11.6.2017 | 14:00
Sérsveit lögreglunnar með varðgæslu meðan "color run" stóð yfir - mig grunar að það sé hinn mikli ferðamannastraumur er skapar hættuna!
Ég hef séð fjölda athugasemda á þann veg, að við Íslendingar höfum boðið hættunni heim - eða að "góða fólkið" hafi gert Ísland hættulegt; en ég eiginlega hlæ að þessu.
- Fyrsta lagi, hefur Ísland fram að þessu tekið á móti, afar fámennum hópum aðkomufólks af því tagi sem þeir sem títt nota frasann "góða fólkið" vísa til.
- Í öðru lagi, hefur Ísland gætt þess að velja alltaf fjölskyldufólk. Það auðvitað skiptir máli, að velja úr - því augljóslega vilja fjölskyldur með börn fyrst og fremst koma börnum sínum í öruggt skjól. Slíkt fólk sé afar - afar ólíklegt að vera varasamt.
- Auk þess að hér er næga vinnu að hafa, þannig að fjölskyldufeður komast til vinnu - lenda ekki lengi á féló eins og víða innan Evrópu þ.s. atvinnuleysi er margfalt meir en hér.
Ég held það sé klárlega ferðamannastraumurinn sem lögreglan óttast.
Pælið í þessu - 2.000.000 ferðamenn í ár, án nokkurs vafa - sennilega rúmlega það að auki.
- Vandinn sé ekki, hverjum Ísland hefur hleypt til landsins.
- Heldur hverjum hafa nágrannalönd Íslands, hleypt til sín.
--En þau hafa mörg hver ekki verið eins varfærin, og við Íslendingar.
--En Ísland er algerlega galopið í alla enda, gagnvart Evrópulöndum.
Þess vegna sé fullkomlega rökrétt fyrir lögreglu Íslands, að hafa varann á þegar hættuleg hryðjuverk eru framin í Evrópu.
Ég er eiginlega feginn því frekar en að vera óttasleginn eða fyllast ónotum, að lögreglan byrgi brunninn áður en barnið er dottið ofan í.
Ætlar að ræða vopnaburðinn í Þjóðaröryggisráði
Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð
Vopnaðir sérsveitarmenn í miðbænum
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run
Velti fyrir mér viðbrögðum Katrínar Jakobs!
En viðhorf Vinstri-grænna, á undan þeim - Alþýðubandalagsins, þegar kemur að spurningunni um vopnaburð lögreglu, auk þátttöku í varnarsamstarfi Vestrænna þjóða; þau viðhorf hafa ætíð slegið mig sem barnaleg eða næív.
Katrín Jakobs, talar um ónotatilfinningu vegna þess að það voru sérsveitarmenn niðri í bæ meðan "Color Run" stóð yfir, greinilega vopnaðir. Þetta hljómar eins og hún, sé mun uppteknari yfir því, að vopnaðir lögreglumenn hafi verið á staðnum, ef af hverju þeir voru þar.
Ég man enn eftir umræðunni um - MP6 byssur sem lögreglan vildi fá gefins af Norðmönnum.
--Hvort tveggja Píratar og VG-arar linntu ekki látum, fyrr en vopnin voru send aftur úr landi.
- Lögreglan ætti að fá sér - MP7.
Lögreglan á eitthvað af MP6-byssum, sem eru "sub-machine-guns."
--MP7 notar sérstök "armor piercing" skot, ætlað að komast í gegnum skotheld vesti.
--MP6 notar samskonar kúlur og notaðar eru fyrir Heckler&Koch skammbyssur af eldri gerð, ekki öflug skothylki heldur, þannig að þær komast ekki í gegnum skotheld vesti.
Það þíði að meðan lögreglan notast við MP6 geta hryðjuverkamenn mætt í vestum.
--Eins og sést er MP7 þægilega lítið vopn, einmitt hentug fyrir öryggissveitir.
- Einhverja sjálfvirka ryffla þyrfti að eiga einnig, en væntanlega er MP7 fyrst og fremst nothæf á tiltölulega stuttu færi.
Niðurstaða
Þvert ofan í andstöðu VG-ara og Pírata, þá styð ég fullkomlega að íslenska lögreglan eigi í fórum nægilegt magn vopna sem nothæf væru í því skyni að fást við hryðjuverkaöfl, ef til árásar af slíku tagi mundi koma. Þvert ofan í að öryggisaðgerðir lögreglunnar fylli mig ónotatilfinningu, eins og Katrín Jakobs talar um, þá fynn ég fyrir öryggistilfinningu frekar en hitt. Enda geri ég mér fullkomlega grein fyrir því, að ekkert og þá meina ég ekkert hindrar hryðjuverkamenn í Evrópu í því að beita sér hér, ef þeir svo kjósa. Enda landið gersamlega galopið fyrir komum og brottförum fólks sem hefur varanlegt dvalarleyfi í Evrópulandi, eða eru borgarar þeirra landa. Og ferðamannastraumurinn er kominn í rúmar 2-milljónir manna ár hvert, yfrið nægur straumur til að fela sig innan um, ef misindismenn hafa áhuga á að beita sér hérlendis.
Mig grunar að það sé einmitt þessi gríðarlegi ferðamannastraumur, sem skapi þau tækifæri til þess að beita sér - sem lögreglan óttast sem möguleika, nægilega til að telja ástæðu að vera sýnileg á næstunni á fjöldasamkomum, vopnuð.
--Sé ekki ástæðu til að pyrrast yfr því.
--Fagna því frekar, að lögreglan hafi allan varann á!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aðkomufólkið verður þægt þar til næsta kynslóð vex úr grasi. Þeir sem eru nýfæddir - 10 ára núna. Semsagt, við höfum 10-20 ár þar til verður vesen af þeim.
Reynzla Dana & Svía, það.
Réttilega athugað er að hverskyns aðskotadýr gætu vitrast okkur hér, grá fyrir járnum - bara spurning um vilja.
Og hvað þá?
Hvort löggan er með P5, P7 eða M-60 breytir engu. Hún verður alltaf X margar mínútur að koma.
Reynzla Frakka, Breta, Bandaríkjamanna og fleiri sýnir að sá tími er í besta falli 8 mínútur *frá því að fyrsta hringing nær inn.* Þá geta óaldamenn verið búnir að athafna sig í 10 mínútur, drepandi alla sem eru að reyna að hringja.
*Þú* ættir að fá þér svona MP7. Eða eitthvað sem fer betur í vasa, eins og Sig 239 eða Smith & Wesson model 60. Miðaðu á hausinn. Augað.
Svo getur þú hringt og beðið í korter.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.6.2017 kl. 19:38
Já - hvernig heimurinn hefur farið nýlega, er ég sannarlega sammála um að lögreglan þurfi að vera vopnuð með MP7 vélbyssum.
Merry, 11.6.2017 kl. 19:43
Ásgrímur, aðkomufólk í Evr. er fyrst og fremst óánægt, því það fær ekki vinnu - atvinnuleysi meðal þess vanalega ca. 2-falt meðalatvinnuleysi í sama landi, burtséð frá aldurshóp. Það þíði, mjög mikið atvinnuleysi meðal ungs fólks af erlendu bergi brotið, sérstaklega ef um múslima uppruna er að ræða.
--Það hafi leitt til uppsöfnunar óánægju meðal ungra Múslima í Evr., í löndum með atvinnuleysi yfir 8% að meðaltali, sem getur þítt, atvinnuleysi meðal ungra Múslima nær 50%.
Með litla framtíðarmöguleika -- sé það auðveld fórnarlömb áróðurs af því tagi, að Evrópumenn hati þá eða fyrirlíti.
--------------
Vegna þess að yfirleitt er framboð á störfum hérlendis gott, þá ætti möguleikinn á óánægju-uppsöfnun af þessu tagi hérlendis, að vera mun minni en t.d. í Frakklandi, eða Svíþjóð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.6.2017 kl. 20:48
Nú hlustum við ekki á Vinstri Græna né pírata. Ég hef alltaf 22 skota stuttan riffil í bílnum hjá mér og skammast mín ekkert fyrir það. Elítan er búinn að senda inn á okkur óæskilegt fólk og við verðum að geta varið okkur.
Heldur einhver að flóttafólkið sem kemur hingað já góða með 10 til 12 töskur á fjölskildu í 20 til 30 manna hópum að þær séu skoðaðar gaumgæfilega og að þar séu engin vopn.
Menn koma inn með vopn sem ferðamenn líka.Menn koma með bílaferjum og þar eru vopn líka.
Munið við erum mjög óþroskuð á þessu sviði og hvað þá elítan sem stjórnar.
Valdimar Samúelsson, 12.6.2017 kl. 00:01
Ef auðvelt væri að smygla vopnum með flugi þar sem allt sem fer í og út úr vélunum á að vera gegnumlýst væru flugrán tíðir ekki sjaldgæfir atburðir.
Menn smygla frekar með skipum.
Flóttamannahopar á vegum ríkisins hingað til koma alltaf með flugi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.6.2017 kl. 06:30
Einar það er ekkert mál að smygla byssum í farangri í flugvélum ef þú vilt og svo er líka löglega aðferðin. Það er hægt að taka flestar riffla og skammbyssur í sundur á auðveldan hátt svo það er ekki problem. Ég held að byssuskoðun hafi dottið uppfyrir sig sem var hér á árunum enda svo gígatíst magn og svona gegnumleysing ber litin árangur. Það væri samt gaman að vita það.Ég tek fram að byssu eign mín er lögleg og á við út á þjóðvegum en hef einusinni lent í frekju Kjalarnes genginu.
Valdimar Samúelsson, 12.6.2017 kl. 09:15
Valdimar, ef það virkilega væri ekkert mál - væru flugrán miklu mun algengari en þau eru. Þú ert kannski að taka atburðarás úr bíómynd of alvarlega.
--Hinn bóginn, miðað við nýjustu stefnu í hryðjuverka-árásum, að aka bifreiðum inn í þvögur af fólki, beita síðan eggvopnum.
**Þá er ekkert sem ekki er unnt að nálgast með auðveldum hætti með löglegum hætti.
----------
Þess vegna bendi ég á ferðamannastrauminn, liðlega 2millj. manns.
Það séu margfalt meiri líkur á því að þar innan um geti leynst slæmir sauðir, en innan um þá fámennu hópa sem stjórnvöld hingað til hafa veitt móttöku.
--Sennilegra en allt annað, að það sé hvað lögreglan óttist.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.6.2017 kl. 10:30
Þegar að því kemur þá verða ekki skotvopn notuðu á Íslandi, heldur verður það sprengjur. Allt sem þarf í sprengjur er hægt að kaupa í BYKO, Bauhause og öðrum slíkum verzlaunum.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 12.6.2017 kl. 15:50
já , og siðan fer þeir út í að drepa svo margar sem þau getur með knivar.
Það er svo auðvelt að drepa marga með því að aka á þeim og fer út úr bílnum með hnífum og drepa margt fleira.
Því miður, löggan á að vera með vopn á götunni þessa dagar.
Merry, 13.6.2017 kl. 19:34
Það er mjög gott að lögreglun sýna sig með vopn, til að láta hugsanlega hryðjuverkamenn að það verður ekki létt. En, þessi fífl eru alveg sama um þetta - og vilja deyja og komma í blaðið og sjónvarpið.
Merry, 13.6.2017 kl. 20:33
Merry, tilgangur hryðjuverkamanna - er að drepa annað fólk. Þeir eru til í að farast við verkið. En ef tilgangurinn væri eingöngu þeirra persónulegi dauðdagi - gætu þeir hengt sig eða skotið, heima fyrir.
--Það þíðir að rökrétt er unnt að fæla slíka aðila frá með vopnaðri lögreglu á vakt.
En tilgangi þeirra er ekki náð, nema þeir geti drepið fólk.
Ef varðgæsla á svæði er of virk til þess að líkur á velheppnuðum morðum séu góðar.
--Þá rökrétt, er lögregla fær um að verja þann stað árás.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.6.2017 kl. 23:58
Jóhann Kristinsson, tæknilega rétt, hinn bóginn - er það "dead giveaway" ef menn kaupa þau efni sem vitað er að unnt er að nota til sprengjugerðar. Yfirvöld a.m.k. utan Íslands, fylgjast með því hvort slík efni eru keypt í verulegu magni af aðilum - undir sérstöku eftirliti. Síðan hafa seljendur slíks varnings, verið hvattir til að láta vita, ef aðilum sem þeim finnst grunsamlegir - kaupa slík efni í verulegu magni.
--Það eru dæmi þess, að komið hafi verið í veg fyrir hryðjuverk - í gegnum slíka upplýsingagjöf.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.6.2017 kl. 00:02
Það þarf ekki að kaupa öll efnin í sömu búðinni og það þarf ekki að vera sami maðurinn sem kaupir öll efnin.
Það er líka hægt að kaupa þessi efni í smá skömmtum, þeim liggur ekkert á enda eru þeir í fríu húsnæði, fæði og fá dagpeninga fyrir bjór.
Öruggasta leiðin er að grandskoða þá sem vilja flytjast til landsins sem flóttamenn eða hælisleitendur.
Enginn skilríki, út úr landinu með næsta flugi þaðan sem hann/hún kom.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 19.6.2017 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning