd Bandaríkjanna.
--En tölurnar virðast sýna, að allir aðrir Bandaríkjamenn vantreysta getu Trumps þar um.
Ljóst virðist, að tilraun Trumps og Repúblikana - til að afnema Obama-care, virðist ekki auka þeirra vinsældir!
--Möguleiki að það mál ráði mestu um minnkun vinsælda forsetans.
--Hinn bóginn hefur nóg annað verið í gangi sl. 6 mánuði.
Niðurstaða
Það er eiginlega alltof veikt orðalag að tala um Donald Trump sem - umdeildan. Hann er eiginlega orðinn verulega meira en einungis umdeildur.
--Rétt að nefna að Hollande fyrrum forseti Frakklands, fór alla leið niður í einungis 3% stuðning almennra kjósenda.
Sannarlega hóf Trump ekki störf með mjög öflugan stuðning, en fall úr 42% stuðningi í 36% stuðning, er þó klárlega tilfinnanlegt áfall.
--En það hlýtur að þíða, að Trump sé stærstum hluta þegar búinn að þurrausa sitt póliíska "capital."
En mig hefur grunað að Trump verði - "Lame Duck."
--Það gæti verið búið að gerast áður en þessu ári er lokið.
En ferill Trumps niður hefur verið algerlega einstakur.
--Eða a.m.k. ég man ekki eftir nokkru sambærilegu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 565
- Frá upphafi: 860907
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Virkilega? Dugmikill pólitíkus búin að þurrka upp afleiðingu þiðinnna klaka-klumpa sem ylur hans olli BNA.Trump á sannarlega erindi í æðsta embætti USA.
Helga Kristjánsdóttir, 17.7.2017 kl. 06:01
Á 6-mánuðum hefur hann afrekað það, að 2/3 Bandaríkjamanna annað af tvennu - vantreysta honum eða lísa yfir fullri andstöðu við hann persónulega.
Það eru til lýsingarorð - en "dugmikill" er ekki eitt þeirra orða sem lýsa slíkum árangri. Nema meining orðanotkunar sé kaldhæðin.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.7.2017 kl. 12:34
Sjálfur talar þú um afrek hans hér,en í málsgreininni sem ég lagði út af skýrir þú að ætlað vinsældatap hans þíði að hann hafi þurrausið sitt Pólitíska Capital. Ég legg ekki í vana minn að finna að stafsetningavillum,sjálfum verður manni á þótt viti stundum betur eða skrensi.
Eins og þú notar sögnina er hún með breiðum sérhljóða,komin af þjóð- Þýða.
,,,,, ,,,, ,,,,, ,,,,,,,
Auðvitað var þetta argasta kaldhæðin ærusta og ég lét blessaðan kallinn þurrka upp eftir sig eftir að hafa þítt pólitísku ísklumpana. Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 17.7.2017 kl. 23:58
Það virðist afar líklegt að hans pólitíska "capital" sé þurrausið - vart hjálpar til nú þegar nýjustu fréttir segja að tilraun hans til að skipta út "Obama-Care" sé hrunin líklega -- skv. nýjustu fréttum mælir hann með því að láta kerfið hrynja, en Repúblikanar geta látið það gerast - ef þeir ákveða að vísvitandi skera niður fjármagn til þess kerfis.
--Það væri á hinn bóginn ákaflega ábyrgðarlaust, því þá mundi aðgengi mjög margra Bandaríkjamanna að heilsugæslu samstundist hverfa --> Þú getur skoðað þarna uppi í könnuninni svör Bandaríkjamanna við því, hvort almenningur þar vill að "Obama-Care" sé eyðolögð eða látin halda áfram.
--Svo óvinsælar séu þær tilraunir hans sjálfs og þing Repúblikana, að meðan Trump heldur þessu áfram --> Rökrétt halda vinsældir hans áfram að hjaðna --> En þær tilraunir hans og þing Repúblikana skaða fjölda af hans eigin stuðningsmönnum, sérstaklega í sveitahéröðum er upp til hópa kusu hann.
**Ég ætla ekki að spá því, en ef hann heldur áfram að eyðileggja sinn eigin fylgisgrunn - þá heldur fylgið áfram að koðna saman, það virðist rökrétt --> Kannski verður hann eins óvinsæll eða almennt fyrirlitinn og Hollande varð fyrir rest.
-------------
Hann er að klúðra sínu tækifæri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.7.2017 kl. 13:06
Það verður að viðurkennast að allsstaðar i þjóðríkjum er krafa um fjármegn til heilsugæsla efst á blaði. En eitthvað er bogið við "Obama Care"sem ég því miður þyrfti að lesa aftur,ætli ég að yfirleitt að blanda mér í þau skrif.
Helga Kristjánsdóttir, 18.7.2017 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning