Trumpurinn gerir sig að fífli í heimsókn á NATO ráðstefnu

En Trumpurinn var staddur í Brussel þar sem hann mætti á sameiginlega NATO ráðstefnu.
Og hann var snöggur að sýna leiðtögum annarra NATO ríkja, að Trump hefur ekki enn haft fyrir því að kynna sér -- grunn atriði þess hvernig NATO virkar!

  1. En NATO eru samtök sjálfstæðra ríkja!
  2. Stofnunin NATO sem slík -- ræður í engu yfir sínum meðlimalöndum.
  3. M.ö.o. NATO stofnunin getur ekki skipað þeim fyrir.
  4. Sama gildi, að annað meðlimaland NATO - hefur engan formlegan rétt til að skipa öðru NATO landi fyrir.

Ummæli Trumps: Trump directly scolds NATO allies, says they owe 'massive' sums

"Twenty-three of the 28 member nations are still not paying what they should be paying for their defense,"

"This is not fair to the people and taxpayers of the United States, and many of these nations owe massive amounts of money from past years,"


Fyrsta lagi!

Er það ákvörðun hvers NATO lands fyrir sig, sem sjálfstæðs fullvalda ríkis -- hvað það land ver til hermála. Alveg með sama hætti, og þ.e. eingöngu ákvörðun Bandaríkja Norður Ameríku - hvað þau verja miklu fé til hermála.
--Bandaríkin spyrja ekki NATO að því, hve miklu fé þau verja til þess málaflokks.

Bandaríkin ráða ekki heldur hve miklu fé önnur NATO lönd verja til sinna varna.
--Þau geta beitt þrýstingi, eins og t.d. varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur gert.
--Trump má alveg --> Hvetja önnur NATO lönd, til þess að verja auknu fé til sinna varna.

Hann getur alveg tjáð sína skoðun, að það sé ósanngjarnt skv. hans skoðun -- hve litlu fé mörg þeirra verji til sinna varna.

  • En þ.e. algerlega út í hött, að halda því fram -- að NATO lönd skuldi NATO fé með því að hafa árum saman varið minna en 2% af landsframleiðslu til varna!
  • Þ.s. stofnunin NATO hefur ekkert vald yfir NATO löndum - m.ö.o. getur ekki skipað þeim fyrir.

2% viðmiðið sé einungis ósk NATO - yfirlýsing NATO um það, hvað sé æskilegt!

 

Í öðru lagi!

Er það einnig fullkomlega absúrd að halda því fram, að NATO lönd skuldi Bandaríkjunum fé, í þeim tilvikum að Bandaríkin hafi árum saman -- tekið þátt í vörnum þeirra tilteknu NATO landa.

Bandaríkin hafi í tíð fyrri forseta - tekið ákvörðun um slíkt, t.d. staðsetningu herstöðva í nokkrum fjölda NATO landa -- sem hefur falið í sér staðsetningu nokkurs fjölda bandarískra hermanna í þeim NATO löndum.

Þetta hafa þeir fyrri forseta ákveðið, því þeir hafa talið það í samræmi við hagsmuni Bandaríkjanna, að styrkja varnir þeirra tilteknu landa - á ytri landamærum NATO.

Það hafi aldrei verið rætt í þeirra tíð, að þau lönd ættu að taka þátt í þeim kostnaði Bandaríkjanna!

  • Það sé eiginlega ekki hægt annað en að sjá slíka kröfu, á grunni skilnings Trumps að slík varnarþátttaka feli í sér -- uppsafnaða skuld þeirra ríkja gagnvart Bandaríkjunum; sem hreina fjárkúgunarkröfu eða kröfu um "tribute."

Hinn bóginn hef ég litlar sem engar áhyggjur af þessu tali Trumps, úr því sem komið er.
--En hvorir tveggja James Mattis og Herbert Raymond McMaster - séu ólíklegir að styðja slíka stefnu.

  • Ég er að meina, að mig grunar að raunverulega sé vald Trump þegar orðið svo saman skroppið að hann mundi ekki geta fylgt slíkri stefnu fram!
    --Hættan fyrir NATO sé liðin!

 

Niðurstaða

Það sýni eiginlega hvílíkt erki fífl Trump sé, að eftir yfir 120 daga sem forseti Bandaríkjanna. Hafi hann ekki enn gert nokkra tilraun til þess að kynna sér það hvernig NATO virkar. En einhver hlýtur að hafa sagt honum eitthvað um það hvernig NATO í grunninn virkar.

Hann hefur 4-stjörnu hershöfðingja sem utanríkisráðherra eftir allt saman.
2-aðra hershöfðingja, þ.e. Mc Master sem Þjóðaröryggisráðgjafa og John Kelly ráðherra Heimavarna.
--Þeir hljóta allir að hafa gert tilraunir til að útskýra fyrir karlinum hvernig NATO virkar.

En karlinn, en það virðist eina mögulega skýringin, einfaldlega hlusti ekki á útskýringar.
--Það sé það sem sé "scary" um Trump, þ.e. "wilful ignorance."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Oh mæ! Það reynist bara vel að vera ekki með nefið ofaní því sem þú hefur ekki minnsta áhuga á,við Trump erum svona. Þið vinstri elskur hafið góða reynslu af manni í æðstu stöðu höfuðborgarinnar,bara fjandi góður. 

Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2017 kl. 02:11

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú meinar -- vinstri menn eins og Marine General James Mattis - ekki má gleyma general H.R. McMaster, né ekki heldur general John Kelly. Ágætt að vita skilgreininguna hjá þér á vinstri -- sem virðist að vera; allir þeir sem einhverju leiti eru ósammála Trump.
--Kominn tími til að taka pyllurnar þínar.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.5.2017 kl. 02:23

3 Smámynd: Kristján Guðmundsson

Grein þessi ber vott um mikla vanþekkingu á þeim málum sem fjallað er um eða að pólitískt viðhorf viðkomandi er andstætt Bandaríkjum N-Ameríku.

Það eina sem hefur falist í ábendingum Trump er að af hálfu Banadríkja NA (USA) hefur kostnaður við NATO verið að stærstum hluta greiddur af þeim. Þegar bandaríkin hafa viljað loka herstöðvum erlendis hafa komið mótmæli gegn lokun stöðvanna frá heimamönnum. Þegar Evrópa var í upplausn 1914  til 1918 og 1939 til 1945 var grátbeðið umaðstoð frá USA og var svo einnig um Kommonistaríkið Sovétríkin.

Ef um er að  ræða pólitískan rauðliða sem skrifað hefur þessa grein væri honmm nær að kynna sér sögu Evrópu og tilurð NATO.

Í von um að viðkomandi fari í mannkynssögutíma.

Kveðja

Kristján Guðmundsson

Kristján Guðmundsson, 26.5.2017 kl. 10:50

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Trump var að bæta um betur og skamma Þjóðverja fyrir að flytja "milljónir bíla" inn til Bandaríkjanna. 

Veit ekki að ESB gerir viðskiptasamninga fyrir öll ríkin í ESB. 

Trump vill gera "America great again". Sem sagt, þegar Kanarnir gerðu bestu bílana og fluttu enga inn. 

Nú gera Þjóðverjar bestu bílana og Kanarnir geta ekki keppt við Benz og BMW um hylli kaupenda.

Þá á einfaldlega að útiloka þýska bíla vestra og gera "America great again" á þann hátt.  

Ómar Ragnarsson, 26.5.2017 kl. 11:18

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kristján Guðmundsson, ég svara þér með comment sem ég setti inn á vef Financial Times: 

Punkturinn er sá - að Bandaríkin vilja, halda Rússlandi veiku.
Og það sjálfra sín vegna!
Þau mundu sjálf tapa stórfellt á því, ef Rússland endurreisti Járntjaldið - og gæti síðan náð undir sig hagkerfum A-Evr. þjóða, náð þannig inn auknum tekjum til rússn. stjv. -- til að fjármagna ný hertól, meira af þeim, stærri her - flota - flugher, o.s.frv.

Kanar væru virkilega heimskir!
---------------

Ehem, you appear to fail to consider the ways in means it would highly probably in various ways harm US's interests -- for NATO to be ended. --But guarding E-Europe, has a purpose that matters to the USA - has done so for decades but more importantly, still does matter. ::The reason is simple --  to keep E-Europe away from Russia. Or consider the likely consequences of USA, abandoning the defense of E-Europe. Meaning, the clear obvious fact, that most E-European countries are incapable of own defense against Russia. Moreover consider the likely fact, that France - Germany and UK, while able to handle their own defense -- they probably lack the strength to defend E-Europe against any possible Russian act of aggression. ---------------- What I'm saying, it wouldn't I think take many years, is that Russia would substantially restore the Iron Curtain, if USA abandons the defense of E-Europe. 1. The point is, defending E-Europe is in the interest of the USA, because keeping the resources of the E-European countries away from Russia, is in US's interests. 2. While most of those are poor relatively in comparison with V-Europe, reacquiring them still would increase the resources available to Russia -- meaning Putin would be able to afford greater numbers of tanks, have more resources to fund new military equipment including the development of better equipment. --To put it simply, a decision to abandon E-European defense, could 10 years later -- deliver Russia again capable of challenging the USA in a global fashion.
---------------- In short, we mustn't reduce the question about what's in the interests of the USA -- down to being merely a question about money. --I think anyhow over the long term, it would cost the tax payers and people of USA, great deal more -- to deal with the strengthened Russia; that would be the probable end outcome of a decision to abandon E-Europe to it's fate.  ::In short, that despite everything it's clearly in the interests of the people of the USA, to keep doing what they have since 1946, i.e. full participation in European defense. About Britain - France and Germany: Clearly there is no way for USA to avoid the fact, that these 3-countries can substantially free ride, on US's need to keep Russia weak.  --But even though say USA would stop all defense cooperation with these 3-countries, while maintaining defense cooperation with E-Europe -- that would remain true.

In short I'm saying, abandoning European defense the way you suggest - would greatly over the medium to long term, harm the interests of the US taxpayer. 

--That maintaining current status quo is by far the cheaper option!

---------

KV.

Einar Björn Bjarnason, 26.5.2017 kl. 15:25

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Einar Björn er enginn vinstri maður Helga. Þetta er örugglega helv. Frammarilaughing.En gerðu eins og ég: Taktu pillurnar þínar.wink

Jósef Smári Ásmundsson, 26.5.2017 kl. 15:42

7 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ég tek líka pillur, til að halda góðri heilsu.

Sveinn R. Pálsson, 26.5.2017 kl. 23:26

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sælir fílelfdir aldeilis góð athugasemd Kristjáns Guðmundssonar.Takk félagi Sveinn,ég skynja hlýtt viðmót þitt. Einar þú hefur svo lengi skrifað óhróður um Trump og auðvitað vangaveltur (oft ýktar) um næstu skref hans. Ég dáist aftur á móti að krafti hans,virðingu og elsku á landi sínu. Fyrirsögnin reitti mig til reiði,enda lýsir  Kristján Guðmundsson vanþekkingu þinni á viðskiptum og vandlætingu Trump's á frekjunni í ráðamönnum Evrópu vegna Nato.--Ég var búin að gleyma að ég hefði komið við hér,gott að ég leit við. --Veistu að það er einfalt-i- í pillur,hvort sem þú meinar töflur eða pillurnar sem ég sendi hér skriflega;"þið vinstri menn" það getur verið hættulegt og móðgandi að gefa rangar pillur,biðst innilega forláts á því. Bestu kveðjur.

Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2017 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 856037

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband