Elon Musk fær samning um að búa til risastóran rafhlöðupakka fyrir Ástralíu

Elon Musk hefur lofað Suður-Ástralíu svæðinu, að rafhlöðupakkinn verði tilbúinn á 100 dögum.
Ef það tekst verður það mjög góð auglýsing fyrir fyrirtæki Musk, og Musk sjálfan.
--Jafnvel svo að það sé ekki endilega víst að þessi tiltekna framkvæmd gangi upp efnahagslega fyrir Tezla fyrirtæki Musks.
--En manni virðist sennilegt að það auki kostnaðinn við verkið, að flýta því svo mikið - sem sennilegt virðist að verið sé að gera.

Tesla wins giant battery contract in Australia, has 100-day deadline

En það sem sennilega hangir á spýtunni, er að ef verkið gengur upp á tilsettum tíma.
Getur Tezla átt von á fleiri slíkum samningum frá Ástralíu og víðar að.
--Enda verkefnið vakið umtalsverða athygli.

https://www.awesomestories.com/images/user/f9a1001120.jpg

Þetta snýst um vandamálið að geyma mikið magn af orku með hagkvæmum hætti!

Málið er að Suður-Ástralíu hérað hefur búið við mikil vandræði í rafkerfi sínu sl. 3 ár, eftir að ákvörðun var tekin um að -- hefja lokun kolaraforkuvera.
--Fjölgun vindorkuvera hefur verið stefna í staðinn.

  1. Útkoman að sjálfsögðu var fyrirsjáanleg, þ.e. miklar spennusveiflur í kerfinu.
  2. Og svokölluð "blackouts" eða víðtækt rafmagnsleysi - við og við, einnig viðvarandi hætta.

"In September, South Australia's 1.7 million residents were left without power, some of them for up to two weeks, when the grid overloaded and collapsed."

Þetta er auðvitað vegna þess - að sólarorka og vindorka framleiðir ekki rafmagn með stöðugum hætti.
Heldur eru toppar og lægðir þar um - er fara efti veðri.
--Ekki sveiflum í eftirspurn innan rafkerfisins eftir rafmagni.
--Að auki geta toppar og lægðir - verið á röngum stöðum innan rafkerfisins.

  1. Engar ódýrar lausnir eru til á þessu.
  2. Þ.e. gríðarlega kostnaðarsamt fyrir atvinnulíf, er rafmagn er mjög óstöðugt - því þá þurfa flest fyrirtæki að kaupa sér, vara-aflstöðvar.
    --Auk þess að heimili þurfa á slíku að halda líklega einnig.

"The battery, designed to light up 30,000 homes if there is a blackout, will be built on a wind farm operated by France's Neoen - parts of which are still under construction."

Það þíðir að verkefni Tezla er ekki nema dropi í hagið - miðað við umfang vanda S-Ástralíu.
En það þíðir á sama tíma - ef útkoman er sú að mat manna er að verkefnið hafi gengið upp, og sé nánar tiltekið hagkvæm eða tiltölulega hagkvæm lausn.
--Þá getur Elon Musk átt von á því að selja margar slíkar rafhlöður til Suður-Astralíu á nk. árum.

  1. Vandamálið er að varðveita rafmagn þegar framleiðslutoppar eru í rafkerfinu.
  2. Svo það rafmagn geti síðan farið inn í kerfið, þegar framleiðslulægðir á rafmagni lenda á kerfinu.

--Lægðir og toppar eru fullkomlega óhjákvæmilegir ef rafkerfi á að vera mjög háð framleiðslu á rafmagni með vindi og sól.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að dæma neitt um það hvort að rafhlöðupakkarnir hans Elons Musk eru lausnin á þeim stóra vanda sem margir klóra sig í hausnum yfir -- vegna áherslunnar á framleiðslu rafmagns með vindi eða sól.

En ef hátt hlutfall er framleitt með vindi eða sól -- þá verður kerfið að innihalda einhvern skilvirkan "buffer" því annars verða spennusveiflur fullkomlega óviðráðanlegar.

  • Hátæknibúnaður þarf yfirleitt stöðugt rafmagn -- sjónvörp og töluvur geta eyðilagst, ef stórir spennutoppar skella yfir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband