Markaðir virðast reikna með sigri Macrons á Le Pen í seinni umferð!

Að sjálfsögðu ekki unnt að bóka þann sigur þó fyrirfram, en frambjóðendur á vinstri væng franskra stjórnamála -- hafa hvatt stuðningsmenn sína til þess að gera allt sitt til að forða kjöri, Marine Le Pen.

http://i2.cdn.cnn.com/cnnnext/dam/assets/170421133711-02-french-election-split-macron-le-pen-large-169.jpg

Skv. fréttum voru úrslitin eftirfarandi: Macron and Le Pen to contest

  1. Macron: 23,8%
  2. Le Pen: 21,7%
  3. Fillon: 20%
  4. Melenchon: 19,4%

--Eins og væntanlega allir vita, þíðir þetta að Macron og Le Pen, keppa í seinni umferð.

Þessar kosningar verða líklega, hreinar kosningar um aðildarmálið!

En eins og vitað er, hefur Marine Le Pen, sagt vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Frakklands að ESB. Og vilja endurreisa frankann!

Meðan að Emmanuel Macron - er einlægur aðildarsinni, sem telur hvort tveggja afar slæma hugmynd, brotthvarf úr ESB og brotthvarf úr evrunni.

  1. En þó svo að Le Pen mundi hafa sigur í seinni umferð.
  2. Þíddi það ekki endilega, að brotthvarf Frakklands úr ESB og úr evru, væri sannarlega yfirvofandi.
  • Enda mundi hún þurfa samþykki þingsins fyrir því - að standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, um aðild Frakklands.
    --Sem engin leið væri fyrir Le Pen, að fyrirfram bóka.
  • En Front Nationale - hefur fram að þessu ekki tekið þátt í myndun ríkisstjórna Frakklands.
    --Að Le Pen yrði forseti, væri alls ekki nein - alger trygging slíkrar útkomu.
  • Það færi eftir því, hvernig hrossakaup milli flokka á þingi, mundu ganga fyrir sig.
    --Fyrir utan að FN-fram að þessu hefur ekki haft, risastóran þingflokk.
  • Væri því ekki neitt endilega, ráðandi afl innan ríkisstjórnar sem sá flokkur tæki þátt í.

M.ö.o. að ef hún hefði sigur -> Mundi hefjast næsta stóra þrekraun Marine Le Pen.
Að tryggja flokki hennar -> Áhrif innan ríkisstjórnar, og þar með hennar eigin - á lagasetningu.

--Ef flokkar á þingi mundu geta myndað stjórn án FN.
--Þá hefði Marine Le Pen líklega ekki nokkurn möguleika til þess, að þvinga fram þá þjóðaratkvæðagreiðslu - sem hún hefur áhuga á að standa fyrir.

  1. Hún svipað og var um Obama er hann var með meirihluta Repúblikana í báðum þingdeildum.
  2. Hefði þá fyrst og fremst lagasetningaráhrif í gegnum beitingu - neitunarvalds.
    --Sem væntanlega í Frakklandi þarf einhvern aukinn meirihluta til að hnekkja.
    --Sem gæti þó verið til staðar í því tiltekna máli.

 

Niðurstaða

Á næstum tveim vikum munu franskir kjósendur sem ekki kusu annað hvort Macron eða Le Pen, að þurfa að gera upp hug sinn - hvers konar framtíðarsýn um Frakkland þeir vilja - auk þess að þeir þurfa að gera upp hug sinn um það, hvaða sýn á framtíð Evrópu þeir aðhyllast. En Macron og Le Pen standa fyrir mjög ólíka sýn, þ.e. aðildarsinninn vs. tortryggnin gagnvart ESB og því sem ESB stendur fyrir. Í annan stað höfum við staðfasta trú á framtíð samstarfs um ESB og evru vs. álíka staðföst vantrú á það að samstarf ESB hafi framtíð eða hvað þá evran, eða sé á vetur setjandi yfir höfuð. Andstaða við þjóðernishyggju vs. gamalgróin þjóðernishyggja.

Valkostir kjósenda eru með öðrum orðum - afskaplega skýrir.
--Fram að þessu hefur verið skýr meirihluti í Frakklandi fyrir aðild að hvoru tveggja ESB og evru.
Það kemur í ljós hvort Marine Le Pen tekst að sannfæra meirihluta kjósenda um það atriði, að það sé rétt aðgerð að láta kjósa um aðild Frakklands - eins og Bretar gerðu!

  • Hún gæti reynt að snúa því upp í spurningu um lýðræði.
    --Ef henni mundi takast að láta kjósendur kaupa slíka röksemd, gæti hún haft betur.

Nk. 2-vikur mun reyna á sannfæringarkraft frambjóðendanna tveggja, sem aldrei fyrr.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband