16.4.2017 | 23:56
Erdogan forseti Tyrklands segist hafa haft nauman sigur með 51,4% stuðning fyrir stjórnarskrárbreytingu er færir honum einræðisvöld
Áhuga vekur að Erdogan virðist hafa tapað í 3-stærstu borgum landsins: Istanbul, Ankara og Izmir.
Andstæðingar segjast krefjast - endurtalningar.
--Hinn bóginn skipa stuðningsmenn Erdogans nú meirihluta í "Supreme Election Council" eða Æðsta-kosninga-ráðinu, þannig að líklega verða allir úrskurðir um vafamál tengd kosningunum Erdogan í hag.
Deilur verða líklega um atkvæði sem uppfylla ekki að fullu kosningareglur.
"Opposition parties demanded recounts after the Supreme Election Council ruled while the vote was still going on that ballots without official verification stamps would be accepted."
Þekki ekki þessa - stimplunarreglu.
Eða hvaða atkvæði það eru sem þurfa þá stimplun.
- Má velta fyrir sér atkvæðum er hafa borist erlendis frá.
Þessi naumi sigur virðist ekki veita Erdogan sterkt umboð!
En væntanlega hagar hann sér eins og hann hafi fengið ótakmarkað umboð kjósenda!
- Bendi fólki á að vanalega þegar kosninga-svik eru í gangi --> Segist opinber sigurvegari kosningar hafa unnið með - yfirburðum.
- T.d. vitað að síðast er kosið var í Rússlandi -- vann Pútín í reynd ekki eins stórt og opinberar tölur sögðu.
--Annað dæmi um ákaflega grunamleg opinber úrslit - eru kosningar á Krímskaga þ.s. almenningur þar var sagður hafa kosið með miklum yfirburðum með sameiningu við Rússland, þ.e. úrslit sögð hafa verið um 90% greiddra atkvæða með, skv. þátttöku er sögð var 83% --> Hafandi í huga að hlutfall rússn.mælandi íbúa skagans var þá milli 60-70% þá virtist mér það ekki geta staðist.
- Punkturinn er sá, að oft eru uppgefin úrslit afar ósennileg -- þegar svik eru í gangi.
--51,4% getur alveg verið satt!
--Enda hafi kannanir í Tyrklandi upp á síðkastið, flestar bent til naums sigurs Erdogans.
M.ö.o. að sú niðurstaða hrópar ekki að manni --> Getur ekki verið, eins og úrslitin t.d. á Krím.
Erdogan virðist í kosningabaráttunni - hafa lofað lögum og reglu, og endurreisn stöðugleika
En óstöðugleikinn og átökin í landinu - eru stórum hluta búin til af Erdogan sjálfum.
Þannig að - ef út í þ.e. farið - getur hann sennilega staðið við það loforð.
- Stoppa hreinsanirnar sem hafa verið í gangi -- það eitt mun draga úr óstöðugleika og óvissu.
- Síðan að stöðva stríðið gegn Kúrdum - sem hann sjálfur hóf.
Margir hafa grunað að átökin gegn Kúrdum - og hreinsanirnar.
Hafi hvort tveggja fyrst og fremst - tengst hans persónulegu pólitík.
Snúist um að skapa ástand innan Tyrklands, sem mundi að hans mati auka líkur á því að hann fengi samþykki fyrir -- sínu persónulega einræði.
Mér virðist Erdogan stefna á stjórnarfar sambærilegt því í Rússlandi Pútíns!
Margir sem fjalla um Tyrkland og tala um Erdogan sem Íslamists!
--Gleyma öðrum einræðisherra þ.e. Pútín.
- En í Rússlandi, eru hjónabönd samkynhneigðra bönnuð.
- Hommar og lesbíur sæta margvíslegum ofsóknum innan Rússlands.
Pútín - margítrekað hefur komið fram talað sem verndari kristinnar trúar.
Ítrekað hefur beitt fyrir sig - trúartáknum.
- Pútín sé líklegast einfaldlega að beita trúnni, sem valda-tæki.
- En málið er, að ég held að það sama eigi einnig við Erdogan!
--Erdogan sé ekki að fara að gera Tyrkland að einhverju -- múllistan.
--Með því að hefja ofsóknir gegn Gulemistum --> Má segja að Erdogan hafi tekið þá ákvörðun, að deila ekki völdum með múllum.
- M.ö.o. hann vilji ráða einn.
Þá sé það stjórnarfar sem hann sennilega stefni á!
Meir í ætt við það stjórnarfar er Pútín hafi komið á innan Rússlands.
- Það er, enn verði líklega reglulega kosið í Tyrklandi eins og í Rússlandi.
- En eins og í Rússlandi, muni Erdogan líklega tryggja að kosningarnar skipti í reynd ekki máli, þ.e. fólkið hafi ekki raunverulega þann valkost að skipta um landstjórnendur.
--M.ö.o. lýðræði í leiktjalda-stíl, þ.e. án innihalds.
--Einræði í reynd!
Niðurstaða
Það stjórnarfar sem ég held að Erdogan ætli að koma á, sé líklega sambærilegt því sem Pútín kom á innan Rússlands -- eftir 2003. Sem ég kalla -- lýðræði í leiktjaldastíl, eða með öðrum orðum - án innihalds. Kosningar fari fram, en þær hafi ekki nokkur raunveruleg áhrif á stjórnun landsins.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Málið er ekkert svona einfalt og þú heldur, Einar ...
Churchill sagði "maður getur ekki skilið þýska fólkið frá glæpunum". En bandaríkjamenn "krossfestu Hitler", til að "frelsa þýska fólkið af sindum þess". Rómarríki, keyrði þennan sið á sínum tíma ... og hefur verið stundað í gegnum söguna. Aflausn sinda þinna, færðu þegar þú mætir á bálið og hrópar halelúja þegar þú horfir á ungu konuna brenna, sem var "dæmd" fyrir að vera Norn. Þú æpir og skríkir, yfir mönnunum sem voru hengdir, hälshöggnir ... fyrir "glæpinn". Í Ísrael til forna, fengu menn aflausn "sinda" sinna með því að "sýnast" vera "gott fólk" og grýta hóruna.
Það "krefst" aldrei neinar sannana ... það er ánægt með að "trúa" sögum þeirra, sem "tala fyrir hönd guðs".
Það "horfir" í spegill, og segir við sjálfan þig "ég er góður maður, af því ég er ekki norn ... glæpamaður" og fékk aflausn, með því að taka þátt í að "myrða" þá sem voru dæmdir.
Tökum "föstudaginn langa", sem dæmi. Hér gengur fólk út á götu, og "þakkar" saklausum manni fyrir að hafa dáið hrikalegum dauðdaga, svo það sjálft geti lifað. Fyrir utan það, að "þakka" honum fyrir að vera myrtur, níddur, slátrað, píndur og barinn ... þá þakka þeir "Guði" fyrir að hafa látið fara svona, með sinn eigin son.
Hefur Erdógan 100% rangt fyrir sér um Evrópu? Nei ... en hann hefur ekki rétt fyrir sér heldur, sem gerir málið flókið.
Er Sódómismi bannaður í Rússlandi og Kína? Það er ég viss um, en ég efast um að Rússland sé neitt öðruvísi en Kína í þessu máli ... Sódómismi blómstrar, og enginn skiptir sér af því hvað þú gerir heima hjá þér, svo lengi sem þú ert ekki með það úti á götum. En ef þú ferð með þetta út á götu, ertu "álitin" vera að dreifa sódómisma og "spilla unga fólkinu". Unga fólkið, sem er "nýkomið" á gelgjuskeiðið er "sérstaklega" viðkvæmt í þessum málum.
Hefur þetta fólk 100% rangt fyrir sér um þetta? Nei ... en það hefur ekki rétt fyrir sér heldur, sem gerir málið öllu flóknara.
Þú telur "Rússa" verri ... ég þekki ekki Rússa, en ég þekki Kína og Evrópu. Hér í Evrópu, er verið að kafa ofan í skítinn af þér og mér. Myndavélar á heimilum, sem síðar er notað til að nýða fólk og svívirða opinberlega. Þetta er dagsatt ... Einar. Kína? Það er meira "lýðfrelsi" í Kína, en nokkurs staðar í Evrópu. Það er enginn í Kína, sem er kafa upp í rassgatið á þér, eins og hér ... svo lengi sem maður er ekki að ógna, eða ögra "stjórnvöldum" landsins. Það er meiri "kapitalismi" í Kína, en NOKKURS staðar annars staðar í heiminum, meira að segja bandaríkjunum.
Vandamálið með Kína, er að þetta getur breitst á einni nóttu ... en getum við ekki sagt sömu sögu um Bandaríkin.
Erum við skárri, en Rùssar? Nei ... bara í hausnum á halfvitum. Hér blómstrar "ógeðfellt" fólk, sem stimplar sjálft sig "gott fólk" á kostnað annarra.
Svo í staðin fyrir að vera með svona "slagorð", Putin og Erdógan eru einræðisherrar ... sem er bara "barnahjal" og á heima í leikskólanum. Eða "pútin" er á móti sódómisma. Að sjálfsögðu er hann á móti "sódomisma" opinberlega ... en hvað með "góða fólkið" eins og hér, sem vill flytja "shia" múslima við hliðina á hommunum. Er það ekki sjálft að ýja að "morðum" á hommum, eða ýta undir aukna glæpa og óróleika innan þjóðfélagsins. Þú kemur sjálfsagt með "langdrægar" afsakanir, sem sýna "góðmennin" ISIS, Saudi, Tyrki og aðra ... sem öllum er annt um hommana, og yfirgefa "trúna" fyrir okkur. Raunveruleikinn er annar, fólkið getur ekki einu sinni skilið sjálft sig við "slæðuna" ... hvað þá "ofstækið". Við, erum svo "veikgeðja" að við reynum ekki einu sinn að kenna þeim siðvenjur hér ... heldur látum þá fara í skítugum nærbuxunum í sundlaugarnar. Svo við erum sjálf, enn sekari en Pútin í þessu máli ... því við "felum" okkur, á bak við ímyndaða góða gerninga.
En skítt með það ... svo, hvernig væri að koma með eitthvað "bitastætt" um Erdógan og afleiðingarnar af kosningunum. Persónulega tel ég hafa ekki skippt neinu máli, hvernig hefði farið í kosningunum ... maðurinn er búinn að ganga um eins og Einræðisherra, með allt vald einræðisherra í fleiri mánuði. Eina sem þetta gerir, að mínu áliti ... er "fuck you" við Evrópu.
Erdógan, að mínu áliti ... er hér með að sýna og sanna, að Tyrkir hafa "að ásettu ráði", staðið að smygli á hryðjuverkamönnum til Evrópu ... ásamt "trafficking".
Tyrkir, Bosnia-Herzegovina, Albania, Kosovo ... eru "trojan horse" Evrópu. Erdógan er nú svo viss á sinni sök ... að hann er tilbúinn að koma út úr klæðaskápnum.
Og, hverjir standa að baki Tyrkjum, og "smygl" ríkjunum? Hverjir standa að baki "ópíum" græðslu Afghanistan og hverjir "styðja" Saudi Arabíu, og hverjir styðja Al Qaida í Sýrlandi? Hverjir stóðu að baki "upplausninni" í Lýbíu ... og hverjir hafa núna, nýlega ... skrifað "svart á hvítu" að eigi að "nota" ISIS í mið-austurlöndum.
Ekki Pútin ...Bandaríki Norður Ameríku ...Og loka spurningin ... ertu svolítill "Il Duche" ... sem "úthrópar" Trump þegar hann talaði um "frið". En hrósar honum, þegar hann fer út og myrðir fólk. Og "hatar" Pútin, fyrir að voga sér að standa í vegi fyrir "lýðræðinu" sem þú styður að verði byggt, á beinum miljóna manna.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.4.2017 kl. 10:42
Bjarne, þú slær upp barnalegum yfir-einfölodunum en sakar aðra um barnaskap.
Það t.d. þarf enginn að standa að baki Saudi-arabíu -- olíuauður Sauda er slíkur; að Saudar geta alltaf keyupt einhvern til fylgilags.
--Frekar að Kanar séu "mercenaries" Sauda en öfugt.
Ef Kanar færu frá Persa-flóa, væru Kínverjar búnir að hreiðra sér þar fyrir á mjög skömmum tíma.
--Og peningar Sauda færu þá í það að kaupa fylgilag ráðandi afla þar í staðinn.
Varðandi ópíumræktendur í Afganistan --> Þá er það hugtakið, eftirspurn.
--En fólk á Vesturlöndum er kaupir eyturlyf stendur undir því þar, og þannig viðheldur óbeint Talibönum og öðrum skæru-öflum þar í landi, í gegnum það að viðhalda stöðugri eftirspurn eftir framleiðslu varningi eytur-ræktaranna.
--Uppreisn var sjálfs-sprottin.
--Sáu utanaðkomandi aðilar, tækifæri fyrir sína hagsmuni í þeirri uppreisn -- þ.e. í því að hjálpa uppreisninni að sigrast á einræðisherranum er lengi hafði setið.
Mjög svipað með Sýrland
--Nema að þar er deilan miklu mun flóknari!
Allir telja sig vera styðja sína hagsmuni.
------------------
Þetta tal þitt að hann standi fyrir lýðræði.
Er vægt sagt furðulegt.
Nema þú hafir mjög undarlegar hugmyndir um það hvað telst vera lýðræði.
Báðir eru sannaðir fjöldamorðingjar er hafa drepið hvor um sig yfir 100þ. manns, þar af Assad nokkur hundruð þúsund.
--> Hinn bóginn eru þeir ekki brjálæðingar.
En þeir svífast fullkomlega einskis í því að viðhalda sínum persónulegu völdum.
Veröldin væri betri fyrir það eitt í báðum tilvikum - ef þeim væri steypt af stóli.
---------------
Bandaríkin krossfestu ekki Hitler ---> Sovétríkin - tóku Berlín.
Hitler kaus sjálfsmorð frekar en að vera tekinn af rússn. hermönnum.
Áhugavert ef þú þekkir ekki þá sögu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.4.2017 kl. 13:06
Sennilega eru ekki nokkrar kosningar í heiminum sem er eins mikið eftirlit með og Rússnesku kosningarnar.
Það flykkjas þangað þúsundir manna frá vesturlöndum sem þyrstir í hneiksli.Engin kosningasvik fundust.
.
Það sem þú ert að vitna til eru kjaftasögur sem koma frá Kasparov og álíka kónum. Þú verður að hafa í huga að Kasparov hefur framfæri sitt af því að segja lygasögur frá Rússlandi,hann hefur ekki gert neitt annað í á annann áratug.
Stefna Putins í utanríkismálum hefur mikið fylgi á meðal Rússa,bæði meðal hans flokksmanna og einnig meðal hinna stóru flokkanna á Rússneska þinginu.
Það hlýtur að teljast vera einhverskonar lýðræði.
Það sem þú talar hins vegar fyrir er, að þeir sem hafa stuðning um það bil 5% Rússa samanlagt ráði utanríkisstefnunni.
Ég er nú bara úr sveit eins og sagt er ,en mér virðist það ekki vera mjög lýðræðislegt.
Sannleikurinn er sá að þú ert alls ekki hlynntur lýðræði yfir höfuð. Allavega ekki að Rússar hafi lýðræðislegann rétt.
Þín stefna er að Bandarískir kjósendur ráði yfir öllum ríkjum.þar á meðal Rússlandi.
.
Sama gegnir um Krímskaga. Þú virðist alls ekki vera hlynntur því að fólkið þar hafi lýðræðislegann rétt.
Þú ert meira að segja svo forhertur að vilja að þetta fólk verði neytt til að samlagast aftur ríki þar sem því verður mismunað af ríkinu og það drepið af Nasistum.
Þetta er alveg glórulaust.
Það er enginn vafi á að það er vilji meirihluta Krímveerja að vera hluti af Rússlandi. Það er enginn vafi.
Eina sem er að ,er að þér finnst að þetta fólk eigi ekki að hafa lýðræðisleg réttindi.
Þjóðverjar gerðu fljótlega könnun á þessu eftir sameininguna og ætluðu að góma Putin. Það kom í ljós samkvæmt skoðanakönnuninni að það var meira fylgi við sameininguna en hafði verið í kosningunni.
Það sem gerði þetta að verkum er væntanlega að í millitíðinni höfðu Nasistar brennt inni meira en 40 manns í Odessa.
Af því að þú lest aldrei neitt nema einhverja vitleysu ,þá veistu væntanlega ekki að viðstaddir kosninguna voru 137 eftirlitsmenn og meira en 600 blaðamenn.
Þetta hafí formaður eftirlitsmannanna um málið að segja.
Mateus Piskorkski, the leader of the European observers’ mission and Polish MP: “Our observers have not registered any violations of voting rules.”
OECD og UN voru ekki viðstödd kosninguna af því þessi fyrirbrygði viðurkenna ekki lýðræðislegann rétt Krímverja til sjálfsákvarðanatöku frekar en þú.
Hefur þar væntanlega munað mestu um andstöðu Bandaríkjanna sem virða alls ekki sjálfstæði neinnar annarar þjóðar.
.
Fyrst þú ert andsnúinn lýðræði ættir þú ekki að vera að reyna skreyta þig með slíku tali.
Borgþór Jónsson, 17.4.2017 kl. 14:54
Ég tek að sjálfsögðu ekki minnsta mark á einhverjum "observers" sem voru handvaldir - stuðningsmenn stefnu Pútíns.
Menn álíka staurblindir og þú ert sjálfur -- Boggi.
Athugsaemd þín sýnir ákaflega vel að þú skilur nákvæmlega ekki neitt hvernig lýðræði virkar -- þegar þ.e. framkvæmt með réttum hætti.
En Rússland er ekki með lýðræði.
Að sjálfsögðu var kosningin á Krím, ekki lýðræðisleg - átti ekkert skilt við lýðræði.
--Það sama á við kosningar er haldnar hafa verið á svæðum svokallaðra uppreisnarmanna í A-Úkraínu.
Allar þær kosnignar hafa verið -- sýndarveruleika sjónarspil, m.ö.o. -- hreint svindl.
Fullkomlega ómarktækar með öllu.
--------------
Á þessum svæðum - þ.e. Krím og hjá svokölluðum uppreisnarmönnum.
Er nú viðhaldið stöðugu óttavaldi þ.e. lögregluríki.
--Síðan fá íbúarnir ekkert nema, stanslausan lygaáróður.
Sambærilegan við það lygakjaftæði sem þú flytur stöðugt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.4.2017 kl. 00:36
Þú hefur afar brenglaðar hugmyndir um lýðræði.
Krímverjar hafa lengi barist fyrir þessari þjóðaratkvæðagreiðslu og gripu nú tækifærið þegar valdaránið í Úkrainu átti sér stað.
Þú virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að samþykkja niðurstöðuna 2005 ,þegar Úkrainsk stjórnvöld siguðu nasistum á Krímverja til að koma í veg fyrir að slík atkvæðagreiðsla ætti sér stað ,með góðfúslegu samþykki vesturlanda.
Miðað við málflutning þá hefði þér ekkert fundist athugavert við að Úkrainustjórnvöld hefðu sent fulla járnbrautalest af Nasistumm til Krím til að berja og misþyrma kjósendum þar ,líkt og 2005. Nasistarnir kölluðu þetta "Love Train" og eru afar stoltir af framtakinu.
Þetta var reynt aftur 2014,en fór út um þúfur af því að Krímverjar fréttu af því og biðu á brautarpallinum,tilbúnir. Lestin var tóm þegar hún kom á áfangastað.
.
Þú virðist ekki vera í neinum vandræðum með að viðurkenna niðurstöðu sem er fengin með járnstöngum, keðjum og nokkrum manndrápum ,þó þú getir ekki samþykkt niðurstöðu sem fengin er með kjörseðlum.
Þeir sem voru andsnúnir sameiningu við Rússland voru miklu minna áberandi en þeir sem voru fylgjandi,en það var ekkert gert til að hindra þá í sínum málflutningi.
Þeim var hinsvegar bannað að berja andstæðinga sína eða drepa þá ,sem er uppáhaldið þeirra.
Að mínu mati er þetta hvort sem er ekki hluti af lýðræðislegu ferli.Þarna virðist okkur greina á.
Ástæðan fyrir að Úkrainusinnar voru minna áberandi er að þeir höfðu einfaldlega ekkert fylgi.
Þetta er nákvæmlega sama og hér er sjálfstæðisflokkurinn miklu meira áberandi en Þjóðfylkingin eða Alþýðufylkingin.
Þessi stjórnmálaöfl hafa einfaldlega nánast enga fylgjendur og eru þessvegna lítt áberandi.
Þú virðist ekki líta á neitt sem lýðræði nema það hafi stimpil frá Neokonunum ,sem er ekki í þessu tilfelli.
.
Sama gegnir um Rússland.
Það er orðinn hefð fyrir því að vesturlönd tefli fram sínum fulltrúa í Rússneskum kosningum af öllu tagi.
Þar að segja þau velja sér einhvern frambjóðanda sem þau halda uppi fjárhagslega og með öðrum hætti.
Núna er Navalny í tísku.
Valdaklíkan hér getur ekki á heilli sér tekið af því þessum fulltrúa þeirra er ekki hampað fremst í sviðsljósinu.
Navalny getur talað máli sínu að vild,en hann getur ekki efnt til uppþota.
Honum er ekki leyft að stunda járnstangalýðræði sem Neokonar hafa áratugum saman þröngvað upp á margar þjóðir til að koma þar fyrir lénsmönnum sínum.
Navalny er ekki áberandi í Rússlandi af því hann hefur nánast enga fylgjendur þar og hann hefur fram að þessu ekki komist upp með að vekja athygli á sér með ofbeldisfullum uppþotum ,eins og planið er.
Staðreyndin ere að þessir frambjóðendur Neokona munu aldrei ná árangri ,af því þeir eru eftirlegukindur frá Yeltsin árunum, og Rússar hata Yeltsin árin og alla sem þeim tengjast.
Neokonar líta hinsvegar á þetta sem gullaldarár ,enda eru þetta árin sem þeir fóru ránshendi um auðæfi Rússlands ,án nokkurrar mótstöðu.
Neokonarnir eru í stöðugri baráttu við að koma þessu ástandi á aftur ,svo þeir geti haldið áfram ránunum,og til þess þurfa þeir að eiga stjórnvöldin.
Og þeir geta einungis eignast Rússnesk stjórnvöld með járnstangalýðræði
.
Ég legg til Einar ,að þú snúir baki við járnstangalýðræðinu og reynir að sættast við þetta form sem gerir ráð fyrir að málin séu útkljáð með atkvæðaseðlum.
Borgþór Jónsson, 18.4.2017 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning