Mjög forvitnileg ákvörðun Donald Trumps - að reka yfirmann FBI, formlega fyrir meint mistök tengd rannsókn á e-mail máli Hillary Clinton

Mjög margt er forvitnilegt við þessa ákvörðun -- en það fyrsta formlega, er ástæðan sem nefnd er sem réttlæting fyrir brottrekstri James Comey.
--En vísað er til orða - aðstoðar ríkissaksóknara, Rod Rosenstein:

"I cannot defend the Director's handling of the conclusion of the investigation of Secretary Clinton's emails, and I do not understand his refusal to accept the nearly universal judgment that he was mistaken,"

--Ákvörðun Trumps um brottrekstur --> Virðist ekki fylgja nein önnur útskýring.
En Trump sendi þó James Comey eftirfarandi orð:

While I greatly appreciate you informing me, on three separate occasions, that I am not under investigation, I nevertheless concur with [their] judgment . . . that you are not able to effectively lead the Bureau.”

Spurning akkúrat hvað ríkisstjórn Trumps, og Trump sjálfur, er að gagnrýna í sambandi við ákvarðanir James Comey í tengslum við -- ákvörðun Comey að binda endi á frekari rannsóknir á e-mail málum Hillary Clinton.

En Trump í kosningabaráttu sinni, hafði ítrekað lofað því - að taka aftur upp rannsókn á e-mailum Hillary Clinton -- í kosningabaráttu hans, var stöðugt tönnslast á "croocked Clinton" og talað um að koma henni í fangelsi - fljótlega eftir að Trump væri orðinn forseti.

  • Þannig, að það virðist a.m.k. hugsanlegt --> Að Comey sé rekinn fyrir að hafa, bundið endi á rannsóknir FBI á e-mail máli Hillary Clinton.

--Það sé hvað Rod Rosenstein eigi við!
Þegar hann segir -einhverja alla- vera ósammála ákvörðun Comey.

James Comey

  1. Sú kaldhæðni í þessu öllu, er sú -- að án mikils vafa, þá leiddi rannsókn undir handleiðslu James Comey á e-mailum Hillary Clinton -- fram sigur Donalds Trump.
  2. Sérstaklega ákvörðun hans, að opna rannsóknina aftur - örfáum vikum fyrir kjördag.

--Samt hefur verið ákaflega greinilegt, að Donald Trump - líkar ekki við James Comey.

In shock move, Trump fires FBI Director Comey

F.B.I. Director James Comey Is Fired by Trump

Trump ‘terminates’ FBI director James Comey

 

FBI er náttúrulega með í gangi rannsóknir á málum tengdum aðilum innan ríkisstjórnar Trumps

Það er náttúrulega spurningin sem allir munu spyrja - hvað verður um þær rannsóknir.

Ef Donald Trump -- gerir tilraun til þess, að ráða einhvern -augljóslega partisan- einstakling.
Sem hafi t.d. tjáð sig um þær rannsóknir -- og stutt viðhorf Trumps!

Þá er mjög sennilegt - að stórt "outcry" verði innan Bandaríkjanna.

En það hafa heyrst samlíkingar við -- Watergate.

  1. En í frægri sennu, gerði Nixon tilraun til þess að - reka sérstakan saksóknara, er hafði verið skipaður til þess að - rannsaka mál tengd ásökunum um misferli tengd Watergate málinu.
  2. Fyrst skipaði hann - saksóknara alríkisins að reka, hinn sérstaka saksóknara.
    --Þá sagði alríkissaksóknarinn af sér.
  3. Þá skipaði hann, aðstoðar aðalsaksóknara alríkisins - að gera hið sama.
    --Og sá sagði þá einnig af sér.
  4. En Nixon tókst fyrir rest að fá sitt fram.
    --En það reyndist afar fyrrískur sigur.

--Enn liggur ekkert fyrir um það, að tilgangur ríkisstjórnar Trumps!
--Sé að endir sé bundinn á rannsóknir FBI - á einstaklingum tengdum ríkisstjórn Trumps.

Það verður gríðarleg smásjá nú á hvern þann, sem Trump ætlar að skipa í starfið.

--En væntanlega þarf þingið að - staðfesta skipunina!

 

Niðurstaða

Sú spurning er væntanlega verður á marga vörum á næstunni. Sé hvort Donald Trump - sé nú að gera tilraun til þess, að grafa undan því sjálfstæði sem hefur verið í langan tíma - aðalsmerki FBI. Einmitt það sjálfstæði, áunnið FBI-það traust sem sú stofnun hefur.

Ef hún yrði sett undir - pólitíska stjórnun. Gæti það traust verið gersamlega eyðilagt á örskömmum tíma.

Trump gæti þá hugsanlega endað harkalega upp á kannt við þingið, ef þ.e. mat þingsins að hann sé að grafa undan 3-skiptingu valds innan Bandaríkjanna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Comey var hagsmunatengdur Hilary og Clinton foundation í bak og fyrir á meðan hann höndlaði skandalann. Það er stórundarlegt að hann hafi verið talinn hæfur til þess að rannsaka og fjalla um málið.

Email skandallinn kom upp fyrir algera tilviljun við rannsókn á Bengazi skandalanum, þar sem Hilary sneri blinda auganu að á meðan landar hennar voru drepnir. Nokkuð sem hún ber fulla ábyrgð á og hefði raunar átt að sæta refsingu fyrir. Emailskandallinn var því í aðra röndina henni til gæfu, þar sem hann dró athyglina frá meginmálinu. Hlutdrægni Comey bjargaði henni svo út úr seinni klípunni með því hreinlega að ignorera staðreyndir málsins og hjálpa við yfirhilminguna.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.5.2017 kl. 16:43

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón, ég sé enga ástæðu til að vera óánægður hið minnsta með meðferð Comey á máli Clinton - ég samþykki ekki að hvað gerðist í Bengazi hafi verið glæpsamlegt af hennar hálfu - svokallaður e-mail skandall sé fullútskýrður; sem slæm ákvörðun af hennar hálfu - samþykki fullomlega greiningu Comey á því máli - að það hafi verið dómgreindarbrestur - en ekki ásetningur að valda skaða -- m.ö.o. þá einnig hans niðurstöðu, að ekki hafi verið unnt að staðfesta skaða af þessu athæfi hennar -- sé enga ástæðu þar af leiðandi að rengja það mat hans, að standa ekki fyrir formlegu kærumáli.
--M.ö.o. lít ég Comey sem algerlega saklausan af öllum ákúrum tengdu þessu máli öllu - líklega sem einn besta embættismann Bandaríkjanna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.5.2017 kl. 17:46

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú hefur augljóslega ekki hugmynd um þessi mál. Comey kom því svo skemmtilega fyrir að samþykkja immunity á alla þá er vitni gátu borið í málunum og gerði saksoknara ómögulegt að nálgast málin. Engin vitni, engin framburður og því ekkert mál. Sá snúningur einn var gróf misbeiting valds til handa Clinton.

Skoðaðu nú málin og varastu að bergmála allt sem frá CNN, NYT og Buzzfeed kemur. Upplýsingar þínar eru einhliða. Þú getur neitað staðreyndum svona prívat og personulega út í rauðan dauðann, en það breytir ekki staðreyndum málsins.

Sá sem þykist hafa höndlað sannleikann eftir lesturs eins amerísks áróðursmiðils lærir nattúrlega ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég held ekki andanum yfir því að þú gerir það heldur. ;) 

Jón Steinar Ragnarsson, 10.5.2017 kl. 23:51

4 identicon

Image may contain: text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.5.2017 kl. 00:05

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón, þú bullar.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.5.2017 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband