Þrátt fyrir sannfærandi sigur Emmanuel Macron - sýnir árangur Marine Le Pen, að í Frakklandi kraumar mikil óánægja - sem verður áskorun fyrir yngsta forseta í lýðveldissögu Frakklands að glíma við

34,5% er besti árangur Þjóðfylkingarinnar eða "Front Nationale" til þessa, nærri 2-falt fylgi flokksins í tíð föðurs Marine Le Pen. Kosningagreiningar sýna að FN fékk mikið fylgi í Norður og Norð-Austur hluta Frakklands, þ.e. gömlum iðnhéröðum sem hafa séð betri tíma, þ.s. atvinnuleysi er líklega ofan við meðallag.
--Auk þess virðist FN hafa fengið mikið fylgi meðal yngra fólks.

Enda beindi Macron orðum sínum beint til þessara kjósenda!

  1. "I know the divisions in our nation, which have led some to vote for the extremes. I respect them,"
  2. "I know the anger, the anxiety, the doubts that very many of you have also expressed. It's my responsibility to hear them,"
  3. "I will work to recreate the link between Europe and its peoples, between Europe and citizens."

Með þessum orðum - kemur hann fram sem sá sem ætlar sér að byggja brýr.
Mér lýst mun betur á þessi viðbrögð en t.d. viðbrögð Donalds Trump í Bandaríkjunum - sem gjarnan talar eins og að -- skoðanir þeirra sem ekki kusu hann, skipti hann ekki máli.

En skoðanir fjölmennra kjósendahópa -- eiga alltaf að skipta forseta landsins, máli.

Macron wins French presidency, to sighs of relief in Europe

France's youngest leader since Napoleon

Macron’s policy pledges for France: ‘Neither left nor right’

https://www.thelocal.fr/userdata/images/article/30e1db5d4e608e2cec8f80ce0fd5ee4401ede8d6e05552706053c3c56bcabe22.jpg

Hver er stefna Macrons?

  1. Hann hefur fallið frá því að - lengja vinnuvikuna úr 35klst. - en talar nú um það að veita vinnuveitendum og vinnandi fólki - aukinn sveigjanleika með það að semja um yfirvinnu, og vinnutíma.
  2. Hann vill lækka tekjuskatta á fyrirtæki úr 34% niður í meðaltal ESB þ.e. 26%.
  3. Hann styður aukna fríverslun og þar með umdeilda fríverslunarsamninga - sem rifist hefur verið um.
  4. Hann ætlar að tryggja það að fjárlagahalli franska ríkisins verði ekki yfir 3% - samt ætlar hann að verja 50 milljörðum evra í það að efla hagkerfið, samtímis því að hann lofar 60 milljörðum evra yfir nk. 5. ára tímabil - í útgjaldaniðurskurð.
    --Verður að koma í ljós - hvernig hann lætur mótsagnir slíkrar stefnu ganga upp.
  5. Hann styður aukna samræmingu fjárlaga aðildarríkja - vill koma á sameiginlegum fjármálaráðherra ESB. Auk þess að hann vill aukna samræmingu evrusvæðis sjálfs - t.d. alvöru bankasamband. Og að hleypa nýju lífi í samband Frakklands og Þýskalands um uppbyggingu ESB. Auk þessa hafi hann áhuga á aukinni samræmingu löggjafar ESB í umhverfismálum milli aðildarríkja.
  6. Hann viðurkenni þó þörf fyrir umbætur innan stofnanaverks ESB, að mæta þurfi uppsafnaðri óánægju kjósenda þar um.
  7. Hann virðist algerlega andvígur þeirri hörku í innflytjendamálum - sem Marine Le Pen talaði fyrir, auk frambjóðanda hægri manna - Fillons. Hann segist vilja taka á móti -raunverulegum flóttamönnum- en senda aðra úr landi.
    --Sem væntanlega þíði - samt sem áður - að verulega aukinnar hörku verði beitt gegn þeim sem taldir séu fyrst og fremst í atvinnuleit, þ.e. á flótta frá fátækt og atvinnuleysi.
  8. Í utanríkismálum, talar Macron fyrir auknum fjárframlögum til - hermála þ.e. að framlög fari aftur í 2% af þjóðaframleiðslu. Talar fyrir aukinni samvinnu við Bandaríkin í öryggismálum á Mið-austurlandasvæðinu, og mikilvægi baráttunnar gegn ISIS.
    --Hann er sem sagt, bersýnilega á annarri línu en Le Pen -- sem talaði fyrir samvinnu við Rússland.

Með 65.5% greiddra atkvæða hafa franskir kjósendur veitt honum skýrt umboð.
Donald Trump hefur þegar sent honum heillaóskir með sigurinn, og auðvitað fjöldi annarra þjóðarleiðtoga.

 

Niðurstaða

Sjálfsagt rétt að óska Emmanuel Macron til hamingju með sigurinn. Yngsti forseti Frakklands í gervallri sögu Frakklands, þ.e. í allri lýðveldissögu Frakklands. Hrun samtímis framboðs helsta frambjóðanda hægri manna og framboðs helsta frambjóðanda vinstri manna. Hleypti Macron óvænt í þá stöðu -- að verða eina von miðjunnar í frönskum stjórnmálum.

Franskir kjósendur hafi fengið mjög skýra valkosti - þ.e. áframhaldandi stuðningur við uppbyggingu ESB, stuðningur við NATO og samstarf við Bandaríkin - og auðvitað til mikilla muna mildari stefna gagnvart aðflutningi fólks til Frakklands.
Á móti að mótframbjóðandinn vildi helst að Frakklands segði skilið við ESB og evruna, ásamt því að Frakkland horfði frekar til samstarfs við Rússland - ekki má gleyma þeirri miklu hörku í innflytjendamálum sem Front Nationale stendur fyrir.

Niðurstaða kjósenda er algerlega skýr.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tek fram að ég hefði aldrei getað kosið Marine Le Pen - vegna hugmynda hennar um samstarf við Rússland Pútíns, vegna hugmynda hennar á þá leið að rétt sé að styðja Assad, og vegna þess hversu langt hún gengur í því að vilja fordæma Íslam sem slíkt.

Varðandi það hvort Frakklands á að vera í ESB og Evru -- þá hugsa ég að staða Frakklands sé viðráðanleg, þ.e. Frakkland sé líklega fært um að skapa sér samkeppnishæfni innan evrusvæðis -- ekki sé um nærri eins víða gjá að ræða og t.d. í tilviki Ítalíu.
--Sem á virkilega erfitt verkefni framundan, ef Ítalía á að tolla innan evrunnar til lengdar.

Í þessu ljósi, sé sennilega of efnahagslega áhættusöm sú aðgerð sem Marine Le Pen lagði til, að yfirgefa evruna.
--Það geti litið út með öðrum hætti í tilviki Ítalíu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.5.2017 kl. 00:08

2 Smámynd: Aztec

Ekki ætla ég að óska Macron til hamingju. Það má segja að óvinir lýðræðisins hafi unnið forsetakosningarnar, þ.e.a.s. Eurokratarnir og Islamistarnir. Nú eru uppi háværar raddir á facebook um það, að það ætti að fjarlægja bláa og rauða litinn úr franska þjóðfánanum.

Aztec, 8.5.2017 kl. 00:57

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það var Le Pen sem var óvinur lýðræðisins eins og flokkar á borð við Fn eru. Þarna vann ættjarðarvinurinn þjóðernissinnan til heilla fyrir Frakkland, Evrópu og í raun allan heminn. Vonandi nær FN aldrei að fá sinn mann sem forsetna og helst aldrei að ná áhrifum á franska þinginu.

Sigurður M Grétarsson, 8.5.2017 kl. 13:41

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

En þetta voru náttúrulega forsetakosningar, þar sem var kosið milli tveggja einstaklinga. Þjóðfylkingin var ekki i framboði, svo hún var ekki að tvöfalda fylgi sitt.

Jósef Smári Ásmundsson, 8.5.2017 kl. 18:00

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég óska Angelu Merkel til hamingju með sigurinn í frönsku forsetakosningunum.

Theódór Norðkvist, 8.5.2017 kl. 18:38

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég held að það sé óhætt að óska lýðræðinu, evrópusamvinnu, mannréttindum og minnihlutahópum til hamingju með úrslit í frönsku forsetakosningunum.

Sigurður M Grétarsson, 8.5.2017 kl. 19:41

7 Smámynd: Aztec

Ekki skrýtið að Bretar vilji burt úr þessu skítasvaði sem ESB er.

Aztec, 8.5.2017 kl. 20:36

8 Smámynd: Aztec

Sigurður M., þú hefur ekki hugmynd um hvað lýðræði er í raun og veru. Hvorki þú né aðrir í þessum jihadistaflokki þínum.

Aztec, 8.5.2017 kl. 20:38

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og ekki má gleyma því að 1/3 kjósenda Marons (samkvæmt fréttum á Stöð 2 í kvöld), kusu hann til að koma í veg fyrir að Marine Le Pen yrði kjörin og metfjöldi auðra atkvæðaseðla var líka.  Þannig að þegar upp er staðið þá voru atkvæði, sem voru greidd honum beint ekki svo mörg, enda er ekki mjög mikið vitað um þennan mann.

Jóhann Elíasson, 8.5.2017 kl. 20:47

10 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

"Hann segist vilja taka á móti -raunverulegum flóttamönnum- en senda aðra úr landi." Þetta telst vera alveg gríðarleg harka hér á Íslandi, maðurinn gæti fengið útnefninguna "Kúkur Mánaðarins" hjá "góða fólkinu".

Sveinn R. Pálsson, 8.5.2017 kl. 21:42

11 identicon

"vegna hugmynda hennar um samstarf við Rússland Pútíns"

Þessi orð þín, sína bara "hatur" ... sem blindar allar þínar skoðanir á heimsmálum.  Og skyggir á allar niðurstöður sem þú dregur.  Skrifin sem slík, eru góð ... en þú ert gersamlega heilaþveginn af hatrinu.

Vem bryr sig, om Le Pen ... enginn, þessi manneskja er "búinn til" í fjölmiðlum, eins og Clinton, Trump, Obama og fleiri. Og kemur aldrei til með að standa við neitt af því, sem hún segir ... enda myndi það ganga þvert á við þá staðreynd, að hún er kona. Já, ég segi kona ... þegar fjármálafyrirtæki, velja konu í forrystusæti, er það einungis vegna þess "meðfædda" eiginleika hennar, að taka engar áhættur. púnktur og pasta. Það er meðfæddur eiginleiki hennar sem spendýrs, að vernda "hreiðrið".

Ég veit ekki hvort þú skiljir þetta, en ég ætla samt að láta það flakka ... þetta er svona svipað eins og þegar konur segjast vera "náttúruverndasinnar" ... ef þær væru það, ættu þær að hætta að gjóta út úr sér illa uppöldum vanskapningum, sem gera lítið annað en að skíta náttúruna út. Ég er anstyggilegur, ekki satt ...

Þetta kallast "Paradox" ... þegar tveir þættir stangast á, og þegar "skoðun" stangast á við meðfædda eiginleika ... sem fólk almennt vill ekki viðurkenna, þá veit maður að viðkomandi er annaðhvort naut heimskur, og hefur ekki einu sinni vit á sjálfum sér.  Eða er lygalaupur.  Le Pen, án þess að vita það með vissu ... myndi ég giska á að hún væri svipuð og Trump, lygalaupur sem ekkert er að hægt að treysta á. Og það sem hún lætur úti úr sér, þó satt sé ... er ólíklegt að hún framkvæmi. Svipað og ég sagði um Trump.

Vandamálið er, að báðir þessir aðilar segja sannleikan ... í stórum dráttum.  Sannleika, sem illa gefinn og heilaþveginn almeningur þessarar veraldar vill ekki hlusta á.  Vegna þess að það er búið að lifa í drauma heimi bíómynda síðustu áratuga. Staðreynd.

Sem dæmi... nú er í algleymingi að þú eigir að borða "Ekologiskt".

Þegar menn segja "Ekologiskt", hugsar þú þá "auglýsingar í sjónvarpi". Eða gerir þú þér grein fyrir því, að verið er að segja við þig að þú eigir að borða mat með sníkjudýrum, bakteríum og öðru ... og láta þér það vel líka? Þetta er svona svipað, eins og ég segði við þig að ef kakkarlakkar koma á heimili þitt áttu að hugsa um náttúruna, og deila með þeim húsnæðinu.

Þetta er "boðskapurinn", sem trúaðir af öllum trúarbrögðum eru að bera fram við þig ... og "heilaþvo" börnin með, ímynduðum bíomyndum ... sem fela þá staðreynd, að lífið er barátta þar sem allir éta alla, og maðurinn gengur um og heggur höggtönnum sínum í blóðugt lambið og rífur það í sig, ekki síður en ljónið.

En "trúarbrögðin" kenna þér að vera geðklofa og halda að þú lifir í fegurð ... í stað helvíti þessu, sem kallast jörð.

Persónulega, er ég álíka ógeðslegur og Pútin ... ég fékk gesti á heimili mitt, frá heitum löndum, sem báru með sér egg sem klekktust út ... sem almennt kallast "kakkarlakkar".  Mér datt ekki í hug að vernda náttúruna ... heldur náði mér í Brómhexin ... og myrti alla kakkarlakka sem til eru í nágrenni heimilis míns. Ég hefði, eytt þeim á gervallri jörðinni ef mér byðist tækifæri til ... og skammast mín ekkert fyrir. Ég hata ekkert kakkarlakka, þeir mega lifa í sinni veröld ... svo lengi sem sú veröld er LANGT fyrir utan mína dyrakarma.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 23:07

12 Smámynd: Aztec

Orð frá föðurlandssvikaranum Macron:

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10154703633052857&set=p.10154703633052857&type=3&theater

Auðvitað sér hann ekki islamiseringuna í Frakklandi sem neitt vandamál.

Aztec, 9.5.2017 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband