Ljóst að sonur Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna er í raunverulegum vandræðum gagnvart bandarískum lögum

Það áhugaverða er að hegðan hans virðist gefa vísbendingu í þá átt að hann átti sig ekki sjálfur alveg á því - að hann geti verið í vandræðum af þess konar tagi að þau geti komið honum í fangelsi.
--En Donald Trump yngri, eins og komið hefur fram í öllum alþjóða fjölmiðlum, birti umdeilda e-maila þ.s. hann greinilega samþykkir að mæta á fund með - rússneskum lögfræðingi.

  1. Þ.e. greinilegt af þeim e-mailum - að hann vissi að lögfræðingurinn væri rússneskur.
  2. Og hann mætti á þann fund, vegna þess að skv. þeim e-mailum var honum talin trú um að til stæði að falbjóða honum -- gögn um Hillary Clinton, er sögð voru skaðleg fyrir hennar framboð.
  • Þannig virðist e-mail syrpa hans, uppfylla skilyrði í bandarískum kosningalögum, er banna að erlendir einstaklingar geri tilraun til þess að hafa áhrif á bandarískar kosningar.
    --Í almennum bandr. hegningarlögum, er bandarískum einstaklingum að sjálfsögðu bannað að aðstoða við lögbrot.

Donald Trump yngri, 39 ára

--Í þessu tilliti skiptir engu máli hverrar þjóðar útlendingur er.
--Málið sé að um útlending sé að ræða, sem sé að falbjóða skaðlegar upplýsingar - ætlað að hafa áhrif á bandarískar kosningar!

Tilvitnanir úr eftirfarandi lögum: 52 USC 30121, 36 USC 510

  1. A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election.
  2. A solicitation is an oral or written communication that, construed as reasonably understood in the context in which it is made, contains a clear message asking, requesting, or recommending that another person make a contribution, donation, transfer of funds, or otherwise provide anything of value.

Punkturinn er sá - eins og kemur fram - að erlendur einstaklingur má ekki taka þátt í tilraun til að hafa áhrif á bandaríska kosningahegðan!

Og það líklega dugar til að koma Donald Trump yngra í vanda -- ef hann mætti til fundarins með það í huga að falast eftir upplýsingum af erlendum einstaklingi - í því skini að hafa áhrif á bandarískar kosningar.
--M.ö.o. þurfi það ekki endilega til að kaupin hafi farið fram!

 

Tilvitnanir í nú fræga e-maila Trumps yngra

'I love it': Donald Trump Jr

On June 3, 2016, Mr Goldstone emailed Mr Trump Jr to say that Aras Agalarov had been given "very interesting" information from the crown prosecutor of Russia "which would incriminate Hillary and her dealings with Russia and would be very useful to your father."
Mr Goldstone wrote: "This is obviously very high level and sensitive information.
"I can also send this information to your father, but it is ultra sensitive so wanted to send to you first."

Mr Trump Jr replied 17 minutes later.
"If it's what you say I love it especially later in the summer," he wrote.

On June 6 Mr Goldstone emailed again, offering to put Mr Trump Jr in touch with his client, Emin Agalarov.

Mr Trump Jr agreed to speak to the singer, who Mr Goldstone explained was on stage performing, but would be able to speak to him 20 minutes later.

The following day, Mr Goldstone emailed Mr Trump Jr again.
"Emin asked that I schedule a meeting with you and the Russian government attorney who is flying over from Moscow for this Thursday."

Mr Trump Jr replied: "Thanks Rob appreciate you setting this up." 

Ms Veselnitskaya then met Mr Trump Jr at Trump Tower on June 9 2016, and has described the president’s son as being desperate for information which would damage Mrs Clinton, saying they “wanted it so badly”.

--Donald Trump yngri -- klárlega vissi að hann var að hitta erlendan einstakling.
--Eins og ég benti á, ef maður notast við kosningalög Bandar. - ofangreindar lagagreinar.
--Þá skiptir engu máli hverrar þjóðar útlendingurinn sé.
--Það sem máli skipti, að blátt bann sé við því, að falast eftir upplýsingum frá erlendum einstaklingi í þeim tilgangi að hafa áhrif á bandarískar kosningar.

Þetta sé ekki -treason- þ.s. líklega sé ekki unnt að sanna að Veselnitskaya hafi verið á fundinum á vegum rússneskra stjórnvalda!
Ég þekki ekki viðurlög gagnvart brotum á bandarískum kosningalögum -- en grunar að þau séu ekki nándar nærri eins alvarleg, og gagnvart ásökun um "treason."

  • Þetta geti þítt, að Donald Trump yngri - geti mögulega lent í fangelsi.

 

Niðurstaða

Eins og ég nefndi í gær - líklega mundi faðirinn náða soninn, þ.e. veita honum forsetanáðun, ef hann mundi fá á sig dóm út af fundinum með Veselnitskayaju.
Hinn bóginn, mundu réttarhöld vera óskaplegt drama.
Auðvitað tröllrýða fjölmiðlaumræðu meðan þau mundu standa yfir.

Burtséð frá endanlegri niðurstöðu þeirra.
--Hvernig sem því máli vindur, þá er ljóst að hneyskslismál tengdum framboði sjálfs núverandi forseta Bandaríkjanna - eru komin afskaplega nærri honum sjálfum.

  1. Það verður áhugavert að fylgjast með stöðumati þingmanna Repúblikanaflokksins.
  2. Sérstaklega í Fulltrúadeild Bandaríkjaþaings.

En þar fara fram kosningar 2018.
Ef óvinsældir forsetans vaxa frekar meðal þjóðarinnar.
Gæti vilji a.m.k. Fulltrúardeildar-Repúlikana til að standa með forsetanum, dvínað.

Ef skoðanakannanir fara að líta mjög illa út um sumarið 2018, þá gætu þingmenn Repúblikana í Fulltrúadeild farið verulega að ókyrrast um sína stöðu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hear er það í lagakerfi USA að að þegnar USA sé bannað að tala eða hafa samband við erlenda menn, þó svo að þeir séu í framboði eða starfi í framboði einhvers frambjóðenda?

Punkturinn er sá að það er óheimilt að taka við fjármunum frá erlendu fólki og fyrirtækjum í kosningarsjóð frambjóðenda í USA. En einhverra hluta vegna þá gleymdi Hildiríður Klinton þessu.

Það eru meiri ábendingar til þess að Hildiríður Klinton fékk erlendar greiðslur í kosningarsjóðinn sinn og þá sérstaklega frá Rússum. Enda var Trompið að,fjármagna sína eiginn kosningarbarattu.

Það er líka vitað mál að í pólitík, ekki bara í USA, að frambjóðendur eru ánægðir að fá nógu mikinn skít á andstæðinginn og stundum þarf skíturinn ekkert að vera sannur, tilgangurinn helgar meðalið í pólitík.

Svo hefur það komið fram að það var enginn skítur sem þessi Rússi hafði á Hildiríði Klinton, allt saman fake og fake News New York Times grípa þetta eins og eitthvað stór mál sé á ferðinni.

Fake News Einsi minn ekkert annað.

Kveðja frá Seltjarnarnesi 

Jóhann Kristinsson, 12.7.2017 kl. 05:49

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann Kristinsson, hún er ekki forseti Bandar. Síðan stendur á einhvern er heldur slíku fram að færa sönnur á slíkar ásakanir -- ofangreindar ásakanir á framboð Trump eru greinilega algerlega sannar og að auki, sannaðar.
--Nema þú hafir sannanir fyrir þeim ásökunum er þú nefnir - þá virðist mér þær ásakanir ekki áhugaverðar á þessum punkti.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.7.2017 kl. 11:18

3 identicon

Djöfulsins kjaftæði er þetta ... verður þú aldrei þreyttur á "antí-semitisma-russa" bullinu ... manninum er guðdómlega frjálst að tala við Rússneska kerlingu ... hvaða "starfi" sem hún gegnir.  Sjálfur er bálskotinn í Maríu Zakahrova ... helvíti smellin kerling, sexy og málgefinn.

Ætlarðu nú að nota "Múslima" lög á mig, og hálshöggva mig fyrir að vera smá skotinn í rússneskri kellingu?

Þetta Rússa-hatur, gengur of langt ... og er að gera útaf við Bandaríkin

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.7.2017 kl. 16:34

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar ert þú að fá borgar frá anti trumpistum en BBC sem er anti Trumpary segir Junior saklausan. Hvað er eiginlega að ske hjá þessari vinstri veröld. 

Bjarne sammála þér og ég þarf að kíkja á Maríu en mér finnst allmennt Rússneskar konur hraustlegar og margar fallegar. 

Valdimar Samúelsson, 12.7.2017 kl. 16:57

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne og Valdimar -- ég er með mjög skýra tilvitnun í bandarísk lög.
Það er algerlega ljóst skv. þeim - það er lögbrot skv. bandar. lögum, að vera með fyrirætlanir að kaupa skaðlegar upplýsingar um frambjóðanda fyrir kosningar innan Bandaríkjanna:
Nenni ekki að hlusta á einhverjar kjánalegar ásakanir - aðila sem hafa ekki fyrir því að kynna sér grunnstaðreyndir máls, þegar rás atburða er bersýnilega fara í skapið á þeim.
--Þá eiga menn einfaldlega að stilla sig - hætta að láta eins og kjánar.

    • Bjarne, ef þú endurtekur svona tilhæfulausan dónaskap.

    • Loka ég á þig --> Það verða ekki frekari aðvaranir.

    --Ef það koma aftur hjá þér orðin -rússahatur- sem ásökun beint að mér, eða -anti-semitismi- þá loka ég snarlega á frekari athugasemdir frá þér! Sama gildi um önnur form tilhæfulauss dónaskapar.

      • Ég ætlast til þess að fólk sé dannað í skrifum.

      Valdimar, það á einnig við þig!

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 13.7.2017 kl. 03:34

      6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

      Einar ég hef ekki efast um að þú hafir upplýsingar um það sem þú skrifar um og virði það og biðst því afsökunar á að vera ódannaður.

      Þar sem ég get ekki stjórnað þínum málefnum en leifi mér að koma með ósk og aftur því ég virði þínar greinar. Hvernig væri að senda inn grein um þína rannsókn um Hillary Clinton og Democratana bakvið hana. 

      Valdimar Samúelsson, 13.7.2017 kl. 09:46

      7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

      Einar óskhyggja þín er gífurleg, ef að lög,hafa verið brotin þá eru fólk sem brýtur löginn handtekið ef það eru ekki forsetar USA.

      það eru tvær leiðir að koma forseta USA úr embætti, impeachment and disability to perform the duties of the presidency, article 25 of the USA Constitution.

      Impeachment; það þarf meirihluta í fulltrúa deild þingsins til að ákæra forseta og hverjir eru með meirihluta þar?

      það þarf meirihluta öldungardeildar þingsins til að taka ákæru fulltrúar deildar þingsins fyrir og samþykkja ákæruna og setja Forsetan úr embætti. Hverjir hafa meirihlutan í Öldungardeildini?

      það þarf vara Forsetan til og meirihluta ríkisstjórnar til að koma forsetanum úr embætti samkvæmt article 25 of the USA Constitution. Í hvaða flokki er vara forsetinn?

      Finst þér líklegt að forsetinn verði setur af?

      Hildiríður hins vegar er hægt að setja í járn og í fangelsi af því að hún er ekki forseti, þegar hún verður ákærð.

      Don Trump jr. fundur með rússneskum lögfræðing, sem að Loretta Lynch hleypti inn til USA á special undanþágu vísa eftir að það var búið að neita vísa beiðni hennar, er eins og sagt er í USA "nothingburger." Ekkert kom fram á þessum fundi sem er ákæranlegt. 

      Ég er farinn að vera forvitinn og kanski getur þú sagt mér það Einar; hvað var það sem Don Trump Sr. gerði þér að hatur þitt á manninum er svo áberandi eins og neonljós á Las Vegas Blvd. í Las Vegas?

      Kveðja frá Houston

      Jóhann Kristinsson, 15.7.2017 kl. 21:13

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Jan. 2025
      S M Þ M F F L
            1 2 3 4
      5 6 7 8 9 10 11
      12 13 14 15 16 17 18
      19 20 21 22 23 24 25
      26 27 28 29 30 31  

      Eldri færslur

      2025

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (21.1.): 0
      • Sl. sólarhring: 5
      • Sl. viku: 35
      • Frá upphafi: 0

      Annað

      • Innlit í dag: 0
      • Innlit sl. viku: 34
      • Gestir í dag: 0
      • IP-tölur í dag: 0

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband