Trump gæti lent í fleiri -> Lekamálum. Ef hann gerir tilraun til þess að binda endi á rannsókn FBI á málum tengdum aðilum innan ríkisstjórnar hans

En í þessu samhengi --> Er best að nota Watergate málið sem samanburð.
En það hrannast upp merkilega margir þættir, sem eru - keimlíkir.

  1. Nixon sannarlega rak ekki yfirmann FBI -- en J. Edgar Hoover lést 72. ára að aldri 1972 - sem Nixon notaði sem tækifæri til að setja mann sem hann persónulega treysti; sem yfirmann FBI.
    --Í tilraun sem Nixon fór ekkert leynt með, að koma FBI undir stjórn Hvíta-hússins.
  2. L. Patrick Gray - var á endanum neyddur til afsagnar apr. 1973, eftir að hann var staðinn að því að eyðileggja gögn - tengd Watergate rannsókninni; sem þá var í gangi innan FBI.
  • Tilraunir Nixons og Gray - til að þagga niður og binda endi á rannsókn FBI-á Watergate.

--Leiddi til sennilega frægasta leka sögunnar, þ.e. er einn af næstráðendum Gray's innan FBI - "associate director W. Mark Felt."
--Fór að leka gögnum í blaðamanninn, Bob Woodward, hjá Washington Post - undir dulnefninu "Deep Throat."

Með því að leka reglulega gögnum - sem Felt hafði aðgang að, sem einn af helstu yfirmönnum FBI.
--Þá hélt hann sögunni stöðugt lifandi í fjölmiðlum!
--Þannig viðhélt hann með lekum sínum stöðugt þrýstingnum á Hvíta-húsið!

  • Nixon var langt í frá - óvinsæll lengi framanaf.
    --Vann t.d. yfirburða kosningasigur eftir að Watergate málið var búið að gjósa upp síðla árs 1972.
  • En hann entist ekki lengi í embætti sitt seinna kjörtímbil.

Richard Nixon og Donald Trump

https://www.democracynow.org/images/story/55/34955/full_hd/S8_TRUMP_NIXON.jpg

Enn er að sjálfsögðu ekki vitað fyrir víst - að tilgangur Trumps sé að binda endi á óþægilegar rannsóknir FBI-á einstaklingum innan ríkisstjórnar hans!

En, einhver þarf þá að benda Trump á það, að Richard Nixon fór ekki vel út úr sinni tilraun á sínum tíma -- að skipa sinn mann í FBI.
--Og síðan gera tilraun til þess, að beita honum fyrir sinn vagn.
--Að loka á óþægilegar rannsóknir.

Trump hefur þegar orðið fyrir margvíslegum óþægilegum lekum - sem sennilegt virðist, að hafi komið úr röðum - starfsmanna CIA.

Manni hefur virst augljóst - að margir starfsmenn CIA - hafi persónulega verið reiðir Trump.
Fyrir það, með hvaða hætti Trump hefur talað um CIA - sérstaklega, og leynistofnanir Bandaríkjanna almennt.

En Trump beinlínis staðhæfði að CIA og aðrar leynistofnanir - væru ótrúverðugar.
Í kjölfar þess, að deilur risu upp um meint eða raunveruleg óeðlileg tengsl eða samskipti samstarfsmanna Trumps -- við sendiherra Rússlands, fyrir kosningar áður en Trump var orðinn forseti.

  • Rannsókn FBI-á þeim tengslum - er enn í gangi.

Mjög margir vilja meina - að tilgangur Trumps sé að binda endi á þá rannsókn.
Með því að skipa sinn eigin - mann yfirmann FBI.

--Tja, alveg með sama hætti, og Richard Nixon reyndi á sínum tíma.

 

Niðurstaða

Spurning hvort að Trump hefur kynnt sér söguna í tengslum við Watergate málið. En það eitt, að hóta fólki innan ráðuneyta og stofnana - öllu illu, ef það lekur í fjölmiðla.
--Er langt í frá trygging þess, að það verði engir lekar.

Í tilviki FBI-er um að ræða stofnun með - stofnunar-kúltúr sem leggur áherslu á sjálfstæði stofnunarinnar.
Manni virðist því a.m.k. hugsanlegt, að ef Trump gerði sambærilega tilraun, og Richard Nixon.
Að koma beinni stjórn Hvíta-hússins á FBI. Þá gæti sambærileg - innri uppreisn innan FBI endurtekið sig. Og þeirri er Nixon lenti í, er háttsettur starfsmaður FBI-vísvitandi vann gegn markmiðum Nixons. Að binda endi á óþægilega rannsókn FBI-tengd Watergate málinu - með sinn mann innan FBI að vopni.

Þá m.ö.o. gætu lekamál hafist fyrir alvöru.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband