Hæstiréttur Bandaríkjanna heimilar ferðabanni Trumps að taka gildi í þrengdri mynd meðan að rétturinn býr sig undir að svara spurningunni um lögmæti þess að þrem mánuðum liðnum

Þetta má kalla -- áfangasigur, eða takmarkaðan sigur. En rétturinn virðist hafa þrengt bann undirréttar með þeim hætti -- að þrengja bann það sem undirréttur lagði á tilskipun Trumps; þannig að það gildi einungis fyrir einstaklinga frá þeim löndum sem bann Trumps gildir fyrir sem hafa engin skjalfest tengsl við Bandaríkin.

  1. Þetta þíði, að ef einstaklingar frá þeim Múslimalöndum sem bann Trumps gildir fyrir - getur sýnt fram á slík skjalfest tengsl!
  2. Þá er þeim einstaklingi heimilt þrátt fyrir bann Trumps að koma til Bandaríkjanna!

Þetta gæti þó reynst ákaflega flókið og erfitt í framkvæmd!
Því klárlega munu þeir sem vilja komast til Bandaríkjanna, fullyrða að þeir hafi tengsl af því tagi sem rétturinn - skilgreini sú undanþága frá banninu gildi fyrir.
--Það geti einnig hugsanlega gerst, að einstaklingar kæri úrskurð sér í óhag!

Supreme Court to Hear Travel Ban Case:"“Today’s compromise will burden executive officials with the task of deciding — on peril of contempt — whether individuals from the six affected nations who wish to enter the United States have a sufficient connection to a person or entity in this country,” Justice Clarence Thomas wrote."

Hans skoðun að úrskurður réttarins verði flókinn og erfiður í framkvæmd!

The Economist: The Supreme Court’s curious compromise on the travel ban

Supreme Court gives Trump partial travel ban victory

The most significant aspect of this is that it’s unanimous, that all the justices agreed the lower courts made a big mistake,” said Josh Blackman, a professor at the South Texas College of Law."

Narrowed travel ban could sow confusion in U.S. and abroad, experts say

  1. "Today's compromise will burden executive officials with the task of deciding - on peril of contempt - whether individuals from the six affected nations who wish to enter the United States have a sufficient connection to a person or entity in this country,"
  2. "Bona fide connections to entities, it said, must be "formal" and "documented.""
  3. "That would include students who have been admitted to a U.S. school and workers who have accepted an offer of employment from an American company, the court said."

Supreme Court breathes new life into Trump's travel ban

  1. "In an unusual unsigned decision, the Supreme Court on Monday said the travel ban will go into effect "with respect to foreign nationals who lack any bona fide relationship with a person or entity in the United States."
  2. "A lack of a clearly defined relationship would bar from entry people from the six countries and refugees with no such ties."

 

Eins og ég skil þetta!

Rétturinn tryggir þá aðgengi einstaklinga frá löndunum 6 að langskólanámi í Bandaríkjunum - ef þeir hafa fengið staðfesta skólavist séu það tengsl við Bandaríkin.

Bandarísk fyrirtæki eða stofnanir t.d. herinn, geta þá tryggt það að einstaklingar frá löndunum 6 sem hafa unnið fyrir þau eða bandarískar stofnanir í heimalandi sínu eða annars staðar - fái að koma til Bandaríkjanna

Fljótt á litið virðast þetta sanngjarnar takmarkanir á banni Trumps.
Meðan að rétturinn tekur síðar afstöðu til kröfunnar að bannið verði dæmt ólögmætt, eða mótkröfu Trumps að lögmæti þess verði staðfest.

  • Rétturinn muni úrskurða um lögmæti banns Trumps að þrem mánuðum liðnum.

 

Niðurstaða

Bráðabirgðaúrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna, hafi ekki leitt til endanlegrar niðurstöðu - heldur einungis fjallað um þá takmörkun á ferðabann Trumps sem undirréttur hafði sett. Það bann ákvað Hæstiréttur að þrengja, þ.e. rétturinn ákvað að bann undirréttar gilti einungis fyrir einstaklinga sem hafa skjalfest tengsl við Bandaríkin. Þannig að bann undirréttar, var þrengt - ekki afnumið.

Að þrem mánuðum liðnum, mun Hæstiréttur Bandaríkjanna síðan taka afstöðu til deilunnar um það - hvort ferðabann Trumps á þegna 6 Múslimalanda, hafi brotið bandarísk lög eða jafnvel stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Niðurstaðan sé því hvorki endanlegur sigur né endanlegur ósigur.
--Eftir 3 mánuði vitum við það svar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoðaðu lögin, sem hafa með "martial act" að gera ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.6.2017 kl. 05:00

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bandaríkin eru ekki í stríði við löndin 6.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.6.2017 kl. 07:03

3 identicon

Nei, það gerir málið flóknara fyrir Trump ... en það gæti gilt "de facto", þar sem ástandið er sama og "stríð".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.6.2017 kl. 19:13

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. ekkert "de facto" stríð -- þú ert annaðhvort í stríði við land eða ekki.
--Þú getur ekki notað fordæmið er Rosevelt bannaði Japana og Þjóðverja í Seinni Styrrjöld.
Nema þegar stríð hefur verið formlega lýst yfir gagnvart öðru landi.
Þ.e. ekkert slíkt í gangi - litlar sem engar líkur á slíku.
--Þannig að það fordæmi nýtist að engu leiti í því tilviki sem um er rætt.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.6.2017 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband