Ríkisstjórn Trumps sendir öllum ríkjum heims fyrirmæli sem þeim ber að uppfylla innan 50 daga -- eða þegnum þeirra gæti verið bannað að ferðast til Bandaríkjanna!

Það er óhætt að segja að einhvers staðar á hnattkringlunni, verða þessi fyrirmæld umdeild.
Margt af þessu er reyndar fullkomlega eðlilegt - en þarna er að finna atriði sem fjöldi ríkja þegar uppfylla.

Hinn bóginn er þarna einnig að finna atriði er eiga eftir að vekja athygli.
Og einnig líklega verða verulega umdeild!

U.S. demands nations hand over more traveler data

http://images.huffingtonpost.com/2016-11-09-1478731481-7938188-3-thumb.jpg

Fyrir neðan eru atriðin 10 -- sem ríkjum heims ber að uppfylla innan 50 daga!

The U.S. State Department will require all nations to provide extensive data to help it vet visa applicants and determine whether a traveler poses a terrorist threat, according to a cable obtained by Reuters

  1. Countries should issue, or have active plans to issue, electronic passports that conform to ICAO specifications and include a facial biometric image to enable verification of travel documents;
  2. Countries should regularly report lost and stolen passports, whether issued or blank, to the INTERPOL Stolen and Lost Travel Document Database to maintain the integrity of travel documents;
  3. Countries should make available any other identity information at the request of the U.S. including, as appropriate, additional biographic and biometric data and relevant immigration status.
  4. Countries should make available information, including biographic and biometric data, on individuals it knows or has reasonable grounds to believe are terrorists, including foreign terrorist fighters, through appropriate bilateral or multilateral channels;
  5. Countries should make available through appropriate bilateral or multilateral channels criminal history record information, including biographic and biometric data, on its nationals, as well as permanent and temporary residents, who are seeking U.S. visas or border or immigration benefits;
  6. Countries should provide exemplars of all passports and national identity documents they issue to the U.S. Department of Homeland Security’s Immigration and Customs Enforcement Forensic Laboratory, including applicable date ranges and numbering sequences, as required, in order to improve U.S. Government fraud detection capabilities;
  7. Countries should not impede the transfer to the U.S. Government of information about passengers and crew traveling to the United States, such as Advance Passenger Information and Passenger Name Records;
  8. Countries should not designate individuals for international watchlisting as national security threats or criminals solely based on their political or religious beliefs.
  9. Countries should take measures to ensure that they are not and do not have the potential to become a terrorist safe haven;
  10. Countries should accept the repatriation of their nationals who are subject to a final order of removal in the United States and provide travel documents to facilitate their removal;

 

  • Visa Waiver Program countries should meet the statutory and policy requirements of the Visa Waiver Program. After 50 days, the Secretary of Homeland Security, in consultation with the Secretary of State and the Attorney General, must submit to the President a list of countries recommended for inclusion on a presidential proclamation prohibiting the entry of designated categories of their nationals because those countries do not meet the new standards or have an inadequate plans to do so.

 

Atriði 8

Þetta gæti t.d. verið beint að landi eins og Tyrklandi - þ.s. hreyfing kennd við klerkinn, Gulem - hefur verið beitt ofsóknum af Erdogan sl. 12 mánuði.
Þetta gæti einnig beinst að landi eins og Rússlandi eða Kína - þ.s. fólk hefur verið fangelsað skv. mati Amnesti International, vegna skoðana sinna á pólitík.
Eða Írans, þ.s. ofsóknir gegn hópi Bahíá hafa viðgengist lengi.
--Sé því ekki að Bandaríkin geti framfylgt þessu ákvæði.

Atriði 9

Fjöldi landa í heiminum er með veikt ríkisvald - grófustu dæmin eru auðvitað lönd -- þ.s. ríkisstjórn landsins, einfaldlega ræður ekki yfir öllu landinu, sbr:

  • Afganistan þar eru stór landsvæði undir stjórn Talibana,
  • Yemen hefur 2-ríkisstjórnir er keppa um völdin í landinu og reka stríð gegn hvorri annarri,
  • Líbýa hefur 2-ríkisstjórnir sem keppa um völdin í landinu og reka her gegn hvorri annarri, Sómalía er nánast alveg í upplausn,
  • Sýrlandi að sjálfsögðu skipt milli stríðandi fylkinga,
  • Írak - en þar ræður ríkisstjórn einungis um helming landsins,
  • S-Súdan, þar er borgarastríð.

Fyrir utan þetta, er fjöldi landa sem ekki eru beint í upplausn - en þ.s. lög og regla er samt á veikum grunni.
--Fjöldi slíkra landa er í Afríku, einnig má telja einhver lönd í Mið-Ameríku og S-Ameríku til slíkra landa, og einhver Asíulanda.

  • Þá á ég við lönd þ.s. spilling er mjög mikil.
  • Eða að skipulagðir glæpahópar af öðru tagi en hryðjuverkasamtök, hafa mikil ítök.
  • Eða einfaldlega að stjórnvald er veikt - vegna þess að landið er fátækt.

--Mikið af þessum löndum, á sennilega litla sem enga möguleika til að uppfylla skilyrði ofangreind á 50 dögum, hvað þá á 5 eða 10 eða 20 árum.

Atriði 10

Það atriði snýr greinilega að - flóttamönnum eða ólöglegum innflytjendum.
--En nú á greinilega að beita þeirri hótun, að svartlista land þannig að þegnar þess fái ekki yfir höfuð að ferðast til Bandaríkjanna, ef land tekur ekki við fólki til baka.

  1. Þarna er verið að vísa til þess, vænti ég - að algengt er að fólk sé ekki með vegabréf í sínum fórum -- sem gerir það flókið að vísa því úr landi.
  2. En gjarnan, neita lönd að kannast við að viðkomandi -- sé þegn þess lands. Ef bandarísk innflytjendayfirvöld beina fyrirspurnum að því landi.

--Hinn bóginn er sönnunarbyrði erfið.

Hvernig t.d. vita Bandaríkin fyrir víst - að persóna X sé t.d. frá Sierra Leona.
--Ef viðkomandi hefur hent öllum persónuskilríkjum?
--Ef Sierra Leone, neitar að viðkomandi sé frá Sierra Leona?

  1. Tæknilega skv. þessu, gætu Bandaríkin ákveðið -- að loka á alla þegna lands, ef Bandaríkin telja að tiltekinn fjöldi einstaklinga -- sé frá því landi, þó það land þverneiti að kannast við það að þeir einstaklingar séu þaðan.
  2. Það virðist augljóst, að það verði ekki sama - hvaða land á í hlut; þ.e. lönd með veika valdastöðu í heiminum, séu miklu mun líklegri - að verða beitt slíkum hótunum.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu máli.
En fjölmennasti ólöglegi innflytjendahópurinn er náttúrulega frá S-Ameríku, og Mexíkó.
--Sumar borgir í Bandaríkjunum, jafnvel stöku fylki -- hafa neitað að starfa með FBI-skv. fyrirmælum núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Um að aðstoða FBI-í því að leita uppi fólk.

Það er óhætt að segja að málefni ólöglegra innflytjenda séu umdeilt innan Bandaríkjanna, nú sem gjarnan áður! En deilur um innflytjendamál, virðast dúkka upp innan Bandaríkjanna alltaf öðru hvoru.

Það er einnig ágætur möguleiki á -- nettri milliríkjadeilu.
Fer þó eftir því -- gagnvart hvaða ríkjum reynt væri að framfylgja þessu ákvæði, og einnig hversu langt væri gengið þar um.

 

Niðurstaða

Eitt af því áhugaverða við skjalið sem Reuters komst yfir er orðalag þess.
En klárt er af orðalaginu að -- skjalið er fyrirmæli til allra ríkja heims:

"The report outlines the new standards that all 191 countries are required
to meet..."

--"Required to meet" m.ö.o. fyrirmæli sem þau þurfa að uppfylla.

Einhvers staðar á það orðalag eftir að reka upp stór augu! Bandaríkin í sjálfu sér geta sett inngönguskilyrði til Bandaríkjanna - þannig séð setja langsamlega flest lönd heims upp einhvers konar inngönguskilyrði.

En mig grunar að flest lönd mundu vera dyplómatískari í orðalagi -- en nota orðalagið "fyrirmæli sem öll 191 ríki heims skulu uppfylla." Með þeim hætti sé skjal orðað sem sent sé til þeirra allra.
--Einhvers staðar mun það orðalag vera kallað -- hroki.

  1. Það á algerlega eftir að koma í ljós, hvernig bandarísk stjórnvöld fara með mál þeirra fjölmörgu landa - sem algerlega án nokkurs vafa munu ekki uppfylla skilyrðin innan 50 daga.
  2. En klárlega liggur fyrir sá tæknilegi möguleiki -- að löndum þeirra þegnar Donald Trump setur í ferðabann til Bandaríkjanna; að þeim fjölgi mjög verulega.

--Þetta mál gæti þar með orðið stórt sprengiefni - eða ekki.
--Fer algerlega eftir því með hvaða hætti - ákvæðunum verður framfylgt eða ekki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband