11.5.2017 | 01:00
Trump gæti lent í fleiri -> Lekamálum. Ef hann gerir tilraun til þess að binda endi á rannsókn FBI á málum tengdum aðilum innan ríkisstjórnar hans
En í þessu samhengi --> Er best að nota Watergate málið sem samanburð.
En það hrannast upp merkilega margir þættir, sem eru - keimlíkir.
- Nixon sannarlega rak ekki yfirmann FBI -- en J. Edgar Hoover lést 72. ára að aldri 1972 - sem Nixon notaði sem tækifæri til að setja mann sem hann persónulega treysti; sem yfirmann FBI.
--Í tilraun sem Nixon fór ekkert leynt með, að koma FBI undir stjórn Hvíta-hússins. - L. Patrick Gray - var á endanum neyddur til afsagnar apr. 1973, eftir að hann var staðinn að því að eyðileggja gögn - tengd Watergate rannsókninni; sem þá var í gangi innan FBI.
- Tilraunir Nixons og Gray - til að þagga niður og binda endi á rannsókn FBI-á Watergate.
--Leiddi til sennilega frægasta leka sögunnar, þ.e. er einn af næstráðendum Gray's innan FBI - "associate director W. Mark Felt."
--Fór að leka gögnum í blaðamanninn, Bob Woodward, hjá Washington Post - undir dulnefninu "Deep Throat."
Með því að leka reglulega gögnum - sem Felt hafði aðgang að, sem einn af helstu yfirmönnum FBI.
--Þá hélt hann sögunni stöðugt lifandi í fjölmiðlum!
--Þannig viðhélt hann með lekum sínum stöðugt þrýstingnum á Hvíta-húsið!
- Nixon var langt í frá - óvinsæll lengi framanaf.
--Vann t.d. yfirburða kosningasigur eftir að Watergate málið var búið að gjósa upp síðla árs 1972. - En hann entist ekki lengi í embætti sitt seinna kjörtímbil.
Richard Nixon og Donald Trump
Enn er að sjálfsögðu ekki vitað fyrir víst - að tilgangur Trumps sé að binda endi á óþægilegar rannsóknir FBI-á einstaklingum innan ríkisstjórnar hans!
En, einhver þarf þá að benda Trump á það, að Richard Nixon fór ekki vel út úr sinni tilraun á sínum tíma -- að skipa sinn mann í FBI.
--Og síðan gera tilraun til þess, að beita honum fyrir sinn vagn.
--Að loka á óþægilegar rannsóknir.
Trump hefur þegar orðið fyrir margvíslegum óþægilegum lekum - sem sennilegt virðist, að hafi komið úr röðum - starfsmanna CIA.
Manni hefur virst augljóst - að margir starfsmenn CIA - hafi persónulega verið reiðir Trump.
Fyrir það, með hvaða hætti Trump hefur talað um CIA - sérstaklega, og leynistofnanir Bandaríkjanna almennt.
En Trump beinlínis staðhæfði að CIA og aðrar leynistofnanir - væru ótrúverðugar.
Í kjölfar þess, að deilur risu upp um meint eða raunveruleg óeðlileg tengsl eða samskipti samstarfsmanna Trumps -- við sendiherra Rússlands, fyrir kosningar áður en Trump var orðinn forseti.
- Rannsókn FBI-á þeim tengslum - er enn í gangi.
Mjög margir vilja meina - að tilgangur Trumps sé að binda endi á þá rannsókn.
Með því að skipa sinn eigin - mann yfirmann FBI.
--Tja, alveg með sama hætti, og Richard Nixon reyndi á sínum tíma.
Niðurstaða
Spurning hvort að Trump hefur kynnt sér söguna í tengslum við Watergate málið. En það eitt, að hóta fólki innan ráðuneyta og stofnana - öllu illu, ef það lekur í fjölmiðla.
--Er langt í frá trygging þess, að það verði engir lekar.
Í tilviki FBI-er um að ræða stofnun með - stofnunar-kúltúr sem leggur áherslu á sjálfstæði stofnunarinnar.
Manni virðist því a.m.k. hugsanlegt, að ef Trump gerði sambærilega tilraun, og Richard Nixon.
Að koma beinni stjórn Hvíta-hússins á FBI. Þá gæti sambærileg - innri uppreisn innan FBI endurtekið sig. Og þeirri er Nixon lenti í, er háttsettur starfsmaður FBI-vísvitandi vann gegn markmiðum Nixons. Að binda endi á óþægilega rannsókn FBI-tengd Watergate málinu - með sinn mann innan FBI að vopni.
Þá m.ö.o. gætu lekamál hafist fyrir alvöru.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning