Nýtt virkilega óþægilegt hneykslismál fyrir Donald Trump

Það varðar son Trumps, Donald Trump yngri - og það sem verra er að Trump yngri hefur þegar viðurkennt það sem hann er sakaður fyrir; en það hefur hann vart gert nema að málið hafi verið sannað!
--En um er að ræða að Trump yngri hitti í júní 2016 rússneska lögfræðinginn Natalia Veselnitskaya, vegna þess að hún átti að hafa í sínum fórum - skaðlegar upplýsingar fyrir Hillary Clinton.
--Með Donald Trump yngra í för á fundinn voru þeir Jared Kushner eiginmaður Invönku Trump dóttur Donalds Trump eldra, og Paul Manaford - er í júní 2016 var stjórnandi kosningaherferðar Donald Trump eldra, núverandi forseta Bandaríkjanna.
--Paul Manaford sjálfur er í seinni tíð afar umdeildur maður, vegna Rússlands tengsla.

Donald Trump yngri, 39 ára

Donald Trump Jr. hires lawyer for Russia probes

Donald Trump Jr.’s stunning admission to the New York Times

Senate intelligence committee wants to question Donald Trump Jr over his meeting with a Kremlin-linked lawyer

Republicans dismayed by Trump Jr’s meeting with Russian lawyer

Donald Trump Jr. is digging himself a deep legal hole

Sumir lögfræðingar telja að Donald Trump yngir sé í raunverulegum vandræðum, eftir að hafa viðurkennt eftirfarandi:

Donald Trump yngri: “After pleasantries were exchanged,” - “the woman stated that she had information that individuals connected to Russia were funding the Democratic National Committee and supporting Ms. Clinton. Her statements were vague, ambiguous and made no sense. No details or supporting information was provided or even offered. It quickly became clear that she had no meaningful information.”

  • Vandamálið er að kosningalög í Bandaríkjunum - banna að keyptar séu upplýsingar af erlendum einstaklingum - vísvitandi til að skaða einstakling sem er í kjöri innan Bandaríkjanna.

Tilvitnun í lög: "A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election."

  1. "other thing of value" víkki bannið töluvert, þannig að - - það líklega banni einnig kaup á upplýsingum af erlendum einstaklingi - ætlað að hafa áhrif á kosningar innan Bandaríkjanna.
  2. Lögfræðingar telja að auki, að það sé nægilegt til að - hanka Donald Trump yngra, að hann hafi mætt á fundinn í þeim tilgangi að kaupa slíkar upplýsingar --> Það að kaup fóru ekki fram, dugi honum ekki sem vörn í málinu.
  3. Hinn bóginn geti verið flókið að sanna það - - að hann hafi vitað að til stóð að kaupa skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton af erlendum einstaklingi.
  • M.ö.o. í skilningi laganna, skipti ekki máli hvort erlendur einstaklingur er rússneskur eða af einhverju öðru erlendu þjóðerni.

--Donald Trump yngri virðist hafa áttað sig á að hann sé í vanda - skv. frétt þess efnis, að hann hafi ráðið sér lögfræðing -- sem þekktur er fyrir að verja mafíósa.

Þetta mál í sjálfu sér - hankar ekki Donald Trump eldri.
En það lítur að sjálfsögðu ekki vel út fyrir hann - ef sonur hans fer í fangelsi!
--Forseti auðvitað getur náðað dæmda einstaklinga!
--Trump eldri mundi sennilega einmitt gera það!

 

Niðurstaða

Þetta nýja hneyksli er áhugavert, óþægilegt fyrir Trump eldri - því hingað til hefur enginn þetta nærri honum komist í raunveruleg vandræði gagnvart bandarískum lögum, fyrir athæfi tengd framboðsmálum Donalds Trump eldra.

Spurning hvort nokkur trúi frásögn Donalds Trump yngra, að kaupin hafi raunverulega ekki farið fram. En sennilega má treysta því að sérstakur saksóknari sem bandaríska þingið fól að rannsaka óþægileg mál tengd -- framboðsmálum Donalds Trump forseta. Muni spyrja þá alla er mættu á fundinn með Veselnitskayaju, hvað akkúrat fór fram.

En vandi Trumps yngra er að hann sé líklega samt í vanda gagnvart bandarískum lögum, fyrir það eitt að hafa viðurkennt að hafa mætt á fund með erlendum einstaklingi - í því skyni að kaupa af þeim einstaklingi upplýsingar ætlað að hafa áhrif á bandaríska kosningahegðan.
--Spurningin einungis hvort takist að sanna að hann hafi vitað er hann mætti á þann fund, að Natalia Veselnitskaya var útlendingur.
--Það sé einnig spurning hvort nóg sé, ef tekst að sannfæra kviðdóm um það, að hann hafi líklega vitað að hún væri útlendingur - er hann lagði spurninguna fyrir hana, eftir að fundur þeirra var hafinn.

--En ef Donald Trump yngri færi í fangelsi, mundi Donald Trump eldri örugglega veita forsetanáðun!
--Einhverjir fylgismanna Donalds Trump eldra, mundu sennilega túlka það sem sigur!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verður þú aldrei þreyttur á að leika "rasista" ? Þetta er kynþáttahatur ... í fyrsta lagi gegn Trump, af því hann er "ljóshærður" og hinsvegar gegn Rússum ... hvorutveggja er auvirðulegt, og verður hvorki þér, né Bandaríkjunum til framdráttar.

Heimurinn er miklu stærri en littla Ísland, Evrópa og Bandaríkin ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.7.2017 kl. 18:41

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Geisp.

Einar Björn Bjarnason, 12.7.2017 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband