27.5.2017 | 00:09
Rússland og Saudi Arabía hafa greinilega gefist upp á þeirri tilraun að drepa vinnslu með svokallaðri "fracking" aðferð!
Það þíðir að visst ógnarjafnvægi er til staðar á olíumörkuðum um þessar mundir, en skv. samkomulagi Saudi Araba og Rússa - hefur verið ákveðið að framlengja ákvörðun sem tekin var nokkru fyrr um 9 mánuði; sem felur í sér minnkun heildarframleiðslu þeirra um 2-milljón tunnur á dag!
Skv. fréttum, vonast olíuráðherrar Saudi Arabíu og Rússlands - til þess að þessi minnkun leiði smám saman til samdráttar í óseldum birgðum á olíu.
--Þannig að verðlag smám saman rétti við sér úr ca. 50 dollurum í ca. 60 dollara.
- Hinn bóginn er búist við, að aukning í "fracking" vinnslu innan Bandaríkjanna, auki heildar framboð af olíu í heiminum um -- 1% á þessu ári.
--Sem talin er veruleg aukning!
Skv. olíumálaráðherra Nígeríu - vill OPEC þó ekki að verðið fari verulega upp fyrir 60 dollara.
--Því það mundi efla að þeirra mati "fracking" vinnslu of hratt!
- Það sem þetta staðfestir - eina ferðina enn.
- Að sá jarðskjálfti hefur orðið - að "fracking" ræður alþjóða verðlagi á olíu.
- Fracking m.ö.o. sé tekið við sem svokallaður "swing producer."
--Hlutverk sem Saudi Arabía hafði um árabil.
OPEC Scrambles To Raise Oil Prices Amid Renewed US Shale Boom
Saudi Arabia and Russia stuck in unlikely oil alliance
Ég hef heyrt fullyrðingar þær að þetta sé rangur skilningur - þ.s. framleiðslan sé mun kostnaðarminni í Rússlandi og Saudi Arabíu!
Það á hinn bóginn leiðir hjá sér þá mikilvægu staðreynd -- að gróði af olíuframleiðslu í báðum löndum; hefur verið mikilvægur þáttur í fjármögnun ríkisútgjalda!
M.ö.o. að þó bæði lönd geti tæknilega haft gróða af olíuvinnslu við enn lægri verð -- þá hafi verðfallið 2015 leitt til mikils hallarekstrar á ríkissjóðum Saudi Arabíu og Rússlands.
- Bæði lönd séu nú, að rembast við að koma stjórn á sín ríkisútjöld - svo ríkissjóði beggja geti rekið sig á "0" við olíuverðlag á bilinu 50 - 60 dollarar.
- Það skíri án vafa samkomulag beggja, þ.s. sameiginlega tilraun til að -- ná jafnvægi á verðlag við það verðbil.
M.ö.o. sú fullyrðing - að bæði löndin tæknilega geti framleitt við lægri verð.
Leiði hjá sér, þarfir ríkissjóða beggja landa - fyrir olíugróða til að fylla upp í fjárlagagatið.
Og auðvitað ekki síst -- vilja beggja að fá sem mestar tekjur fyrir sína auðlynd!
Við Íslendingar, viljum t.d. ekki selja okkar fisk ódýrt, þó tæknilega væri unnt að reka sjávarútveg við mun lægri fiskverðum en fæst fyrir fisk í dag!
Þá mundu mun lægri fiskverð skerða okkar tekjur af fiski, sem hefði auðvitað neikvæð áhrif á okkar efnahag!
Þetta sama gildi einnig fyrir Saudi Arabíu ásamt Rússlandi um olíuna, að bæði löndin vilja fá sem mest -- að þau lönd nái ekki fram hærra verði en 50-60 dollara, skerði þeirra framtíðar-olíutekjur, miðað við það sem var fyrir sumarið 2015 er verðin voru í rýflega 100 dollurum per olíufat - við það auðvitað skerðir þeirra efnahagur, og lífskjör í löndunum báðum að auki.
- Hinn bóginn eru bandarísku einkafyrirtækin - ekki að taka nokkurn beinan þátt af sambærilegu tagi í fjármögnun ríkissjóðs Bandaríkjanna.
--Gróðinn renni óskiptur til eigenda félaganna! - Meðan að í tilviki Rússlands og Saudi Arabíu - hirði ríkið hátt hlutfall olíuarðs af vinnslu sinna ríkisfyrirtækja er sjá um rekstur olíuvinnslunnar í báðum löndum.
--Þetta skili því, að þó svo að gróði bandarísku félaganna sé á þröngu verðbili.
--Þá sé sú staðreynd að þau nái að reka sig með gróða við 50 dollara +.
--Að þau hafa þetta ár aftur hafið - hraða aukningu sinnar vinnslu.
Vegna þess að mörg fyrirtæki eru um hituna í eigi einka-aðila.
Sem hvert um sig, keppist um að dæla sem mestu, til að skila eigendum sínum sem mestum gróða.
--Leiði fram þetta ástand, að um leið og vinnslan bar sig -- fór hún á flugferð aftur.
Helsti veikleiki bandarísku vinnslunnar er sá, að aukning vinnslu nær líklega hámarki þegar á nk. áratug, síðan fari vinnslan hægt og rólega að dala!
Birgðirnar séu einfaldlega ekki meiri en þetta!
--Einhver getur ályktað að Saudi Arabía og Rússland.
--Geti einfaldlega beðið róleg þar til vinnslan er sjálfhætt í Bandaríkjunum.
Það á hinn bóginn mundi leiða hjá sér þá staðreynd.
Að olíuleirsteinslög sem tæknilega vinnanleg eru.
--Er að finna víða um heiminn!
- Það sé ekkert sem tæknilega hindri bandarísku fyrirtækin, að leita út fyrir landsteina.
--Það sé afar sennilegt að þau geri einmitt það!
- Þá erum við ekki að tala um -- bara nk. 20 ár!
- Heldur getur vinnsla af þessu tagi -- borist frá einu landi til þess næsta.
--Þannig viðhaldið stöðugri aukningu vinnslu með "fracking" aðferð.
--Jafnvel þó vinnslan mundi smám saman hætta innan Bandar. sjálfra innan nk. 30 ára!
Niðurstaða
Eins og ég hef áður ályktað - sé tímabil ofurdýrrar olíu líklega liðið fyrir fullt og allt. Aukning í "fracking" vinnslu muni líklega nk. áratugi geta tryggt það að verðlag á olíu sveiflist ekki að ráði upp fyrir 60 dollara.
--Það sé mikið fjárhagslegt tap fyrir hefðbundnu olíuríkin.
--Veruleg lífskjaralækkun einnig fyrir þau lönd, sem eru mjög háð olíuútflutningi, sbr. Saudi Arabía og Rússland t.d.
Það kemur í ljós, hvað þau lönd geta gert til að bæta sína stöðu. Saudi Arabía kvá vera að endurskipuleggja sitt hagkerfi. Rússland á hinn bóginn - virðist enn horfa fyrst og fremst, til frekari aukningar á gas og olíuvinnslu.
- Hinn bóginn, sé olía og gas sennilega nk. áratugum á hægri útleið.
- Þ.e. lönd í vaxandi mæli leggi áherslu á endurnýjanlega orkugjafa.
--Sú þróun verði þó sennilega ekki leyftursnögg, þannig að neysla á olíu í heiminum fer ósennilega að minnka innan t.d. nk. 30 ára.
--En sú þróun á þeim 30 árum - geti samt sem áður, haft þau áhrif að minnka aukningu neyslu.
Það eitt hafi áhrif á framtíðar verð, þ.e. hamli gegn verðhækkunum.
Þau áhrif lögð ofan á sennilega útbreiðslu "fracking" um heiminn.
--Þíði án mikils vafa, að olíuverð haldist lág -- sennilega til allrar framtíðar.
Fyrir Rússland sé þetta slæmar fréttir - þíði að stöðnun kjara innan Rússlands, líklega viðhaldist það án nokkurs augljóss endapunkts.
--Það geti reynt á þolrifin í rússnesku þjóðinni, þegar stöðnun viðhelst - án sjáanlegs enda!
Það verði áhugavert að sjá hve lengi þolinmæði rússnesks almennings, gagnvart ræningaelítunni í kringum Pútín -- viðhaldist!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.5.2017 kl. 11:46 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 856037
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
framleiðslan sé mun kostnaðarminni í Rússlandi og Saudi Arabíu!
Ef maður þarf þýðingu á því, að "fracking" sé dýrara en venjuleg aðferð ... þá á maður bágt, og reglulega mikið af því Einar. Að þurfa að "spekulera" í þvi af hverju olía og bensín er dýrara, nú en áður ... þá er maður bara einhver fábjáni, í fullri alvöru.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.5.2017 kl. 23:00
Bjarna, þú virðist ekki geta skilið, þ.s. nær öll restin af heiminum skilur.
Þetta er allt saman mjög einfalt og auðskiljanlegt -- allir vita að verðlag er verulegra lægra í dag en snemm sumars 2015. Orsakir þess eru þekktar, sbr. aukning framboðs frá nýrri tegund framleiðslu -- samt er þetta greinilega fullkomlega óskiljanlegt fyrir þig.
Þetta með að það sé dýrara að framleiða með þeirri aðferð, er útskýrt að ofan --> Þú virðist ekki geta náð því, að olíulöndin eins og Rússland eða Saudi Arabía --> Vilja fá sem allra hæst verð og þau geta fyrir sína olíu.
--Þá skiptir engu máli, að tæknilega geti þau framleitt á enn lægra verði, þ.s. þau vilja það raunverulega ekki -- og það að verðlag er svo mikið lægra í dag; hefur skaðað þeirra efnahag mjög umtalsvert.
--Því lækkunin dróg út tekjum þeirra, tekjum sem þau voru orðin háð -- sbr. að bæði löndin lentu í vandræðum með reksturs síns ríkissjóðs, þ.s. þau voru bæði vön að nota olíutekjur til að fjármagna með beinum hætti, sína ríkissjóði.
--Því hafa bæði lent í hallarekstri á sínum ríkissjóðum, og niðurskurðarþörf á eyðslu sinna ríkissjóða.
::Að sjálfsögðu vildu þessi lönd helst, geta náð verðinu aftur upp í 100 dollara.
Að auki, hefur tekjulækkunin - valdið lækkun lífskjara í báðum löndum --> Sem getur verið alvarlegt mál til lengri tíma litið, þ.s. líkur má ætla að sú lífskjaralækkun - geti dregið úr stuðningi landsmanna í báðum löndum - við þær einræðisstjórnir sem ríkja yfir Rússlandi annars vegar og Saudi Arabíu hins vegar.
Með einhverjum furðulegum hætti, vefst þetta allt þó fyrir þér, að þú botnar ekki í því -- hvernig grein sem nær hagnaði um leið og verðlag nær 50 dollurum --> Er að skaða þessi 2-lönd.
--Þó það blasi við öllum, greinilega nema þér, að það sé vegna þess að sú grein --> Heldur verðinu niðri.
Þannig takmarkar mögulegar tekjur Rússlands og Saudi Arabíu - af sinni olíu.
Að auki, að sennilega gerir sú grein það áfram - eins lengi og augað eygir inn í framtíðina, að takmarka mögulegar tekjur þessara tveggja landa af sinni olíu - þar með að takmarka möguleg lífskjör í þeim löndum báðum tveim samtímis.
Spurning hvort það sé mögulegt að þú fattir einfalda hluti?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.5.2017 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning