Nýr hugsanlegur möguleiki fyrir sigur Marine Le Pen hefur komið fram

Þetta er ekki enn talið sérdeilis líklegt - en Melenchon hefur verið að stíga í skoðanakönnunum upp á síðkastið; sem hefur skapað vangaveltur um hugsanlegt "run-off."
--Þ.e. hvað mundi gerast ef Le Pen og Melenchon verða efst í fyrstu umferð!

http://img.agoravox.fr/local/cache-vignettes/L620xH306/_yartiMLePenJLMelenchon01-cb537.jpg

Skv. nýlegri skoðanakönnun:

  1. Le Pen: 23,5%
  2. Macron: 22,5%
  3. Fillon: 19%.
  4. Melenchon: 18,5%.

Það er þessi litli munur milli frambjóðendanna og ris Melenchon í könnunum.
Sem hefur vakið þessar vangaveltur!

  1. En erfitt væri að ímynda sér stærri jarðskjálfta en ef fulltrúi -- kommúnista og annarra kjósenda lengst til vinstri.
  2. Mætir fulltrúa Þjóðfylkingarinnar eða "Front Nationale."

--Það þíddi líklega - að miðjan í frönskum kosningum, hefði engann til að kjósa.
--Þannig að reikna má þá með því að flestir miðjusinnaðir kjósendur, velji að sitja heima.

  • Það áhugaverða er að kannanir benda til þess að sigur Melenchon sé ívið sennilegri ef þau 2-mætast, þannig að þá yrði róttækur vinstri maður forseti Frakklands.

Slíkt "run-off" væri náttúrulega -- franskir kjósendur að senda fingurinn til hefðbundinna stjórnmála.

  1. Hinn bóginn leiddi kjör Le Pen eða jafnvel Melenchon.
  2. Ekki endilega til róttækra breytinga.

--Þ.s. að forseti Frakklands - er ekki eins valdamikill of forseti Bandaríkjanna.

En til þess að forseti Frakklands sé valdamikill --> Þarf stjórnmálaflokkur forsetans að vera ráðandi afl í ríkisstjórn, er hafi þingmeirihluta.

Bæði Le Pen og Melenchon væru háð því að þeirra flokkar -- næðu að mynda samsteypustjórn, ásamt einhverjum öðrum flokkum.
--> Sem auðvitað þíddi, að það yrði að semja um málamiðlanir á stefnunni.

  • Ef flokkur forseta er ekki í ríkisstjórn.
    --Er forsetinn með mjög óveruleg áhrif á lagasetningu -- fyrst og fremst í gegnum beitingu neitunarvalds, sem þingið þyrfti aukinn meirihluta til að kollvarpa!

--Slíkur forseti ætti mjög erfitt með að knýja fram -- róttæk stefnumál!

 

Niðurstaða

Sigur Marine Le Pen er raunverulegur möguleiki -- ris erki vinstrimannsins - Melenchon - í könnunum undanfarið, skapar nýja sviðsmynd fyrir hugsanlegan sigur Le Pen. Ef þau tvö mætast í seinni umferð. Þá grunar mig að kosningaþátttaka mundi fara í sögulega lægð. Vegna gríðarlegs fjölda kjósenda er mundi geta kosið hvorugan frambjóðandann.

Rétt að nefna, að þó Le Pen hefði sigur -- þarf það alls ekki leiða til þess að hún mundi vera í aðstöðu til að fylgja fram sínum kosningaloforðum.
--Það fari algerlega eftir því, hvort henni mundi takast að mynda hagstæða samsteypustjórn á þingi.

Ef "Front Nationale" yrði utan ríkisstjórnar -- gæti Marine Le Pen orðið óvenju valdalítill forseti Frakklands.
--Endað með að ná mjög litlu af því sem hún lofar - fram!

Sama á auðvitað við Melenchon ef hann sigrar, að ef flokkur hans nær ekki inn í ríkisstjórn - yrði hann einnig afar veikur forseti sennilega.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband