Öldungardeildarþingmenn óska þess að Donald Trump afhendi þinginu upptökur af samtali Trumps við James Comey

Öldungardeildarþingmennirnir, Lindsey Graham og Senator Mike Lee fyrir Repúblikana, og Chuck Schumer fyrir Demókrata -- óskuðu þess formlega um helgina, að Trump afhenti þinginu upptökur af málsverði í Hvíta-húsinu, þar sem Donald Trump og James Comey áttu samtal.
--Það samtal hefur síðan James Comey var rekinn - orðið töluvert umdeilt.

Sl. föstudag -- tvítaði Trump:
“James Comey better hope that there are no ‘tapes’ of our conversations before he starts leaking to the press!”
--Sem óhætt er að segja að hafi vakið mikla athygli.

En Trump virðist greinilega - hóta Comey með ætlaðri tilvist slíkrar upptöku, af fundi Trumps og Comey yfir málsverði í Hvíta-húsinu, rétt fyrir mánaðamót jan./feb. sl.

Graham sagði:
"You can't be cute about tapes. If there are any tapes of this conversation, they need to be turned over," Graham told NBC's "Meet the Press"
Lee orðaði þetta sterkar:
"If there are recordings, Republican Senator Mike Lee of Utah told the "Fox News Sunday" program it was "inevitable" that they would be subpoenaed and the White House would have to release them."
Schumer tjáði sig með svipuðum hætti:
"Senate Democratic Leader Chuck Schumer said Trump must immediately provide Congress with any tapes and warned that destroying existing tapes would violate the law."

Ástæðan fyrir hótun Trumps, virðist vera frétt í sl. viku þar sem því var haldið fram að Trump hefði beitt Comey þrýstingi um að -- sverja persónulega fylgisspekt við hann, og Comey hafi svarað í 2-skipti að hann mundi alltaf tjá Trump það sem væri satt og rétt!

Að sjálfsögðu getur enginn vitað hvað fór fram í 2-ja manna tali.
Comey hefur sjálfur ekkert tjáð sig opinberlega um innihald þessa 2-ja manna tals.

Skv. fréttinni, hafði Comey sagt -- traustu samstarfsfólki innan FBI, hvað fór fram!
Og skv. fréttinni, hafi það opnað sig gagnvart fréttamönnum NyTimes - eftir brottrekstur Comey.

In a Private Dinner, Trump Demanded Loyalty. Comey Demurred

Auðvitað er engin leið að taka slíka frétt - sem heilagan sannleik!
--En viðbrögð Trumps við fréttinni, sbr. hótun hans til Comey.
--Hafi óneitanlega, vakið frekari áhuga á þeirri frétt.
Frekar fjölgað þeim sem íhuga sannleiksgildi hennar af alvöru, en fækkað þeim.

U.S. lawmakers ask Trump to turn over any Comey tapes

  1. Við skulum samt segja, að ég get vel trúað Trump til þess - að fara fram á "personal loyalty."
  2. En hann virðist einmitt vera - persónuleika týpan, sem líkleg sé að meta - persónulega fylgisspekt, ofar öllu öðru.

--Ég hef aftur á móti -- tröllatrú á heiðarleik James Comey.
--Eftir að hafa orðið vitni að -- ferli hans m.a. sem yfirmaður FBI.

  1. 2004 var James Comey "attorney general" alríkisins, undir George Bush -- þá varð fræg senna, er Comey neitaði að - endurnýja njósna prógramm "NSA" skv. beiðni Bush, nema breytingar yrðu gerðar á því - svo það stæðist lög: 2004 Showdown Shaped Reputation of Pick for F.B.I..
    --Fyrir að þora að standa í hárinu á Bush - varð Comey mjög frægur.
  2. Ég túlka það - hvernig Comey fór með mál Hillary Clinton --> Sem það að Comey leggi fyrst og fremst áherslu á að gera það sem er rétt --> Burtséð frá því hvort það hentar þekktum pólitíkus eða ekki --> En slík hegðan gerir hann auðvitað að hættulegum manni, í augum stórpólitíkusa --> En slíkur maður er auðvitað einmitt rétti maðurinn, í brúnni stofnunar eins og FBI -- sem á að vera sjálfstæð rannsóknarstofnun á glæpum sem ógna Bandaríkjunum.
  3. Eins og frægt er --> Þá ræsti Comey aftur rannsókn FBI-á e-mail máli Clinton -- örfáum vikum fyrir kosningar --> Það er alls ekki ólíklegt, að það hafi leitt til sigurs Donalds Trump --> En síðan, lokaði hann þeirri rannsókn aftur - án þess að óska eftir því að Hillary yrði kærð.
    --Þó að Trump hefði, eins og einnig er frægt, ítrekað hvatt hann til þess - lokadagana fyrir síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum.
  4. Það tek ég einfaldlega svo --> Að Comey, líti ekki á sig sem - þjón pólitíkusa --> Burtséð frá því, hvort sá er Hillary Clinton - eða - Donald Trump.
  • Að mínu mati -- sé Comey með fullkomlega hreinan skjöld í þessu máli.

--Ásakanir fylgismanna Trumps, enn þann dag í dag -- hreinlega forkastanlega fáránlegar.
--Það skemmtilega í því er það, að fylgismenn Hillary Clinton -- voru ekki síður óánægðir.

  • Það einmitt sýni það, að Comey sé ekki að þjóna hagsmunum - hvort sem eiga í hlut -- Clintonar eða Trump fjölskyldan.

Maður sem vill ekki þjóna í blindni!
Er einmitt hættulegur maður í augum pólitíkusa!

 

Niðurstaða

Engin leið er að vita á þesusm punkti - hvort að Donald Trump gerði tilraun til þess að fá James Comey til að lísa yfir persónulegri hollustu við hann, þegar þeir hittust í málsverði í Hvíta-húsinu rétt fyrir mánaðamót janúar/febrúar sl.

--Hinn bóginn, sé ég ekki hvað Trump hafði upp úr því, að hóta James Comey með tilvist hugsanlegra upptaka af samtölum hans við Comey á þeim málsverði.
--Comey hefur sjálfur ekkert látið hafa eftir sér opinberlega um það, hvað fór fram í því 2-ja manna tali.

Trump hafi fyrst og fremst, vakið athygli á umdeildri frétt - sem virðist hafa leitt til þeirra viðrbragða Trumps.

Og þau viðbrögð Trumps, hafa nú leitt til þess að nokkrir Öldungardeildarþingmenn, hafa hvatt Trump til þess að afhenda bandaríska þinginu slíkar upptökur -- einn þeirra meira að segja sagði, að þingið mundi annars líklega - formlega krefjast þess að fá þær.

--Það verði óneitanlega forvitnilegt að komast að því, hvort Trump raunverulega hefur í fórum sínum slíkar upptökur!
--Vegna þess að Comey hefur ekkert sjálfur sagt, þá á hann persónulega ekkert í húfi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bendi á áhugaverða frétt í RÚV - en ef efni hennar er rétt - þá má líta svo á að Kína hafi greitt Donald Trump og co. afar verðmætar mútur - sem gæti skýrt af hverju Trump virðist hafa hætt við, viðskiptastríð við Kína: Trumpfjölskyldan fær fyrirgreiðslur í Kína.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.5.2017 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 856025

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband