1.5.2017 | 11:45
Veldi ISIS á hröðu undanhaldi
Skv. nýjustu fréttum, er árás hafin á bæinn Tabqa, sem er rétt við Tabqa-stífluna.
En ef horft er á kortið að neðan er Tabqa við vatnið sem er Vestan við Raqqa.
--M.ö.o. er þetta hluti af atlögu sem miðast við að þrengja hringinn að Raqqa.
--Eins og gert var fyrir einu ári við borgina Mosul í Írak.
U.S.-backed militias oust IS from Syria's Tabqa old city
Það er merkilegt að bera kortin saman, en þau eru tekin af: Islamic State and the crisis in Iraq and Syria in maps.
Skv. greiningu BBC hefur Islamic State tapað um 1/3 síns landsvæðis sl. 12 mánuði.
En þ.s. meira er -- innan skamms verður atlögunni að Mosul lokið: Iraqi commander says to complete capture of Mosul in May.
Þó Raqqa sé höfuðborg ISIS þá hefur Mosul verið demanturinn í veldi ISIS, vegna stærðar borgarinnar sem er umtalsvert stærri en Raqqa.
--Eftir fall hennar verður veldi ISIS Írakmegin -- mjög minnkað.
Skv. bandarískum hernaðaryfirvöldum - hefur ISIS flutt mikið af stjórnsýslu sinni frá Raqqa, sl. vikur og mánuði - til bæjarins Deir ez-Zur 90 km til Suð-vesturs frá Raqqa meðfram Efrat fljóti: ISIS moves its capital in Syria.
Skv. því er ISIS að undirbúa sig undir það að borgin Raqqa verði algerlega einangruð innan skamms.
--Það þíðir náttúrulega að ISIS er ekki endilega búið þó Raqqa og Mosul báðar falli.
--En þ.e. engin ástæða að halda ekki áfram með sóknina gegn ISIS, eftir að þær borgir veru báðar fallnar.
Skv. Bandaríkjunum - hafa hundruðir óbreyttra borgara fallið í loftárásum Bandaríkjanna á svæði undir stjórn ISIS - síðan atlagan gegn ISIS hófst fyrir 2-árum síðan: US military says at least 352 civilians killed in Iraq and Syria since 2014.
--Rétt að nefna að hópurinn -AirWar- nefnir töluna 3.164.
Það gæti einfaldlega stafað af -- mismunandi mati á því hvað telst óbreyttur borgari.
--En vitað er að tugir þúsunda ISIS liða hafa fallið í þessum loftárásum!
::Jafnvel þó miðað væri við hærri töluna, þá líklega eru Bandaríkin að leitast við að lágmarka tölu fallinna almenna borgara --> Rétt að nefna, yfir 500.000 er fallið hafa í átökum heilt yfir í Sýrlandi síðan borgaraátök hófust í ágúst 2011.
Niðurstaða
Ef málið er tekið saman, þá klárlega gengur atlagan gegn ISIS hægt en samt þó er hún að ganga.
Höfum í huga að Bandaríkin eru í samvinnu við stjórnvöld í Íraq annars vegar og Peshmerga liða íraskra Kúrda um atlöguna gegn ISIS í Íraqk.
Innan Sýrlands, hafa Bandaríkin samvinnu við IPG hernaðararm Sýrlenskra Kúrda, ásamt - Súnní liðssveitum sem þjálfaðar hafa verið upp, í þjálfunarbúðum á landsvæði Kúrda bæði í Sýrlandi og í Írak.
--Það eru nánar tiltekið þær hersveitir sýrlenskra súnníta, sem Bandaríkin hafa þá í reynd búið til og vopnað, sem eru að einangra borgina Raqqa og eru þessa stundina með atlögu í gangi að Tabqa.
--En fyrr á árinu, voru þær sveitir ferjaðar á þyrlum yfir á það svæði, til þess að búa til víglínu gegn ISIS á nýjum stað.
--Höfum einnig í huga, að væntanlega skiptir það máli að ná Tabqa stíflunni, en væntanlega án hennar hafa svæði ISIS þar fyrir sunnan - ekkert rafmagn.
Á þessu ári má væntanlega reikna með því að báðar borgir falli endanlega, þ.e. Mosul innan skamms og Raqqa. Að veldi ISIS undir loks ársins, verði vart svipur hjá sjón.
--Höfum í huga, að þetta er það hernaðarplan sem þegar var byrjað að framfylgja heilu ári áður en Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna --> Trump virðist a.m.k. ekki enn hafa gert á því nokkrar verulegar breytingar.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:47 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Já, það er rétt hjá þér með að "klárlega gengur atlagan gegn ISIS hægt", og er það nokkur furða?
Secret Pentagon Report Reveals US "Created" ISIS As A "Tool" To ...
Arab League Report Provides Evidence CIA, MI6, Mossad Behind
CIA, Mossad, and Blackwater Involvement in Syrian Crises- Reports.
Syria Uprising: Mossad, Blackwater And CIA 'Led Operations In Homs ...
CIA, Mossad Op in Syria - AND Magazine
Russia's Secret War on the CIA in Syria | Veterans Today
ISIS is working on Mossad/CIA plan to Create Greater Israel
The CIA-MI6-Mossad War on Syria - LewRockwell
ISIS = ISRAELI SECRET INTELLIGENCE SERVICE - the-yinon-plan
Syria - The REAL Story -- MUST SEE -- CIA & MOSSAD Death Squads ...
Arab League Report Provides Evidence CIA, MI6, Mossad Behind ...
Top 10 Indications or Proofs ISIS is a US-Israeli Creation | The ...
Is 'IS' a CIA-Mossad Creation? – American Free Press
UN Report Reveals How Israel is Coordinating with ISIS Militants ...
Former CIA Deputy Director Publicly Advocates for Bombing Syria's ...
“Our Guys” in Syria: CIA Operatives, Military ... - Washington's Blog
US CIA & Israeli Mossad sniper death squads targeting and killing ...
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.5.2017 kl. 15:33
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.5.2017 kl. 16:45
Þorsteinn, sá sem átti mestan þátt í upprisu ISIS, var Assad sjálfur.
**Með því að ákvarðanir Assads sjálfs, áttu mestan þátt í því að uppreisn innan Sýrlands vorið og sumarið 2011, þróaðist yfir í vopnað borgarastríð.
--Bandar. eru ekki að halda uppi ISIS.
--Bandar. bjuggu ekki heldur til ISIS.
--Bandar. eru ekki að fjármagna ISIS, eða halda því uppi með beinum eða óbeinum hætti.
--Né er Mossad að því.
Það liggja fyrir gnægð sannana þess, að Bandaríkin síðan 2015 hafa verið það land, sem hefur lagt mesta áherslu allra á baráttuna gegn ISIS - fullyrðingar um annað eru áróður.
Rússland hefur litla áherslu lagt á ISIS / Stjv. í Sýrlandi, enn minni.
---------------
Mér er alveg sama hve mörgum hlekkjum á sömu ásakanir þú hrúgar fram.
--Lýgi batnar ekkert við það að vera margoft endurtekin.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.5.2017 kl. 17:23
Sæll aftur Einar Björn
Þrátt fyrir að þú viljir gera allt fyrir elskulegu hjartans Bandaríkin eða þínu bestu vini, þá getur þú bara alls ekki þurrkað út allar sannanir, er segja beint frá því, að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi skapað, fjármagnað, þjálfað og vopnað ISIS (Secret Pentagon Report Reveals US "Created" ISIS As A "Tool" ), þú?
Ég sé hins vegar nákvæmlega ekkert hérna frá þér er styður það, að ríkisstjórn hans Assads hafi átt mestan þátt í upprisu ISIS.
En við höfum gögn allt frá 1983 um vilja Bandaríkjamanna með að stúta og eyðileggja allt Sýrland, svo og sannanir frá Pentagon og öðrum þekktum Bandarískum stjórnmálamönnum er segja okkur frá, því að stjórnvöld í Bandaríkjum hafa búið til ISIS, en það er eitthvað sem að Bandaríkjamenn (eða stjórnvöld í Bandaríkjunum) hafa aldrei beðist fyrirgefningar á gagnvart öðrum þjóðum, þú?
Nú og það er hins vegar mjög margt sem við viljum fá skýringar á frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, þú?
US Caught Evacuating ISIS Leaders in Iraq
CIA-Mossad Party Animal Caught in Iraq
Assad’s Syrian Army Captures NATO Bomb Used By U.S. Israeli’s ISIS Drone: DOD Warned Trump Of Baseless Syrian Attack
Modeling CIA Torture, ISIS Waterboarded Those It Captured: Report
Iraqi popular forces: “Captured ‘DAESH’ commanders confess receiving intelligence support from U.S.”
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.5.2017 kl. 18:35
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.5.2017 kl. 20:36
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.5.2017 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning