Formlega blásið til viðræðna milli Bandaríkjanna - Mexíkó og Kanada, um uppfærslu svokallaðs - NAFTA fríverslunarsvæðis

Á þessari stundu ríkir fullkomin óvissa um það, hver fókus þeirra viðræðna akkúrat verður. En formlegt erindi Robert Lighthizer virðist ekki hafa innihaldið neitt umfram - mjög grófa útlistun á markmiðum, sem sjálf voru ekki skilgreind nema í grófum meginatriðum.
--Sem væntanlega þíði, að um geti verið að ræða - allt frá stórfelldri endursamningu NAFTA samkomulagsins yfir í minniháttar uppfærslur á atriðum sem vantar í samninginn í ljósi síðari tíma þróunar í alþjóðaviðskiptum!

  1. Talsmenn stjórnvalda í Mexikó og Kanada - fagna því að fá tækifæri að ræða -- nauðsynlegar uppfærslur á NAFTA samkomulaginu.
    --Orðalag, sem sýni væntanlega -- lítinn áhuga í Ottava eða Mexikó borg, að ræða atriði fyrir utan þau sem breytingar á alþjóðaviðskiptum er hafa orðið síðan NAFTA samkomulagið var gert á sónum tíma -- gera samkomulagið að hluta til úrelt.
  2. Meðan að Robert Lighthizer í framsögu með málinu, vísaði til loforða Donalds Trumps frá kosningabaráttu sinni - en í kosningabaráttunni, mátti skilja sem loforð Trumps um meiriháttar uppskurð á NAFTA samkomulaginu; þ.s. grunn atriði þess hvernig viðskiptin á svæðinu ganga fyrir sig, væru endursamin.

--Hinn bóginn er Trump nýlega búinn að undirrita viðskiptasamning við Kína - sem felur í sér mjög óverulegar breytingar á viðskiptum landanna.

Ágætis yfirlit: Trump wants to renegotiate NAFTA — here's what you need to know

Þessi mynd sýnir hina eiginlegu ástæðu fækkunar verksmiðjustarfa - sjálfvirknivæðing!
En, eins og myndin sýnir, hefur framleitt magn aukist ár frá ári, meðan störfum fækkar!
M.ö.o. að það sé missikilningur að störfum fækki vegna - óhagstæðra utanríkisviðskipta!
Tækniþróun sé megin ástæðan - sérstaklega hröð róbótvæðing verksmiðja!
Hröð róbótvæðingg, sé hin raunverulega ógn fyrir verksmiðjustörf!

manufacturing output

Þetta þíði, að kosningastefna Trumps - og hugmyndir Lighthizer, mundu ekki að flestum líkindum - fjölga verksmiðjustörfum innan Bandaríkjanna!

En sennilegustu áhrifin - væru líklega þau, að fyrirtæki mundu hraða enn frekar - yfirfærslu í framleiðslu með róbótum.
--Þannig gætu þau leyst það vandamál, að vinnuafl er dýrara innan Bandaríkjanna en í Mexíkó.
--Að færa verksmiðjur til Mexíkó, hafi líklegar - að einhverju marki, tafið róbótvæðingu.
Frekar en að það sé hin raunverulega ástæða, fækkunar verksmiðjustarfa!

  • Fyrir utan að mesta fækkun verksmiðjustarfa, hefst - eftir 2001 er Kína gengur í WTO.
    --Eins og sést á myndinni!
    --Fækkunin, strax í kjölfar stofnunar NAFTA, sé óveruleg - líklega ekki NAFTA að kenna.
  • Kreppan 2007-2011, skapar -eins og sést- nokkurt tímabundið framleiðsluhrap.

Það sem myndin þá segi, sé að bandarískar verksmiðjur hafi brugðist við samkeppninni frá Kína!
Með hraðri aukningu á sjálfvirkni, þ.e. róbótvæðingu framleiðsluferla!
--Framleiðslan hafi ekki minnkað, heldur aukist yfir tímabilið!
Hugmyndir Trumps og Lighthizer - séu einfaldlega úreltar!

Trump administration triggers renegotiation of Nafta

Trump Sends Nafta Renegotiation Notice to Congress

Í ljósi þessa - væri nánast fullkomlega útilokað.
Að þær breytingar á NAFTA - samkomulaginu sem Lighthizer og Trump hafa talað um.
Skilaði fjölgun framleiðslustarfa innan Bandaríkjanna!
--Eins og ég sagði, hugmyndir þeirra félaga - hreinlega einfaldlega úreltar!

 

Niðurstaða

Það mun segja eitthvað um stöðu Trumps þ.e. hans "authority" hvort að stefnan um viðræður við Kanada og Mexikó, verði að einhverju verulegu leiti í samræmi við loforð Trumps frá kosningabaráttunni.
--En fjölmiðlar velta því upp, að staða Trumps hafi veikst -- vegna allra þeirra hávaðamála sem í gangi eru.
--Síðan má aftur velta því fyrir sér, hver alvara var að baki loforðum Trumps - í ljósi þess að nýlega hefur hann undirritað viðskiptasamning við Kína, er virðist afar litlu skila fyrir Bandaríkin.

Ef viðræður, er á reynir, snúast eingöngu um minniháttar tæknilegar uppfærslur á NAFTA samkomulaginu.
Þá verður ljóst, að afstaða Trumps eins og hann kynnti hana í kosningabaráttunni, hafi orðið undir.
Það á auðvitað eftir að koma í ljós!


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband