Erdogan framlengir lög um neyðarástand - eina ferðina enn

Það kaldhæðna er að kosningaúrslitin geta hafa spilað verulega rullu um þá ákvörðun, þ.e:

  • 51,4% vs. 48,6%.

En atkvæði tyrkja er búa í ESB aðildarlöndum, virðast hafa ráðið úrslitum.
M.ö.o. að Erdogan hafi ekki unnið -- innan Tyrklands sjálfs.

  1. Erdogan getur því óttast -- róstur og mótmæli í kjölfarinu.
  2. Hann tapaði að auki með áberandi hætti í þrem stærstum borgum landsins.
    --Meðan að hann vann sigur í sveitum landsins og fátækari svæðum Sunnar í landinu.
    --Tapaði þó harkalega á Kúrda-svæðum landsins.

In divided Turkey, president defends victory in referendum granting new powers

Erdogan clinches victory in Turkish constitutional referendum

Erdogan's Victory in the Referendum on His Powers Will Leave Turkey Even More Divided

Erdogan follows referendum win with extension of state of emergency

 

Það eru sjálfsagt a.m.k. einhverjar líkur á að deilur um úrslitin - viðhaldist í kjölfarið, að stór hluti Tyrkja muni héðan í frá álíta úrslitin ólögmæt!

Það hve naum úrslitin voru - geti að auki gefið andstæðingum aukinn kraft. Það hafi einnig myndast í kosningabaráttunni, óformleg samstaða milli ólíkra afla -- um samstöðu gegn Erdogan.
--Sú samstaða getur nú eflst í kjölfar niðurstöðunnar!

  • Óvíst er m.ö.o. að úrslitin styrki stöðu Erdogans.

Þó að lögformleg staða hans sé sterkari.
--Geti hans pólitíska staða í landinu hafa veikst.

Líkur virðast um að Erdogan keyri breytingarnar hratt fram.
--Með því að framlengja neyðarlög.
--Þá getur hann nú í krafti úrslitanna, væntanlega gefið bein fyrirmæli frá forsetaembættinu um þær lagabreytingar!

Með því vonist hann væntanlega til þess, að gera þær -- óafturkræfar með hraði.
--En sú áhætta sem hann þá hugsanlega tekur.
--Getur verið, að sá ca. helmingur Tyrkja er kaus gegn honum -- líti svo á að Erdogan strái salti í sárin.

Hafandi í huga að þetta er mjög fjölmennur hópur!
Virðist manni það alveg geta átt sér stað -- að mjög fjölmenn fjöldamótmæli gjósi upp.

  1. Það gæti einhverju leiti minnt á fjöldamótmæli er gusu upp í tengslum við svokallað -- arabískt vor.
    --Það væri þá undir viðbrögðum Erdogan komið --> Hvað síðan mundi koma þar á eftir.
  2. Bendi á það að -- Ben Ali í Túnis, gaf eftir vilja meirihluta almennings; og það urðu engin borgaraátök í Túnis.
    --Meðan að Assad í Sýrlandi ---> Gaf fyrirskipanir að skjóta á óvopnaðan lýðinn er var að mótmæla ---> Og strax í kjölfarið á því, breyttust mómtælin í vopnaða uppreisn, og borgarastríð hefur æ síðan geisað innan Sýrlands.

Tyrkland gæti sem sagt - ef Erdogan spilar málin of ógætlilega!
--Farið mjög nærri borgaraátökum.
--Eða jafnvel alla leið yfir í borgaraátök.

  1. Ef borgaraátök mundu hefjast innan Tyrklands.
  2. Mundi það gera stríðið innan Sýrlands -- að stormi í tebolla í samanburði.

Við erum að tala um það --> Að 20-30 milljón manna flóttamannabylgja gæti skollið á Evrópu.

 

Niðurstaða

Ég er ekki að spá borgarastríði innan Tyrklands. Einungis að benda á það að Erdogan virðist stjórna nú með afar -sundrandi hætti- innan Tyrklands. Síðan virðist framkoma hans nú strax í kjölfarið - vera frekari högg í þann knérunn.
--Með því að setja neyðarlög, virðist blasa við --> Að Erdogan ætli sér síðan, að láta frekari slík högg dynja yfir - það með hraði.

Það gæti skapað - bylgju reiði í bland við örvæntingu; ef stór fjöldi Tyrkja upplyfir landið vera stefna í kolranga átt.
--M.ö.o. kokteill sem mér líst hreinlega ekki á.

  • Erdogan gæti m.ö.o. reynst eins stórt fífl og hann Assad reyndist vera sumarið 2011.
    --Assad eyðilagði í reynd Sýrland --> Þ.e. hans sök að landið gersamlega er í rúst.
  • Erdogan gæti, í stað þess að verða landsfaðir Tyrklands, leitt yfir það eyðileggingu í enn stærri stíl.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband