Trump ætlar að keppa við Rússland í sölu á gasi til A-Evrópu

Ég ætla ekkert að segja um líkur þess að þessi stefna Trumps hafi erindi sem erfiði. En eitt af stefnuatriðum Trumps, er að auka útflutnings á gasi frá Bandaríkjunum. Og gasfyrirtækin, virðast sjá fyrir sér þann möguleika - að höggva í gasútflutning Rússlands til A-Evrópu.

--Ég sel þetta auðvitað ekki dýrar en ég keypti!

Trump to promote U.S. natgas exports in Russia's backyard

Hugmyndin virðist vera ekki síst sú, að Bandaríkin séu áreiðanlegri

En það hafa komið upp eintök tilvik að deilur hafa sprottið upp milli A-Evrópuríkis og Rússlands, og það legið í loftinu sú hætta - að Rússland mundi hugsanlega skrúfa fyrir gasið.

  1. Members of the initiative include Poland, Austria, Hungary and Russia's neighbors Latvia and Estonia.
  2. "I think the United States can show itself as a benevolent country by exporting energy and by helping countries that don’t have adequate supplies become more self-sufficient and less dependent and less threatened,"
  3. "It undermines the strategies of Putin and other strong men who are trying to use the light switch as an element of strategic offense,"
  4. "In many ways, the LNG exports by the U.S. is the most threatening U.S. policy to Russia,"

Bandaríkin m.ö.o. ætla skv. þessu að notfæra sér það vantraust gagnvart Rússlandi sem er til staðar - en þjóðirnar hafa orðið vitni að því að Rússland getur skrúfað fyrir gas; ef deilur um verð koma upp.

Bandaríkin geta a.m.k. auglýst það sem kost - að dreifa kaupum milli Bandaríkjanna, og Rússlands.
--Þannig minnka áhættu ríkjanna!

  1. "Cheniere Energy Inc (LNG.A), which opened the first U.S. LNG export terminal in 2016, delivered its first cargo to Poland in June. Five more terminals are expected to be online by 2020."
  2. "Tellurian Inc (TELL.O) has proposed a project with a price tag of as much as $16 billion that it hopes to complete by 2022, in time to compete for long-term contracts to supply Poland that expire the same year and are held by Russian gas giant Gazprom (GAZP.MM)."

Rússland hefur auðvitað tiltekið forskot: Stóra atriðið eru auðvitað sá infrastrúktrúr til flutninga á gasi, Rússland hefur til staðar - þ.e. leiðslur, með nægri flutningsgetu.

Kannski hefur Rússland efni á að selja gasið - ódýrar.
--Hinn bóginn eru það nokkuð veik rök.
--Því Rússland að sjálfsögðu vill hámarka sinn gróða af sínu gasi, ekki lágmarka.

Bandaríkin mundu þurfa að treysta á risa-tankskip sérbúin til flutninga á náttúrugasi undir þrýstingi, sem vöka m.ö.o. sbr. "LNG Liquefied natural gas."

  1. Ég spái engu sérstöku um árangur þessarar - söluáætlunar Bandaríkjanna.
  2. Hinn bóginn - væri ég hissa ef þau næðu ekki að taka einhverja sneið af þeirri köku.

--Rússlandi mun auðvitað mislíka, ef Bandaríkin draga út tekjum Rússlands.
--Spurning hvort Rússland getur nokkuð gert í því?

 

Niðurstaða

Ég hef nokkrum sinnum heyrt þá kenningu að Rússland standi svo vel, vegna þess hve mikið af gasi og olíu Rússland enn hefur. En vandamálið er einmitt að --> Rússland hefur nánast ekkert annað en gas eða olíu.
--Enn nærri 70% útflutningstekna Rússlands, eins og er Yeltsin var forseti.

Ég mundi kalla þetta, alvarlegan veikleika.
Ekki styrkleika!

Fyrir utan olíu og gas.
Virðist Rússland einna helst hafa gjaldeyristekjur af vopnasölu.
M.ö.o. ef þ.e. stór vopnasölusamningur eitt árið, getur hlutfall olíu og gas, dottið í 60% það árið.

  • Ef Bandaríkin naga í þessa mikilvægu grein - þ.e. sölu á gasi til Evrópu.
    --Þá gæti það raunverulega veikt rússneskan efnahag.
  • En gasleiðslurnar eru - samtímis veikleiki/sem styrkleiki. En meðan skip geta siglt annað. Þá tekur mörg ár að smíða nýjar leiðslur -- ef Rússland mundi þurfa leita annarra markaða.

--Að naga í gasútflutning Rússland, gæti þar með raunverulega veikt rússneskan efnahag töluvert.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi þér einu sinni enn ... þetta blinda hatur þitt á Rússum, gerir þig blindan ... og heimskan.

Að halda að það sé "ódýrara" að flytja gas með skipum ... ég meina, ertu með fulla fimm? Hvernig í andskotanum, getur þér dottið önnur eins frásinna í hug drengur. Þessi pólitíska stefna byggist á sömu rökum, og vinnsla á olíu jarðefnum.

Ertu svo mikill kjáni, að halda að kaninn muni selja olíu og gas til Evrópu undir kostnaðarverði? Aðeins tímabundið, og munu TAKA það aftur á einhvern annan hátt.

Bandaríkjamenn, eru að "veikja" Evrópu.  Koma í veg fyrir að Evrópa fái sjálfstæði. Þeir eru tilbúnir til að greiða fyrir það ... Rússar, TAPA ENGU á þessu.  Þeir gera samninga við Asíu þjóðir og aðrar eyþjóðir í staðin.  Eftirspurn á gasi og olíu, er það mikill og verdur ALLTAF það mikill, að framboð framyfir eftirspurn er ALLTAF bara tímabundið mál. Það eru enginn rök, að framleiða umfram eftirspurn ... slíkt er gert, af pólitískum ástæðum og þá einungis til að skaða markaðinn.  Slíkt ert gert með tapi, því tímabundið ... og einungis kjánar halda að það sé jákvætt.

Vandamálið hér, er leiðsla GASPROM ... sem gefur Þýskalandi "frelsi".  Ekki bara þýskalandi, heldur öllum ríkjum mið-Evrópu.

Einar, þú ert ekki svona heimskur að sjá þetta ekki. Ertu einhver Evrópu-hatari, sem ert með áróður fyrir þá sem eru að skað Evrópu?

Evrópa í dag, er fyrst og fremst með "heimska" pólitíkusa ... á íslandi, Svíþjóð, Danmörk ... Þýskaland. Frakkar, eru þeir einu sem hafa haft einhvern viti borinn í gegnum tíðina, og það bendir ýmislegt á að Macron gæti verið ok.  Evrópa fór úr því að vera Heimsveldi, sem réði hverju horni á þessari jörð ... í það að vera skítabæli. Bandaríkin, Rússland og Kína hafa skipt heimsyfirráðum á milli sín.  Bretar eru einnig með, en þó ekki að fullu ... Frakkar eru með, en spurning ... saman eru þessar Þjóðir, Bretland, Frakkland, Bandaríkin, Rússland og Kína ... hin fimm armar, 5 arma stjörnunar, þar sem kjarni þessa er í "Pentagon".

Bandaríkjamenn, Rússar og Kínverjar eru engir óvinir ... nema á pappírum.  Deila þeirra á milli, er einungis hvernig eigi að "framkvæma" stefnuna, ekki um stefnuna sjálfa.  Rússar hafa aðstoðað Bandaríkjamenn í Afghanistan.  Rússar eru einnig aðal afl, sem er að "kljúfa" Sýrland eftir stefnu mynstri kanans.

Allar þessar þjóðir eiga einn sameiginlegan óvin ... og það er Mið-Evrópa, og fyrst og fremst þýsku ríkin.

Rússar og Kínverjar, hafa verið undanfarna tvo áratugi að byggja upp silkileiðina.  Byggja gas og olíuleiðslur til Evrópu.

Evrópa á enga olíu sem heitið getur, og lítið sem ekkert gas ... allur iðnaður þeirra er því háður að geta fengið aðstöðu frá öðrum.  Bandaríkjamenn, vilja alls ekki leifa Evrópu að fá "frjálsar hendur". Og eru því með þessu að koma í veg fyrir að gas og olíu leiðslurnar verði lagðar.  Þeir eru líka að koma í veg fyrir að járnbrautirnar verði opnar.

Því EF Evrópa fær þennan aðgang, getur Evrópa orðið stærst í Asíu ... Rússum er andskotans sama, því öll starfsemi Evrópu þarf að fara í gegnum þeirra svæði.  Þess vegna fá þeir aðstöðu til að hafa fingur í málum.  Þetta er einnig ástæðan fyrir nærveru þeirra í Sýrlandi.  Að koma í veg fyrir að hægt verði að binda Evrópu, við Bandaríkin einungis.

Allar þessar þjóðir, vilja gera Evrópu að "Consumer".  Þær eru ALLAR, ALLAR MEÐ TÖLU, óvinir okkar.  Þeirra á milli, eru þeir að rífast um ... hver sé stærstur, en ALLIR eru þeir sammála um að halda Evrópu frá því að verða það sem hún var.  Bandaríkin hafa verið ötulust í, að grafa undan ESB ... sem dæmi.  Þó svo að erfiðleikar ESB, er fyrst og fremst heimsku þeirrar sjálfra um að kenna.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.7.2017 kl. 07:53

2 identicon

Annað, sem þú þarft að gera þér grein fyrir ... öll "auðæfi" austur-Evrópu eru í Rússlandi.  Rússar lögðu niður Varsjár-bandalagið vegna þess að þeim var enginn hagur í því.  Austur-Evrópu þjóðirnar voru lítið annað en börn á spena, og sala á olíu og gass til þessarra svæði gaf Rússlandi EKKERT í aðra hönd.

Á sama tíma, og samkeppni milli kanans og rússa um yfirráðin í mið-Evrópu lauk.  Hætti kaninn öllum "stuðningi" við Evrópu, og atvinna hér ... bókstaflega hvarf á einni nóttu. Svíþjóð, Danmörk, Noregur ... sem dæmi, urðu nánast umsvifalaust yfirbugaðar af atvinnuleysi.  Allar tölur um uppgang hér, eru falsaðar.  Raunverulegt atvinnuleysi, eru undir "hættumörkum", en er á stiginu 12-20%.  Ríkin hér, halda uppi "góðratölum" á pappírum, með því að draga úr gæðum.  Það er ódýrara fyrir Ríkið (reiknaðu þetta sjálfur), að hafa fólk á atvinnuleysisbótum ... og fá hagnað frá fyrirtækjum, í stað þess að missa hann í laun og "consumption".  Ábyrgðir á "vörum" hefur farið úr 3 árum, niður í 1 ár.  Dregið er úr heilsugæslu, frá ári til árs ... til að draga úr kostnaði, vegna samdráttar.

Annað sem þú þarft að athuga, er að "einangrun" Rússa er ekki nauðsynlega gerð til að "refsa" Rússum. Því Rússar eru engir getuleysingjar, sem ekki geta byggt hlutina sjálfir.  Þegar búið er að "loka" á að þeir geti fengið "ódýrari" og kanski jafnvel "betri" afurðir frá Evrópu.  Framleiða þeir þetta sjálfir, og verða sjálfum sér nógir.

Þú þarft að spyrja sjálfan þig, er það ekki raunverulegur ásettningur kanans að Rússar verði "sjálfum sér nógir". Því EF, og ég meina HVAÐ EF, samvinna Rússa við Evrópu, geri einnig Rússa háða pólitískum áhrifum frá Evrópu. Að Rússar "hagnist" á því að hafa sölu og kaup i Evrópu, er tvíeggja sverð ... það gerir LÌKA RÙSSA HÀÐA OKKUR.  Að rússar verði sjálfstæðir og "óháðir" Evrópu, er í raun HÒT við Evrópu. Þeir eru nágrannar okkar, ekki kaninn.

Þetta eru "angles", sem þú aldrei lítur út í.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.7.2017 kl. 08:09

3 identicon

Aldrei nokkrun tima, að vanmeta andstæðinginn ... aldrei.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.7.2017 kl. 08:31

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, þú getur bullað svo óskaplega -- 99% fólks veit sannleikann á því hvað gerðist með Varsjár bandalagið:

    • Það hrundi, það að tala um að það hafi verið lagt niður, er annaðhvort vísvitandi sögufölsun eða þú hefur verið fylltur af ranghugmyndum af einhverjum 3-aðila sem ég þekki ekki.

    • Varsjárbandalagið var fyrirbæri, sem haldið var uppi með valdi eingöngu -- slík fyrirbæri hrynja alltaf þegar einhverra hluta vegna, valdið þverr.

    • Rússland eða nánar tiltekið, Sovétríkin -- réðu ekki lengur við uppihald þess valdskerfis er þau höfðu byggt upp.

    Um leið og það varð ljóst, hrundi það valdkerfi nánast samstundis.
    Fyrt, yfirgáfu þjóðir í A-Evr. það valdkerfi, uppreisnir sem betur fer flestar voru friðsamar.
    Síðan, sprakk ríkið sjálft er hafði viðhaldið því valdkerfi -> Er Yeltsin lýsti yfir sjálfstæði Rússlands, og sprengdi upp Sovétríkin sjálf.

    Þjóðir A-Evr. margar hverjar tóku síðan eftir það, eigin ákvarðanir um sína framtíð.
    Flestar ákváðu að ganga Vesturlöndum á hönd, fullkomlega sjálfviljugar.
    --En kerfi Vesturlanda hefur aldrei verið kerfi byggt eingöngu á valdi.
    --Heldur frekar, kerfi byggt á - hagsmunum þátttöku landa.
    M.ö.o. samvinnukerfi --> Ekki þrælskerfi/nauðungarkerfi eins og Sovétríkin viðhéldu.

    ----------------------
    Ég veit ekki hvaðan þú hefur þessa stórkostlega undarlegu heimsmynd þína!

      • En það "empire" sem Rússland hefur smám saman byggt upp í gegnum aldirnar, hefur alltaf verið ákaflega árásargjarnt.

      • Það hefur alltaf falist í því, að drottna yfir öðrum þjóðum - gegn þeirra vilja.

      • Því, það sjónarmið -öryggis- sem Rússland hefur alltaf gengið út á - hefur alltaf snúist um það; að færa út landamæri þau sem ríkið ræður yfir sem allra allra lengst.

      --Rússland hefur aldrei gefið eftir nokkurt, sjálfviljugt!
      Ef land kemst undir hæl Rússlands, gefur það - það land aldrei eftir, nema ef tímabil veikleika kemur upp innan Rússlands sjálfs --> Þá brjótast landsvæði undan Rússlandi.

        • Slíkir atburðir, er þjóðir eða lönd hafa brotist undan Rússlandi, gerðust t.d. er það beið ósigur í Fyrra-stríði. Í kjölfar þess, fengu nokkur lönd er áður voru undir þeirra hervaldi --> Sjálfstæði.

        • Síðan, var hrun A-blokkarinnar slíkur atburður, þ.e. Varsjárbandalagið braust undan valdi Sovétríkjanna eða Rússlands 1989 -- er ljóst var að innri veikleiki Sovétríkjanna var orðinn slíkur, að það treysti sér ekki lengur til að halda í þau svæði; með valdi.

        • Tétníu-stríðið, var augljóslega sambærileg tilraun, þ.e. uppreisn þjóðar sem vildi brjótast út undan Rússum. Sú tilraun tókst ekki --> Sú tilraun var brotin niður með þeirri aðferð er Rússar vanalega beita. Þ.e. hervaldi og manndrápum á stórum skala.
          --En þannig vanalega halda þeir í landsvæði - með hervaldi og ótta, vísvitandi manndrápum á stórum skala ef svæði gerir tilraunir til uppreisnar.

        Rússland er og hefur alltaf verið -- valdkerfi. Í Rússlandi eru enn þjóðir, sem algerlega án nokkurs vafa, mundu gera uppreisnir -- ef þær sægju tækifæri til þess. En meðan valdið í Rússlandi er enn nægilega sterkt, er óttanum viðhaldið.

        --Mörgu leiti er Rússland, sambærilegt við Austurríki/Ungverjaland ríkið.
        --Eiginlega síðasta fjölþjóða stórveldið, þ.s. hervald er það eina sem heldur landinu saman.

          • Sú sýn á Rússland sem ég hef, byggist á þekkingu.

          Þú hlustar alltof mikið á rússneskan áróður -- því sannleikurinn er ekki hatur!

          ------------------------

          "Bandaríkjamenn, eru að "veikja" Evrópu.  Koma í veg fyrir að Evrópa fái sjálfstæði."

          Og þetta er ein sú furðulegasta fullyrðing sem ég hef séð.
          --Þú greinilega neitar að skilja að Rússland vill drottna yfir Evrópu, hefur ennþá áhuga þar um.
          --Eina ástæða þess að svo er ekki enn, er bandalag Evrópu við Bandaríkin.

          Ef Bandaríkin hyrfu á brott - þíddi það ekki "sjálfstæði Evrópu" heldur drottnun Rússl. yfir Evrópu að stórum hluta.

            • Málið með þig, virðist vera -- að þú einhverra hluta vegna, styður slíkt.

            • Mundir vilja að Rússland, gerðist drottnunarherra allrar Evrópu.

            --Sem þíddi að sjálfsögðu, að Rússland færði yfir Evr. alla að því leiti er það réði við; sitt valdkerfi.

              • Evrópa hefur sjálfvilju valið samstarf við Bandaríkin.

              • Vegna þess, að Evrópa óttast Rússland -- og Evr. óttast Rússl. einmitt vegna þess, að Evr. þekkir Rússl.
                --Þekkir hvernig Rússl. hegðar sér, alltaf alltaf, ef það kemst upp með það eða ræður við.

              Rússland mundi einfaldlega á skömmum tíma, leggja eins mikið af Evr. undir sig og það gæti, með hervaldi.
              --En Rússl. er enn gamaldags "empire" og hefur þar af leiðandi enn hegðunarferli slíks.

              Kv.

              Einar Björn Bjarnason, 4.7.2017 kl. 10:59

              5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

              Bjarne: "Aldrei nokkrun tima, að vanmeta andstæðinginn ... aldrei."

              Ég mun ekki vanmeta Rússland. Og Evr. mun örugglega ekki gera það heldur.

              Kv.

              Einar Björn Bjarnason, 4.7.2017 kl. 10:59

              6 Smámynd: Borgþór Jónsson

              Trump ætlar ekki beinlínis að keppa við Rússneskt gas enda getur hann það ekki.

              Hann ætlar að neyða Evrópu til að kaupa gasið.

              Það er allt önnur Ella. 

              Dæmigert Bandarískt ofbeldi.

              Borgþór Jónsson, 4.7.2017 kl. 11:16

              7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

              Ég hélt að Evrópa gæti stjórnað sér sjálf og gæti keypt eða ekki keypt frá Kananum.

              Er Borgþór að halda því fram að Evrópa geti ekki staðið upp í Kananum, eru Evrópumenn það miklar lyddur að þeir þori því ekki?

              Ósköp einfallt að losa sig við Kanann, segja bara "Yankee GO Home" og stoppa öll Viðskipti við Kanann. Sennilega mundi það aldrei gerast af því að Evrópumenn eru afskaplega miklir ræflar, geta ekkert gert sjálfir til að bjarga sér síðastliðin 100 ár í það minsta.

              Sjáið hvernig múslimarnir fóru að þessu, það var ekki einu sinni hleypt af einu skoti til að verja Evrópu fyrir innrás mússana og fíflið Mamma Markel, sem er keisari Evrópu, bauð þá velkomna. þvílík heimska.

              Spurningin er hvenær kemur neyðarópið frá Evrópu "Unkel Sam komið og hjálpið okkur," við erum að tapa Evrópu.

              Mei, því fyrr sem Evrópa losar sig við Kanann, því betra fyrir Kanann

              Kveðja frá Houston

              Jóhann Kristinsson, 4.7.2017 kl. 23:10

              Bæta við athugasemd

              Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

              Um bloggið

              Einar Björn Bjarnason

              Höfundur

              Einar Björn Bjarnason
              Einar Björn Bjarnason
              Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
              Jan. 2025
              S M Þ M F F L
                    1 2 3 4
              5 6 7 8 9 10 11
              12 13 14 15 16 17 18
              19 20 21 22 23 24 25
              26 27 28 29 30 31  

              Eldri færslur

              2025

              2024

              2023

              2022

              2021

              2020

              2019

              2018

              2017

              2016

              2015

              2014

              2013

              2012

              2011

              2010

              2009

              2008

              Nýjustu myndir

              • Mynd Trump Fylgi
              • Kína mynd 2
              • Kína mynd 1

              Heimsóknir

              Flettingar

              • Í dag (21.1.): 0
              • Sl. sólarhring: 5
              • Sl. viku: 35
              • Frá upphafi: 0

              Annað

              • Innlit í dag: 0
              • Innlit sl. viku: 34
              • Gestir í dag: 0
              • IP-tölur í dag: 0

              Uppfært á 3 mín. fresti.
              Skýringar

              Innskráning

              Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

              Hafðu samband