1.7.2017 | 01:43
25 bandarísk ríki virðast hafa neitað að starfa með rannsóknarnefnd sem Trump skipaði til að rannsaka meint kosningasvik
Ef einhver man ekki eftir málinu - fullyrti Donald Trump skömmu eftir forsetakosningarnar, að víðtæk kosningasvik hefðu orðið - er hefðu dregið úr ljóma kosningasigurs hans.
--En Trump hefur alltaf fullyrt að hann hafi einnig unnið "the public vote" þ.e. einnig fengið meirihluta atkvæða á landsvísu - en skv. kosningatölum fékk hann ca. 3 milljónum færri atkvæði en Hillary Clinton.
--Trump nefndi aldrei nokkrar sannanir fyrir sínum fullyrðingum.
--Ég heyrði aldrei nokkurn mann innan Bandaríkjanna, sem ekki voru Trump stuðningsmenn -- taka undir þær ásakanir.
Trumps voting commission asked states to hand over election data. Some are pushing back.
States refuse Trump commission request for U.S. voter data
Tump eigi að síður gaf út tilskipun um skipun rannsóknarnefndar, og sú sendi í vikunni bréf til fylkja Bandaríkjanna þ.s. farið var fram á gögn!
Af viðbrögðum að dæma - virðist gríðarleg tortryggni ríkja gagnvart þeirri rannsóknarnefnd í fjölda fylkja.
--Ætla ekki að fullyrða neitt, en fjöldi samsæriskenninga fljúga um - um meintan raunverulegan tilgang nefndarinnar, sem skv. þeim kenningum er þá annar en yfirlýst markmið hennar.
- Ein vinsæl kenning virðist vera - að til standi að búa til lysta yfir kosningasögu einstaklinga -- svo Repúblikanar geti í framtíðinni, beitt honum sér til hagsbótar.
It looks like theyre putting together a database of who people voted for, - Democrat, Republican, independent, everybody should be outraged by that." - "This is from the same people, from Kris Kobach to Donald Trump, whove tried to make it harder for people to vote, and this seems like a step in the process." - "If the Obama administration had asked for this, Kris Kobach would be holding a press conference outside the Capitol to denounce it. - Önnur vinsæl "vote suppression" - þ.e. að greiningin verði notuð, til þess að breyta lögum þannig, að erfiðara verði fyrir tiltekna hópa að - kjósa. T.d. með því að herða reglur um persónuskilríki - en fólk virðist ekki alltaf vera með slík í Bandar. Fátækt fólk geti veigrað sér við því - ef það þá þarf að standa í auknu veseni til að kjósa.
This is an attempt on a grand scale to purport to match voter rolls with other information in an apparent effort to try and show that the voter rolls are inaccurate and use that as a pretext to pass legislation that will make it harder for people to register to vote,
Þetta er sennilega vísbending um þá tortryggni er nú ríkir milli Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum - að því sé einfaldlega ekki treyst af hinum aðilanum; að tekið verði á málum með sanngjörnum hætti.
Upplýsingar sem nefndin vill:
"...trove of information, including names, dates of birth, voting histories and, if possible, party identifications." - "The letters also asked for evidence of voter fraud, convictions for election-related crimes and recommendations for preventing voter intimidation all within 16 days."
Eitt er víst að þetta eru upplýsingar af því tagi sem hægt er að misnota.
Ef þú hefur nöfn - hvaða flokk viðkomandi kaus mörg ár aftur í tímann.
Þá eru það auðvitað - töluvert gagnlegar upplýsingar hugsanlega, fyrir flokksmaskínu.
Það virðist einmitt útbreidd trú a.m.k. í fylkjum þ.s. Demókrata meirihluti stjórnar, að ekki sé unnt að treysta nefndinni sem Trump hefur skipað.
- Nefndarformaður segir að einungis sé beðið um -- upplýsingar sem þegar eru "on public record."
- En einstök fylki úr hópi 50 - fullyrða að sumt af því sem óskað sé eftir, sé ekki "public record" og vilja meina að a.m.k. sumt sé ólöglegt að veita nefndinni.
--Ekki treysti ég mér til að rengja hvora fullyrðinguna!
Niðurstaðan
Ætli að viðbrögðin við rannsóknarnefndinni hans Trumps - sé ekki ein byrtingarmynd þeirrar gjár sem er nú til staðar í innanlands pólitík í Bandaríkjunum, þ.s. útbreitt vantraust beggja fylkinga líklega hafi aldrei verið meira.
En líklega sé einnig rannsókn Trumps, vísbending um slíkt vantraust -- þ.e. hann og hans fólk, hafi vantreyst gögnum frá fylkjum þ.e. kosninganiðurstöðum - án þess að hafa nokkuð í höndunum.
--Nema kannski, eigin tilfinningu.
Einnig vantreyst yfirlýsingum sérfræðinga í meðferð kosningatalna.
M.ö.o. sé staðan orðin sú, að hvort fylkingin fyrir sig - treysti því ekki að hin fylkingin fylgi reglum rétt eftir.
--Vantreysti síðan sjálfkrafa gjarnan yfirlýsingum, þeirra sem séu taldir pólitískt litaðir fulltrúar hinnar fylkingarinnar.
- Það sé að sjálfsögðu ákaflega hættulegt lýðræðinu í Bandaríkjunum, það útbreitt vantraust.
--Ég veit ekki til þess að nokkrar umtalsverðar sannanir hafi nokkru sinni komið fram, um meiriháttar kosningasvik.
--Hvorki á seinni árum, né fyrir síðustu kosningar. - En ásökunin um -spillt lýðræði- hefur sögulega séð verið notuð af þeim, sem vilja afnema lýðræði.
--Útbreidd trú um slíkt - jafnvel tilhæfulaus trú af slíku tagi, getur leitt til stuðning einstakra kjósendahópa við einræði.
--Útbreitt djúpt vantraust, getur leitt til hruns lýðræðiskerfis.
--Vegna algers skorts á sönnunum í tengslum við þessa umræðu um meinta spillingu kosningakerfisins, þá skil ég ekki alveg þessa útbreiddu trú á kosningasvik - meðal sumra hópa Bandaríkjamanna, sem m.a. nefndarformaðurinn Kobach virðist haldinn -- en hann hafi t.d. ítrekað á undanförnum árum, gert tilraunir til að kæra meint svik, en alltaf verið rekinn til baka af dómstólum.
- Sérkennilegt fyrirbæri - fullvissa án nokkurra sannana!
--Eiginlega fyrirbærið - þráhyggja.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:19 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko, margt styður sögu hans ...
Hann var undir í ELECTORATE atkvæðum, og á meðan hann var undir ... þó hafði hann "public vote". Síðan breittist "electorate" staða hans, og þá skyndilega snerist "public vote" einnig við.
"if it sounds too good to be true ... it usually is".
Það er ekki bara við þessar kosningar, heldur einnig Obama og Bush á undan sem þetta átti sér stað. Þannig að þetta eru vísbendingar til að það finnist "spilling" innan kosninga kerfis bandaríkjanna. Og að það sé "vogun" milli electorate og "public vote". Bendir á að það sé gert af ásettu ráði.
Málið er, að þetta kerfi getur verið auðvelt að "nýta" ... svo að sagan um að "Rússar" hafi fundið þetta og notað veikleika þess, er ekkert með öllu ólíkleg. Vandamálið er, að það er ólíklegt að það hafi verið Rússar ... Því Rússar hafa engan hangnað af "sterkum" Bandaríkjaforseta. Hillary, hefði betur fallið þeim að geði ... ef hún hefði verið kosinn, hefðu Rússar aldrei "bakkað úr" í mið-austurlöndum.
Sannleikurinn er sá, að það er mjög líklegt að um sé að ræða "the boy who cried wolf" hérna. Þ.e.a.s. bæði demókratar og republikanar eru að setja á svið alls konar "umstang", sem aldrei verður að neinu ... og eftir stendur "kosninga svikavélin" áfram.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.7.2017 kl. 08:02
Hefurðu prufað að gúggla þetta á rússnesku?
Guðmundur Böðvarsson, 1.7.2017 kl. 09:58
Bjarne, þetta var algerlega "incoherent" hjá þér -- í Bandaríkjunum tekur töluverðan tíma að telja öll atkvæði þannig að endanleg tala liggi fyrir.
Það hefur fram að þessu enginn getað sýnt fram á víðtæka spillingu í kosningakerfinu þar.
--Þetta virðist þó vinsæl þjóðsaga, sérstaklega langt til hægri í bandar. pólitík.
Kobach var rekinn til baka með öll sín dómsmál á undanförnum árum, af bandarískum dómurum. Auðvitað vegna þess, að kærurnar voru metnar tilhæfulausar eða sannanir skorti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.7.2017 kl. 11:12
Það skyldi ekki vera að þessi 25 ríki séu með demókrata í stólum Secretery of State?
Auðvitað er kosningasvindl i USA alveg eins og á Íslandi og öðrum löndum.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 1.7.2017 kl. 17:18
Jóhann Kristinsson, munurinn er sá að í ríki eins og Bandaríkjunum eða Íslandi - er kosningasvik lítiðfjörlegt vandamál; aldrei unnt að útrýma því fullkomlega; en afar ósennilegt að það sé á þeim skala sem Trump heldur fram. En ef svo væri, hefði verið unnt að finna í gögnum margvíslega óbeinar vísbendingar þess, ef hefðu fljótlega blasað við.
---------
Það hefði ekki verið mögulegt að fela það í landi með svo marga sjálfstæða eftirlitsaðila, og svo marga sem til eru í að vera til frásagnar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.7.2017 kl. 23:09
Einar það er viðurkennt af öllum sem fylgjast með pólitík í USA að t.d. þá komst John F. Kennedy í forsetastólinn aðallega út af kosningasvindl í Illanoi og Texas.
Það er líka vitað mál að aðrir stjórnmála menn sem hafa komist í sætin sem þeir sóttust eftir er, var vegna kosninga svindls, nú nýlega má nefna Al Franken.
Svo segir þú "afar ósennilegt að það sé á þeim skalla sem Trump heldur fram."
Ef menn eru ekki fullkomlega vissir um að það er ekkert kosningasvindl í gangi, er ekki alveg sjálfsagt að athuga það?
Við hvað eru þessi 25 ríki hrædd?
Svo er nú það Einsi minn; það á ekki að hræðast rannsóknir vegna kosningasvindls eða hvaða rannsóknir sem það eru.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 2.7.2017 kl. 13:20
Jóhann, skv. mínum upplýsingum skipti það svindl ekki máli um niðurstöðuna - annars hefði Nixon augljóslega kvartað.
--Spurningin er ekki hvort að það sé aldrei svindl í gangi - þ.e. yfirleitt alltaf eitthvað einhvers staðar.
En málið er, að þau svindl eru nærri alltaf smávægilegir atburðir í einstaka héruðum. Atriði sem ná ekki að hafa áhrif einu sinni á niðurstöðu í - heilu fylki.
Það sé afar ósennilegt að unnt sé að framkv. svindl á þeim skala sem Trump talar um, án þess að fjöldi manns hefði veitt því strax athygli -- það hefði sést nærri því algerlega strax, að tölur mundu ekki ganga upp þ.e. vera ekki sjálfum sér samkvæmar.
En það þyrfti mjög meiriháttar skipulagningu, til þess að framkv. svindl þetta yfirgripsmikið, ef tryggja ætti að það gengi upp svo það væri ekki gersamlega augljóst strax.
--Þú þarft þá að hafa mikinn fjölda aðila með þér þá í því að taka þátt í því að fela slóðina.
--Líkur á að enginn kjaftaði frá af þeim mikla fjölda aðila er þá þyrftu að leggja hönd á plóg, væru stjarnfræðilega litlar.
"Við hvað eru þessi 25 ríki hrædd?"
Þau virðat óttast að tilgangurinn sé annar en sá yfirlýsti að rannsaka svindl - það sé bara "cover" fyrir annan tilgang, mun dekkri tilgang m.ö.o.
--M.ö.o. hafna þau það rækilega svindl kenningunni, að menn hallast að því að annar tilgangur hljóti að vera --> Þá fara menn að leita til samsæriskenninganna nefndar að ofan.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.7.2017 kl. 21:47
Hvaðan koma þínar upplýsingar Einar? CNN eða MBC?
Hver er þessi dekkri tilgangur?
þú skrifar eins og New York Times fake blaðamaður, kemur með kenningar sem að enginn fótur er fyrir.
Um að gera að ransaka allt sem er ekki fullvíst um.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 3.7.2017 kl. 22:29
Jóhann Kristinsson, ég hlekkja alltaf á allt.
Og ég vitnaði í samsæriskenningar - sem hafðar eru eftir einstaklingum í þessum fylkjum.
Skv. viðtölum blaðamanna!
--Þú getur lesið það sjálfur með því að klikka á fréttahlekkina að ofan.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.7.2017 kl. 01:44
Þú hefur kanski heyrt talað um fake fréttir Einar, eða hvað?
það er ekki hægt að treysta öllu eins og nýju neti Einar, en ég er algjörlega á því, ef það er einhver möguleiki á að það séu kosningasvindl, hversu lítil sem þau eru, þá á að ransaka það.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 4.7.2017 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning