23.5.2017 | 00:44
Sá möguleiki til staðar að tilraun Trumps til að einangra Íran - geti orðið að sögulegum afleik fyrir stöðu Bandaríkjanna í Mið-austurlöndum!
Ég hef nefnt þann möguleika við nokkur skipti áður á mínu bloggi, að tæknilega hefur Íran það sem fullkomlega raunhæfan valkost - að gera bandalag við Kína - sjá gamla færslu: Nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Íran - varpa fram nýjum spurningum um stefnu Trumps varðandi málefni Írans.
--Í gær birti ég færslu, um ræðu Trumps í Riyadh: Í Riyadh, boðaði Donald Trump: samstöðu gegn Íran, einangrun landsins; samvinnu með Saudi Arabíu og arabaríkjum við Persaflóa og Mið-austurlöndum, gegn hryðjuverkum.
--En í heimsókn sinni í Saudi-arabíu, hitti Trump á sameiginlegum fundi, leiðtoga nær allra Arabaríkjanna á einu bretti. Í ræðunni, er talað um að einangra Íran - um samstöðu gegn Íran -- þó Trump hafi ekki einungis talað um Íran í ræðunni.
- Það nýjasta er opinber heimsókn í Ísrael, þar talaði Trump við Netanyahu, og Netanyahu sagði að ---:sameiginleg óvild gagnvart Íran, væri að færa Ísrael og Arabaríkin nær hverju öðru.
"You noted so succinctly that common dangers are turning former enemies into partners, and that is where we see something new and potentially very promising," - Sem er í raun og veru alveg rétt: Trump, Netanyahu Vow to Pursue Mideast Peace, Confront Iran.
- Tæknilega má ímynda sér, að Saudi Arabía ásamt Persaflóa Arabafurstadæmunum olíuauðugu, mundu opna á efnahagssamvinnu við Ísrael; gegn nægilegri eftirgjöf Ísraels gagnvart Palestínumönnum svo formlegur friður geti orðið - en slík lausn virðist á hinn bóginn afar pólit. séð ósennileg í innanlandssamhengi Ísraels: Trump visit seen as long shot to revive Israeli-Palestinian peacemaking.
Spurning, hvaða mótleiki á Íran -- ef Bandaríkin, ásamt olíuauðugu Arabaríkjunum við Persaflóa - svörnum óvinum Írans nú síðan 1979; hefja sameiginlegar aðgerðir gegn Íran?
--Tek fram, að ég er ekki að tala um -- stríð gegn Íran.
--Það sé algerlega absúrd hugmynd, að Bandaríkjunum komi til huga - innrás í Íran.
- Heldur eiginlega endurtekning á bandalagi Arabaríkja gegn Íran, ásamt Bandaríkjunum.
- Meðan stríði Írans við Írak Saddams Hussain stóð yfir, 1980-1988.
--Fókusinn í dag, á þau átök sem standa yfir milli Írans og bandalags Arabaríkja við Persaflóa -- við Íran; sem mætti kalla kalt stríð þeirra ríkja við Íran!
--En það kalda stríð hefur bardagavelli þ.s. "proxy wars" standa yfir. Í þeim takast á, bandamenn Írans við bandamenn andstæðinga Írans, sbr. Sýrland og Yemen!
- Tæknilega getur Íran, elft frekar bandalag við Rússland: En gallinn við það, er að Rússland er í raun og veru, afskaplega efnahagslega veikt land - þ.e. hagkerfi Rússlands reiknað yfir í Dollar er ekki verðmætara að landsframleiðslu að ráði en verðmæti landsframleiðslu Ítalíu mælt í Dollar.
--M.ö.o. að Rússland hefur mjög takmarkaða getu, til þess að veita Íran -- styrk eða stoð, gegn því sem líklega verða, stórelfdar efnahagslegar refsiaðgerðir Bandaríkjanna undir Trump.
--Sama tíma, og það má vera, að ný tilraun verði gerð af Trump, og bandalagi hans við olíuauðug Arabaríki --> Að kollvarpa mikilvægum bandamönnum Írans innan Mið-austurlanda. - Þess vegna nefni ég Kína: Vegna þess að Kína er í raun og veru þegar - margfalt öflugra ríki en Rússland; þó að mælt í hernaðargetu sé munurinn þeirra á milli smærri en mælt í hagkerfisstyrk og fjárhagslegum auðæfum!
--En Kína er hratt vaxandi land að efnahagslegum styrk enn í dag, meðan hagkerfi Rússlands er í stöðnun eða hnignun, sem ólíklegt sé að taki endi í bráð.
--Samtímis því, að her og floti Kína eflist hratt.
Það hefur blasað við mér um töluverðan tíma, tæknilega mögulegt "strategískt coup" að Kína og Íran gerist bandamenn!
Ég hugsa að Íran sé raunverulega ekki sérlega áhugasamt um slíkt bandalag - vegna þess að Íran hafi áhuga á að efla sig sem sjálfstætt stórveldi á Mið-austurlandasvæðinu.
--M.ö.o. sækist ekki eftir því að verða leppur einhvers annars.
- En sú afstaða getur breyst, ef Trump tekst með aðstoða olíuauðugu Arabalandanna, að sverfa rækilega að Íran!
En það gæti gerst, með í bland - refsiaðgerðum og hernaðarlegri atlögu gegn bandamönnum Írans.
--Íran mundi líklega mæta sérhverri tilraun til þess, að kollvarpa sínum bandamönnum á Mið-austurlandasvæðinu -- með aukinni hernaðaraðstoð við þá bandamenn!
--Þannig séð, mundi þessu svipa til --> Míní útgáfu af Kalda-stríðs átökum!
- En Bandaríkin muna örugglega það, að Sovétríkin á endanum -- reyndust ekki efnahagslega fær um að viðhalda kapphlaupinu við Bandaríkin.
--Það var eiginlega, efnahagshrun sem varð upphafið að innra hruni Sovétríkjanna!
Mönnum gæti dottið í hug, að leika svipaðan leik gagnvart Íran!
--Þ.e. refsiaðgerðir til þess að minnka tekjur Írans.
--Aukinn stríðs kostnað fyrir Íran, í "proxy" stríðum, til þess að veikja efnahag Írans frekar.
- Þá getur komið sú staða, að Íran -- eigi engan valkost annan, en að leita uppi öflugan bandamann; sem samtímis væri efnahagslega sterkur!
- Þá komi Kína einungis til greina!
Ég er ekki að tala um að þetta gerist endilega nærri strax, eða það muni gerast!
En ég hef bent nokkrum sinnum á það, að Bandaríkin geta hálfbeinlínis --> Þvingað fram bandalag Írans við Kína!
--Ef Bandaríkin sverfa harkalega að bandamönnum Írans.
--Ásamt hertum refsiaðgerðum Bandaríkjanna á Íran!
- En ég sé fyrir mér þann möguleika, að Kína og Íran eigi viðskipti með olíu með gjaldmiðli Kína. Svo þau viðskipti væru utan við Dollara hagkerfið.
- Kína getur vel tekið slíka -strategíska- ákvörðun.
--Á móti mætti hugsanlega ímynda sér, að Kína mundi selja Íran á hagstæðum kjörum, gnægð nútíma vopna -- þannig efla Íran stórfellt hernaðarlega.
--Meðan að olíusalan mundi styðja við hagkerfi Írans.
- Tæknilega má að auki hugsa sér, kínverskar flotastöðvar á strönd Írans, á móti flotastöðvum Bandaríkjanna við Persaflóa!
Ég er algerlega viss að Íran tekur engar slíkar ákvarðanir!
Ef Bandaríkin, láta algerlega vera að auka hörkuna gegn Íran.
Og láta einnig vera, að styðja frekar við átök olíuauðugra arabaríkja við bandamenn Írans.
--En hin nýja stefna Trumps - gæti stuðlað að þeirri útkomu.
Þ.e. þessu hugsanlega bandalagi Írans við Kína!
Niðurstaða
Það "strategic blunder" sem ég á við: Er ef aðgerðir Trumps sem virðast blasa við í farvatninu, skv. niðurstöðu fundar Trumps við fulltrúa olíuauðugra Arabaríkja í Riyadh, og skv. því er virðist vera andinn á fundi Trumps við Netanyahu!
--Leiða fram hið mögulega bandalag Írans við Kína.
En slíkt bandalag, mundi samstundis veikja verulega stöðu Bandaríkjanna í Mið-austurlöndum.
Hafandi í huga landfræðilega legu Írans, ásamt aðgengi Írans að olíuauðugum svæðum við Kaspíahaf sem og við Persaflóa --> Þá að sjálfsögðu væri slíkt bandalag gríðarlegt "strategic coup" fyrir Kína.
Það gætu því þróast yfir í alvarleg "strategic" mistök fyrir Bandaríkin, hin nýja stefna Donalds Trump!
- Eins og ég hef bent nokkrum sinnum á -- tel ég betra fyrir Bandaríkin; að láta kyrrt liggja!
- Fylgja stefnu Obama, að láta Saudi Araba og furstadæmin við Persaflóa -- sjálf að mestu án verulegrar aðstoðar Bandaríkjanna, fjármagna átök við Íran.
En Obama hafði þá hugmynd, að stefna að því í framtíðinni - að kæla niður "proxy" átök Írana við olíuauðugu Arabalöndin. Meðan að hugmynd Trumps -- virðist í þá átt frekar, að hita undir þeim katli hugsanlega svo verulega muni um!
--Það leiddi að sjálfsögðu til aukinnar hörku í þeim "proxy" átökum!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning