Áhugaverður vitnisburður James Comey um samskipti hans við Trump - birtur

Sjá vitnisburð James Comey um persónuleg samskipti hans og Donald Trumps: Ex-FBI Director Comey's prepared testimony to Senate panel.

Skv. vitnisburðinum, staðfestir Comey að Trump hafi óskað eftir - persónulegri fylgisspekt Comey við Trump, og að Trump hafi óskað eftir því að FBI hætti að rannsaka Flynn - það þriðja merkilega sem fram kemur er að Comey staðfestir að hann hafi sagt Trump að Trump sjálfur væri ekki undir rannsókn!

  • Rétt að benda á, að til vitnis um þau samtöl, eru einungis Donald Trump og James Comey.
  • Þar sem í tilvikunum er um að ræða, 2ja manna tal.

--Svo að sjálfsögðu sannar vitnisburðurinn nákvæmlega ekki neitt.
--Hinn bóginn, treysti ég betur heiðarleik James Comey en Donalds Trump.
--Það sé ósennilegt þó að þessi nýi vitnisburður hafi einhverjar sérstakar afleiðingar fyrir Trump.

Mjög áhugaverður texti:

It is important to understand that FBI counter-intelligence investigations are different than the more-commonly known criminal investigative work. The Bureau’s goal in a counter-intelligence investigation is to understand the technical and human methods that hostile foreign powers are using to influence the United States or to steal our secrets. The FBI uses that understanding to disrupt those efforts. Sometimes disruption takes the form of alerting a person who is targeted for recruitment or influence by the foreign power. Sometimes it involves hardening a computer system that is being attacked. Sometimes it involves 'turning' the recruited person into a double-agent, or publicly calling out the behavior with sanctions or expulsions of embassy-based intelligence officers. On occasion, criminal prosecution is used to disrupt intelligence activities.

Because the nature of the hostile foreign nation is well known, counterintelligence investigations tend to be centered on individuals the FBI suspects to be witting or unwitting agents of that foreign power. When the FBI develops reason to believe an American has been targeted for recruitment by a foreign power or is covertly acting as an agent of the foreign power, the FBI will 'open an investigation' on that American and use legal authorities to try to learn more about the nature of any relationship with the foreign power so it can be disrupted.

Mér sýnist Comey þarna að ofan, vera að segja frá því hvers eðlis rannsókn FBI er!

  1. Tilgangur slíkra rannsókna, sé að skaða tilraunir erlends ríkis - til að útvega sér, sér handgengna aðila meðal embættismanna stjórnvalda Bandaríkjanna, sem það ríki síðar meir noti sér sjálfu til hagsbótar - en líklega gegn hagsmunum Bandaríkjanna.
  2. Tilgangur 2-sé síðan að snúa slíkum einstaklingi til baka, eða sannfæra viðkomandi að erlenda ríkið sé að gera tilraun til að nota hann, eða ef hitt bregst - glæparannsókn og hugsanleg saksókn síðar á viðkomandi.

Það sé ákaflega forvitnilega nú að vita hinn eiginlega tilgang rannsóknar FBI!

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að tjá mig neitt sterkt um þennan vitnisburð þ.s. þetta er eftir allt saman lýsing á 2ja manna tali. Þó ítreka að ég hef meiri trú á heiðarleik James Comey en Donalds Trump.
Það virðist að Trump hafi verið að fiska eftir því hvort Comey væri til í persónulega fylgisspekt.
Það virðist að Trump hafi beitt Comey þrýstingi um að hætta rannsókn FBI á Flynn.
Og það virðist að auki, að Trump hafi beitt Comey þrýstingi til að annað af tvennu - flýta heildar rannsókn FBI á aðilum tengdum ríkisstjórn Trumps sem mest, eða þá að hætta henni.
--En hvort Trump meinar skv. lýsingu Comey er ekki ljóst!

Trump m.ö.o. hafi skv. vitnisburði Comey reynt að hafa afskipti af rannsóknum FBI.
Og vonast til þess að unnt væri að koma FBI undir stjórn Hvíta-hússins.

  1. Ef það var von Trumps, með brottrekstri Comey, að geta skipt honum út fyrir sinn mann.
  2. Virðist sú von vera að bregðast, miðað við það - hver Trump hefur nú lagt fram; en rétt að benda á að nokkrir aðrir höfðu verið skoðaðir af Trump, sem ekki fengust til starfsins af óþekktum ástæðum - ekkert sérstakt bendi til að Christopher Wray verði handgengnari Trump en Comey reyndist vera: Trump velur Christopher Wray næsta yfirmann FBI - spurning hvað Trump hefur haft upp úr að reka James Comey?

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, ég myndi aldrei treysta Comey.

Mundu eitt, FBI, SÄPO eða GESTAPO er sama stofnun.  Allir þeir menn, sem vinna við þessa stofnanir eru glæpamenn. Bara glæpamenn í þágu ríkissins.  Að Trump skuli taka hann á tal, get ég vel trúað ... hann hefur farið fram á að þessi glæpamaður sé "trúr" núverandi ríkisstjórn.

Það sem þetti bendir á, að mínu mati ... er að stjórn Bandaríkjanna er verulega tvískipt.  Þegar ég segi "stjórn", þá á ég ekki við Trump eða Clintuna ... heldur þá er að baki standa.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 15:56

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Að þú geri samjöfnuð við Gestapo og Sapo eða FBI - segir allt sem segja þarf um þinn málflutning að þessu sinni.
Merkilegt að þú gleymdir NKVD er þú varst að nefna lista af öryggislögreglustofnunum.
--En þ.e. gríðarlegur munur á öryggislögreglu, hvort sú stofnun er rekin í einræðisríki sbr. Þýskal. nasista eða ríki Stalíns -- lýðræðislandi sbr. Bandaríkin eða Svíþjóð.
--------------
Ég veit, þú lætur eins og það sé nákvæmlega enginn munur á lýðræðislöndum, og einræðislöndum -- en ég kæri mig ekki um að svara slíkum skoðunum frekar.
-Þú gætir þá allt eins sagt, engan mun á löndum -- því allar hafi ríkisstjórnir og þjóðarleiðtoga af einhverju tagi.
Þá leitt hjá þér þann mikla mun sem er á stjórnarfari milli landa.
**En þ.e. einmitt þ.s. þú gerir, með samjöfnuð á milli einræðislanda og lýðræðislanda með þeim hætti er þú gerir.
-------------
Þ.s. þú segir um Bandaríkin --> Á hinn bóginn, allt við Rússland Pútíns.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.6.2017 kl. 18:17

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki í dæminu að treysta Comey,delinn skrifaði niður minnispunkta púff! Sannleikurinn er e.t.vill á myndbandi.

Helga Kristjánsdóttir, 9.6.2017 kl. 01:41

4 identicon

GESTAPO = General Stats Polizei, SÄPO = Säkerhets Polisen, FBI = Federal Beaureu of Investigation.

Af þessum þremur stofnunum, er FBI skást ... GESTAPO og SÄPO eru ekkert olíkar stofnanir.  SÄPO stundar "State Terrorism" daglega.  Bækur, eins og þær eftir Tom Clancy segja lítið um þá glæpamenn, sem þessar stofnanir hafa átt við.  En segja allt um þá "Sociopathic" state, sem heili þess fólks sem vinnur við þessar stofnanir eru í.  ISIS, er stofnun sem í dag er í sífelldri aukningu ... og það er alltaf imyndunarafl "almennings", sem fær það til að halda að "andstæðingurinn" sé ógeðslegt dýr, eins í sögum "Tolkiens". Það er þessi hugmynd þín, sem er algerlega út í hött ... skiptir engu, hvort þú deylir þessari hugmynd, með meirihluta mankynsins.

Þessir menn, eru glæpamenn ... allir til hópa. Morðingjar, fremja mannréttindabrot, pyntingar ... jafnvel stunda þjófnað, eða "hrinda af stað þjófnaði", til að komast að gögnum og upplýsingum með að ransaka "brotts plats".

Allir eru þessir menn stórglæpamenn ... en, eitt sem þú ekki heldur virðist skilja er "Caesars coin has two faces", eða "Janus".

Eins og ég sagði, að Trump hafi tekið hann á tal og farið fram á að hann væri "trúr" stjórninni, er eðlilegt ... þetta er glæpastofnun, sem á að hrinda í framkvæmd "stefnu" stjórnarinnar.  Að Comey hafi "vogað" sér að segja Nei, segir að hann hafi einhverja stuðningsmenn að baki sér ... og það bendir til tvískipts stjórnar Bandaríkjanna.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 05:30

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Helga Kristjánsdóttir,ósennilegt að slíkt myndband sé til - væri örugglega komið fram; ef það væri yfir höfuð til og þar kæmi fram annað en hvað Comey segir frá.
--Treysti sannsögli Comey langt umfram.
En Trump hefur langa sögu ósannsögli sem nær mörg ár aftur í tímann, en hann er alræmdur viðskiptanýðingur.
Þegar maður hefur á annað borð, mann sem hefur sennilega í hundruð skipta verið staðinn að sönnuðum lygum - og hins vegar mann er virðist taka sannleikann alvarlega.
--Þá tekur maður að sjálfsögðu orð þess, sem hefur sögu þess að vera að jafnaði sannsögull, fram yfir orð þess er hefur í óskaplega mörg skipti verið staðinn að lygum.

Clinton laug oft í kosningabaráttunni, en Trump laug einfaldlega miklu oftar.
Ef það var keppni milli þeirra í lygum - vann Trump þá keppni með yfirburðum töluverðum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.6.2017 kl. 11:37

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, þú greinilega veist ekkert um SAPO. Eða hefur lesið bækur eftir einhverja sem sjálfir vita ekki neitt. Að vitna í skáldsagnahöfund -- virkilega.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.6.2017 kl. 11:39

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Óskemmtileg lýsing á keppni í pólitískum lygum,þar sem andstæðingar Trump's hafa ára langa leikreynslu og fimi í að breiða út fals og lygar um heimsbyggðina.Leið þeirra til að drottna verður þyrnum stráð. 

Helga Kristjánsdóttir, 9.6.2017 kl. 15:33

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Trump er sjálfur kóngurinn er kemur að lygum, undan pólitík hafði hann áratuga reynslu af sínum viðskiptafrelsi - þaðan sem hann er virkilega alræmdur viðskiptanýðingur, með virkilega mjög sér hagkvæman skilning á því hvað satt er.
--Hann þurfti þar með, enga kennslu frá aðilum með pólit. reynslu er kom að skipulagningu, lygaherferða - er hann hóf sinn pólit. feril.
**Það sýni hans pólit. herferð fyrir eigin kjöri ákaflega vel -- þ.s. hann bar höfuð og herðar yfir hvern einasta pólitíkus, er tók þátt í keppninni um forsetambætti Bandaríkjanna.

Í þessu, er hann kóngurinn, án nokkurs minnsta vafa.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.6.2017 kl. 17:24

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Donald Trump er mjög ólíkur andstæðingum sínum. Maður sem leggur allt traust sitt á frelsara vorn og biður hann fyrir farsælli vegferð á valdaferli sínum,er sá sem Bandaríkin þarfnast. 

Helga Kristjánsdóttir, 10.6.2017 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband