9.6.2017 | 12:18
Flokkur Theresu May kemur óvænt illa út úr þingkosningunum í Bretlandi - úrslit er munu flækja BREXIT viðræðurnar fyrir May
Íhaldsflokkurinn tapaði meirihluta sínum, þvert á skoðanakannanir fyrir kosningar er höfðu gefið vísbendingar um - aukinn meirihluta sem líklegri útkomu.
Á sama tíma, eru úrslit Verkamannaflokksins, ekki nærri eins slæm og útlit var fyrir mánuðum fyrir kosningar ef marka mátti kannanir -- þannig að Jeremy Corbyn líklega heldur velli
Jeremy Corbyn og Theresa May
Úrslit: May to try to form government after UK election debacle, uncertainty over Brexit talks
- Íhaldsflokkurinn...............318 þingsæti eða 48,9% heildaratkvæða.
- Verkamannaflokkurinn...........261 þingsæti eða 40,2% heildaratkvæða.
- Skoskir sjálfstæðissinnar.......35 þingsæti eða 5,4% heildaratkvæða
- Frjálslyndir....................12 þingsæti, eða 1,8% heildaratkvæða.
- Norður-írski Sambandsflokkurinn 10 þingsæti, eða 1,5% heildaratkvæða.
Skv. frétt ætlar Norður-írski Sambandsflokkurinn, að styðja minnihlutastjórn Theresu May.
Þar sem að Íhaldsflokkinn vantar 8 þingsæti upp á meirihluta.
Duga þá 10 þingsæti Norður-írska Sambandsflokksins til að May getur myndað stjórn.
Hinn bóginn er þetta augljóslega veikur meirihluti, með aðstoð annars flokks.
Sem þíði, að May getur lent í vandræðum með afgreiðslu BREXIT málsins á þingi.
En með svo lítinn meirihluta, geti litlir þingmannahópar í Íhaldsflokknum, hlaupið út undan sér - ef þeim líkar ekki útkoman!
--Einmitt áhætta sem May ætlaði sér að losna við.
- Þetta væntanlega geri viðræðurnar við ESB um BREXIT erfiðari en ella.
- Þar sem að úrslitin væntanlega minnka samningssvigrúm May - þ.e. þrengja möguleika hennar til að sýna sveigjanleika í viðræðum gagnvart öðrum aðildarþjóðum ESB.
- Úrslitin líklega valda því, að viðræðurnar sennilega ganga erfiðar fyrir sig - verða tafsamari, og auk þess væntanlega auka líkur þess að þær endi illa -- þ.e. Bretland endi utan sambandsins án eiginlegs samkomulags!
--Sem mundi flokkast undir mjög hart BREXIT.
En ef May er ófær um að sýna nokkra samningslipurð.
Gætu aðildarlöndin fyrir utan Bretland - einfaldlega tekið sameiginlega afstöðu.
--Þ.s. BREXIT tekur gildi eftir 2-ár, sjálfkrafa skv. lögum sambandsins sem lúta að því ferli er land vill yfirgefa sambandið; nema aðildarlöndin hin öll samþykki að framlengja það ferli.
- Þá geti það verið raunhæfur möguleiki á slíkri útkomu - þ.e. BREXIT án nokkurs mildandi samkomulags Bretlands við aðildarríkin.
--Önnur aðildarlönd taki ákvörðun fullkomlega einhliða, án þess að gefa Bretum nokkurt svigrúm.
Og BREXIT taki gildi án nokkurs slíks samkomulags.
- Það væri að sjálfsögðu versta mögulega útkoma.
- Og mundi án vafa skapa langvarandi sárindi í samskiptum í kjölfarið.
- Sem mundi geta skaðað önnur samskipti, t.d. innan NATO.
--Þannig að slíkt, "hard BREXIT" gæti reynst mjög varasöm tíðindi fyrir NATO.
--Einnig fyrir Ísland, en Bretland er mikilvægt NATO land vegna þátttöku Bretland í því að viðhalda öryggi á Norður-Atlantshafi, með sínum flota og flugher.
Auk þess, að efnahagslegur skellur fyrir Bretland - mundi skaða útflutnings Íslands til Bretlands.
Til viðbótar, án vafa fækka breskum ferðamönnum til Íslands - á móti gæti Bretland orðið ódýrt ferðamannaland fyrir Íslendinga!
Niðurstaða
Fyrir Íslendinga eru kosningaúrslitin í Bretlandi líklega ótíðindi, vegna þess að þau valda því að Theresa May fari inn í BREXIT viðræður við önnur aðildarríki ESB - með mun veikari samningsstöðu en áður. Í stað þess að vonast var eftir sterkari samningsstöðu, séu hún í staðinn mun veikari.
Það sé vegna þess, að svo tæpur sé líklegur meirihluti May með aðstoð Noður-írskra Sambandssinna, að litlir hópar þingmanna innan Íhaldsflokksins, geta hlaupið út undan sér og neitað að samykkja atriði í BREXIT samkomulagi er geta orkað tvímælis - innan Bretlands.
Sem skapi May mun þrengri samningsstöðu en hún stefndi að, auk þess veikari samningsstöðu en hún hafði fyrir - sem auki augljóslega líkur á "hard BREXIT."
En skv. lögum ESB tekur BREXIT gildi eftir 2-ár, nema allar aðrar aðildarþjóðir samþykki að framlengja viðræður -- ef May hefur mjög lítið samningssvigrúm í bresku pólitísku samhengi.
Sé það mun líklegra en ella, að aðildarþjóðirnar einfaldlega ákveði allt - einhliða.
Sem þeim er fullkomlega heimilt skv. lögum sambandsins er lúta að brotthvarfi aðildarríkis.
Þá gæti lending Bretlands orðið mjög harkaleg - þ.e. lending án samkomulags af nokkru hinu minnsta tagi, til að liðka fyrir framtíðar viðskiptum Bretlands við ESB aðildarríki eða fyrir bresk fyrirtæki svo þau geti áfram starfað óhindrað innan ESB eins og þau gera í dag.
- Bendi auk þess á - að í slíku samhengi er "WTO" aðild Bretlands langt í frá öruggur hlutur -- þ.s. að Bretland gekk í "WTO" sem ESB meðlimur; sem þíði að það sé háð samkomulagi við ESB aðildarríkin - að Bretland fái áfram að notast við samkomulag aðildarþjóða ESB við önnur aðildarríki "WTO."
- M.ö.o. "hard BREXIT" geti auk þess þítt - að Bretland þarf að hefja það flókna ferli, að óska eftir sjálfstæðri aðild að "WTO." Er mundu vera margra ára flóknar viðræður.
--M.ö.o. ef viðræður far algerlega út um þúfur, getur Bretland lent í þeim tollum sem til staðar voru í alþjóða kerfinu -- fyrir "WTO" og fyrir "GATT."
Þeir voru háir!
A.m.k. 20% + rámar mig í.
Það væri töluvert duglegur kjaraskellur fyrir breskan almenning, ef hlutir fara á allra versta veg.
- Til viðbótar öllu þessu, gæti slík allra versta mögulega útkoman - eitrað samskipti Bretlands við meginlandsþjóðir -- í samhengi NATO.
- Bretland, gæti neitað að taka þátt í vörnum meginlandsþjóða NATO.
--Það gæti alveg skapast NATO krísa í slíku samhengi.
Rússland væri þá það land sem græddi á slíku "super hard BREXIT."
--Atriði sem væri gott að meginlandslöndin í ESB hefðu í huga!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:33 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit nú ekki hvað menn kalla að "flækja" málin ... hún fékk 48% atkvæða, sem er mun meira en þeir fengu í fyrri kosningum.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 12:38
Þú átt að vita að í Bretlandi skiptir meira máli - fj. þingsæta en hlutfall atkvæða. Þetta "first past the post" kerfi.
--Hún var með nauman meirihluta þingmanna í krafti þingmanna Íhaldsflokksins eingöngu fyrir kosningar.
Nú þarf hún flokk með sér til að ná meirihluta.
M.ö.o. þingmönnum Íhaldsflokksins fækkaði.
Kosningakerfið getur virkað þetta öfugsnúið í Bretlandi - þ.s. dreifing atkvæða eftir kjörtímum, oft skiptir meira máli.
--Svipað því er gerðist í Bandar. er Trump vann - en í Bandar. virkar forsetakjör með sambærilegum hætti, að einstök fylki virka svipað og þingkjördæmi í Bretlandi - alveg með sama hætti, skiptir dreifing fylgis innan einstakra kjördæma meira máli -- en heildarprósenta atkvæða yfir allt landið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.6.2017 kl. 15:06
Hef nú á tilfinningunni að samstarfsflokkurinn eigi eftir að vera banabiti fyrir íhaldsflokkinn og jafnvel koma í veg fyrir útgönguna úr ESB.
Jósef Smári Ásmundsson, 9.6.2017 kl. 20:52
Mér hefur alltaf fundist að eyþjóðirnar á Atlantshafi eigi að standa saman, gegn Evrópu ... og með Bandaríkjunum.
Bara mín skoðun á málinu, en óraunsæ.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 21:48
Ég vil líta á Vestræn lönd sem heild, taka Ástralíu ásamt Nýja-Sjaland, og Mexiko saman sem heild með Evropu. Ég mundi bæta Russlandi síðan við að auki, ef stjórnarfar þarlendis yrði lýðræðislegra. Rússland hyrfi frá stefnu þeirri að reyna vera mótvægi við Vesturlönd.
Ef Rússland væri með gæti slíkt bandalag varið Rússland gagnvart asælni risans í Austri. Kina gæti aldrei orðið sterkara en slíkt bandalag. Án slíks bandalags tel ég Rússland litla möguleika eiga gagnvart styrk Kína. Val Pútíns um átök við Vesturlönd veiki Rússland gagnvart því eina landi sem raunverulega geti ógnað Rússlandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.6.2017 kl. 23:41
Sæll Einar Björn og aðra
Hún hefur talað við drottninguna í dag sem gaf henni leyfi til að byggja upp nýja ríkisstjórn sem hún mun gera með hjálp DUP (Democratic Unionist Party).
DUP og íhaldsmenn munu halda viðræðum um málsmeðferðina. The DUP vilja eitthvað fyrir hjálp þeirra náttúrulega.
Þeir verða ekki feimnir í beiðnum. Þegar hún gerir þetta, er hún tilbúin að breyta lögum um róttækan íslam og auka lögreglu vald.
Merry, 10.6.2017 kl. 00:05
Rússland, hef ég engar áhyggjur af ... Vestræn lönd eru lítið annað en "vandræðabálkur" ... ef ekki væri fyrir Merkel, sem þurfti að leika góða konu ... væri Evrópa ekki í blóðbaði. Við eigum henni að þakka blóðbaðið, að miklu leiti ... og "tyrkja" ást hennar. Og, hvað sem okkur þykir um Rússa, þá eigum við Pútin að þakka að ekki hafi verr farið.
Rússland er eina land Evrópu, sem hefur einhvert "vit" ... og ég er ekki að segja þetta, vegna "aðdáunar" á Rússum. Heldur til að skýra, hversu óhugguleg Evrópa er ... við féllum í yðjur Sovétríkjanna ... við erum með glæpamenn yfir okkur. Sem níðast á rétti einstaklingsins ... hylma yfir ódæðum sínum ... og þar sem "fréttaflutningur" á vandamálum innan veggja, er enginn.
Trump hefur rétt fyrir sér, og Putin líka ... það á að loka fyrir Evrópu og láta hana um sig sjálfa. Eins og er, er engin framtíð í Evrópu.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.6.2017 kl. 03:19
Stefna Pútíns um þetta er ég viss sé Rússlandi storskaðleg síðar meir verði þetta séð sem töpuð ár. Pútín ig hans hópur séu fyrst og fremst að maka krokinn persónulega. Stefna hans síðan hann valdi atok5við Vesturlönd hafi svip land hans muklum tækifærum. Stórskaðað efnahag landsins og landsmannna. Auk þess með því að halla að Kína hallar hann að eina landinu fært um að leggja allt Rússland undir sig og að fullu afnema siðmenningu þess. M.o.o. álit eg stefnu hans seinni árin stórkostlega skammsyna ef hugsað frá hagsmunum landsins. Hann hljóti því að vera eingöngu miða stefnuna frá sínum persónulegu vhagsmunum. Snúist um vörn hans persónulegu valda og að tryggja ræningjahopurinn kringum hann geti afram rænt og ruplað eigin þjóð. Eg er algerlega hættur að trua því að rikisstjorn hans snúist um nokkurt umfram það hans persónulegu völd hans persónulegu auðgun og ræningjanna er eru i5kringum hann og taka fullan þátt í því ræningjaræði sem sé núverandi ríkisstjórn Rússlands Pútíns. Ef hann vildo gera eitthvað fyrir sina þjóð heimilaði hann aftur lýðræði og frjálsa fjolmiðlun að nýju og heimilaði síðan Rússum það sem raunhæfan kost að kjósa hann og ræningjana hans burt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.6.2017 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning