Umboð Emmanuel Macron frá frönskum kjósendum - getur verið ívið veikara en virðist við fyrstu sýn

Kosninganiðurstaðan er mjög sannfærandi ósigur Marine Le Pen með 34% greiddra atkvæða fyrir Emmanuel Macron með 64% greiddra atkvæða.
Hinn bóginn er staða Macrons ef til vill ekki eins sterk og virðist við fyrstu sýn!

  1. Of the 20m voters who chose Mr Macron in the runoff, 43 per cent said they did so to bar Ms Le Pen from power, according to an Ipsos survey.
  2. Only 16 per cent of Macron voters said they backed his programme.
  3. A third said they liked his promise of “political renewal”.
  4. "Adding to the defiant mood, abstention reached 25 per cent,..."
  5. "...the number of blank votes hit a record at 12 per cent."
  • "This results in a fragile approval rating: 47 per cent the French “do not like” Mr Macron..."

Þetta geti bent til þess að Macron -- fái fáa hveitibrauðsdaga!
Og að líklega fái hann afar litla þolinmæði -- fjölmennra kjósendahópa!

 

Í næsta mánuði eru þingkosningar!

Þær fara fram í 2-lotum þ.e. 11. júní nk. -- fyrri umferð.
Síðan, 18. júní -- í þeim kjördæmum þar sem enginn náði meir en 50% atkvæða í fyrstu tilraun.

Þó að fljótt á litið fái "En Marche" byr í seglin vegna kosninganiðurstöðunnar.
--Kannanir hafa bent til þess að "En Marche" geti unnið allt að 280 þingsæti.
--Þegar 290 þarf fyrir hreinan meirihluta.

Hinn bóginn -- gæti kosningafyrirkomulagið, búið til þröskuld.
Þar sem óvíst væri -- að "En Marche" hefði endilega sigur í 2-umferð.

En það þarf ekki vera að "runoff" væri á móti "Front Nationale" eða róttækum vinstri flokki Mélenchon.
--Það gæti allt eins verið á móti - hægri mönnum eða sósíalistum.
Þá væri óvíst hvort að aðrir kjósendur mundu hópast um "En Marche."

  • Líkur virðast klárlega meiri heldur en minni, að Macron verði að stjórna með ríkisstjórn er væri -- samsteypustjórn.
  • Það mundi minna meir á -- stjórnir 4-lýðveldisins, en ríkisstjórnir þ.s. af er 5-lýðveldinu.

--Sumir óttast að framundan sé í Frakklandi, tími aukins pólitísks óstöðugleika.
Er gæti minnt á loka-ár 4-lýðveldisins.

Það er að sjálfsögðu ekki orðinn hlutur enn!

 

Niðurstaða

Þingkosningarnar í tveim lotum í júní, munu ráða því að stærstum hluta. Hve valdamikill forseti Emmanuel Macron raunverulega verður. En góð kosning "En Marche" sé alger lykilforsenda þess, að Macron eigi bærilega möguleika til þess - að fylgja stefnu sinni fram!

Ef hann þarf að mynda samsteypustjórn - gæti valið verið með hægri mönnum, eða sósíalistum.
--Hægri stjórn, gengi líklega mun lengra í átt til útgjaldaniðurskurðar hjá franska ríkinu.
--Væri væntanlega samtímis, líkleg til að viðhafa ívið harðari innflytjendastefnu.

Líklega mundi slík stjórn, snemma lenda upp á kannt við - vinstri sinnaða verkalýðshreyfingu, og því þurfa að búa við fjölmenn mótmæli skipulögð af sósíalistum og þeim sem eru lengra til vinstri.

Það kemur í ljós hvað Macron velur!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband