Maduro forseti Venezúela - hótar borgarastríði og risastórri bylgju flóttamanna, mun verri en þeirri frá Sýrlandi

Það versta er að ég trúi Niculas Maduro fullkomlega, er hann segir hann og þann kjarna stuðningsmanna sem eftir eru er enn styðja stjórn hans í Venezúela; mundu grípa til vopna!
--Ef stefni í að andstöðunni í landinu takist að steypa stjórn hans.

  1. Einmitt hvað ég hef óttast um skeið, að ástandið í Venezúela endi í blóðbaði og upplausn.
  2. En það því miður virðist rökrétt afleiðing þess, að hvorki stjórnin né stjórnarandstaðan virðast ætla að gefast upp.
  • Nú eru 3-mánuðir liðnir af samfelldum götumótmælum.
    --Vísbendingar skýrar að þau mótmæli séu að - færast upp á skaptið!

Sbr: Venezuelan opposition lays siege to air base

Einmitt, hópur meðal mótmælenda gerði tilraun til þess að ná undir sig - flugherstöð.
A.m.k. vel hugsanlegt að unnt hefði verið að komast yfir - einhver skotvopn.

Áhugavert blogg: What a slide into civil war looks like.

Sammála honum, þannig líti það út er land virðist á leiðinni í borgaraátök!
--Þetta sé mjög óþægilega farið að líkjast ástandinu í Sýrlandi!
--Rétt áður en víðtæk götumótmæli umhverfðust í vopnuð skæruátök.

Nicolás Maduro speaks at the rally in Caracas.

Síðan kemur hótun Maduro, einmitt um borgaraátök:

Venezuela president says supporters will take up arms if government falls

Venezuela's Maduro warns of war if 'revolution' toppled

  1. Niculos Maduro: “If Venezuela was plunged into chaos and violence and the Bolivarian Revolution destroyed, we would go to combat. We would never give up, and what we failed to achieve with votes, we would do with weapons. We would liberate the fatherland with weapons.”
  2. “Listen, President Donald Trump,” - “You would have to build 20 walls in the sea, a wall from Mississippi to Florida, from Florida to New York, it would be crazy ... You have the responsibility: stop the madness of the violent Venezuelan right wing.

--Aðvörun Maduro sú, að flóttamannabylgjan frá Venezúela yrði miklu stærri en sú frá Sýrlandi.
--Því miður, gæti það nákvæmlega reynst vera rétt - að algert hrun Venezúela í borgaraátök og ástand fullkominnar upplausnar; gæti leitt til gríðarlegrar bylgju flóttamanna.

Varðandi ásökun Maduro að andstaðan sé fasísk, bendi ég á umfjöllun al-Jazeera: A country divided.

Vönduð umfjöllun, með viðtölum hvort tveggja við -- stuðningsmenn stjórnarinnar, og stuðningsmenn andstöðunnar!

Síðan eigin greining al-Jazeera: "In fact, several parties in the MUD (the Table of Democratic Unity, which is made up of about 20 opposition parties) identify as centrist or left-of-centre, and three of the largest ones are members of the Socialist International."

  • Andstaðan samanstandi af öllum öðrum starfandi flokkum í landinu, þvert yfir sviðið frá hægri til vinstri.
    --Hægri menn, miðju menn og hófsamir vinstri menn m.ö.o.

Síðast en ekki síst, mjög áhugaverð umfjöllun -- er lýsir því stórmerkilega ástandi, að land sem er frábært landbúnaðarland; getur ekki brauðfætt sig: People are hungry, but farmers can’t feed them.

--Menn kalla þetta gjarnan í dag, Maduro kúrinn, það merkilega ástand að meirihluti landsmanna þarf að sleppa úr einni máltíð per dag.
--En á sama tíma, svelta fjölskyldur í bændahéröðum ekkert síður en fólk í borgum!

  • Þetta sé einungis mögulegt með beitingu stórfurðulegrar óskynsemi um stjórnun.
    --Eiginlega virðist Maduro hafa tekist að endurtaka öll verstu mistök landbúnaðarstjórnunar kommúnistaríkjanna í A-Evrópu á dögum Kalda-stríðsins.
    --En t.d. þá hélt ca. 20% landsins, sem Pólland heimilaði bændum að rækta sjálfir - fæðuframleiðslu í Póllandi uppi, meðan að 80% ræktarland sem var rekið með samyrkjubúskaparaðferð kommúnismans framleiddi ekki nægilegt magn matvæla til að brauðfæða landið.

Ef þetta er ekki nóg: Er bersýnilega hratt vaxandi lögleysa í landinu, sem sjáist í því að í heilu hverfunum hafi íbúar sjálfir tekið yfir að gæta eigna sinna - lögregla sjáist þar ekki lengur, og í því að verslanir eru yfirleitt rændar nema að vopnaðir verðir gæti þeirra.
--Maduro virðist nota það sem eftir er af lögreglu landsins, í það verkefni að verja stjórnina fyrir mótmælendum!

  • Ástand vaxandi niðurbrots stofnana landsins sé í gangi.

Ekki síst: Sjáist þetta niðurbrot í hratt vaxandi sjúkdóma-faröldum, því lyf fást ekki og auðlæknanlegir sjúkdómar verða þá að faröldrum -- malaría t.d. geysar í vaxandi mæli í landinu, berklar að auki, og fjöldi annarra sjúkdóma séu að auki á leiðinni að verða að faröldrum.

  • Hættan sé m.ö.o. -- allsherjar niðurbrot!

 

Niðurstaða

Það sé einmitt það sem ég óttast, að fullkomin upplausn skelli á Venezúela - þegar andstöðunni takist loksins að ná undir sig mikilvægum stofnunum; nái þeim á sitt vald.
Og Maduro þá líklega standi við hótun sína, að grípa til skotvopna! Er hann sjái endanlega sæng stjórnarinnar upp breidda!

Þá sennilega gerist það sama og í Sýrlandi síð sumars 2011, að Venezúela leysist upp í borgaraátök -- og við taki fullkomin upplausn í landinu; er fylkingar íbúa þess berjast á banaspjót.

Það sé sennilega alls enginn vafi að þá skellur stór flóttamannabylgja á nágrannalöndum Venezúela!
--Við erum að tala um milljónir, kannski fleiri milljónir en þær milljónir er flúið hafa Sýrland.

  1. Spurning hvað gerist þá --> En einn möguleikinn er þá sá, að nágrannalöndin skipuleggi sameiginlegan her; og hefji innreið í landið - til að skakka leikinn.
  2. Ég held að það sé virkilega ekki sérdeilis ósennileg útkoma, ef slík allsherjar óöld og upplausn brýst fram í Venezúela.

--Slíkur her mundi ekki endurreisa völd Maduro - það sé það eina sem sé algerlega víst.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enginn uppreisn á sér stað, án "utanaðkomandi" leikmanna ... sem styðja stjórnarandstöðuna.  Veita þeim vopn, stuðning, fjármagn ... spurningin um, hvort þetta verði af, er hverjir þessir stuðningsmenn séu.  Og það eru alltaf þessir "bakhjarlar" sem fyrst og fremst þarf að eiga við.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 05:28

2 identicon

Fólkið almennt, eru fyrst og fremst bara "sauðir" sem fylgja "júdasargeitinni" inn í sláturhúsið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 05:29

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Slík uppreisn varð einmitt í Sýrlandi - þ.e. án utanaðkomandi aðstoðar og vopnasendinga.
Vopnasendingar hófust ekki fyrr en vopnaða uppreisnin var hafin og var búin að vara yfir um nokkra mánuði.
--Þvert á móti eru mjög mörg dæmi þess í heimssögunni, að lönd detti í borgaraátök -- án þess að nokkur utanaðkomandi hafi skipt sér af.
--Það sé þjóðsaga, að öll borgaraátök séu búin til erlendis frá í löndum.
Slík tilvik geta verið til - sennilega það besta er Reagan bjó til Contra til að berja á Sandinistum.
**En einfaldast er fyrir erlenda aðila --> Að blanda sér inn í - eftir að borgarastríðið vopnaða er hafið.

Það sé oftast nær þannig sem það virkar, að fyrst hefjast vopnuð átök - síðan mæta erlendir tækifærissinnar á vettvang.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.6.2017 kl. 07:24

4 identicon

Það er náttúrulega þjóðsaga, að ALLAR borgarastyrjaldir byrji með utanaðkomandi aðstoð.  En það er líka þjóðsaga, að borgarastyrjöld hafist með "Hamar og Sygð" á móti ofurefli.  Hvort það sé "Sýrland" eða Sovétríkin.  Öll "stjórnarandstaða" byrjar með að "Lenin" fer út, heldur ræður, með "Stalín" sér til aðstoðar ... og/eða "George Washington" sem fá "aðstoð" frá Frökkum eða öðrum þjóðum. Beint, eða óbeint.

Alger þjóðsaga, Einar ... ekki einu sinni "Asni" er svo vitlaus að ráðast á móti byssukjafti með "Hamar og Sygð".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 12:11

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég sagði, flestar hefjast án utanaðkomandi afskipta -- en að gjarnan hefjist afskipti utanaðkomandi aðila, eftir að slík stríðsátök hafa brotist út.
--Þetta sé engin þjóðsaga, þannig sé þetta sögulega séð oftast nær.
**Það eru fjölmörg dæmi að uppreisn takist að vopnast - að uppreisn hafi betur, sigrist á hernum fyrir rest.
T.d. uppreisn Sandinista í Nicaragua. 
---------------
Veit ekki hvað þú hefur þetta, að það sé þjóðsaga að sjálfsprottin uppreisn geti sigrast á stjórnvöldum -- slíkt hafi þvert á móti oft gerst í heimssögunni.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.6.2017 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband