16.7.2017 | 23:44
48% Bandaríkjamanna andvígir Trump forseta - Trump forseti nýtur stuðnings 36% Bandaríkjamanna á sama tíma
Mig grunar að Donald Trump geti verið óvinsælasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna - eftir einungis 6 mánuði við störf. Þá meina ég, að það geti verið að enginn annar hafi verið álíka óvinsæll eða jafnvel óvinsælli eftir einungis 6 mánuði við störf!
--Þetta eru a.m.k. afar sérstakar óvinsældir!
Þetta kemur fram í könnun ABC News: Washington Post-ABC News poll.
Poll finds Trumps standing weakened since springtime
Trump ókátur!
- Ertu sáttur/ósáttur við frammistöðu Donalds Trumps sem forseta?
Sáttir: 36%. Ósáttir: 48%. - Ertu sáttur/ósáttur við störf Donalds Trumps forseta hvað varðar stöðu efnahagsmála?
Sáttir: 43%. Ósáttir: 41%. - Gengur Donald Trump vel/ílla að koma stefnu sinni fram?
Vel: 38%. Ílla: 55%. - Hefur Donald Trump staðið betur/verr en síðustu forsetar?
Betur: 23%. Verr: 50%. - Hefur leiðtogahlutverk Bandaríkjanna í heiminum styrkst/veikst í tíð Donalds Trumps?
Styrkst: 27%. Veikst: 48%. - Treystir þú/vantreystir þú hæfileikum Donalds Trumps til þess að semja við leiðtoga heims fyrir hönd Bandaríkjanna?
Treystir: 34%. Vantreystir: 66%. - Treystir þú/vanstreystir þú Donald Trump til að semja fyrir hönd Bandaríkjanna við Pútín forseta Rússlands?
Treystir: 32%. Vantreystir: 66%. - Á grundvelli þess sem þú hefur heyrt, telur þú/telur þú ekki, að Rússland hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu forsetakosninganna 2016?
Telja Rússland hafa reynt að hafa áhrif: 60%. Telja Rússland ekki hafa reynt: 31%. - Telur þú að Demókrataflokkurinn standi fyrir eitthvað, eða sé bara á móti Trump?
37% Segja hann standa fyrir eitthvað. 52% Segja hann einungis á móti Trump. - Telur þú Donald Trump samvinnuþíðan/ósamvinnuþíðan gagnvart rannsókninni á hugsanlegum afskiptum rússneskra stjórnvalda á kosningunum 2016?
Samvinnuþíður: 37%. Ósamvinnuþíður: 52%. - Var fundur Donalds Trumps yngra, Jareds Kushner, Paul Manaford kosningastjórna Donalds Trumps núverandi forseta - með rússneskum lögfræðingi er falbauð upplýsingar sem hún sagði skaðlegar Hillary Clinton; réttmætur eða óréttmætur?
Réttmætur: 26%. Óréttmætur: 63%. - Viltu halda í ObamaCare eða styður þú áætlun Repúblikana?
ObamaCare áfram: 50%. Áætlun Repúblikana: 24%. - Hvort er mikilvægara að veita lágtekjufólki aðgengi að heilsugæslu á viðráðanlegum kjörum - eða skera niður skatta?
63% Vilja veita lágtekjufólki heilsugæslu. 27% Vilja frekar lækka skatta.
Ef maður íhugar fyrri forseta Bandaríkjanna!
Er Trump eftir 6-mánuði í embætti svipað óvinsæll og George Bush var varð á sínu seinna kjörtímabili. En hvorki Obama eða Bill Clinton fóru nokkru sinni niður fyrir 40% stuðning kjósenda.
Eins og myndin að ofan sýnir - heldur Trump ennþá stuðningi Repúblikana.
Meðan að Trump tapar töluvert stuðningi meðal fólks - sem ekki er skráð í annan hvorn megin flokkinn.
Áhugavert að einungis -- Repúblikanar virðast hafa trú á getu Trumps sem samningamanns fyrir hönd Bandaríkjanna.
--En tölurnar virðast sýna, að allir aðrir Bandaríkjamenn vantreysta getu Trumps þar um.
Ljóst virðist, að tilraun Trumps og Repúblikana - til að afnema Obama-care, virðist ekki auka þeirra vinsældir!
--Möguleiki að það mál ráði mestu um minnkun vinsælda forsetans.
--Hinn bóginn hefur nóg annað verið í gangi sl. 6 mánuði.
Niðurstaða
Það er eiginlega alltof veikt orðalag að tala um Donald Trump sem - umdeildan. Hann er eiginlega orðinn verulega meira en einungis umdeildur.
--Rétt að nefna að Hollande fyrrum forseti Frakklands, fór alla leið niður í einungis 3% stuðning almennra kjósenda.
Sannarlega hóf Trump ekki störf með mjög öflugan stuðning, en fall úr 42% stuðningi í 36% stuðning, er þó klárlega tilfinnanlegt áfall.
--En það hlýtur að þíða, að Trump sé stærstum hluta þegar búinn að þurrausa sitt póliíska "capital."
En mig hefur grunað að Trump verði - "Lame Duck."
--Það gæti verið búið að gerast áður en þessu ári er lokið.
En ferill Trumps niður hefur verið algerlega einstakur.
--Eða a.m.k. ég man ekki eftir nokkru sambærilegu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 863639
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 373
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Virkilega? Dugmikill pólitíkus búin að þurrka upp afleiðingu þiðinnna klaka-klumpa sem ylur hans olli BNA.Trump á sannarlega erindi í æðsta embætti USA.
Helga Kristjánsdóttir, 17.7.2017 kl. 06:01
Á 6-mánuðum hefur hann afrekað það, að 2/3 Bandaríkjamanna annað af tvennu - vantreysta honum eða lísa yfir fullri andstöðu við hann persónulega.
Það eru til lýsingarorð - en "dugmikill" er ekki eitt þeirra orða sem lýsa slíkum árangri. Nema meining orðanotkunar sé kaldhæðin.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.7.2017 kl. 12:34
Sjálfur talar þú um afrek hans hér,en í málsgreininni sem ég lagði út af skýrir þú að ætlað vinsældatap hans þíði að hann hafi þurrausið sitt Pólitíska Capital. Ég legg ekki í vana minn að finna að stafsetningavillum,sjálfum verður manni á þótt viti stundum betur eða skrensi.
Eins og þú notar sögnina er hún með breiðum sérhljóða,komin af þjóð- Þýða.
,,,,, ,,,, ,,,,, ,,,,,,,
Auðvitað var þetta argasta kaldhæðin ærusta og ég lét blessaðan kallinn þurrka upp eftir sig eftir að hafa þítt pólitísku ísklumpana. Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 17.7.2017 kl. 23:58
Það virðist afar líklegt að hans pólitíska "capital" sé þurrausið - vart hjálpar til nú þegar nýjustu fréttir segja að tilraun hans til að skipta út "Obama-Care" sé hrunin líklega -- skv. nýjustu fréttum mælir hann með því að láta kerfið hrynja, en Repúblikanar geta látið það gerast - ef þeir ákveða að vísvitandi skera niður fjármagn til þess kerfis.
--Það væri á hinn bóginn ákaflega ábyrgðarlaust, því þá mundi aðgengi mjög margra Bandaríkjamanna að heilsugæslu samstundist hverfa --> Þú getur skoðað þarna uppi í könnuninni svör Bandaríkjamanna við því, hvort almenningur þar vill að "Obama-Care" sé eyðolögð eða látin halda áfram.
--Svo óvinsælar séu þær tilraunir hans sjálfs og þing Repúblikana, að meðan Trump heldur þessu áfram --> Rökrétt halda vinsældir hans áfram að hjaðna --> En þær tilraunir hans og þing Repúblikana skaða fjölda af hans eigin stuðningsmönnum, sérstaklega í sveitahéröðum er upp til hópa kusu hann.
**Ég ætla ekki að spá því, en ef hann heldur áfram að eyðileggja sinn eigin fylgisgrunn - þá heldur fylgið áfram að koðna saman, það virðist rökrétt --> Kannski verður hann eins óvinsæll eða almennt fyrirlitinn og Hollande varð fyrir rest.
-------------
Hann er að klúðra sínu tækifæri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.7.2017 kl. 13:06
Það verður að viðurkennast að allsstaðar i þjóðríkjum er krafa um fjármegn til heilsugæsla efst á blaði. En eitthvað er bogið við "Obama Care"sem ég því miður þyrfti að lesa aftur,ætli ég að yfirleitt að blanda mér í þau skrif.
Helga Kristjánsdóttir, 18.7.2017 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning