Malta virðist vera spillingarbæli og skattaparadís - er rænir og ruplar skattborgara annarra ESB aðildarríkja um gríðarlegar fjárhæðir!

Það áhugaverða er - að Malta kemst upp með þetta; með fullri vitneskju yfirvalda í fjölda landa!
--En risafyrirtæki komast upp með að borga einungis 5% tekjuskatt!
--Með því að setja upp, skúffufyrirtæki á Möltu!
Sem að sjálfsögðu er miklu mun lægri skattlagning, en fyrirtækin mundu greiða - ef þau borguðu skatta sína heima fyrir!

  • Að sjálfsögðu, beita stórfyrirtækin, pólitíkusa þrýstingi heima fyrir - til að viðhalda þessu fyrirkomulagi!
    --Og styðja flokka þeirra, með fjárframlögum, til að sjálfsögðu - hafa áhrif á þeirra ákvarðanir!

Þetta kemur fram í áhugaverðri umfjöllun - Der Spiegel: Playing the Shell Game in the Mediterranean.
Svo vill skemmtilega til að auki, að eiginkona forsætisráðherra Möltu -- virðist hafa átt skúffufyrirtæki sem rekið var í gegnum miðlara í Panama -- upplýsingar sem má finna í margfrægum "Panamaskjölum"!

  1. "Three weeks ago, Prime Minister Muscat made a surprising call for snap elections, scheduled for June 3. The decision was triggered by reports that his wife Michelle allegedly maintained a shell company in Panama, into which more than a million dollars has reportedly flowed. The sender is thought to be Leyla Aliyeva, daughter of the president of Azerbaijan."
  2. "The couple has angrily rejected the allegations, saying they are an invention of dubious provenance. But opposition politicians believe that Muscat may have been bribed. They point to the fact that the prime minister, his chief aide Schembri and then-Energy Minister Mizzi flew to Azerbaijan without expert officials and came home with a deal requiring Malta to buy liquid natural gas from the country for 18 years. The price is considered a state secret -- which has fueled speculation."

----> Greinilegt að íslenskir pólitíkusar geta ekki kennt Maltverskum pólitíkusum neitt um spillingu.
Færni maltverskra pólitíkusa þar um, taki líklega færni hinna íslensku - þegar, langt fram!

  • Sem sagt, leynisamningur milli forsætisráðherra og yfirvalda í Azerbijan, um sölu á gasi til Möltu - samningur til 18 ára, verði á gasi haldið leyndu frá maltverskum almenningi.
  • Síðan kemur í ljós, að peningar streyma inn á leynireikning frá Azerbaijan - sem er í eigu eiginkonu forsætisráðherra!

--Magnað, hreint - magnað!

 

Enn þann dag í dag, er til fólk sem heldur því fram - að aðild að ESB sé leið til að útrýma spillingu á Íslandi!

Malta er samtímis - ESB meðlimur, og evru meðlimur.
--En samt þrfýst þarna greinilega gríðarlega alvarleg pólitísk spilling.

Og Malta virðist a.m.k. enn fá að vera -- skattaparadís, sem gerir fyrirtækjum mögulegt að borga miklu mun lægri skatta til þeirra landa; þ.s. rekstur þeirra fyrirtækja á heima - en þau annars mundu gera!

  • Fjöldi maltverskra viðskipta-aðila, eru nefndir í frægum - Panamaskjölum.
  • Og eins og fram kemur - eiginkona núverandi forsætisráðherra Möltu.
    --Og það stendur til að kjósa á Möltu, vegna þeirrar afhjúpunar.

--Mál sem hljómar um sumt líkt, pólitísku máli er varð á Íslandi ekki fyrir svo löngu!

  1. Fyrirtækin gjarnan stofna fyrirtæki á Möltu -- ein leiðin sé að það fyrirtæki eigi formlega öll "patent" þess fyrirtækis; síðan verði allar aðrar rekstrareiningar þess fyrirtækis - að greiða stórfé til maltverska skúffufyrirtækisins fyrir að fá að nota þau "patent."
    --Síðan sé það fé skattlagt skv. maltverskum lögum.
  2. Eða, að skúffufyrirtæki -- láni gegnt háum vöxtum, öðrum rekstrareiningum viðkomandi stórfyrirtækis -- síðan sé hagnaðurinn af þeim lánarekstri skattlagður skv. maltverskum lögum.
  • M.ö.o. búinn til kostnaður í heimalandinu -- sýndarkostnaður. Sá kostnaður notaður til að lækka skattana heima fyrir.
  • Hagnaður síðan skattlagður á Möltu. En með þessu sé hagnaður fyrirtækis í reynd færður til Möltu.

Það verður áhugavert að fylgjast með því -- hvort að Malta fær áfram að vera með starfsemi af þessu tagi.

En Panamaskjölin hafa ekki -- bara haft áhrif á umræðuna um slík skúffufyrirtæki og tilfærslu hagnaðar yfir í skattaparadísir - á Íslandi!

 

Niðurstaða

Ástandið á Möltu er með vissum hætti - grátbroslegt í ljósi umræðunnar á Íslandi í gegnum árin. Þegar menn komast upp með svo augljósa spillingu á evrusvæði, og innan ESB.
--Af hverju ætti þá spilling á Íslandi eitthvað síður að þrífast ef Ísland gerist meðlimur að hvoru tveggja?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband