12.5.2017 | 23:28
Trump gerir viðskiptasamning við Kína
Þetta virðist fljótt álitið nokkurn veginn - "tit for tat" þ.e. eftirgjöf á móti eftirgjöf.
- Bandarísk kreditkortafyrirtæki - og bandarísk lánshæfismatsfyrirtæki, munu loks fá að starfa í Kína.
--Rétt að taka fram, að skv. úrskurði "WTO Tribunal" frá 2012, átti Kína löngu að vera búið að opna á slík viðskipti -- við öll meðlimalönd Heims-viðskipta-stofnunarinnar.
--Kína lofaði 2001 við inngöngu í "WTO" að það yrði opnað á þessi viðskipti - innan fárra ára frá inngöngu. - Bandarískir bændur fá aftur að selja nautakjöt til Kína - en bann hefur verið til staðar síðan 2003.
- Bandaríkin fá að selja - náttúrugas til Kína.
Hvað fær Kína á móti?
- Kínverskir bændur munu fá að selja - soðið/eldað - kjúklingakjöt til Bandaríkjanna.
- Kínverskir ríkisbankar, fá loksins aðgengi að bandaríska fjármálamarkaðinum.
- Bandaríkin - munu taka þátt í ráðstefnu sem Kína heldur, um þróun svokallaðrar silkileiðar.
- Bandaríkin - hætta að tala opinberlega um, Kína sem -- ósanngjarnt viðskiptaland, sbr. "unfair trade."
US and China sign trade agreement
U.S., China agree to first trade steps under 100-day plan
Trump administration hails US-China trade deal
Xi Jinping og Donald Trump
Mér virðist þó ljóst - að þetta samkomulag hafi engin meiriháttar áhrif á heildarviðskipti Bandaríkjanna og Kína!
Helsti gróði Bandaríkjanna - gæti verið, útflutningurinn á nautakjöti.
En Kína kvá vera orðið - stærsti einstaki útflutningsmarkaðurinn, fyrir bandarískan landbúnað.
Síðan 2001, hafi Kína byggt upp mjög öflug þjónustufyrirtæki sem séu kínversk -- sem veiti kreditkortaþjónustu, og lánshæfismat.
--Í dag séu því bandarísk sambærileg fyrirtæki, að fara inn á - þroskaðan markað.
--Þar sem til staðar séu - keppinautar, sem séu búnir að koma sér vel fyrir.
Það hefði verið allt annað, ef Kína hefði opnað þetta fyrir t.d. -- heilum áratug.
--Eins og Kína hefði átt að gera, ef Kína hefði staðið við fyrirheit sem Kína samþykkti við inngönguna í "WTO."
--Þá væru líklega bandarísku fyrirtækin - stór í dag innan Kína, eins og víða annars staðar.
- Gasútflutningur skipti litlu máli - því Bandaríkin hafi ekki umtalsvert magn af gasi í afgang, umfram - eigin neyslu.
Það verður að koma í ljós - hvort kínverskir ríkisbankar og lánshæfisfyrirtæki, geti átt öfluga innreið á bandarískan - fjármálamarkað.
Eða hvort, kínversks kjúklingakjöt verði eftirsókt!
Það sem sennilega skipti mestu máli fyrir Kína
Er að stjórnendum Kína - hefur líklega tekist, að afstýra þeim möguleika - sem virtist geta blasað við í ljósi hótana Trumps um viðskiptastríð -- skömmu eftir embættistökuna í janúar sl.
--Að Trump setji háa einhliða tolla á kínverskan útflutning til Bandaríkjanna!
- Í því ljósi, að verja hagsmuni risastórra kínverskra útflutningsfyrirtækja.
- Virðist mér eftirgjafir Kína - að þessu sinni.
- Lítilfjörlegar!
Áhugavert hvernig Trump talar nú um Xi Jinping:
Im dealing with a man, I think I like him a lot." - "I think he likes me a lot, - I mean, hes a great guy.
--Eins og Xi - hafi tekist að sjarmera Trump.
Trump talaði drjúgum um sig - sem "dealmaker" og þóttist munu endursemja um alla helstu viðskiptasamninga Bandaríkjanna við önnur ríki!
- En mér virðist -- miðað við þessa útkomu.
- Að Kína sé að sleppa -- ódýrt!
Þ.e. Kína --> Gefur að nýju loforð, sem Kína hefur áður gefið - og ekki staðið við.
Og Kína --> Heimilar aftur sölu á kjötafurðum til Kína, er Kína áður hafði heimilað - en síðar bannað.
Bandaríkin eru ekki a.m.k. þessa stundina - aflögu um gas!
Svo hvor hafði betur? Xi Jinping - eða - Donald Trump?
Niðurstaða
Það virðist ætla að stefna í það - að þær stórfelldu viðskiptahótanir gagnvart Kína sem Trump var með - rétt eftir embættistöku hans síðla janúar sl.
Verði að stormi í vatnsglasi - miðað við niðurstöðu nýs viðskiptasamnings Bandaríkjanna og Kína.
--Hvort hlær í dag? Xi Jinping - eða - Donald Trump?
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:30 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er að frétta af vígstöðvunum á N-kóreu?
Er kína-forsetinn búinn að slá það mikið á puttana á forseta N-kóreu
að USA þurfi ekki að sína klærnar á þeim vettvangi?
Jón Þórhallsson, 13.5.2017 kl. 13:19
Þeir hafa tekið þátt í viðskiptabanni á N-Kóreu upp á síðkastið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.5.2017 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning